Er stjórnmálamönnum treystandi?

 Íslendingar hafa alltaf verið draugasinnaðir og trúað á hið óþekkta og út af fyrir sig kemur manni ekki á óvart að Steingrímur J. Sigfússon tróni efstur á lista þjóðarinnar yfir stjórnmálamenn með traust. En hann er kannski á toppnum meira fyrir fall annarra en upprisu sína. Hvað sem því líður þá horfir fólk mjög til hans í yfirstandandi upplausn og óáran og algerlega ljóst að hann myndi vart standa sig verr en ríkjandi ráðamenn.

Nú þegar stjórnin riðar til falls og flestir tala um kosningar í vor (apríl-maí) stendur VG vel að vígi fylgislega. Mælist með um 28%. Og ekki nema von að Steingrímur vilji helst kosningar eftir "örfáar vikur". Getur verið að hann vilji síður sjá ný framboð hafa tíma til að spretta fram og skipuleggja sig; framboð sem gætu rænt hann fylgi? Framboð með fólki í forystu sem nýtur jafnvel meira trausts en hann?

  Könnun MMR er ekki splúnkuný og nær t.d. ekki utan um hræringar sem kunna að hafa orðið eftir uppreisnina innan Samfylkingarinnar - en mældi áreiðanlega Framsóknarflokkinn í algeru hármarki eftir formannsskipti (og hallarbyltingu þar). Hvað sem því líður er ljóst að uppstokkunarkrafa fólksins sem mótmælir um land allt kemur fram: Traust til stjórnmálamanna hefur minnkað og innan stjórnmálaflokkanna hefur traustið á leiðtoga flokksins minnkað töluvert. Eingöngu gallhörðustu fylgismenn Sjálfstæðisflokksins bera mikið traust til Geirs. Traustið til Ingibjargar Sólrúnar innan Samfylkingarinnar hefur einnig minnkað umtalsvert, en þar flækja veikindi hennar reyndar málið.

Þetta síðastnefnda; ISG er að koma heim í dag (og sjálfstæðismenn funda í Valhöll, þangað sem appelsínugula byltingin streymir núna). Ef niðurstaða hennar og meðráðherra hennar í flokknum verður að fara ekki að eindregnum vilja almennra flokksmanna um stjórnarslit og kosningar þá mun traustið fjara enn meir út. Það hefur aldrei gefist vel að hlusta ekki á grasrótina.

Viðbót: Ég hafði varla sleppt fingrinum af "vista færslu" en að stórtíðindi bárust frá Valhöll, um illkynja æxli í vélinda formanns Sjálfstæðisflokksins og yfirlýsingu hans um frestun landsfundar og vilja til kosninga í byrjun maí. Auðvitað óskar maður heilshugar að báðir formenn stjórnarflokkanna nái fullum bata. Ég er enn á því að þessi ríkisstjórn eigi að stíga til hliðar og ný starfsstjórn að taka við fram að kosningum, en ég á fyllilega von á því að draga muni úr krafti slíkra krafna almennt og að núverandi stjórn fái að fúnkera sem starfsstjórn fram að kosningum. Ég held hins vegar að stjórnarflokkunum sé það óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða sem miðast fyrst og fremst við hagsmuni alþýðunnar og heimilanna og grípa til mannaskipta í ýmsum lykilstofnunum eins og Seðlabankanum og FME.  Líkur á slíku hljóta að aukast ef ráðamenn vilja auka fylgi flokka sinna í komandi kosningum.


mbl.is Steingrímur J. nýtur mests trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki frekar að fólk telur að Steingrímur J sukki eitthvað minna en hinir (Sem hann gerir ekki).
Það er bara hlægilegt að ætla að kjósa VG yfir landslýð muuhahahaa

Við þurfum nýtt afl, ef það kemur ekki þá verða engar breytingar

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Í framhjáhlaupi: Afskaplega asnaleg og óheppileg ummæli höfð eftir Herði Torfasyni um yfirlýsingu Geirs. „Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ spyr Hörður.

Að "draga veikindin inn í" málin nú hefur eðlilega fyrst og fremst að gera með formennskuna í Sjálfstæðisflokknum, landsfundinn og kosningabaráttu. Úr því ákvörðun hafði verið tekin um kosningar var eðlilegt af Geir að tjá sig um þetta núna og það í Valhöll - á pólitísku heimili sínu. Vissulega spilar þetta inn í mótmælin og viðbúið að eitthvað sljákki á kröfum í garð Geirs, en Hörður er á villigötum með ummæli síns og ætti að draga þau til baka.

Mótmælendur hljóta að einbeita sér að því að knýja á um nýja og breytta starfsstjórn fram að kosningum og fara að leggja áherslu á ýmislegt sem orðið hefur útundan - ég nefni t.d. Seðlabanka og Fjármálaeftirlit, að ekki sé talað um auðjöfrana sem kafsigldu landinu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 15:27

3 identicon

Málin hafa æxlast soldið furðulega, no phun intended

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:44

4 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Friðrik Þór. Fyrst að ummælum Harðar. Ég var að heyra þetta eftir honum haft á Bylgjunni áðan. Þessi ummæli eru þau sóðalegustu sem ég hef heyrt. Algerlega óviðunnandi, og manninum til skammar.

Ég sé ekki þá framtíð í Steingrími og hans liði sem margir telja sig sjá. Þó að hann tali mikið, þá hefur hann ekki verið fyljandi því að skipta út bankastjórum Seðlabankans svo dæmi sé tekið.

Kosningar eru að mínu mati fyrst og fremst til þess að kjósa, endurnýja umboð, eins og það hefur verið kallað. Á ekki von á miklum breytingum.

Ný framboð hafa ekki mikinn tíma til að skipuleggja sig. Svo er dýrt að fara af stað með ný framboð og ekki mikið til af peningum.

Benedikt Bjarnason, 23.1.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:28

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Friðrik ég er algjörlega sammála þér og líka með hann Hörð. Ég leyfði mér að koma með þá uppástungu á mínu bloggi að Hörður gerði eins og hann er að krefjast af öðrum. Þ.e. axla ábyrgð og fela öðrum stjórnina.

Einnig tel ég þá rúmlega 100 daga fram að kosningum sé í það minnsta til að flokkarnir nái að endurskipuleggja sig og koma með nýja framtíðarsýn til að bjóða kjósendum sem og fyrir ný framboð að skipuleggja sig og kynna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2009 kl. 23:43

7 identicon

Mér þykir aðdáunnarvert að menn skuli geta falið sig á bakvið spillingunna. Það sem að kratar, frammarar og sjallar hafa staðið fyrir er ENRON-ismi. Þið fóruð allir með Sjöllum vegna þess að þið trúðuð á nýfrjálshyggjunna. Nú erum við gjaldþrota. Því hamast á mönnum sem þó gagnrýndu og höfnuðu gjaldþrotastefnunni.

Hvernig væri fyrir "miðjuna" að fara í naflaskoðun og spyrja sig afhverju studdi ég gjaldþrotið?

Eins og ég sagði við Magnús Helga fyrr í kvöld afhverju ekki að taka til hjá sjálfum sér áður en maður gerir upp öðrum upp skoðannir.

Andrés Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband