7.4.2009 | 20:06
Sjálfstæðisflokkurinn í boði Baugs
Rétt áður en samþykkt voru lög sem gerðu hámark framlaga fyrirtækja til stjórnmálaflokka 300.000 krónur fékk Sjálfstæðisflokkurinn hundraðfalda þá upphæð frá Baugi; þ.e. undirdeildinni FL Group. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason gáfu flokknum sínum 30 milljónir króna.
Þetta ættu kjósendur að færa vel og vandlega til bókar. Hingað til hafa eiginlega allir aðrir flokkar verið brennimerktir "Baugsflokkar". Hinn raunverulegi Baugsflokkur var hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn. Kjartan, Andri og félagar í Valhöll tóku glaðir við 30 milljón króna gjöfinni frá forhertustu útrásar-brjálæðingunum, sem á þessum tíma voru að kaupa American Airlines, Sterling, taka yfir Woolworths og Moss bros, endurfjármagna Goldsmiths og fleira mætti nefna.
Var þó allt í klessu og nokkrum vikum síðar mátti lesa neðangreint í Mogganum:
Gagnasafn | lau. 6.1.2007 | Viðskiptafréttir | Með mynd | 76 orð
Baugur færir til eign sína í FL Group
BAUGUR Group hefur flutt eignarhlut sinn í FL Group, 16,25%, til dótturfélagsins BG Capital ehf . BG Capital er skráð á Íslandi og er að fullu í eigu Baugs Group. Eftir viðskiptin er 1,9% hlutur í FL Group áfram í eigu Baugs Group.Hannes flytur eignir til Hollands
FÉLAG Hannesar Smárasonar, Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf., hefur fært allan hlut sinn í FL Group, 19,77%, yfir í annað eignarhaldsfélag, Oddaflug BV í Hollandi. Viðskiptin fóru fram á genginu 25,2.
![]() |
30 milljóna styrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Skrítið að Óli Björn Kárason skyldi hafa rekist á þetta þegar hann aflaði gagna í bók sína um FL Group!
Pétur J. (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:35
Svo Baugpeningum var veitt viðtaka í þeim heilaga flokki Sjálfstæðisflokki. Svo Íhaldið er þá Baugsflokkur eftir allt saman æ æ æ æ
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.4.2009 kl. 20:41
Spilling fyrir fjármagn , þetta er sjálfstæðisflokkurinn !
JR (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:14
Ekki minnast á þetta ógrátandi Friðrik Þór. Það kom reyndar fram í fréttinni að þessi ,,styrkur" hafi komið eftir að Kjartan Gunnarssonar hætti sem framkvæmdastjóri, hvort sem það skiptir einhverju máli eður ei. En þetta er með öllu óásættanlegt eins og ég bloggaði um og er köld vatnsgusa framan í alla sjálfstæðismenn. Það kemur ekkert annað til greina en að endurgreiða þennan styrk og gefa greinargóða yfirlýsingu um málið sem allra fyrst til að eyða allri tortryggni í málinu.
Jón Baldur Lorange, 7.4.2009 kl. 21:23
Kemur ekki á óvart, Hannes Smárason er að gefa RÁNFUGLINUM 30 milljónir í þetta sinn, en þegar hann var forstjóri Decode svikamyllunnar, þá er talað um að hann (og Kári) hafi gefið Sjálfstæðisflokknum 300 milljónir fyrir þátt BLÁSKJÁ og þáverandi stjórnar í því ferli.....
. Síðan ræða þeir saman BLÁSKJÁR og Jón Toxit Baugur í London og þá bíður "geislabaugurinn" upp í dans og bíður 300 súr vínber og Davíð á ekki orð yfir þessa "pörupilta & óreiðumenn" - en þegar það var Kári sem veiti styrk þá var það í lagi, en þegar Toxit baugur bíður fram fé (mútur) þá gengur dæmið ekki upp og enginn kannast við þetta boð. Ég trúði alltaf Davíð, þarna var Toxit Jón að reyna að múta "forsetisráðherra landsins" og það hafði engar afleiðingar fyrir Jón, strax þá áttaði ég mig á því að við búum í raun í "fábjána landi". Ég gef mér að sjáflstæðismenn bendi á að þessar 30 milljónir séu ekki mútur, heldur bara gjöf til RÁNFUGLSINS, er þetta eðlileg gjöf? Já segja sumir, nei segir "Heilbrigð skynsemi....
.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:46
Þetta hlýtur að vekja upp þá kröfu að bókhald Sjálfstæðisflokksins verði skoðað aftur til einkavæðingu bankanna. Og hvaða greiðslur runnu fyrir og á eftir fráhvarf Ingu Jónu Þórðardóttur úr stjórn FL Group.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 22:31
Mæltu manna heilastur, Jón Baldur.
Athyglisverður punktur, Þórður. Ertu með tímasetningar þarna við hendina?
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 22:35
Eigið blogg:
10.11.2008 | 15:14
Hvað segir Inga Jóna hans Geirs?
Nú er deilt um gjörðir Hannesar Smárasonar hjá FL group. Agnes Bragadóttir blaðamaður Moggans hefur upplýst um að því er virðist borðleggjandi lögbrot Hannesar. Þetta hlýtur að sæta lögreglurannsókn.
Í því sambandi vantar ekki vitnin með vitneskjuna. Fyrst þrír og svo aðrir þrír stjórnarmenn FL sögðu sig úr stjórn FL að sögn vegna misgjörða og lögbrota Hannesar. Svo hrökklaðist forstjórinn, Ragnhildur Geirsdóttir, frá með 120 milljón króna þagnar-plástur fyrir munninum, ef ég skil Agnesi rétt.
Áréttað: Stjórnarmenn í FL Group gengu úr stjórn, að því er virðist í mótmælaskyni, vitandi af hegningarlagabroti - en gerðu ekkert annað með það. Fóru ekki til löggunnar með vitneskju sína. Meðal þessara stjórnarmanna var eiginkona þáverandi fjármálaráðherra, núverandi forsætisráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir. Er þetta boðlegt? Þarf ekki að spyrja þessar manneskjur um hvers vegna þær hylmdu yfir lögbrot? Er ekki rétt að fjalla um þetta örlítið, en láta frekar eiga sig að fjalla um sömu eiginkonu og setu hennar í einhverju uppstríluðu listaapparati sem litlu sem engu skiptir?
Kannski fjölmiðlar sjái ekki ástæðu til að taka þetta fyrir. En rannsóknar- og ákæruvaldið hlýtur að hafa á þessu svakalegan áhuga. Er það ekki Björn?
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 22:39
www.baugsmalid.is
Á aðalfundi 10. mars 2005 var ákveðið að breyta nafni Flugleiða í FL Group og voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins: Árni Oddur Þórðarson, Gylfi Ómar Héðinsson, Hannes Smárason, Hreggviður Jónsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Þorsteinn Jónsson og Pálmi Kristinsson. Hannes Smárason var kjörinn formaður stjórnar og Hreggviður Jónsson varaformaður.
Fyrsta dag júlí mánaðar 2005 barst félaginu hins vegar tilkynning þar sem þrír stjórnarmenn, Árni Oddur Þórðarson, Hreggviður Jónsson og Inga Jóna Þórðardóttir, sögðu sig úr stjórn vegna ágreinings um vinnubrögð stjórnarformanns .
Þessi umræddi styrkur kemur augljóslega nokkru á eftir setu IJÞ í stjórninni.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 22:47
Þetta er skammarlegt, svo ég segi ekki meira.
TARA, 7.4.2009 kl. 23:23
Málin eru verri en ég meðtók í fyrstu.
Ég sagði í upphafi: Rétt áður en samþykkt voru lög sem gerðu hámark framlaga fyrirtækja til stjórnmálaflokka 300.000 krónur fékk Sjálfstæðisflokkurinn hundraðfalda þá upphæð frá Baugi; þ.e. undirdeildinni FL Group. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason gáfu flokknum sínum 30 milljónir króna.
Málið er víst að lögin höfðu verið samþykkt, en akki tekin í gildi. Sem gerir málið mun hneykslanlegra en ella.
Fullyrt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að FL-Group hafi greitt Sjálfstæðisflokknum 30 milljóna króna styrk þann 29. desember 2006 nokkrum dögum áður en reglur um 300 þúsund króna hámarksstyrk til flokka tóku gildi.
Upphafið á því að vera "Rétt áður en þegar samþykkt lög tóku gildi". Þetta sem sagt eykur á hinn einbeitta brotavilja...
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 23:24
Það er rétt að umræddur styrkur kemur þónokkuð eftir brothvarf Ingu Jónu úr stjórn FL. Group en það vekur engu að síður upp spurningar um alla hina styrkina sem áður höfðu verið veittir. Ég tel að það ætti að fara fram rannsókn á styrkveitingum til stjórnmálaflokka með hugsanlegar múturgreiðslur að leiðarljósi í þeirri rannsókn.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:47
Því miður virðist forsætisráðherrann ( þessi sem kann ekki á talsíma ) hafa treyst
minni og stöðumati eiginkonunnar og stjúpsonarins á stöðunni.Þá stýrði systursonur Ingu Jónu ( Þórður Már ) hinu djarfa milljónafyrirtæki Gnúpur fjárfestingarfélag.Allt þetta hefur hjálpað Haarde til að fá ranghugmyndir um ástandið. 30 milljón króna
greiðsla í vasa flokkseigendaklíkunnar hefur ekki bætt viljann til sjálfstæðrar hugsunar. Sorglegt fyrir þjóðina hvernig þingmenn sitja í þágu ríkisfyrirtækja og
sveitarfélaga. Ömurlegt fyrir þá þó fjölmörgu ærlegu sjálfstæðismenn sem hafa látið þessar klíkur ná yfirhöndinni í flokknum. Er ekki í vafa um að margir þeirra munu kjósa Borgarahreyfinguna þó að sennilega verði Bogi Ágústsson ekki einn þeirra
Einar Gudjónsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 01:11
Hér að ofan hefur misritast texti en þar vildi ég sagt hafa að ömurlegt er til þess að
vita hvernig margir alþingismenn sitja fyrir einstök fyrirtæki og þrengstu sérhagsmuni.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 01:18
Helsta flóttaleið sjálfstæðismanna virðist vera að benda á að FL group hafi áreiðanlega styrkt aðra flokka. Það er auðvelt að kasta slíku fram en billegt. Vitaskuld mætti hver einasta króna koma fram, til allra flokka.
Sem ekki breytir hinu að JÁJ og HSm dældu fé í Valhöll. Miklu fé. Verulega stórum hluta af veltu flokksins yfir árið. Sjálfstæðisflokkurinn var myndarlega styrktur af Baugi. Málaferli voru í gangi. kaup og sala fyrirtækja voru í gangi. Svimandi eignatilfærslur voru í gangi. Fjölmiðlalaganefndarskýrslan hin síðari, sú þverpólitíska, var ekki gömul og hékk í loftinu (en gufaði síðar upp). JÁJ og félagar höfðu unnið slag í Hæstarétti og voru kannski að vonast eftir vopnahléi. Varð þeim að ósk sinni? Von að spurt sé.
By the way. Var Geiri í Goldfinger búinn að sanna það með kvittunum að hann hefði styrkt fleiri flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagðist ætla að gera það, en ég man ekki hvort hann gerði það. Einhver?
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 01:53
Þetta er nú ekkert. Það á eftir að taka upp úr kössunum hjá Baugi sem rak Samfylkinguna í nokkur ár. Það mun verða þriggjastafa tala.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 05:14
Er ykkur ekki flökurt?
Hvað ætlið þið að kjósa?
J.þ.A (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 06:38
Ég hef sagt þetta í núna mánuð. Það er ekkert annað í stöðuna en að kjósa Borgarahreyfinguna. Hún á traust kjósenda skilið annað en þeir sem hafa misnotað það árum saman!
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:52
Ómar rauði skilur ekki lykilatriðið. Sjálfstæðisflokkurinn uppnefndi annan flokks Baugsflokkinn og þóttist heilagur. Tók síðan slefandi við tugmilljónum frá Baugi. Það er kallað hræsni. Af mjög hárri gráðu.
Kristján Guy Burgess á facebook:
"Skoðum þetta í samhengi. 30 milljónir eru meira en allir flokkar aðrir en sjálfstæðisflokkurinn fengu frá fyrirtækjum allt árið 2007. Þá fékk sjálfstæðisflokkurinn tvöfalt meira en næsti á eftir þrátt fyrir að hafa verið að reyna að ná sem mestu árið 2006. Sjálfstæðismenn þurfa að svara til um þennan styrk, flokkurinn sem fór með fjármála og forsætisráðuneyti nánast óslitið í 18 ár og hefur barist gegn því að almennileg lög séu sett um fjármál flokkanna. Enginn flokkur hefur verið í meiri aðstöðu til að beita sér fyrir einstök fyrirtæki sem hafa þá greitt í sjóði flokksins. Það er ástæðan fyrir því að ekki voru komin lög fyrr og það er stór þáttur í hruninu, þetta samansúrraða viðskipta- og stjórnmálalíf, einkavinavæðing og fyrirgreiðsla."
Ég ætla að kjósa Borgarahreyfinguna.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 10:40
Sæll Friðrik!
Það er svo rétt að minna á, að svo lengi sem ég man er fjárreiður D og styrkir til hans hafa borið á góma, hafa fulltrúar flokksins alltaf bandað slíkri umræðu frá sér m.a. með að hann þyrti svo lítt á annara hjálp að halda, skráðir meðlimir skiptu tugþúsundum sem greiddu sín reglulegu gjöld o.s.frv.!En þrátt fyrir það hafa hinir sömu ekkert viljað láta þessi "sannindi" koma upp á borðið, opna bókhaldið! Þessi tíðindi eru svo ekki sé meira sagt, afskaplega kaldhæðnisleg já og í ljósi alls sem gerst hefur og sagt, þá ber þetta sömuleiðis ekki bara líka vott um hræsni heldur hreina og klára SJÁLFSAUÐMÝKINGU í ofanálag!
Hvort um svo virkilega er um saknæmt athæfi á einhvern hátt að ræða, verður hins vegar viðfangsefni yfirvalda þar til gerðra að skera úr um, sem oftar þrátt fyrir vísbendingar og grun, þá hafa fæst orð minnsta ábyrgð um slíkt!
Svo má það ekki gleymast, að fleiri áttu FL Group en Baugur, þeirra er því líka ábyrgðin.
En það er laukrétt Friðrik,í raun skiptir það litlu gagnvart D og hversu gjörsamlega hans skömm opinberast hér að því er virðist, hvort t.d. S hafi þegið peninga til eða frá, það er hinn mikli og látlausi áróður til margra ára og flytjendur hans, sem virðist ílla afhjúpaður og að athlægi orðin!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.