18.2.2009 | 16:09
Var einhver að tala um einelti?
Í ákveðnum kreðsum hér á landi er talað um einelti í garð formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Eðlilega eru það fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem tala um þetta meinta einelti.
Minna ber á því að talað sé um einelti í garð forseta Íslands. Aðallega eru það einmitt fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem ástunda það meinta einelti.
Ég dreg ekkert úr því að eitt og annað í orðum og gjörðum forsetans megi finna að. Sumir ganga svo langt að telja að hann hafi orðið hagsmunum þjóðarinnar skaðlegur. En ef þetta á að heita rétt þá er mér lífsins ómögulegt að skilja hvernið hið sama getur ekki átt við um formann bankastjórnar Seðlabankans, miðað við umræðuna meðal valda- og áhrifamikilla einstaklinga erlendis. En það er bara mín skoðun.
Óska skýringa á grein Eiðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Þessir gömlu fjandvinir standa í svipuðum sporum, Friðrik. Báðir sitja undir ámæli, sem er, eins og þú bendir á, öflugast úr herbúðum pólitískra andstæðinga þeirra. Það er huggun harmi gegn að á hvorugan hallast svo nokkru nemi í þeirri orrahríð
Flosi Kristjánsson, 18.2.2009 kl. 16:27
Það er rétt Flosi; það er þó ákveðið jafnvægi í þessu, ólíkt ýmsu öðru í okkar heittelskaða samfélagi. Líkast til verða hvorugur umræddra einstaklinga á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 16:30
What goes around, comes around.
Margrét Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 17:20
Davíð varaði við meðan Ólafur Ragnar mærði - er það ekki ?
En er ekki plaffað og plammað á forsetann úr öllum áttum ... erlendis líka?
En orðin hans "you ain't seen nothing yet" voru sannarlega orð að sönnu þótt ORG hafi líkast til átt við allt annað en raun ber vitni !
Jafnaðarmaður (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:23
Hverju varaði Davíð við? Hvar get ég séð eitthvað um það svart á hvítu, sem ekki eru bara óstaðfestar staðhæfingar hans sjálfs?
Ég hef hvergi rekist á það. Ég er vissulega einn af þeim sem tekur orðum Davíðs ekki sem heilagri ritningu.
Bara óljóst tal um óformleg samtöl og símtöl. Sem enginn hefur viljað staðfesta.
Formleg "viðvörun" hans er hins vegar að finna í opinberum skýrslum Seðlabankans; Allt var að mati Seðlabankans í himnalagi með bankana.
Jú, ÓRG spilaði með útrásinni. Og harmaði það í sjónvarpinu. Þó það. Ólíkt hinum, sem alls ekki vill upplýsa um brýn hagsmunamál þjóðarinnar, eins og af hverju Bretar settu á okkur hryðjuverkalög. Sem hann segist vita en vill ekki segja okkur frá.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 17:49
Það er verið að búa til eitthvað sem ég skil ekki, held að það sé eitthvað á þessa leið, Sjálfstæðið er að reyna að fá athyglina frá sér, yfir á Bessastaði, og það eru þeir búnir að reyna lengi, svo er verið að tala um að Davíð sé lagður í einelti, en þessar árásir kallast hvað ??? Já.... Ólafur hefur verið lagður í einelti síðan hann tók við embætti.
Sigurveig Eysteins, 18.2.2009 kl. 17:54
Nákvæmlega. Hverskonar kjaftæði er þetta.
Davíð varaði aldrei við neinu. Ekki einu sinni formaður flokksins hans kannast við það.
hilmar jónsson, 18.2.2009 kl. 20:42
Það heyrist ekki bumbusláttur á Austurvelli út af þessum orðum, það væri annað hljóð í strokknum ef Davíð hefði sagt þessi orð ýtrekað eins og ORG-ið viðhafði.
Hörður Einarsson, 18.2.2009 kl. 20:53
Hjá valdaöflum og yfirvöldum erlendis sem máli skipta liggur fyrir vitneskja um valdaleysi forsetaembættisins á Íslandi. Þeir vita að völdin (og þar með áhrifin af yfirlýsingum viðkomandi í fjölmiðlum) liggja í efnahagsmálum og stjórnmálum landsins hjá framkvæmdavaldinu (ríkisstjórn), löggjafarvaldinu (Alþingi) og síðan sjálfstæðri yfirstofnun efnahagsmála, Seðlabankanum.
Forseti Íslands getur á endanum átt nokkrar umdeildar yfirlýsingar eftir áður en hann nær upp í skaðsemi orða formanns stjórnar Seðlabankans einu sinni, í Kastljósi.
Ekki það, að ég sé að verja ÓRG. Í ljósi þess að ekki gera allir erlendir fjölmiðlar, og kannski fæstir, sér grein fyrir valdtakmörkunum forsetans eða telja hann ávallt vera að tala röddu ríkisstjórnarinnar, þá er rétt að koma af alefli í veg fyrir misskilning.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 21:07
Á forseti Íslands að þegja meðan landið brennur?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.2.2009 kl. 21:52
Þetta sagði Davíð Oddsson t.d. sumarið 1999, orðrétt, í þekktri ræðu:
„Blóðpeningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi. Menn sem engar leikreglur virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fjármálakerfum þjóðanna. Margir stjórnmálaforingjar í Evrópu telja þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlöndum. Við Íslendingar, sem svo nýlega höfum opnað okkar hagkerfi, þurfum að gæta þess að verða ekki leiksoppur slíkra afla. Efnahagskerfið verður að vera opið og einfalt en jafnframt gagnsætt og byggt á trausti. Lykilorðið er traust.“
Er þetta ekki auðskilið?
Jafnaðarmaður (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:19
Nei, Ben. Hann á ekki að blása í glæður.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 22:21
Um hvaða erlenda aðila var DO að tala þarna, "Jafnaðarmaður"? Hvar var gagnsæið og hvar er traustið? Landsþekktur ritstjóri sagði árið 2003:
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 22:23
Þetta segir nýr viðskiptaráðherra við Sky-fréttastofuna í dag:
„Þetta tekur því miður tíma og það eru margir lánardrottnar sem munu ekki fá endurgreitt að fullu,“ segir Gylfi.
Eigum við að borga skuldir óreiðumanna?
Jafnaðarmaður (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:25
Einstigið, sem menn feta, á milli þess sem satt er og ósatt, rétt og rangt o.s.frv., er ákaflega þröngt. Hvernig mönnum gengur að fóta sig á þeirri hálu braut er oft háð því hvernig menn hugsa. Á hinn bóginn eru tungumál sú hindrun sem flestir reka sig á í samskiptum við útlendinga. Þá dugir ekki einu sinni að geta hugsað rökrétt.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.2.2009 kl. 22:38
Ræðan sem jafnaðarmaður vísar í var ræða sem DO hélt á Hólum þetta ár.
Það var nú svo sem ekki langt fyrir hann að fara til að setja ofan í við ,,guttana" sem helst hafa verið orðaðir við ,,sjálfs-eignarþvottahús" en um það leyti sem bankarnir voru að falla, bárust af því fréttir að Björgólfur Thor Björgólfsson hefði setið fund með forsætisráðherra Geir Haarde. Geir viðurkenndi að Björgólfur hefði átt samtal við sig en það hefði bara verið svona prívat - hann kæmi gjarnan við í kaffispjall í forsætisráðuneytinu þegar hann væri á landinu.............!!!!!!!!!!
Annars segi ég alveg eins og er - bæði DO og ÓRG mættu missa sig úr stöðum sínum og lítill harmur af.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 01:41
"Bara óljóst tal um óformleg samtöl og símtöl. Sem enginn hefur viljað staðfesta"
Það er nú sá vettvangur sem Seðlabankastjóri hefur til þess að koma viðvörunum á framfæri. Ef að ráðamenn kjósa aftur á móti að firra sig ábyrgð með því að afneita slíkum samtölum þá segir það líklega meira um þá sjálfa.
Seðlabankastjóri talaði um stöðu mála eins og hún var á sínum tíma á títt umtöluðum fundi Viðskiptaráðs.
Ýmis merki hafa verið á lofti lengi sem allir hafa kosið að lýta framhjá samanber staða FL Group á árinu 2007, hrun Eimskip á árinu 2008 ect. Þetta gátu allir málsmetandi menn séð.
Fyrrverandi Viðskiptaráðherra hefur sagt að hann hafi ekki talað við Davíð í heilt ár sökum skoðannaágreinings þeirra umm ESB. Hvað segir það okkur?
sandkassi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:44
Ekki ætla ég að taka aðra eins snerru með Gunnari Waage og á dögunum, en þetta vil ég segja:
Vettvangur Seðlabankans til að koma á framfæri viðvörunum eru FORMLEGAR SKÝRSLUR OG FUNDIR. Ekki prívatsamtöl þar sem ekkert er skráð. Þetta á Gunnar auðvitað að vita og eins hitt að öðruvísi er vart hægt að hafa hlutina stjórnsýslufræðilega séð. Seðlabankastjóri MÁ EKKI segja eitt í prívatsamtölum sem er í hróplegu ósamræmi við annað í formlegum skýrslum upp úr álagsprófum og slíku. Það bara gengur ekki. Og þá verður alltént að taka formlega álitið gilt.
Að varpa ábyrgðinni á þessu yfir á "ráðamenn" sem eiga samkvæmt einhliða lýsingu DO að hafa hlýtt á viðvaranir hans er í besta falli einfeldningslegt, en lýsandi fyrir einhvern sem sér bara sök öðru megin borðsins.
Að fyrrverandi viðskiptaráðherra hafi ekki talað við DO í heilt ár segir mér ekkert meira um fyrrverandi viðskiptaráðherrann en bráðum fyrrverandi Seðlabankastjórann.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.2.2009 kl. 12:21
OK, þannig að setja út á gaspur forsetans um málefni sem hann hefur ekki umsjón með er sami hluturinn og að hóta Davíð lífláti?
Sínum augum lítur hver silfrið.
Það skítkast og einelti sem Davíð verður fyrir er óumdeilt, nema hjá þeim sem eineltið stunda (þeir eru gjarnir á að tala um að þetta eineltisraus sé bara hjá öðrum, þeir séu ekki að gera neitt rangt). Segðu mér, hefur þú einhvern tíma hitt fólk sem leggur aðra í einelti og viðurkennir það fúslega á meðan á eineltinu stendur?
Gallinn er líka sá að hið blinda hatur á Davíð hjá undirmálsfólkinu og væluskjóðunum á ekki við nein rök að styðjast. Davíð þáði aldrei eftirlaunin líkt og sumir væna hann um, Davíð ræður ekki vaxtastigi í landinu (sama hvað þú heldur), og Davíð hefur eingöngu farið að lögum um Seðlabanka sem Alþingi hefur sett.
Ólafur Ragnar, hins vegar, er að grípa fram fyrir hendurnar á stjórnsýslunni. Ég viðurkenni fúslega að hann er ekki að gera neitt sem hann má ekki gera, svo sannarlega ekki, en hann er hins vegar að seilast út fyrir hefðbundið valdsvið forsetans. Sem er allt í lagi, ef fram hefði farið umræða um eðli embættisins fyrirfram, sem ekki hefur átt sér stað. Ólafur er að ákveða sjálfur hvað hann ætlar að gera, vitandi það að þeir sem hann kusu höfðu kannski aðrar meiningar um hvað hann ætti að gera.
En svona er það nú bara. Ef þér líður betur við að drulla yfir Davíð Oddsson, þá gjörðu svo vel. Ef þitt litla sálartetur braggast við það að níða skóinn af Seðlabankastjóra, þá er það kannski frekar til marks um hversu ómerkileg sú sál nú er frekar en eðli bankastjórans.
Different strokes for different folks - en þú virðist ekki skilja hvað felst í orðinu einelti.
Liberal, 19.2.2009 kl. 12:26
Hóta Davíð lífláti? Hver hefur gert það?
Mér er slétt sama hvaða álit hinn nafnlausi "Liberal" hefur á mér. Sem þó er kannski ekki alveg rétt; mitt sálartetur er nokkuð ánægt með skynsamt og frjálslynt framlag hans.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.2.2009 kl. 12:52
"Vettvangur Seðlabankans til að koma á framfæri viðvörunum eru FORMLEGAR SKÝRSLUR OG FUNDIR."
Nei þetta gengur ekki upp. Seðlabankastjórar almennt eru ekkert að gefa út slíkar yfirlýsingar og eru þetta því bara einhver séríslensk og óskráð lög.
Ég vísaði í fund Viðskiptaráðs og þar talaði maðurinn mjög skýrt um eitraðar eignir í kerfinu. Hann sagði ýmislegt fleira sem sumir hafa viljað túlka sem öfugmæli.
En það hlýtur nú að teljast fremur losaraleg túlkun. Fjármálaeftirlitið, Viðskiptaráðuneytið og alþingi í heild sinni ásamt greiningardeildum bankanna allt svaf þetta á verðinum. Munurinn á aðstöðu flestra þessara aðila þó og Stjórnar Seðlabankans er að fyrrnefndir hafa ótakmörkuð tækifæri til þess að tjá sig á opinberum vettvangi og gefa út allar þær skýrslur sem þá lystir.
Það getur Stjórn Seðlabanka einfaldlega ekki gert.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:52
Fróðleiksmoli inn í umræðuna:
Vísir, 26. maí. 2008 20:39
Segir "málflutning" fréttastofu Stöðvar 2 hneyksli
Andri Ólafsson skrifar:
Geir H. Haarde forsætisráðherra var afar harðorður í garð fréttastofu Stöðvar 2 í viðtali í þættinum Ísland í dag í kvöld.
Geir sagði að síendurteknar áminningar fréttastofunnar á orðum Ingibjargar Sólrúnar um eftirlaunafrumvarpið umdeilda væru "hneyksli".
Hann sagði að fréttastofan væri með þessu að leggja Ingibjörgu í einelti og að fréttastofan héldi upp í málflutningi, ekki fréttaflutningi.
Fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 er Steingrímur Sævarr Ólafsson. Hann sagði við Vísi í kvöld það koma á óvart hversu viðkvæmir forystumenn ríkisstjórnarinnar séu fyrir því að vera minntir á það fyrir hvað þeir standa fyrir.
"Ef það er einelti að minna á kosningaloforð eins stjórnmálaflokks og stefnu annars þá get ég kannski tekið undir málflutning forsætisráðherra," segir Steingrímur Sævarr.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.2.2009 kl. 11:30
Þetta er fínt Lillo, en ég hef reyndar aldrei notað hugtakið einelti í þessu og þykir það ekki passa. Stjórnmálamenn verða að sætta sig við að gerð sé krafa um að þeir standi fyrir máli sínu.
En spurningin er hvort menn séu "politically incorrect" og hvort að vissar skoðannir séu í dag bannaðar. Davíð Oddsson hefur nú verið skilgreindur sem Persona non grata og hefur toppað Íslandssöguna í því efni.
En er það eðlilegt eða sanngjarnt, eða lýsir það dýrslegri þörf pöpulsins fyrir hengingu á almannafæri annars vegar og hins vegar mjög vel úthuguðu komploti annara ráðamanna til þess að fórna þessum gamla gullkálfi?
Táknræn aftaka - búið mál?
sandkassi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.