Embættismenn sem segja sex!

 Þegar vandaðir og varkárir embættismenn, eins og þeir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri, eru farnir að hella úr skálum reiði sinnar í garð "snillinganna" sem komuÍslandi á höfuðið og rústuðu orðstír landsins, þá er fokið í flest skjól fyrir þessa viðskiptaníðinga. Enn fremur er það tákn um ný viðmið þegar Morgunblaðið nú rífst af hörku við kaupsýslumenn eins og Sigurð Einarsson og eigendur HB Granda og skammar þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins fyrir óraunhæfar hugmyndir um flata 20% afskrifun skulda.

Ég tek hatt minn ofan fyrir Skúla Eggerti og Ingvari. Skúli hefur að sönnu ekki verið hinn týpíski skrifræðisembættismaður en þarna talar virtur og upplýstur embættismaður eins og upp úr hugarfylgsnum fólksins í landinu. Hann stendur með okkur fólkinu í stað þess að verja ósómann með vísan til einhverra heimilda. Heyr heyr.

Skúli Eggert og Ingvar: „Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár.“

„Virðast íslenskir bankar ekki hafa dregið af sér við þá iðju og sveipað félög Íslendinga þar leynd um eignarhald. Þótt það fyrirbrigði sé vissulega ekki séríslensk uppgötvun er þó ljóst að ýmsir Íslendingar hafa þar ekki verið aftarlega á merinni. Greining ríkisskattstjóra á eignarhaldi sýnir að leyndin um eignarhald og eigendur félaga skráðra í aflandsríkjum er vandamál sem brýnt er að taka á af festu. Meira að segja hefur sú skaðlega starfsemi sem þar er rekin fengið hið hlýlega heiti skattaskjól. Í því orðfæri felst á hinn bóginn grímulaus afstaða, skýli fyrir sköttum, þ.e. vilji til að komast hjá greiðslu skatta með því að dylja eignarhald fyrir yfirvöldum, meðeigendum og almenningi öllum.

Fleiri svona embættismenn, takk. Segja hlutina eins og þeir eru og hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi, en ekki vera handbendi stjórnmála- og kaupsýslumanna.


mbl.is Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að skipta um þá pólitísku gróðumold sem þeir (Íslands sjálftökumenn) hafa sprottið upp úr s.l. 18 ár.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:28

2 identicon

Eftir margra ára þöggun embættismanna með bláuhöndina svifandi yfir hausamótunum, sjáum við nú embættismenn loksins þora að stíga fram og tjá hug sinn.

Þessu ber að fagna.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Reyndar hefur Skúli Eggert aldrei verið týpískt möppudýr hins opinbera, greinilega maður með þokkalegt innvols, eins og Ólafur landlæknir hér í den.

En þetta er óvenju hressilegt að lesa.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Efnistök þeirra Skúla og Ingvars eru sannfærandi og ekki eru síðri greinarnar eftir Aðalsteins Hákonarson og Sigrúnu Davíðsdóttur.  Sérstaklega eru þau Aðalsteinn og Sigrún "prófessíonal" í sinni efnisöflun og framsetningu. Því miður eiga júristar milljarðamæringanna vopnabúr til að bregðast við þessu og má segja að þeir hafi yfir að ráða fallbyssum af stærstu gerð til að plaffa á þúfutittlinga. Þetta kann að vera óþarfa svartsýni af minni hálfu, en svona hefur þetta gengið hingað til.

Varðandi sambandið milli atferlis útrásarvíkinganna og stefnu flokksins okkar Davíðs, þetta:

Hafi saur, þvagi og gangstéttarhellum verið fleygt í Alþingishúsið og lögreglumenn og Oslóartréð verið brennt samkvæmt stefnuskrá Vinstri grænna, þá gæti verið að Gísli Baldvinsson hefði nokkuð til síns máls um moldina og Þórður Runólfsson um bláu höndina

Flosi Kristjánsson, 18.3.2009 kl. 15:09

5 identicon

Hvar voru þessir menn meðan sögurnar um þetta grasseruðu og athæfið í fullum gangi?

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:23

6 identicon

Niðurfellingarhugmyndir Sjálfstæðisflokks?  Er embætti ríkisskattstjóra pólitískt?

Svona er sagt frá málum á vefsetri Morgunblaðsins:

_____________________________________________________

Innlent | mbl.is | 18.3.2009 | 15:07

Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna, leggur til að höfuðstóll húsnæðislána verði lækkaður um fjórar milljónir króna. Hún segir alveg ljóst að niðurfelling skulda muni falla á ríkið eða á landsmenn. Framsóknarflokkurinn hefur lagt til að 20% af skuldum heimila og fyrirtækja verði felldar niður og Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið í svipaðan streng. Pistil Lilju er að finna á vefnum Smugan.is.

Fr. H (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:45

7 identicon

Verða suffragetturnar í Vinstri grænum ekki alveg snar ef embættismenn segja "sex" ?

Verður ekki að koma lögum yfir þessa menn strax?

