7.1.2009 | 14:22
Bolti í banka Bjögganna
Þetta eru glæsileg mótmæli; að spila fótbolta í aðalbanka Bjögganna. Meiri svona hugmyndaauðgi, Svartliðar. Ofbeldislaust en áhrifaríkt. Hverjum degi eitthvað ámóta. Tvisvar á dag.
Andóf þarf einmitt að beinast meir en hingað til að táknum útrásarvíkinganna og bankamógúlanna. Þótt stjórnvöld hafi verið glæpsamlega sofandi þá voru það umfram annað "snillingarnir" sem rústuðu landi og þjóð.
Spilið þið fótbolta næst í Hagkaupum - ég skal vera á kantinum.
Vil nota tækifærið og vekja athygli á áhugaverðum umræðum við síðustu færslu mína. Síðasta komment frá sjálfum mér er svona:
Spiluðu knattspyrnu í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hér að ofan segir:
"Sjokkeraðir Bretar sögðu: Ef þið leggið 200 milljón pund í Icesave dæmið þá tökum við restina á okkur".
Eina heimildin um þetta er Björgólfur nokkur Thor.
Enginn hefur leitað eftir staðfestingu þessa hjá breskum yfirvöldum.
Hvernig stendur t.d. á því að fjölmiðillinn, sem þjóðin treystir best, RUV, hefur ekki sent litla nótu til Bretlands og spurt: Buðust þið til að taka IceSave að ykkur ef Seðlabanki Íslands lánaði Landsbankanum 200 milljónir punda? Er staðhæfing Björgólfs þess efnis rétt? Ef þetta er rétt hver fékk tilboðið?
Þangað til Bretar staðfesta að þeir hafi boðið svo rausnarlega er ekki hægt að taka orðum Björgólfs trúanlega.
Friðrik Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:00
Sammála nafni.
Kannski þessi kona, Hannah Gurga, geti hjálpað duglegum blaða- og fréttamönnum:
7. Policy background
7.1 The action taken by the Icelandic Government to use the assets of Landsbanki to protect only Icelandic savers is of severe detriment to UK creditors, including a large number of retail depositors. The Treasury is using powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001 to prevent Lansbanki assets from being transferred out of the UK.
8. Impact
8.1 A Regulatory Impact Assessment is attached to this memorandum.
9. Contact Hannah Gurga at HM Treasury 1 Horse Guards Road, London SW1A 2HQ. Tel: 020-7270 4345 or e-mail: Hannah.gurga@hm-treasury.x.gsi.gov.uk can answer any queries regarding the instrument.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 16:14
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
"Hvað með þetta: Síðsumars var í reykfylltum bakherbergjum búið að ákveða að "borga ekki erlendar skuldir óreiðumanna". Það var Bretunum sagt á fundinum úti í byrjun september. "Við hreinlega getum ekki borgað ef til kerfislægs hruns kemur því við förum á hausinn" Sjokkeraðir Bretar sögðu: Ef þið leggið 200 milljón pund í Icesave dæmið þá tökum við restina á okkur". Við hugsuðum málið en Árni sagði svo NEI við Darling. Þeir urðu óðir og settu á okkur hryðjuverkalög, en við mismunuðum innistæðueigendum eftir þjóðerni og settum neyðarlög.
Svo er spurning hvort fjármagnsflutningar hafi átt sér stað sem við megum ekki fá að vita um....".