7.2.2009 | 20:14
Tvö ár frá Breiðavíkur-sprengjunni
Nú eru liðin 2 ár frá því að Kastljós og DV vörpuðu sannkallaðri samfélagslegri sprengju inn í þá tiltölulega slétta og fellda tilveru okkar á Íslandi. Miðaldra karlmenn stigu fram úr skuggaveröldum sínum og sögðu frá því hvernig skilningsvana opinber yfirvöld stóðu að því að berja þá og svívirða sem börn og unglinga hálfri öld fyrr.
"Breiðavíkurdrengirnir" áunnu sér aðdáun samlanda sinna. Umfjöllunin um þá leiddi til blaðamannaverðlauna. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar og heit strengd. Sanngirnisbótum var lofað.
Og hvað hefur þá gerst? Svo gott sem ekki neitt. Fyrri ríkisstjórn lagði fram frumvarp um að borga drengjunum um það bil flatskjár-virði af bótum og kannski rúmlega það ef þeir gætu sannfært geðlækna nógu vel um skaða sinn. Með miklum gráti og ógurlegum gnístri tanna mætti hífa sanngirnisbæturnar upp í bíl-virði.
Ofbeldinu hafði sum sé ekki linnt. Spurning með næstu ríkisstjórn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 703126
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Það er eins og svo oft áður á íslandi, menn lofa bót og betrun, skreyta sig fjöðrum... svo bara gerist ekki neitt
DoctorE (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:50
Sammála, þetta er lélegt!
Hlédís, 7.2.2009 kl. 21:16
Búinn að vera að hugsa um furðulegt mál í allan dag. Í samræðu um annað sagði maður mér að hann væri nýbúinn að lesa bókina "Óhreinu börnin hennar Evu" eftir Kristján Sigurðsson (fyrrum forstöðumann á Breiðavík og síðar forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins í Kópavogi).
Ég hváði. Ég sit í stjórn Breiðavíkursamtakanna, hef talað við ótal félagsmenn, reyni að fylgjast með allri fjölmiðlaumfjöllun, en samt hefur það gjörsamlega farið framhjá mér að á síðasta ári hafi þessi bók komið út. Ég fór að "gúggla" og fann EKKERT um þessa bók nema bókasafnsfræðilegar tilkynningar. Hvergi ritdóm að sjá, hvað þá fjölmiðlaumfjöllun aðra.
Er málið virkilega svona gleymt og grafið í fjölmiðlum og annarri umræðu að svona bók um þetta efni hefur enga athygli og umræðu vakið?
Ég fór og keypti bókina í dag í M&M á Laugavegi. Afgreiðslukonan átti erfitt með að finna bókina; hún hafði verið sett í hilluna "heilsufræði". Skrifa kannski um efnið þegar ég er búinn að lesa.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 22:18
Ekki ofsagt að óhreinu börnin voru og eru vel falin!
Hlédís, 7.2.2009 kl. 22:28
Mikið langar mér að lesa bókina hans Kristjáns Sigurðssonar (fyrrum forstöðumann á Breiðavík og síðar forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins í Kópavogi). "Óhreinu börnin hennar Evu
" Því það vill svo til að ég er eitt að þessum óhreinu börnum"
Og mörgum sinnum var sagt við mig .. þú heppin Dóra þú er sú eina sem ég veit að hefur komið heil út úr þessu... En það hefur líka kostað sitt ..grát svik og sár...
Og á það sér langa og skrautlega sögu sem hægt væri að gefa út í góðri bók..Annað að við máttum aldrei segja neitt... en við vissum alveg hvernig þetta var á Breiðavík.. það hefði verið hægt að hjálpa ef þögnin hefði ekki verið svona ... og refsingin við að ekki frá svo há...
Vill endilega fá að heyra um hvað bókin fjallar.. Gangi þér vel Dóra Dk
Dóra, 7.2.2009 kl. 22:39
Hvað finnst þér hæfileg bótaupphæð í Breiðuvíkurmálinu, Friðrik? Sömu upphæð á línuna?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2009 kl. 23:37
Þetta Breiðavíkur-mál var skelfilegt og engir peningar bæta upp það sem þessum drengjum var gert....
TARA, 7.2.2009 kl. 23:56
Ég get ekki almennilega nefnt tölu, Gunnar, og víst er að skoðanir eru skiptar innan samtakanna, eins og gengur og gerist. Að óbreyttu er samþykkt stefna að eitt skuli yfir alla ganga. Ef menn líta til Noregs þá sjást töluvert hærri tölur fyrir sambærileg mál þar. Ég hefði haldið að bætur ættu vart að vera minni en sem nemur lítilli kjallaraíbúð!
Hitt er annað mál að ég get skrifað upp á mismunandi upphæðir. Ég hef stundum talað um Núll-flokkinn, en undir hann vil ég flokka þá sem opinberlega hafa lýst því yfir að þeir hafi verið hamingjusamir á staðnum og allt hafi verið í himnalagi. Þeir eiga þá að mínu viti að afsala sér bótum. Ef þeir gera það ekki eru þeir falskir. Nema þeir hafi verið þvingaðir til slíkra yfirlýsinga og segja frá því. Svo má hugsa sitthvað til þeirra sem þurftu ekki að þola ofbeldi heldur voru hinir ofbeldisfullu (sumir stóru strákanna). En kannski voru þeir fyrst fórnarlömb.
Hvað um það, í skýrslu Breiðavíkurnefndarinnar er ákveðin skipting í gangi milli tímabila, eftir forstöðumönnum. Mér finnst allt í lagi að gera greinarmun á bótum samkvæmt því og alger óþarfi að þvinga "drengina" (og síðar "stúlkurnar" líka) til að gangast undir geðlæknisskoðun. Tel enga þörf á frekari sönnunum. Vona að þetta svari fyrirspurn þinni. Það er rétt hjá Töru - peningarnir bæta ekki skaðann sem slíkir, en markmið bóta er að gera lífið bærilegra fyrir þolendurna, auk ákveðinnar viðurkenningar.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 00:22
Nú er þitt fólk í ríkisstjórn í nokkrar vikur. Er ekki lag fyrir það að fullnægja réttlætinu í þessu máli?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 01:37
Ég var einmitt að segja 11 ára syni mínum frá því hvernig Geir Haarde hunsaði þessa menn í langan tíma og bauðst svo til að henda í þá einhverjum tittlingaskít ef þeir gætu sannað að þeir hefðu skaðast af veru sinni á hinum illræmda stað. Það var ekki nóg með að þeir þyrftu að upplífa harðræðið, þeir yrðu að hafa skaðast alminnilega til að fá bætur, og sanna það. Þetta gerði Geir meira að segja í miðju góðærinu. Réttlætið hefur undantekningarlaust breyst í óréttlæti hjá þessum flokki sem 30-45% þjóðarinnar hefur kosið. Gunnar Th. segir að nú sé lag því stjórn vinstrimanna sé komin við völd vitandi það að þjóðin er á hausnum eftir flokkinn hans Sjálfstæðisflokkinn. Mikið á þetta fólk bágt sem hefur með atkvæði sínu stuðlað að því að flokkur óréttlætis hefur stjórnað hér í heil 18 ár og skilið eftir sig allt í rúst. Ég vona innilega að þessum mönnum verði sýndur einhver sómi. Sonur minn spurði mig hvað bætur til þeirra ættu að vera háar. Ég sagði honum að það væri erfitt að meta svona til fjár, en mér finndist skömm af öllu minna en 10 miljónir á hvern þeirra, en hvað veit ég, ég var svo heppinn að þurfa ekki að upplifa það sem þessir blessaðir menn þurftu að gera og kannski væri miklu hærri upphæð ásættanleg. Megi þeir sem eru í Sjálfstæðisflokknum hafa ævinlega skömm fyrir snautarlega afgreiðslu málsins.
Valsól (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:50
Gunnar; ég veit ekki hvað þú meinar með "þitt fólk" og hygg að þú orðir þetta svo í einhverri ógurlegri flokkspólitískri beiskju. Ég veit að það er búið að skipta um forsætisráðherra (sem hafði með þessi mál að gera, þ.e. ráðuneyti hans) og ríkisstjórn og vitaskuld ætti það varla að skaða - en það gerir hins vegar ástand ríkisfjármála sjálfsagt.
Þetta mál er ekki flokkspólitískt, nema menn eins og þú viljir hafa það svo. Það er sjálfsagt rétt að félagshyggjustjórn sé líklegri til að hafa skilning á mannlegri nauð en frjálshyggjustjórn. Við skulum vona hið besta.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 11:43
Ef þú vilt Flokknum þínum vel, Gunnar Th., skaltu ekki 'gera í nytina' hans með háði um þetta mál .
Hlédís, 8.2.2009 kl. 12:12
Ég er ennþá að spá í þessu.. hvernig finnur fólk það út að einn geti afhent öðrum fé til að mýkja angist hans, eftirsjá eða réttlætiskennd?. Þú kýlir ekki annan mann í andlitið og réttir honum svo 5000 kr. eftirá til að fá fyrirgefningu?.
Fyrirgefning er þegar þú gerir öðrum íllt.. áttar þig á því og biður þá manneskju afsökunar á þeim forsendum að hún átti þetta ekki skilið frá þér. Ég kýldi einu sinni besta vin minn og missti hann í langan tíma.. það var ekki fyrr en ég hitti hann seinna og hreinlega útskýrði fyrir honum hvað mér leið ílla yfir þessu að við urðum aftur vinir.. það kostaði ekki 5000 kall eða 10.. það kostaði að ég hagaði mér eins og alvöru maður í smá tíma.
Sama og ég myndi ALDREI taka fé í staðinn fyrir beina og einlæga afsökun frá þeim er gerðu mér á hlut. eflaust í þessu Breiðavíkur-tilviki eru sumir látnir og hvorki gefa né fá sína afsökunarbeiðni nokkurn tíma.
Málið er bara. Ég var á Breiðavík. frá haustinu 1992 til sumar 1994. Ég var á Efstasundi fyrst í 2 mánuði, svo fór ég á Breiðavík í 2 1/2 ár. svo Torfastaði í 1 1/2 ár og svo Sólheima 17 "Sólheimar 7 er fattlað fólk svo please ekki!! =) "
Ég get bara sagt að ég vissi aldrei neitt um þessa stráka sem höfðu verið þarna undan mér. þegar ég kom á Breiðavík var einn strákur þarna. Davíð.. og ég komst fljótt að því að hann átti kannski bara best heima þarna, eða að vera laminn reglulega. hann nuddaði tittlingnum á sér utan í allt sem hann gat. hann var hvernig sem fólk orðar það.. barnaperri/níðingur.. og fór ekki beint vel í fólkið þarna né mig. fokking fíflið!.
Ok.. aðeins til baka.. Jónas og "Adda" sáu um heimilið á þessum tíma. skrítið að ég skuli ekki muna fullt nafn á þeim en ég var ekki beint í aðstöðu þarna til að vera spjalla á góðu nótunum.
En svo líka Friðrik.. þarf að líða X mörg ár síðan þú varst barinn í klessu og það er tekið mark á þér?
Virðist mikið vera þannig.. Segir t.d á einum stað sem ég fletti að vísu bara upp á Google.com að Breiðavík hafi skilað af sér síðustu strákunum árið 1980. hey! ég er fæddur 1980!! og ég var þarna frá 12 til 14 ára. passar ekki alveg er það. Ég bíð s.s í 10 ár í viðbót þar til ég fæ "æ fyrirgefðu" afsökun í póstinum?
Það sem ég hef lesið um/og séð greinar frá þér, sýnist mér þú ekki bara vera skynsamur heldur almennt góður maður.. kannski með smá réttlætiskennd líka.. svo ég fatta þetta ekki.. ég bæði vorkenni og skil strákana sem voru þarna af fyrstu hendi.. en afhverju sagðiru ekki frá Jónasi og Öddu??? eru þetta vinir þínir, einhver skyldleiki á milli ykkar? ertu að fela eitthvað? eða bara hreinlega vissiru ekki að ef þú erfir Helvíti.. þá ræður þú í Helvíti?. Jónas og Adda er fólk sem mig dreymir enn martraðir um.. þú talar um Skemmdu strákana. hvað erum við þá? týndu strakarnir?
Við vorum til að byrja með 2 þarna.. ég og Davíð. áttum að vera síðustu strákarnir að fara gegnum Breiðavík svo kom Kristján Jensen. A.k.a Elvis og er á Litla hrauni núna. Hann hafði verið þarna ári áður og ég hafði hitt hann á Akureyri áður en ég kom þangað.. hann sagði mér REAL söguna af Jónasi og öddu sem sáu um staðinn þá.. Þegar Jónas var 20 ára fékk hann eitthvað blabla heilahimnu/bólgu/hvítblæði .. vissi ekki hver hann var/ hvað hann var.. kunni ekki að tala / labba eða segja "mamma"..
Hann þurfti að læra að labba, tala, og gera allt uppá nýtt. s.s þegar hann var 30 ára gamall var hann með orðaforða og hegðun 10 ára krakka. eins mikið og mér þykir leitt að þetta hafi komið fyrir hann.. HVAÐ í fjandanum!! eruð þið að láta svona mann ala upp vandræðakrakka.??
þetta hljómar eins og eitthvað slúður hjá mér en ég bið þig.. athugaðu málið.. og meira en það. kryfðu þetta eins djúpt og þú getur! og sjáðu. ég er ekki að skálda þessa huti. mér myndi ekki detta það til hugar!.
Og svo loks.. ofbeldi , valdaníðsla eða bara mysþyrmingar?
þér vantar kannski ýtarlegri leiðbeiningar um allt sem gekk á? Það sem situr enn í hausnum á mér er ef til vill ekki það ofbeldisfyllsta sem Jónas gerði en þetta.. þessi jól, þegar ég var búinn að vera þarna í 1 1/2 ár fékk ég pakka frá mömmu. þetta var blár bolli með nafninu "Helgi" skrifað skrautstöfum á hliðina, þessir bollar fást meira segja enn.. ínní þessum bolla var svona mold haus klæddur í nælonsokka sem þú vökvar hausinn á til að fá gras til að vaxa. gríðarlega falleg gjöf.. ég setti þennan "haus" í gluggan inní herbergi og setti vatn í glasið.. þegar ég ætlaði að stíga yfir þröskuldinn inní herbergi greip Jónas í hnakkan á mér.. hrifsaði glasið til sín og negldi því í gólfið af krafti svo það brotnaði örugglega í druslur. svo tosaði hann mig að sér og sagði mér að þrífa þetta drasl upp. meira segja þegar ég labbaði inní eldhús sá ég þetta ógeðslega glott á henni Öddu, henni fannst þetta enginn smá húmor. ég náði í fægjiskóflu og sópaði þessu upp.. ég þorði aldrei aftur með vatn inní herbergi svo "hausinn" drapst af sjálfsögðu seinna og Jónas var glaður :) ..
eitt skipti þegar ég var nýkominn þangað.. sirca 2 mánuðum eftir að ég kom sá Jónas mig fara inní gamla refabúið niðurfrá.. þegar ég kom til baka tók hann gripi aftan í hárið á mér og dró mig inní herbergið.. án þess að segja stakasta orð. han var bara rauður í framan og brjálaður. án þess að segja nokkuð. hann skipaði mér að sitjast í stól fyrir framan skrifborðið og ekki hreyfa mig nema hann segði það.. það þýddi ekki standa upp skiluru!.. dag eftir dag eftir dag eftir fokking dag sat ég í þessum stól... áður en ég kom þangað hafði ég æft íshokkí meða SA "Akureyri" og þú getur ekki ýmindað þér hvað það var erfitt að bara sitja og sitja og sitja dag eftir FOKKING DAG!!!!!! ég sá helvítis snjóinn bráðna og vorið koma í slow motion.. og einn daginn var ég svo niðurbrotinn að mér var sama hvort Jónas myndi berja mig í klessu eða ekki.. ég allavega varð að standa upp.. ég labbaði inní eldhús þar sem hann var að totta þessa ógeðslegu pípu sína og sagði bara "fyrirgefðu jónas".. ég vissi ekkert hvað ég var að segja fyrirgefðu yfir en ég vonaði bara að ég fengi að koma aðeins fram ég ég segði eitthvað. hann bara horfði á mig og ég grét fokking líter af tárum bara eftir svari frá honum.
svo sagði hann bara "skohh.. þetta gastu".. svo stóð hann up og faðmaði mig fast.. ég held í alvöru að ég hafi fengið snert af Stockholm Syndrom rétt eftirá.. svona þegar ég ákvað að verða alveg eins og Jónas.
Jónas slípaði til steina til að búa til skúlptúra.. aðallega andlit samt. hann sendi mig og Davíð á hverjum degi niðurí fjöru til að finna steina frá Grænlandi. hef ekkert á móti grænlandi fyrr en ég heyri orðið minnst á þessa steina.. dag eftir dag eftir dag eins og áður.. og já við fengum hjólbörur.. þurftum ekki að halda á þeim þó svo það hefði ekki skipt hann miklu.
á hverjum degi bjó ég eflaust um 20 - 30 rúm - sópaði gólfið , hellti uppá kaffi, vaskaði upp eftir matinn , losaði ruslið og lét berja mig í svefn fyrir léleg afköst. það var nefnilega málið.. þau ráku farfuglaheimili og maður átti sko ekki heima þarna frítt.. ég reykti.. sem var borgað af mömmu og fósturpabba, en þegar þau áttu lítið af rettum kom alltaf eitthvað .. ." þessi stunguskófla sem þú braust síðasta sumar blablablabla".. ef þau vildu eiga það þá sagðiru ekkert. það var þeirra.
Eitt skiptið óx Jónas samvisku og sagði okkur að safna lifandi sýnum af einhverju lifandi verum í kringum okkur og blabla.. við fengum s.s að fara eitthvað útí bláinn og finna drasl sem hreyfðist. við enduðum eins og oft áður í fjörunni.. vanir að fara þangað til að finna steina fyrir kallinn. við loks fönguðum eitthvað kríli sem sem sem líktist fiski í krukku. Jónas vildi aldrei sjá dreslið svo við vara geyndum það.. dag eftir dag og svo eflaust komið 1 mánuður þegar Jónas gerði"leitarheimild" um herbergið.. vorum liggur við grunaðir um landráð á hverjum degi.. hann vissi að við vorum að fela eitthvað... og svo... fann hann það... úldinn fiskinn í krukku sem við höfðum veitt fyrir hann u.þ.b mánuði áður.. en nei.. þú þrætir ekki við mannin sko. hann sagði okkur aldrei að leita að neinu, hann barði mig fast í andlitið og svo opnaði hann krukkuna og hellti yfir hausinn á mér... svo sagði hann okkur að drullast til að fara sofa.
ég veit ekki hversu oft ég ældi þessa nótt en ég man enn eftir lyktinni.
stuttu eftir lét hann Davíð ríða rollu sem hann var að smala...
eftir það lét hann mig og Kristján drekka uppúr pollunum sem söfnuðust á "upphafsteignum" í golfi því við pressuðum hann ekki nógu mikið.
þetta er það sem ég man eftir bara af upprifjun.. guð má vita hvað Davíð "sem er fokking perri" og ég játa alvega að hafa kýlt hann nokkrum sinnum. þú sýnir ekki krökkum tittlinginn á þér án þess að vera laminn!! ég sé eftir mörgu í lífinu en bara ekki þessu. eða hvað Jónas lét Kristján gera??.
ég er gráti nær bara að rifja þetta helvíti upp... svo ég spyr.. eigum við að bíða í nokkur ár og SVO er hægt að tala um þetta?
Jónas og Adda hljóta að vera vinir ykkar eða allavega háttsettir meðlimir í einhverju sem þið eruð ekki að játa fyrir öðrum.. þú tekur ekki 50 til 1200 manns og skilur svo 3 eftir, nema það sé eitthvað sem þú ert ert að fela.
Fyrirgefðu Friðrik að ég skuli skrifa þetta eins og þú hefir getað komið í veg fyrir þetta.. bara svona löngu eftirá.. að rifja þetta upp, ég er bara að fatta hvað ég er ennþá ógeðslega reiður!!!!
Og þar kem ég aftur að því sem ég byrjaði að skrifa um.. Jónas gæti komið með 374 milljónir og beðið mig um að róa mig aðeins niður.. ég vil ekki bætur eða annara manna afsökunarbeiðni, ég vil að Jónas SJÁLFUR! fatti / skynji og virkilega líði ílla yfir að hafa komið svona fram við okkur. en frá Jónasi færðu frekar Glott, en afsökunarbeiðni.
Ég held það eina sem ég hafi lært af þessum manni.. öllu heldur "óbeint" er.. vertu góður við annað fólk. ekki vera eins og Jónas.
og svo loks.. svo þið haldið ekki að ég sé að þvæla í ykkur..
--------------------------------------------------------------------------------
Guðlaugur Helgi Unnsteinsson
221280-4319
Aðalgata 22 Suðureyri
eina skiptið sem ég ætla að segja eitthvað um þetta mál..
Helgi unnsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 05:27
Hrikaleg saga Guðlaugur.
Hvað segirðu um þetta Friðrik?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 12:01
Þakka þér fyrir pistilinn (Guðlaugur) Helgi (og spurninguna Gunnar).
Ég var að lesa þetta og verð að viðurkenna að þetta þarf ég lengri tíma til að gaumgæfa.
En fyrir það fyrsta eru Jónas og Adda á engan hátt vinir eða viðloðandi mig eða Breiðavíkursamtökin.
Í annan stað verð ég að viðurkenna að ég hélt að Breiðavík hefði verið lögð niður fljótlega eftir 1980 - og tel mig vita að það hætti þá alltént að vera vistheimili á vegum ríkisins. Ég myndi vilja vita meira Helgi, um hver sendi börn á Breiðavík þarna á tíunda áratugnum? Starf Breiðavíkurnefndarinnar virðist hafa miðast við um það bil 1980, en þá hafi ríkið ekki lengur komið að málum Breiðavíkur. Getur verið að þetta hafi eftir það verið alfarið mál einstakra barnaverndarnefnda, kannski fyrir vestan? Ég þyrfti að fá upplýsingar um það.
Sem þó breytir því alls ekki að ásakanirnar þínar eru grafalvarlegar og ekkert minna alvarlegar en frásagnir frá fyrri tímum. Jafnvel verri ef við hugsum til þess að á tíunda áratugnum átti samkvæmt formúlunni að vera kominn allt annar hugsunarháttur í uppeldis- og vistunarmál en fyrr hafði ríkt.
Hvað bætur og afsökun varðar þá verður að geta þess að afstaða fyrrum vistbarna til bótanna er ærið misjöfn; sumir leggja mikið upp úr sanngirnisbótunum, aðrir leggja höfuðáherslu á uppgjör af öðrum toga og, já, afsökun og uppreisn æru. Því aðeins eru bæturnar einna efst á dagskrá samtakanna að um mikilvægt fordæmi er að ræða (ekki síst fyrir vistbörn annarra heimila og tímabila) og bótafrumvarp í gangi sem leitast er við að hafa áhrif á.
Breiðavíkurnefndin er að skoða ýmis önnur vistheimili en Breiðavík núna og auðvitað fer "sviðsljósið" víðar þegar sú vinna hefur skilað af sér skýrslu. En Breiðavík á tíunda áratugnum er ný vitneskja fyrir mig og verð ég að fá að taka mér tíma til að skoða það mál.
Ég bið þig Helgi um að senda mér email á lillokristin@simnet.is og beini því að þér að ganga í samtökin og hjálpa okkur við að komast til botns í þessu máli þínu og þeirra sem dvöldust þarna með þér. Samtökin hafa ekki gleymt ykkur - miklu heldur að samtökin hafi ekki vitað af ykkur! Því miður. En úr því má bæta.
Friðrik Þór Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.