Who More (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:48

8 Smámynd: Hlédís

Who more virðist ekki vita að það fyrirfinnst nokkuð sem kallast á "góðri íslensku" : The fair sex -     So!?

Hlédís, 18.3.2009 kl. 16:28

9 identicon

Tek undir með Erni Úlfari...

Þetta voru mennirnir með upplýsingarnar...af hverju stigu þeir ekki á stokk...embættismennirnir????

itg (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:12

10 Smámynd: Hlédís

Fáir vija stíga á höggstokk! Það gerirðu ef ræðst einn gegn valdníðslu spillts meirihluta.

Hlédís, 18.3.2009 kl. 18:25

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér finnst rétt að rifja hér upp eftirfarandi, sem ég skrifaði skömmu fyrir jólin síðustu:

Vegna greinar Aðalsteins Hákonarsonar deildarstjóra eftirlitsdeildar Ríkisskattstjóra, "Skuldsettar yfirtökur og öfugur samruni" í blaði embættisins Tíund, er bráðnauðsynlegt að grípa til leiðréttingar.

Leiðréttingin er þessi: Greinin, sem annars er prýðilega góð og upplýsandi, birtist á röngum tíma. Hún átti að birtast í desember 2007 (í síðasta lagi) en ekki desember 2008.

Þar sem segir í desember 2008

"Hér að framan hefur verið lýst a. m. k. einu af þeim fyrirbærum sem hafa blásið út efnahagsreikninga bankanna og fyrirtækjanna í landinu á síðustu árum. Fyrir þessa uppfinningu hafa menn fengið bæði mikið lof og há laun. Til að hægt væri að koma þessu í kring þurfti greiðan aðgang að lánsfé og þeir sem það fengu voru tilbúnir að greiða bönkunum háar fjárhæðir fyrir aðstoðina sem þeir veittu við að búa ný félög til sölu á markaði. Þannig nærðust þessir aðilar með hvetjandi hætti hvorir á öðrum, bankarnir og fjárfestarnir.
Í raun má halda því fram að viðskiptalífið hafi þrifist á vissum blekkingum sem snérust um að sýna eins góða fjárhagsstöðu fyrirtækjanna og mögulegt var með því að færa allar eignir þeirra á hæsta
mögulega verði og stuðla þannig að því að gengi hlutabréfanna yrði sem allra hæst"
.

... átti að standa í desember 2007:

"Hér að framan hefur verið lýst a. m. k. einu af þeim fyrirbærum sem blása út efnahagsreikninga bankanna og fyrirtækjanna í landinu nú og á síðustu árum. Fyrir þessa uppfinningu hafa menn fengið bæði mikið lof og há laun. Til að hægt væri að koma þessu í kring þarf greiðan aðgang að lánsfé og þeir sem það eru tilbúnir að greiða bönkunum háar fjárhæðir fyrir aðstoðina sem þeir veita við að búa ný félög til sölu á markaði. Þannig nærast þessir aðilar með hvetjandi hætti hvorir á öðrum, bankarnir og fjárfestarnir.
Í raun má halda því fram að viðskiptalífið þrífist á vissum blekkingum sem snúast um að sýna eins góða fjárhagsstöðu fyrirtækjanna og mögulegt er með því að færa allar eignir þeirra á hæsta
mögulega verði og stuðla þannig að því að gengi hlutabréfanna sem allra hæst".

Ef greinin hefði birst á réttum tíma hefði hún meðal annars getað stuðlað að því að tekið væri til í íslensku fjármálalífi og fólk eins og Vilhjálmur Bjarnason og dætur hans væru ekki í nauðvörn frammi fyrir dómstólum að sækja rétt sinn. Þetta leiðréttist hér með.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 19:03

12 Smámynd: Valdemar K.T. Ásgeirsson

Sæll. Það er allflestum misboðið.

Kv. Valdemar.

Valdemar K.T. Ásgeirsson, 18.3.2009 kl. 20:34

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Friðrik,

miiiiiiiiiikið er ég sammála færslu þinni. Ótrúlegt hvað mörg okkar létum blekkjast. Hluti af svikamillunni er að hafa almúgann það upptekinn að hann hefur ekki tíma til að fylgjast með. Þannig gerðist þetta því ef allir hefðu verið með á nótunum hefði þetta aldrei gengið svona langt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.3.2009 kl. 21:32

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eiríkur Tómasson lögfræðiprófessor talar um ráðherraræðið og að embættismenn biðu gjarnan fyrirmæla frá ráðherrum varðandi aðgerðir ýmiskonar. Þetta sagði hann í tengslum við umræður um Fjármálaeftirlitið.

 Þöggun embættismanna hefur örugglega verið mjög víðtæk hér undanfarin ár og ekki hefur dregið úr henni eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð af. Það eru ýmsar stíflur að bresta og ég spái því að ef svipað stjórnarmynstur verður við líði eftir kosningar, þá muni fleiri embættismenn stíga fram og hefja gagnrýni á eitt og annað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.3.2009 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband