Bolti í banka Bjögganna

Hópur mótmælenda ruddist inn í afgreiðslusal Landsbankans. Þetta eru glæsileg mótmæli; að spila fótbolta í aðalbanka Bjögganna. Meiri svona hugmyndaauðgi, Svartliðar. Ofbeldislaust en áhrifaríkt. Hverjum degi eitthvað ámóta. Tvisvar á dag.

Andóf þarf einmitt að beinast meir en hingað til að táknum útrásarvíkinganna og bankamógúlanna. Þótt stjórnvöld hafi verið glæpsamlega sofandi þá voru það umfram annað "snillingarnir" sem rústuðu landi og þjóð.

Spilið þið fótbolta næst í Hagkaupum - ég skal vera á kantinum. 

Vil nota tækifærið og vekja athygli á áhugaverðum umræðum við síðustu færslu mína. Síðasta komment frá sjálfum mér er svona:

"Hvað með þetta: Síðsumars var í reykfylltum bakherbergjum búið að ákveða að "borga ekki erlendar skuldir óreiðumanna". Það var Bretunum sagt á fundinum úti í byrjun september. "Við hreinlega getum ekki borgað ef til kerfislægs hruns kemur því við förum á hausinn" Sjokkeraðir Bretar sögðu: Ef þið leggið 200 milljón pund í Icesave dæmið þá tökum við restina á okkur". Við hugsuðum málið en Árni sagði svo NEI við Darling. Þeir urðu óðir og settu á okkur hryðjuverkalög, en við mismunuðum innistæðueigendum eftir þjóðerni og settum neyðarlög.

Svo er spurning hvort fjármagnsflutningar hafi átt sér stað sem við megum ekki fá að vita um....".


mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér að ofan segir:

"Sjokkeraðir Bretar sögðu: Ef þið leggið 200 milljón pund í Icesave dæmið þá tökum við restina á okkur". 

Eina heimildin um þetta er Björgólfur nokkur Thor.

Enginn hefur leitað eftir staðfestingu þessa hjá breskum yfirvöldum.

Hvernig stendur t.d. á því að fjölmiðillinn, sem þjóðin treystir best, RUV, hefur ekki sent litla nótu til Bretlands og spurt: Buðust þið til að taka IceSave að ykkur ef Seðlabanki Íslands lánaði Landsbankanum 200 milljónir punda?   Er staðhæfing Björgólfs þess efnis rétt? Ef þetta er rétt hver fékk tilboðið?

Þangað til Bretar staðfesta að þeir hafi boðið svo rausnarlega er ekki hægt að taka orðum Björgólfs trúanlega.

Friðrik Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sammála nafni.

Kannski þessi kona, Hannah Gurga, geti hjálpað duglegum blaða- og fréttamönnum:

7. Policy background
7.1 The action taken by the Icelandic Government to use the assets of Landsbanki to protect only Icelandic savers is of severe detriment to UK creditors, including a large number of retail depositors. The Treasury is using powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001 to prevent Lansbanki assets from being transferred out of the UK.
8. Impact
8.1 A Regulatory Impact Assessment is attached to this memorandum.
9. Contact Hannah Gurga at HM Treasury 1 Horse Guards Road, London SW1A 2HQ. Tel: 020-7270 4345 or e-mail: Hannah.gurga@hm-treasury.x.gsi.gov.uk can answer any queries regarding the instrument.

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fridrik Thor Gudmundsson
journalist
Midstraeti 8a
101-Reykjavik
Iceland
 
HM Treasury
1 Horse Guards Road,
London SW1A 2HQ
 
 
 
Dear Hannah Gurga.
 
Reference is made to you as regards "any queries regarding" the use of "powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001" against Icelandic bank Landsbanki (plus Authorites and the Government of Iceland) in October last. (I refer to: http://www.opsi.gov.uk/si/si2008/em/uksiem_20082668_en.pdf)
 
My query, with reference to the Freedom of Information Act, is as follows:
 
Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?
 
In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied.
 
As regards sources for this "story" I point out, that one of the two main owners (now former) of Landsbanki at the time, mr. Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson (aka Thor Bjorgolfsson) has openly state this as a fact, in TV news-show Kompas (Icelandic) and statements in late October last.
 
Please respond to this query as soon as possible. If for any reasons you are NOT the right person to answer, then please forward this to such a person or agency with CC to me.
Please confirm that you have recieved this Query.
 
Best regards and happy new year,
Fridrik Thor Gudmundsson
journalist (free-lance)
Midstraeti 8a
101-Reykjavik
Iceland
 
tel: +354 864 6365 or +354 552 6365

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband