"Tefja, bíða, drolla og hangsa" og "Ef ég og hefði ég"...

fúll Það er skemmtilegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu. Það er svo rosalega langt síðan maður hefur upplifað þann veruleika. Næstum því 20 ár, að hugsa sér. Ég hugsa að þeir hljóti að hafa þurft að fara á námskeið. Í fljótu bragði virðist mér þeir standa sig ágætlega, en viti ekki samt alveg í hvorn fótinn eigi að stíga. Feykjast á milli þess að saka stjórnina um að stela frá sér málum og hugmyndum (sem væntanlega er gott fyrir utan stuldinn sjálfan) og þess að finna stjórninni allt til foráttu vegna vondra mála og hugmynda.

Stjórnarþingmenn stríddu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svolítið í gær. Katrín Júlíusdóttir sakaði þá um að  hlaupast undan umræðunni og hugsa bara um að "verja strákana sína í kerfinu". Árni Páll Árnason sagði vörumerki Sjálfstæðisflokksins að tefja, bíða, drolla og hangsa. Þetta eru auðvitað fyrst og fremst skylmingar. Ég er viss um að stjórnarandstöðuþingmennirnir kunni meira en þetta.

Annað kom fram á Alþingi í gær sem vakti athygli mína. Fyrst er að nefna að í alræmdu viðtali við Geir H. Haarde í Hardtalk á BBC bar hann spurður hvers vegna hann hefði ekki talað (beint) við Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. "Maybe I should have" var efnislegt svar Geirs og finnst mörgum sem ég hef heyrt í að þetta hafi verið mjög neyðarlegt.

En á þingi í gær sagði Geir allt, allt annað og færði mun efnislegri og skeleggari svör. Þar sagði hann (heimild: mbl): "Ég gerði tilraun til að ná í hann 9. október en talaði í staðinn við fjármálaráðherrann. Ég hafði talað við hann 5. október, fyrir hrunið. Reyndi að ná í hann auðvitað daginn eftir að hrunið varð, en úr því gat ekki orðið".

 Þetta er auðvitað miklu betra, sómasamlegra og efnismeira svar en í Hardtalk. Af hverju sagði Geir þetta ekki þar?


mbl.is Hart deilt á stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf á því að halda, að mati einhvers, að sækja námskeið vegna stjórnarandstöðu þarf þá ekki að koma í veg fyrir, með öllum tiltækum ráðum, að sótt verði í smiðju Steingríms J. Sigfússonar.

Væri það ekki líkt því að ætla að hlusta á ómálga barn sarga á fiðlu?

Óttasleginn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þegar ég hlusta á ómálga afastrákinn minn slá á strengi gítarsins míns eða Ukulele-sins þá er það kannski ekki beint Mósart eða þannig - en samt einhver yndislegasta tónlist í heimi! En það er annað mál.

Eftir tuttugu ára fjarveru frá hlutverki stjórnarandstöðunnar er von að mönnum finnist sumt hljóma eins og fiðlusarg!

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband