Stopp á skattsvikarana - næst er það kyrrsetning eignanna

Loks sér maður tekið á skattaskálkaskjólunum og vonandi rennur þetta frumvarp vel og greiðlega í gegnum þingið.

Skoðið þetta dómsmál hér og segið mér hvort ekki sé ástæða til inngripa inn í skattalöggjöfina með einhverjum sanngjörnum hætti. Skúffufyrirtæki að nota Ísland nýfrjálshyggjunnar til að losna við að greiða eðlilegan skatt. Lúxemborgískt hlutafélag var eini hluthafi „Íslenska“ einkahlutafélagsins Dunedin Finance ehf.  Að tillögu stjórnar hins íslenska einkahlutafélags hafi verið ákveðið árið 2003 að greiða 2.5 milljarða króna  „arð“ og vildi ekki einu sinni borga vesælan 5% staðgreiðsluskatt. Því miður vakti þetta dómsmál enga athygli í fjölmiðlum.

Næst og fljótlega vill maður sjá aðgerðir rannsakenda og frystingu eigna manna sem rökstuddur grunur er um að hafi gripið til lögbrota í aðdraganda hrunsins. Hvað dvelur orminn langa?

ATH NÝ SKOÐANAKÖNNUN HÉR TIL HLIÐAR - UM RITSTJÓRA MORGUNBLAÐSINS. 

 


mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hrósa ríkisstjórninni fyrir þetta. En ég hef heimildir fyrir því úr innsta hring þeirra sem best til þekkja í þessum málum á Íslandi að "auðmennirnir" séu að mestu blankir í dag. Of seint í rassinn gripið í þetta sinn, en auðvitað áttu þessi lög að vera komin fyrir löngu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 17:13

2 identicon

Dunedin á Íslandi er í eigu Dunedin Holdings S.A.R.L. í Luxemburg.  Dunedin S.A.R.L. í Luxemburg er í eigu George Weston Limited í Kanada.

George Weston Limited í Kanada er lýst svona á heimasíðu félagsins:

George Weston Limited (“Weston” or the “Company”) is a Canadian public company founded in 1882 and through its operating subsidiaries constitutes one of North America’s largest food processing and distribution groups. Weston has two reportable operating segments: Weston Foods and Loblaw Companies Limited (“Loblaw”). Weston Foods is primarily engaged in the baking and dairy industries within North America. Loblaw is Canada’s largest food distributor and a leading provider of general merchandise, drugstore and financial products and services.

Eins og fram kemur hér að ofan greiddi íslenska einkahlutafélagið Dunedin Finance á Íslandi ehf. arð árið 2003 að upphæð litlar kr. 2.574.150.204.- ( já tæplega 2.6 milljarða íslenskra króna).

Strax má velta því fyrir sér hvað þetta óþekkta íslenska einkahlutafélag Dunedin Finance á Íslandi ehf. hafi greitt í arð árið 2002 nú eða árin 2004 - 2008.

Fyrst óþekkt íslenskt einkahlutafélag, í eigu "hóldíng" félags í Luxemburg gat greitt tæpa 2.6 milljarða í arð árið 2003 hér á Íslandi má spyrja hvað í ósköpunum félagið hafi gert á Íslandi árið áður, svo ábatasamt, að hægt hafi verið að greiða svona arð.

Hvað var og / eða er kanadískt matvæla- og dreifingarfélag að "bauka" með félagahalarófu, sem teygði sig til Íslands þegar árið 2002?

Þá er athyglivert að sjá að félagið hefur ekki skilað ársreikningum eftir árið aðbæra sbr upplýsingar af heimasíðu Ríkisskattstjóra:

2008Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2007Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2006Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2005Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2004Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2003Dunedin Finance á Íslandi ehf 20. september 2004

Þá er til á Íslandi félag með nafninu Dunedin ... .  Það félag tengist Baugsmönnum. 

Hvort Dunedin Finance á Íslandi ehf og hitt Dunedin-félagið  tengist með einhverjum hætti skal ósagt látið,en svona í lokin er líka til Dunedin sf.

Og svo er ráðinn norskur seðlabankastjóri - þegar nægilega erfitt er að skilja "íslensku".

Watson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sammála Gunnar og þakka þér fyrir Watson.

Sókn (eða árás) nýfrjálshyggjunnar var öflug og henni fylgdi stefnan um að gera Ísland að skattaparadís. Et Voila.

Það verður að teljast með ólíkindum að ráðamenn þessa blessaða Dunedin fyrirtækis hafi haft döngun í sér að fara í dómstólana til að fá þó ekki nema 5% staðgreiðsluskatti aflétt. Er hægt að kalla þetta annað en ósvífni af bíræfnustu sort?

Og ég tek undir: Hvað gerði Dunedin sem skilaði þó einhverju, svo sem eins og örðu af vinnu, á Íslandi? Ekkert held ég. Þarna er bara verið að nota Íslands sem þvottastöð og skálkaskjól. Ojbjakk.

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hefur ekki Ísland verið bæði peningaþvottastöð og skattapardís í mörg ár? Dunedin Finance ehf hefur ekkert bókhald. Skúffufyrirtæki. Þolir ekki rannsókn og mun aldrei verða rannsakað. Ekki Dunedin Finace SF heldur.

Búið að ákveða það. Þetta var bara "millifærslufyrirtæki" sem ekkert á.   

Vonandi mun norski Seðlabankastjórinn ALDREI læra íslensku. Það myndi bara rugla hann í ríminu um Íslenst "efnhagslíf" sem er ekkert líf er í.

Búin að svara könnunni Friðrik.

Óskar Arnórsson, 27.2.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th.! "Auðmennirnir sem bjuggu þetta fyrirtæki til eru langt frá því að vera blamkir.

Þeir "spila" sig blanka til að ekki sé hægt að nálgast þá. Gamalt trix. Peningarnir eru bara á númerareikningum.

Findu dómsmál þar sem t.d. Magnús Ármann, Verktaki fyrir Baugsmenn hefur tapað?

Ég finn alla vega ekki neitt og er búin að leita vel....

Óskar Arnórsson, 27.2.2009 kl. 20:56

6 identicon

Lögmaður stefnanda, Dunedin Holdings S.A.R.L. skv. dómi Héraðsdóms var Vala Valtýsdóttir hdl.

Vala starfar sem lögmaður hjá endurskoðunarfélaginu Deloitte hf.

Deloitte starfar með skilanefnd [gamla] Landsbanka Íslands, en þaðan kemur formaður skilanefndarinnar.

Þá má sjá eftirfarandi á vefsetri í Sviss um félagið Dunedin Finance á Íslandi ehf., en þar má sjá nöfn eins og "Gunnar Jónsson" og "Gísla Garðarsson". 

Ætli Gunnar Jónsson sé bróðir Gests Jónssonar, lögmanns Jóns Ásgeirs og gæti verið að Gísli sé sonur Garðars ..........?

Þá hefur hlutafé félagsins verið "hressilegt" á sínum tíma.

Dunedin Finance î Islandi ehf., Reykjavik (Island), Zweigniederlassung Zollikon/Zürich, in Z o l l i k o n , Rotfluhstrasse 85, 8702 Zollikon, Zweigniederlassung (Neueintragung).
Firma Hauptsitz: Dunedin Finance î Islandi ehf.
Rechtsnatur Hauptsitz: Private Limited Liability Company.
Hauptsitz: Reykjavik (Island).
Statuten Hauptsitz: 19.09.2000.
Zweck Hauptsitz: Finanztätigkeit, Consulting, Immobilienhandel, Kredittätigkeit sowie artverwandte Tätigkeit.
Kapital Hauptsitz: Stammkapital: ISK 1'000'000.-, Liberierung: ISK 1'000'000.-.
Angaben zur Zweigniederlassung: Geschäftsbereich der Zweigniederlassung: Erteilung von Darlehen an und Verhandlung von Darlehensvereinbarungen mit Gesellschaften, welche Zweigniederlassungen der George Weston Group of Companies sind; Sicherstellung der rechtmässigen Eintreibung von fälligen Zinszahlungen bei allen Schuldner der Zweigniederlassung; Verwaltung des Darlehens-Portfolios; Verwaltung der überschüssigen Mittel der Zweigniederlassung durch Investition in Festgelder, Fonds oder andere finanzielle Vermögenswerte; Jede zum Obenstehenden zusätzliche Tätigkeit und jede zur Bewirkung des Obenstehenden notwendige Aktivität.
Eingetragene Personen: George Weston Limited, in Toronto (Kanada), mit einer Stammeinlage von ISK 1'000'000.-, Gesellschafterin, ohne Zeichnungsberechtigung; Zoetmulder, Adriaan, niederländischer Staatsangehöriger, in Aerdenhout (NL), Vorsitzender des Vorstandes, ohne Zeichnungsberechtigung; Gardarsson, Gisli, isländischer Staatsangehöriger, in Reykjavik (Island), Mitglied des Vorstandes, ohne Zeichnungsberechtigung; Jonsson, Gunar, isländischer Staatsangehöriger, in Reykjavik (Island), Stellvertretendes Mitglied des Vorstandes, ohne Zeichnungsberechtigung; Burki, Dr. Nico H., von Biberist, in Erlenbach ZH, Leiter der Zweigniederlassung, mit Einzelunterschrift.

http://www.moneyhouse.ch/shab/2000_250/neugruendungen_d.htm

  

Robin (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki að meina "blankir" í merkingunni sem við almúgafólkið æeggjum í það orð, heldur að það er ekki eftir neinu að slægjast fyrir ríkissjóð lengur í eignum þeirra. Auk þess sem kostnaðurinn við að eltast við það étur upp ávinninginn.

"Skattaparadís" er neikvætt orð í hugum okkar og sumir vilja kalla landið okkar því nafni fyrir hóflega skattlagningu fyrirtækja hér. En auðvitað er það ekki svo. Hófleg skattlagning getur verið tekjuauki fyrir okkur. Skoðið t.d. Laffer-kúrfuna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 21:55

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Gísli Garðarson?...er ekki átt við Gísli Baldur Garðarsson lögfræðing?

Óskar Arnórsson, 27.2.2009 kl. 23:26

9 identicon

Galen Weston, Jón Ásgeir, Selfridges, Dunedin Finance á Íslandi ehf., Gunnar Jónsson, 2.6 milljarða arðgreiðsla og árið 2003 og engir ársreikn. síðan !

Tilviljun?

Watson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband