17.1.2009 | 13:56
Ástþór til Vanúatú
Ég er einn af þeim mörgu sem töldu það þjóðráð hjá Róberti Wade að Davíð Oddsson yrði gerður að sendiherra (eða bara eitthvað) á Kyrrahafseyjunni Vanúatú. Þar getur hann sest á friðarstól og samið ljóð og smásögur um Hannes. Þessu til viðbótar langar mig til að biðja Davíð um að taka Ástþór Magnússon með sér. Það yrði líka góð landhreinsun.
Fundurinn ólöglegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 703039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Viðskipti
- Akademias tekur Avia yfir
- Eybjörg ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
- Greiða 20 milljarða í sértæka skatta og gjöld
- Fjórir nýir stjórnendur hjá Íslandsbanka
- Stöðnun í hagkerfinu á þessu ári
- Intel hent út og Nvidia tekið inn
- Hefur keðjuverkandi áhrif
- Gríðarleg tækifæri í nýju samningunum
- Spítalinn vegur ekki allt hitt upp
- Tekjutapið gæti numið milljörðum
Athugasemdir
Er þessi hófstillta tillaga fram komin vegna tals Davíðs um óreiðumenn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2009 kl. 14:09
Tillaga Wade um Davíð? Tillaga mín um Ástþór?
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 14:13
Vanúatúar. Hvað hafa þeir gert svona hrikalegt af sér að verðskulda að fá Ástþór?
Dabbi gæti þó skemmt þeim, jafnvel sett upp leikrit með þeim en Ástþór yrði bara til vandræða. Ég krefst þess í nafni þjóðarinnar ( ekki sömu þjóðar og ISG) að þú takir þessa færslu til baka ( í versta falli til endurskoðunnar).
Svo býð ég þér uppá banana til heiðurs lýðveldinu.
Annars er ég furðu góður
Sverrir Einarsson, 17.1.2009 kl. 14:13
Svona, svona, Sverrir. Tillagan er alveg ljómandi góð og ég styð hana heilshugar. Þeir félagar geta varið löngum stundum í að deila um hvor þeirra á að ráða meiru - því það eru þeirra ær og kýr.
Það verður bara að gæta þess að farseðlarnir þeirra verði aðeins aðra leið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:18
Þetta er rangt hjá þér því jafnvel þó Ástþór hafi boðað til þessa fundar og hann sé ólöglegur þá hefur maðurinn sannarlega ástæðu til og hversu vitlaus sem mönnum finnst hann þá hefur hann engum unnið tjón eins og þau stjórnvöld sem hann vill mótmæla. Einræðistilburðir Harðar og Gunnars eru þeim ekki til sóma. Ástþór er íslendingur og e.t.v. vitlaus en að bera hann saman við útrásarliðið og stjórnvöld er engum sæmandi.
Við nánari skoðun er Vanúatú eiginlega of fallegur og góður staður til að senda þangað úrgang. Við værum þá ekki betri en ítalska mafían sem sendir skip með geislavirkan úrgang til að losa við strendur Sómalíu!!!
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 17.1.2009 kl. 14:21
Ég skil samúð þína í garð Vanúatú-fólks. Við hér höfum bara svo miklar meinsemdir að aðrir verða að létta eitthvað af okkur byrðunum.
Mér sýnist reyndar að þeir í Vanúatú geti hagnýtt sér Ástþór í þessa hreyfingu:
"Also on (Vanúatú) is the Prince Philip Movement, which reveres the United Kingdom's Prince Philip. Villagers of the Yaohnanen tribe believed in an ancient story about the pale-skinned son of a mountain spirit venturing across the seas to look for a powerful woman to marry".
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 14:22
Mér finnst þú taka undir tillögu Wades og gera að þinni sbr.:
"Þar getur hann sest á friðarstól og samið ljóð og smásögur um Hannes. Þessu til viðbótar langar mig til að biðja Davíð um að taka Ástþór Magnússon með sér. Það yrði líka góð landhreinsun. "
:)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2009 kl. 14:25
Já, ég tek undir tillögu Wade. En hann gæti líka sest í friðar- og aðgerðarleysisstól annars staðar.
Óreiðutal Davíðs í Kastljósi virðist sannarlega hafa orðið afdrifaríkt. En almennt séð skipta mínar skoðanir litlu um framtíð Davíðs; Þjóðin svo gott sem öll (og erlendir ráðamenn!) bera ekki traust til Seðlabankans og síst til formanns bankastjórnar SÍ. Sú staða er óviðunandi, rétt eins og skemmileggjandi tilburðir jólasveinsins með tómatsósuna. Ég hef gaman af flestum kverúlöntum, og einstaklega gaman af sumum, eins og Helga Hóseasyni (hann er hetja), en Ástþór Magnússon er meinsemd.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 14:33
Það er ljóst að miðað við samskipti Ástþórs við samfélagið að það vantar einhverjar blaðsíður í hann! Á þá að útiloka hann og útskúfa? Mér finnst svo ekki vera. Það hefur öðrum verið neitað um að tala á mótmælafundunum t.d. hygg ég að Sverrir Stormsker sé í þeim hóp. Vissulega ekki orðvar maður en það talar enginn á ábyrgð Harðar Torfasonar þó hann standi fyrir fundunum. Helgi Hóseasson var af allt öðru kaliber og ósamanburðarhæfur hér, en ef tekst að koma þessu hyski sem nú er við völd frá væri e.t.v. ráð að leiðrétta þær kerfisvillur sem Helgi var að mótmæla stóran hluta lífs síns - svona honum til heiðurs!
Ragnar Eiríksson, 17.1.2009 kl. 15:10
Skarplega athugað Friðrik Þór. Senda mig úr landi svo Hörður og félagar fái næði til að koma hér á kommúnísku þjóðfélag með sovét-fasískri þöggun á tjáningarfrelsið.
Ástþór Magnússon Wium, 17.1.2009 kl. 15:57
Þetta kemur tjáningarfrelsinu ekkert við Ástþór. Þú nærist á því að misnota þér aðstöðu annarra en þér er fullkomlega frjálst að notfæra þér eigið tjáningarfrelsi með ýmsum hætti. Hvers vegna stormar þú inn á annarra manna fundi eða boðar til funda þar og þá sem aðrir eru með sína fundi? Af hverju heldur þú ekki eigin fund?
Sennilega vegna þess að svo gott sem enginn myndi mæta. Það taka sárafáir mark á þér. Og enn færri þegar þú misbýður trekk í trekk fólki sem einmitt ber virðingu fyrir tjáningarfrelsinu - því þú misnotar það og misbeitir.
Ég skora á þig að efna til anti-kommúnisma/fasisma fundar á eigin forsendum. Vertu ekki að hengja þig á samkomur annarra og eyðileggja þær. Reyndu að vakna til meðvitundar um að þorri fólks vill ekkert með þig og þína dynti hafa. Það er ekki spurning um þöggun, heldur hvað menn vilja hlusta á. Rödd þín er einfaldlega án áheyrenda. Það sem heyrist þó sker í eyru og er óheilsusamlegt.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 16:08
Hvað þarf mörg ár af höfnun til að skilja það Ástþór að þetta brölt þitt er bara til leiðinda? Ef þú vilt koma þínu á framfæri gerðu það án þess að menga og skemma aðrar samkomur með vitleysisháttum þínum. Miðað við hvað þér finnst um þig ætti að vera auðvelt fyrir þig að mynda breiðfylkingu um bullið í þér.
Ævar Rafn Kjartansson, 17.1.2009 kl. 17:10
Það er tilgangslaust, piltar, að ausa einhverju yfir Ástþór, hann hvorki heyrir það né sér vegna botnlausrar sjálfmiðunar.
Haukur Nikulásson, 17.1.2009 kl. 17:48
Tek undir með Láru Hönnu, Ævari, Hauki og svo Friðriki sjálfum. Við sem mótmælum erum að mótmæla því sem við höfum sett undir hattinn spillingu. Það er mjög skýr ávísun á spillingu að vera svo upptekinn af sjálfum sér að geta engan vegin gengið inn í hóp án þess að taka hann yfir.
Því miður hefur það sem ég hef heyrt og séð til Ástþórs verið litað af „botnlausri sjálfmiðun“. Hann rekst ekki í hóp og málstaðurinn: ég, um mig, frá mér, til mín er ekki líklegur til að laða marga að. Það er ótrúleg blinda að geta ekki horfst í augu við það heldur berjast áfram með þeim hætti sem Ástþór hefur gert sig sekan um.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:40
Sennilega er þetta rétt hjá ykkur, Ástþór er eins og ríkisstjórnin, hann vill róa með öðrum en snýr bara alltaf öfugt og rær í hina áttina! Svo er auðvitað þetta vinstri-grænna og kommúnistatal hans hvimleitt og hann vill frelsa heiminn sem er eiginlega þarft mál en bara ekki á dagskrá hérna núna. Þetta má samt ekki ganga svo langt að maðurinn sé útskúfaður.
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 17.1.2009 kl. 20:26
Andrés: Ég hef átt við Davíð prívat samtal og hann kann alveg að koma vel fyrir þegar hann vill það við hafa. Við fundum það þó bæði að við myndum aldrei kunna vel við hvort annað til frambúðar. Það er nefnilega allt annað að kunna að koma vel fyrir í nokkurra mínútna samtali en þegar reynir á. Davíð hefur margfallið á því prófi!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:13
Tillagan fær "douze points" hjá mér .. ... til vara mætti biðja Jónínu að taka þá með sér til Póllands og biðja um extra sterkan detox skammt ... mér skilst að Björnebandittene: Gunnar í Krossinum, Árni Johnsen og Geiri Gullfingur (eða hvað hann nú heitir) hafi einmitt haft gott af því ....
Allir væru þessir kallar örugglega ágætir ef þeir væru ekki alltaf svona á röngunni.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.1.2009 kl. 21:46
Sæll Friðrik,
12 stig úr Ártúnsholtinu. Góður.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.1.2009 kl. 21:49
Ræða Roberts Wade var góð þangað til hann hann sagði að gera ætti Davíð Oddsson að sendiherra á Vanaútaó. Hann gat gefið áheyrendum til kynna hvert álit hann hefði á Davíð Oddssyni án þess að gera um leið lítið úr íbúum eyjarinnar Vanútaó,sem ekkert hafa gert honum. Þetta fannst mér hallærislegur málflutningur sem skemmdi annars góða ræðu.
Eiður (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:00
Ástþór, þú mættir þó allavegana gera eitt, en það er að draga fram aftur strætóskýlis "auglýsingarnar" frægu sem gerðu marga hugsi af misjöfnum ástæðum, enda var ekki hægt að taka strætó um tíma án þess að vera minntur á ýmislegt umhugsunarvert eins og t.d veltu hergagnaiðnaðarins og fleyra geðslegt, þyrfti bara að bæta nokkrum núllum afan við úreltar tölurnar, þær hafa allar aðeins hækkað. Eða var þeim öllum hent eftir herferðina góðu Ástþór?
Georg P Sveinbjörnsson, 17.1.2009 kl. 23:27
Er eitthvað athugavert við að eyða tíma sínum í að mótmæla mótmælum með mótmælafundi við mótmælafund sem maðurinn vill mótmæla að hafa ekki fengið að mótmæla á?
Þessar aðfarir styðja það sem varð nokkuð augljóst fljótlega eftir fyrstu atburði þína Ástþór að þrátt fyrir ýmis góð málefni og málstaði þá snýst þetta brölt ekki um neitt annað en athygli á eigin persónu(sem því miður venst illa og hefur lítinn þokka.)
Margt af því sem Ástþór hefur sagt og reynt að beina athyglinni að er góðra gjalda vert en vill því miður hverfa í sjálfumhverfa, fyrirsjánlega, þrasgjarna og ofsakennda hegðun hans sjálfs. Meira að segja jólasveinninn verður fráhrindandi þegar Ástþór tekur á sig hans gerfi.
Ef hann hefur einhverja sómakennd(sem líklega er ekki) þá ætti hann orðið að gera sér grein fyrir því að eitt það versta, ef ekki það alversta sem komið getur fyrir nokkurn málstað er að Ástþór taki að sér virka baráttu fyrir hann.
Það dregur sjálfkrafa athyglina frá málstaðnum yfir á manninn sjálfan og hans framkomu ásamt því að það fælir ugglaust fjölda fólks frá að vita af því að hann gæti átt það til að mæta á svæðið og breyta mótmælum í farsa. Viðbrögð annara mótmælanda og borgarafunda eru því vel skiljanleg og afsakanleg þó svo það sé örugglega leitt að þurfa að útiloka menn frá slíku.
Öfugt við það sem Ástþór reynir að halda fram sjálfur þá hefur þessi skoðun ekkert með misnotkun fjölmiðla að gera, hann hefur ugglaust ekki fengið þann tíma sem hann hefði sjálfur kosið í fjölmiðlum en fyrir mína parta þá hefur framkoma hans þar verið þannig að ég óska engu málefni svo illt að Ástþór taki það upp á sína arma.
Halldór Gíslason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:18
STJÓRNSÝSLUKÆRA
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 01:56
Ég myndi vilja senda marga þangað en ekki Davíð og Ástþór við verðum að eiga einvherja klikkhausa á Íslandi bara rétt til að viðhalda mannorðinu.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 01:59
...af hverju er maðurinn alltaf að spamma þessu auglýsingaspjaldi? Er hann með "tölvutourette" heilkenni eða?
Páll Geir Bjarnason, 18.1.2009 kl. 03:22
Ég held bara að hann Ástþór gleymi að öllu jöfnu að taka inn lyfin sín, þeir eiga það víst sameiginlegt, Davíð og hann.
Þá fara þeir af stað í maníu og hækka stýrivextina í botn.
Eða leigja sér t.d svið og ætla að gerast mótmælendur eða forsetar, stundum bara skæruliðar í Írak eða bara skrá þjóðina alla á lista til stuðnings innrásinni í Írak eða á hryðjuverkalista.
Suma daga halda þeir að þeir séu enn að leika í leikritinu um Bubba kóng eða Jólasveinn sniðuga með tómatsósuna.
Ég er sammála einum sem sagðist vilja senda Ástþór á fund til Dabba í seðlabankanum, læsa þá báða þar inni og henda lyklunum.
Hvor myndi nú vera fyrri til að ganga frá hinum, jah - það er erfitt að segja til um það en ef báðir hyrfu án skýringa, "þá er það fullkomnað" eins og það stendur í Biblíunni.
Sigurlaug Þyrý (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 04:00
Þið hérna fyrir ofan sem leggið til að Davíð og Ástþór verði sendir á einhverja eyju, sýnið aðeins hversu ómarktæk þið eruð. Það er engin skortur á fólki sem tekur þátt í einelti. Lesið ykkur til um einelti. Róberti Wade gerði sig að fífli með tillögunni og þeir sem eru vanir að taka þátt í einelti taka undir.
Benedikt Halldórsson, 18.1.2009 kl. 10:26
Benedikt; Robert Wade varð sér ekki meira til skammar en svo, að þakið ætlaði að rifna af Háskólabíói þegar hann lagði þetta til; svo vel var tekið í þessa hugmynd, meðal þessa fólks, sem þú tilheyrir greinilega ekki. Það er auðvelt að afgreiða fólk, sem þú ert ekki sammála, sem ómarktækt, en miðað við þau rök sem þú berð fram (eða rakaskort) þá er ástæðulaust að taka mark á þeim gildisdómi þínum.
Ég get ekki tekið til mín orð þín um einelti, sem þú vilt klína á mig og hin. Einelti er síendurtekið og óréttmætt áreiti í garð einhvers og ég get ekki séð að slíkt hafi átt sér stað gagnvart Davíð og Ástþóri. Davíð er einfaldlega í slíkri stöðu í þjóðfélaginu að hann verður að hafa skráp til að þola réttmæta gagnrýni. Auðvitað er það fyrst og fremst táknrænt að tala um Vanúatú hvað hann varðar; merkingin er hins vegar afar einföld og hógvær; að valdamikill maður sem misst hefur allt traust og trúverðugleika, víki sem Seðlabankastjóri. Fari að gera eitthvað annað. Síendurtekin krafa um að hann víki er því aðeins síendurtekin að ekki er orðið við þessari sjálfsögðu kröfu. Hann er maður með skráp sem gerir honum kleift að taka við slíkri ágjöf og hann hefur svo sannarlega blásið á móti.
Um Ástþór er það helst að segja, að hann, sem enginn vill hlusta á, leggur fólk, sem aðrir vilja hlusta á, í einelti. Hann er hrekkjusvínið hvimleiða, ekki þeir sem kvarta undan bellibrögðum hans.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 12:46
Ég er að velta fyrir mér, hvursvegna gátu menn ekki haft þessa fundi á sinhvorum deginum, eru menn að missa sig í eina persónudýrkunina enn?
Ég er líka að velta fyrir mér, hvernig er öll þessi þekking á öllum atriðum málsins til kominn hjá Roberti Wade?
Mér fannst eins og ræðan hafi verið skrifuð af Steingrími Joði.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.1.2009 kl. 13:43
Það var löngu vitað að "Raddir fólksins" myndu að vanda hafa fund á Austurvelli kl. 15 á laugardeginum. Ástþór og félagar ákváðu einfaldlega að hafa fund á nokkurn veginn sama tíma til að eyðileggja fyrir hinum fundinum. Það var meðvituð ákvörðun, ekki klaufaskapur í skipulagningu.
Wade hefur augljóslega fylgst vel með málefnum Íslands og ég er ósammála því að hans mál komi upp úr Steingrími Joð. Athyglisverðari er kenningin uppúr Agnesi Bragadóttur í Mogganum í dag. Svo virðist sem Wade og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur séu "kærustupar". Agnes gefur í skyn að Sigurbjörg hvísli "eiturpillum" að Wade. Kostulegur pistill Agnesar í dag!
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 13:53
Að Robert Wade skildi takast að fá salinn til að rifna úr hlátri sannar aðeins að hann er gott efni í uppistandara.
Friðrik: "Einelti er síendurtekið og óréttmætt áreiti í garð einhvers og ég get ekki séð að slíkt hafi átt sér stað gagnvart Davíð og Ástþóri."
Ekki það:
Benedikt Halldórsson, 18.1.2009 kl. 14:45
Annars að þessum Robrt Wade, kemur hingað og heldur ræðu, gott og blessað en svo þegar sjávarútvegsmálin báru á góma, þá sagði hann að hann væri enginn sérfræðingur á því sviði, en hann gerir sér væntanlega grein fyrir því að það er einmitt ein okkar aðalatvinnugrein á Íslandi til fjölda ára og hefur skapað okkur mikinn gjaldeyri, en afhverju er bara ekki hægt að fara eftir tillögum frá fólki sem kemur frá Íslandi, ég held að það hljóti að vera fullt af hæfu fólki hérna.
Áfram Ísland.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 18.1.2009 kl. 14:57
Viljum við Vanuatu-búm svo illt að senda þeim þessa tvo kóna . Nei varla.
Frikkinn, 18.1.2009 kl. 15:25
Sammála Ægir. Kynni Roberts og Sigurbjargar eru líklega ekki orðin það þróuð að þau séu komin að undirstöðuatvinnuvegum okkar.
Samt finnst mér ekki mikið til tilhugalífsins koma ef Davíð er á koddanum hjá þeim.
Vinstri grænir eru ekki þjóðin og þjóðin "á" Austurvöll. Ástþór og Eiríkur á sama hátt og Vg og Hörður Torfa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2009 kl. 15:30
Nákvæmlega, það er eitthvað að þarna og bara athyglisþurfandi persónur á ferð, rétt eins og það sé það sem þarf, ef þeir sem að þessum hópum væru að meina það sem þeir eru að gera þá væru ekki svona barnalegir árekstrar.
Ókey, það er allavega einhver sem er að fæða hann á upplýsingum, ræðan var þannig að sumstaðar virtist vera "rangur miskilningur".
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.1.2009 kl. 15:55
Benedikt; þetta er ekki einelti. Þetta er afdráttarlaus umræða um opinbera persónu sem tekur þátt í sömu umræðum og getur þar af leiðandi rifið kjaft á móti 8sem hann gerir).
Heimir: Ég hef eindregið hvatt Ástþór og félaga til að halda fund á Austurvelli. Eigin fund. Þegar aðrir eru ekki að funda.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 17:06
Mér þykir leitt að hryggju ykkur með því elskurnar mínar, að ég var ekki á Austurvelli í gær. Það stóð heldur aldrei til að ég yrði þar.
Annars væri nær en að vera með þessar endalausu glósur og skítkast að koma umræðunni í eitthvað málefnalegri farveg. T.d. hvernig er hægt að standa að vali ræðumanna án þess að mótmælendur séu farnnir að mótmæla hverjir öðrum?
Væri athugandi að taka upp lýðræði í stað einræðis?
Hér er ein leið: http://raddir.austurvollur.is
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 18:36
Þú ert feit og leið smjörklípa, undarleg áráttuhugmynd um sjálfan þig Ástþór.
Svona! ...farðu burt!!
bugur (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:39
Endalausar glósur og skítkast? Málefnalegar umræður? Ég fæ ekki betur séð, Ástþór, en að þú dælir út úr þér skítkasti og glósum um "kommúnista" og "fasista" og þar fram eftir götunum.
Mér sýnist það vera algerlega í takt við gott lýðræðislegt mat að velja frekar annað fólk en t.d. þig til að halda ræðu á mótmælafundum "Radda fólksins". Það eru valdar marktækar raddir. Það er reynt að sneiða hjá ómarktækum kverúlöntum.
Ég reyni af alefli að halda uppi málefnalegum umræðum hér. Færsla af þessu taginu er alger undantekning og svona harða gildisdóma reyni ég að forðast - en það tekst ekki alltaf, einkum þegar manni blöskrar.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 20:16
Whats the point?
Ástþór er nú þegar á hrjóstrugri og fámennri eyju.
nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.