Voru hryðjuverkalögin kannski réttlætanleg aðgerð?

Sé þetta virkilega svona slæmt, að það telst næsta vonlaust fyrir Íslenska ríkið að höfða sérstakt mál gegn Bretlandi vegna hryðjuverkalaganna (burt séð frá málshöfðun bankaskilanefnda) þá er ekki verjandi annað en að birta álit Bresku lögmannsstofunnar. Það hlýtur að vera eðlileg krafa og sjálfsagt að verða við henni. Fjölmiðlar hljóta að óska eftir skýrslunni með vísan til upplýsingalaga. Ekki seinna en í gær.

Ef þetta er svona augljóst Þá liggur bara eitt eftir - beiting hryðjuverkalaga gegn íslenska ríkinu (okkur) var réttlætanleg aðgerð. Hvað er það þá sem við ekki vitum, sem ekki má segja okkur?
Álitið verður að birtast í heild sinni - það var gert fyrir okkur, vegna okkar og á okkar kostnað. Forsætisráðuneytið birtir minnisblað ríkislögmanns, en það er ekki nóg.

mbl.is (undirstrikanir og feitletranir mínar):

"Ríkisstjórnin hefur fengið álit frá bresku lögmannsstofunni Lovells um hugsanlega málshöfðun íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar eigna Landsbankans með stjórnvaldsákvörðun þeirra frá 8. október 2008  á grundvelli hryðjuverkalaganna. Voru bresku lögmennirnir fengnir til að leggja mat á hvort hægt væri að hnekkja kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum á grundvelli sjónarmiða um ólögmæti og hvort íslenska ríkið gæti höfðað skaðabótamál fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar.

Fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að lögmennirnir töldu að litlar sem engar líkur væru á því að íslensk stjórnvöld gætu hnekkt kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum. Rökstuddu þeir niðurstöðuna ítarlega með tilliti til breskra lagasjónarmiða og dómafordæma og töldu að lagaákvæðin veittu breskum stjórnvöldum afar rúmar heimildir til þess að beita kyrrsetningarákvæðum. Þá voru þeir þeirrar skoðunar að engar líkur væru á því að íslenska ríkið myndi fá dæmdar skaðabætur fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar. Ríkislögmaður og þjóðréttarsérfræðingur utanríkisráðuneytisins voru sammála þessu áliti.

Á grundvelli þessa hefur ríkisstjórnin ákveðið að höfða ekki mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum á þessu stigi. Hún mun hins vegar kanna aðra möguleika til alþjóðlegrar málsóknar til þrautar og má þar sérstaklega nefna Mannréttindadómstól Evrópu".


mbl.is Leita til mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég dreif mig í að senda beiðni til forsætisráðuneytisins.

Reykjavík 6. janúar 2009.
 
Til forsætisráðuneytisins
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg - 150 Reykjavík.
 
Undirritaður óskar hér með eftir afriti, rafrænu eða pappírslegu, af Áliti frá bresku lögmannsstofunni Lovells um hugsanlega málshöfðun íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar eigna Landsbankans með stjórnvaldsákvörðun þeirra frá 8. október 2008  á grundvelli hryðjuverkalaganna. Vísað er til skjals sem forsætisráðuneytið greinir frá í frétt nr. 3312 í dag (http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3312).
 
Beiðni þessi er með vísan til upplýsingalaga (nr. 50/1996). Ég óska eftir því beiðnin verði afgreidd svo fljótt sem kostur er og í samræmi við 11. grein ofangreindra laga.

Jafnframt fer ég fram á skriflegan rökstuðning verði beiðni þessari synjað að hluta eða öllu leyti.
 
Ég get nálgast gögnin/afritin fái ég tilkynningu um það í síma 864-6365 en að öðrum kosti má senda þau til :

Friðrik Þór Guðmundsson

Miðstræti 8A

101, Reykjavík

 
Gjörið svo vel að staðfesta móttöku beiðni þessarar og eftir atvikum upplýsa um afgreiðslu hennar.
 
kv.

Friðrik Þór Guðmundsson

Miðstræti 8A

101, Reykjavík.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 15:12

2 identicon

Þetta er mjög furðulegt. Ríkisstjórnin vill ekki höfða mál vegna þess að málið er talið fyrirfram tapað. Samt vill hún styðja við málsókn skilanefnda bankanna. Finnst ríkisstjórninni betra að tapa peningum í gegnum skilanefndirnar? Eða er stuðningurinn bara "táknrænn" ?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Friðrik

Gætir þú ekki fengið þetta í tölvutæku formi og sett það hér inn hjá þér af til kemur? Það er ekki hægt að kaupa það að málið sé vonlaust fyrirfram nema bankinn eða ríkið hafi brotið alvarlega af sér. Bretland er réttarríki og þó lagaheimildir séu rúmar verða þær og beiting þeirra að uppfylla almenn sjónarmið um meðalhóf, mannréttindi og réttlæti.  - Það verða að vera til staðar gildar réttlætingar stjórnvalda í réttarríki til að gera svona - og séu þær til staðar verður að upplýsa okkur um þær.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Allur til þjónustu reiðubúinn. Ég á þó allt eins von á að svar dragist og þegar það berst verði um synjun að ræða. Að kæra þá synjun er þá sjálfgefið, en þá fellur úrskurður líkast til ekki mjög fljótt, því hjá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er víst biðröð af málum. En sjáum til.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 16:49

5 identicon

já sjáum til, það er um að gera að halda þeim við efnið. Ef að þú færð synjun þá er það gagnrýnisvert og þá tökum við það þaðan.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu.

Es: Ætlarðu að bjóða þig fram til formanns Framsóknarflokksins? Ég ætla að bjóða mig fram sem Tryggvi Þórhallsson.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 21:39

7 identicon

Kristján, það eru ekki rökin sem ríkið notar - að það sé ekki aðili að málinu. Það vísar til rúmra heimilda breskra stjórnvalda til að beita kyrrsetningarákvæðum. Vegna þeirra myndi ríkið tapa málinu - og væntanlega skilanefndirnar þá líka?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kristján; ó jú, víst er/var Íslenska ríkið aðili að málinu. Eftirfarandi er úr "freezing order" Bresku stjórnvaldanna við beitingu hryðjuverkalaganna (Authorities er Seðlabanki, Fjármálaeftirlit o.fl.):

"Specified persons
3.—(1) The following are specified persons for the purposes of this Order—
(a) Landsbanki;
(b) the Authorities; and
(c) the Government of Iceland.
(2) If a specified person makes a written request, the Treasury must give it written reasons why it has been specified.


“frozen funds” has the meaning given in article 4(1);
“funds” means financial assets and economic benefits of any kind,
including (but not limited to)—
(a) gold, cash, cheques, claims on money, drafts, money orders and other
payment
instruments;
(b) deposits with relevant institutions or other persons, balances on
accounts, debts and debt obligations;
(c) publicly and privately traded securities and debt instruments,
including stocks and shares, certificates representing securities, bonds, notes, warrants, debentures and derivative products;
(d) interest, dividends or other income on or value accruing from or
generated by assets;
(e) credit, rights of set-off, guarantees, performance bonds or other
financial commitments;
(f) letters of credit, bills of lading, bills of sale; and
(g) documents providing evidence of an interest in funds or financial
resources;

Freezing prohibitions
4.—(1) The provisions of this article apply in relation to the following
funds (“frozen funds”)—
(a) funds owned, held or controlled by Landsbanki; and
(b) funds relating to Landsbanki and owned, held or controlled by—
(i) any of the Authorities; or
(ii) the Government of Iceland". 

Nei, Kristján ég ætla ekki að bjóða mig fram. Til þess er væntanlegur frambjóðandi allt of sterkur, þ.e. Steingrímur Hermannsson Jónassonar, þ.e. klónaða afbrigðið sem heitir nú Guðmundur Steingrímsson. Og mér skilst að bróðir Steingríms, hann Lúðvík, sé líka að fara fram.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 23:20

9 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Á netinu má finna umræðurnar sem fóru fram í báðum deildum breska þingsins vegna þessa mál. Ég fór nokkuð nákvæmlega í gegnum þær hjá House of Lords og mér fannst eftir lesturinn að Bretar hefðu ærna ástæðu til að setja á ríkisstjórn Íslands lög. Sú staðreynd að Kaupþing féll við það líka var örugglega ekki ætlunin, og á sér því kannski einhverja málsóknarmöguleika. Það þurfti ekki að láta lögmannsfyrirtæki gera skýrslu til að sjá að þetta mál yrði aldrei sótt farsællega af hendi íslenska ríkisins, það var bara gert til að slá ryki í augun á okkur og láta líta svo út að Geir og co hefðu ekkert vitað um eitt né neitt. Í umræðum lávarðanna kemur skýrt fram að ákvörðun Breta var tekin eftir ítrekuð samtöl við Íslendinga, bæði á ráðherralevel og embættismannalevel, og byggði ekki á einu símtali eins og látið var í veðri vaka, það var bara lokastaðfestingin. Siv Friðleifs hefur örugglega fengið ábendingu um þetta og kom þess vegna fram með fyrirspurn til Geirs hvort ráðherrar eða embættismenn hefðu vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (með backuppi breska Seðlabankans) til að bjarga Landsbankanum yfir í breska lögsögu, en til þess þurfti íslenski seðlabankinn að lána Landsbankanum 200 millj pund........Árni Matt staðfesti svo við Alister Darling að íslensk stjórnvöld hygðust ekki gera það og því fór sem fór, og því spyr Darling hvort Árni geri sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar þetta muni hafa fyrir orðspor landsins. Bretar voru nefnilega búnir að ræða viði ÖLL aðildarríki ESB og útskýra fyrir þeim stöðuna, og höfðu fullan stðning þeirra þegar þeir fóru fram með þessum hætti. Enda kom ekkert þeirra okkur til hjálpar þegar lögin voru sett, í þeirra augum vorum við óreiðumennirnir. Íslendingar áttu ekki neinn séns á því að að borga ekki það sem þeim bar, eins og var að því er virðist planið hjá Davíð og Geir, sem töluðu ekki við kóng né prest, hvorki sína eigin þjóð né aðrar Evrópuþjóðir. Þá hefði kannski farið á annan veg.

Harpa Björnsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:18

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir þetta fróðlega innlegg, Harpa. Eiginlega vantar bara að þú segir hreint út hvað "við" eigum að hafa gert af okkur.  Var það bara það að við ætluðum ekki að borga "erlendar skuldir óreiðumanna"? Mismuna innistæðueigendum landa á milli?

Stefán Jón Hafstein hefur meira og minna sagt (efnislega) að þetta "Stóra Plan" í anda Dario Fo - við borgum ekki - hafi orðið til síðsumars 2008 og alls ekki á síðustu metrunum. En hvað sem því líður: Eins slæmt og þeim kann að þykja þetta (mismununin) - er þetta nóg til að eiga ekki sjens í málssókn?

Hingað til hefur það verið fullyrt að innlánstryggingakerfið sé ekki miðað við "kerfislægt hrun" og að í Evrópu-ákvæðunum séu til neyðarréttarákvæði. Er þetta tal þá gufað upp og kannski tilbúningur einn?

Úr því þú ert búin að þræla þér í gegnum umræðurnar máttu gjarnan senda blogginu vefslóðina eða allavega segja okkur hvað Lávarðarnir sögðu nánar tiltekið að Ísland hefði gert af sér.

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 00:46

11 identicon

Engan vegin, um þetta var fjallað í Viðskiptablaðinu í Desember.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 01:44

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er í raun miklu skuggalegra en þjóðinni var gert grein fyrir, þ.e. innihald og texti tilskipunarinnar, afleiðingar hennar, sem enn hefur ekki verið aflétt og svo ástæðan - hver er ástæðan? 

-

Það  er ekki hægt að segja bara um réttarríkið Bretland að það úthluti sjálfu sér svo rúmar réttarheimildir að ekki sé hægt að sækja mál þar þegar einmitt allt þeirra mál byggir á að Íslandekki að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar - Bretar eru bundnir af alþjóðlegum viðurkenndum grundvallar réttindum eins og við.

-

Og það er bara „allt í plati“ að tala um að ætla fyrir mannréttindadómsstólinn án þess að tæma áður alla sóknarmöguleika í Bretlandi sjálfu.

- Þetta veit almennt áhugafólk um mannréttindi, eins og við, ég sagði það á vef Sigurðar Kára í dag, hvað þá æðstu stjórnvöld í Lýðveldinu Íslandi,

- eða eru stjórnvöld okkar kannski fullkomlega faglega vanhæf og úti á þekju?

- Hér er annaðhvort á ferð stór glæpur sem þetta fólk er nú aðilar að eða fulkomlega vanhæf stjórnvöld.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 02:16

13 identicon

Vegna skrifa Hörpu Björnsdóttur hér að ofan er rétt að eftirfarandi komi fram:

1. Eina staðhæfing þess að bresk yfirvöld hafi boðið "einhverjum" að taka yfir allar skuldbindingar vegna IceSave innlánareikninga Landsbankans áður en allt fór til fjandans kom frá - jú akkurat - Björgólfi Thor Björgólfssyni í "frægum" Kompássþætti Stöðvar 2.  Þetta áttu bresk yfirvöld að hafa verið tilbúin að gera gegn smáauraláni Seðlabanka Íslands að upphæð GBP 200 milljónir til Landsbankans. 

Engum fjölmiðli,  fjölmiðlamanni eða konu hefur dottið í hug að fá þetta staðfest hjá viðkomandi breskum yfirvöldum. Makalaust - er það ekki ? ... Og þetta átti svo allt að gerast á - hvað sagði Thor-inn - aðeins 5 dögum var það ekki !

Ótrúlegt !

Sé þetta hins vegar satt og rétt og staðfesti bresk yfirvöld þetta (það ætti jú að vera auðsótt hafi þetta almennt og yfirleitt staðið til boða) þá má ljóst vera að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru meiri "nimpkenpúppfar" en nokkurn hefur hingað til grunað og landi og þjóð meira en skaðleg með því að hafa ekki þekkst boðið samstundis.

2.  Alistair Darling spurði Árna Mathiesen ekki hvort Árni fjármálaráðherra gerði sér grein fyrir einu eða neinu varðandi alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland heldur staðhæfði hann að "Þetta yrði afar skaðlegt fyrir Ísland í framtíðinni ( "This would be extremely damaging to Iceland in the future."  Darling hélt svo áfram og bætti um betur þegar hann lét eftirfarandi vaða á fjármálaráðherra Íslands að orðspor landsins verði skelfilegt:  "AD: Well, you know, I do understand your position. You have to understand that the reputation of your country is going to be terrible."

Þarna var ekkert annað á ferðinni en hrein og klár hótun - hótun, sem sannarlega hefur verið staðið við.

Orðspor lands og þjóðar er í rúst og aulaskapur og linkind ráðamanna hér er algjör.  "Við látum ekki kúga okkur" sagði forsætisráðherra - já einmitt !

Lestur samtals Darlings og Árna Mathiesen gefur ekkert tilefni til að setja Árna niður fyrir neitt annað en að hafa verið of kurteis við "hrekkjusvínið" Darling.

Til viðbótar er líkast til búið að kvitta á óútfylltan víxil - og upphæðin sem Darling / Brown og félagar koma til með að fylla inn í upphæðarreitinn er eitthvað sem hvorki Geir né Ingibjörg Sólrún geta upplýst þjóðina um - þau vita ekki sjálf hver upphæðin er.

Spyrjið bara !

En hugsið ykkur - Við urðum fyrir barðinu á þessum kónum "einu sinni" en auminga breska þjóðin þarf að drattas með þessa kóna á hverjum einasta degi.

"Heppin við" !

Friðrik Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 02:50

14 identicon

Ég er á Því að það versta sem Geir og Ingibjörg gátu gert var að gera samningsferlið ekki gegnsætt heldur þess í stað láta þingið samþykkja að ekki þyrfti að samþykkja eða fara yfir einstaka þætti uppgjörsins á Icesave. Ríkisstjórnin fékk þar með heimild alþingis til þess að afgreið þessi mál í skjóli myrkurs.

En úr pósti Friðriks Hilmarssonar;

"Vegna skrifa Hörpu Björnsdóttur hér að ofan er rétt að eftirfarandi komi fram:

1. Eina staðhæfing þess að bresk yfirvöld hafi boðið "einhverjum" að taka yfir allar skuldbindingar vegna IceSave innlánareikninga Landsbankans áður en allt fór til fjandans kom frá - jú akkurat - Björgólfi Thor Björgólfssyni í "frægum" Kompássþætti Stöðvar 2.  Þetta áttu bresk yfirvöld að hafa verið tilbúin að gera gegn smáauraláni Seðlabanka Íslands að upphæð GBP 200 milljónir til Landsbankans. 

Engum fjölmiðli,  fjölmiðlamanni eða konu hefur dottið í hug að fá þetta staðfest hjá viðkomandi breskum yfirvöldum. Makalaust - er það ekki ? ... Og þetta átti svo allt að gerast á - hvað sagði Thor-inn - aðeins 5 dögum var það ekki !"

Varðandi þetta atriði þá svaraði Davíð þessu á þá leið að þessar 200 milljónir punda væru ekki nema byrjunin á mögulegum kostnaði við að koma bankanum yfir í breska lögsögu. Þess vegna var eigendum bankans neitað um að þurka upp gjaldeyrisvarasjóðinn með þessari aðgerð.

Þessu svari brást Björgúlfur Thor aldrei við og svaraði því aldrei.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:27

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef litið er yfir málið í heild sinni kemur í ljós að undanfari beitingar Breta á hryðjuverkalögunum voru íslensku Neyðarlögin. Með þeim var í krafti "neyðar" valtað yfir margar lagagreinar og að því leyti til sköpuð álitamál sem hugsanlegt var að hægt yrði að vísa til dómstóla.

Að þessu leyti er beiting Neyðarlaganna og Hryðjuverkalaganna svipuð. Þótt það kostaði peninga væri æskilegt að beiting beggja laganna yrði lögð fyrir dómstóla eftir því sem við ætti.

Ómar Ragnarsson, 7.1.2009 kl. 09:50

16 identicon

Ég held því að það hafi verið rangt hjá Björgúlfi Thor að þarna hefði Seðlabankinn getað klárað málið á 5 dögum.

En það er Sjálfstæðismönnum mjög mikilvægt að halda þessari ríkisstjórn saman. Það er kannski alvarlegasta málið í þessu öllu saman þar sem að tekin var sú stefna að láta eftir óskum Samfylkingar og sýna Bretum, Hollendingum og ESB fullkomna hlýðni í þessum málum.

Samfylkingin er sá aðili sem má tileinka þessa samninga þess efnis að við borguðum innistæðutryggingar Icesave þrátt fyrir að það væri gegn lögum EES, ESB og lögum landsins.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:54

17 identicon

Varðandi Neyðarlagögin,

Sú regla sem er leiðbeinandi til þess að ákveða hvort skilyrðum sé fullnægt til að hægt sé að beita Stjórnsýslulegum Neyðarrétti er Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Lawless gegn Írlandi.

Ég hef ekki lesið það mál en geri nú kannski skurk í því.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:04

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa færslu.  Það er eitthvað mjög gruggugt við þetta.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2009 kl. 10:27

19 identicon

Fín færsla og umræðurnar með

Í frystitilskipuninni kemur fram að þær eignir sem eru frystar eru m.a. gull í eigu þeirra aðila sem eru tilteknir, þ.á.m. íslenska ríkisins.

M.ö.o., gullforði íslendinga, sem er geymdur í Bretlandi, hefur ss. verið frystur af breskum stjórnvöldum.

Ég hugsa að þetta sé einsdæmi í samskiptum þjóða, alla vega á friðartímum. Og þó. Það rifjast upp hvernig íslendingar eignuðust gullforðann til að byrja með. Það skeði þannig að íslenska ríkið setti Íslandsbanka ,,gamla" í þrot og yfirtók eignir hans sem m.a. var gullfóturinn sem hann var með til að undirbyggja seðlaútgáfu sína. Íslandsbanki var þá í eigu breta og dana. Ríkið greiddi síðan eigendum bankans fyrir gullið mv. verðmæti þess þegar það var flutt hingað en ekki mv. verðmæti þess þegar bankinn var yfirtekinn sem var mikið hærra og olli þetta miklum deilum.

Skemmtileg saga en allavega.....gullforði íslendinga er núna á valda breta og við getum ekki farið í mál útaf þvi ?!?

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:20

20 identicon

Með vísan til færslu Magnúsar Birgissonar hér að ofan er rétt að benda á að "við" getum farið í mál við bresk yfirvöld - ríkisstjórn þessa lands, af þrælsótta einum saman að því er virðist, ætlar hins vegar ekki að nýta sér þann möguleika og sjálfsagða rétt.

Tapaðist slíkt mál hins vegar í Bretlandi má ljóst vera að slíkt styrkti einungis málstað Íslands fyrii Mannréttindadómstóli Evrópu, en tryggði jafnframt að málið yrði tekið fyrir (svo fremi við klúðruðum því ekki líka).

Hitt er svo annað mál hvort þeir Björgólfsfeðgar og þá með fulltingi ríkisstjórnar Íslands hafi brotið svo hressilega af sér að hátterni og hegðum breskra yfirvalda sé réttlætanleg.

Framangreint fellur um sjálft sig þegar útskrift samtals Darling og Árna degi fyrir "ofbeldið" er lesið, en þar eru ekki nein tekn á lofti hjá Darling að íslenska bankakerfinu verði veitt "náðarhögg" sólarhring síðar; einungis áhugi Darling að mál verði leyst og samtalið endar á "sívilíseraðan" hátt.

Það hlýtur hverjum hins vegar að vera ljóst að bresk yfirvöld ákváðu ekki með nokkurra klukkustunda fyrirvara að nota ákvæði hryðjuverkalaga með þeim hætti sem gert var. Þetta hefur klárlega verið í undirbúningi svo vikum skipti.

En hvað sagði Geir Haarde við þjóðina - og það oftar en einu sinni - "Við látum ekki kúga okkur" !

Hefði hann átt að sleppa orðinu "ekki" skipta einu "k"-i inn fyrir eitt "g-é" og bæta svo einu "á"-i inn á "réttan" stað? - Lýsti það stöðunni sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og ríkisstjórn þeirra hafa komið okkur í eftir sukk og svínarí "Bjögga", "Bónusa" og mylsnuætna þeirra?

Friðrik Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 12:01

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvað með þetta: Síðsumars var í reykfylltum bakherbergjum búið að ákveða að "borga ekki erlendar skuldir óreiðumanna". Það var Bretunum sagt á fundinum úti í byrjun september. "Við hreinlega getum ekki borgað ef til kerfislægs hruns kemur því við förum á hausinn" Sjokkeraðir Bretar sögðu: Ef þið leggið 200 milljón pund í Icesave dæmið þá tökum við restina á okkur". Við hugsuðum málið en Árni sagði svo NEI við Darling. Þeir urðu óðir og settu á okkur hryðjuverkalög, en við mismunuðum innistæðueigendum eftir þjóðerni og settum neyðarlög.

Svo er spurning hvort fjármagnsflutningar hafi átt sér stað sem við megum ekki fá að vita um....

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 14:11

22 identicon

Friðrik.  Frábært framtak.  Takk.

joð (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:21

23 identicon

Bretar voru að fjalla um íslensku bankana í ágúst. Þeir hafa verið að þróa nýja löggjöf sem hefði átt að taka málum sem þessum. Hún er ekki tilbúin.

Á meðan hafa þeir einungis þessa löggjöf, en í umræðum um nýju löggjöfina strax í ágúst fjölluðu þeir um Íslensku bankana.

Ég gæti grafið upp transcript af því ef þú villt.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:54

24 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nema hvað, Gunnar, þú átt auðvitað fyrir löngu að vera búinn að koma slíku á framfæri. Kommenta minna, gera meira.

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 15:56

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Var að fá viðbrögð frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn minni eða ósk um að fá afrit af áliti lögmannsstofunnar Lovells:

"Sæll, Friðrik.

Móttaka á erindi þínu er hér með staðfest. Samantekt á álitsgerð bresku lögmannsstofunnar Lovells er í þýðingu og verður send til þín um leið og hún er tilbúin. Hún verður einnig sett á heimasíðu ráðuneytisins."

Þetta er gott og blessað. En ég er fyllilega fær um að lesa ensku!

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 16:18

26 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Viðbrögð mín:

Tilvísun í mál: FOR09010053
 
Þakka þér fyrir (nafn ráðuneytisstarfsmanns).
Ég er himinlifandi yfir því að til standi að verða við beiðni minni, þótt með óbeinum hætti sé.
Þigg auðvitað þýðinguna ef ekki vill betur, en ég á erfitt með að skilja af hverju ég þarf að bíða eftir ÞÝDDRI álitsgerðinni. Ég er fullfær um að lesa enskan texta. Bið ég ráðuneytið að taka þá staðreynd til vinsamlegrar athugunar, enda er ég í beiðni minni að biðja um gagnið eins og það kemur frá Lovells.
kv.
Friðrik Þór Guðmundsson

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 16:26

27 identicon

ok þetta er aðeins of stórt til þess að setja þetta hérna inn, setti þetta í word skjal hérna;

http://multitrack.powweb.com/TRANSCRIPT_OF_ORAL_EVIDENCE.doc

sandkassi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 18:41

28 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

http://www.theyworkforyou.com/lords/?id=2008-10-28a.1546.0

 

http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200708/cmgeneral/deleg2/081027/81027s01.htm

 

Landsbanki Freezing (Amendment) Order 2008

Þetta eru linkar á umræðurnar í breska þinginu og er talsverður texti að fara í gegnum, og reynir á að vera glöggrýninn. Þarna er t.d. sagt frá því að frá 2007 hafi breska fjármálaeftirlitið haft áhyggjur af þróuninni hér, sem gat bara stefnt í eina átt, og að í júlí 2008 hafi verið alvarlega varað við ástandinu, bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Ég ætla ekki að endurtaka mig úr innlegginu hér að ofan, en símtal Árna Matt við Darling var bara lokahnykkurinn á ferli sem hafði staðið lengi. Athyglisverðar eru líka umkvartanir um upplýsinga- og viðbragðaleysi íslenskra stjórnvalda - eitthvað sem við könnumst svo vel við........

....og að síðustu sé ég ekki betur en ráðamenn í Bretlandi telji að fall Kaupþings hér á landi sé ekki tengt yfirtöku Kaupþings í Bretlandi, dótturbankinn hafi verið í breskri lögsögu, móðurbankinn í íslenskri lögsögu ( og því undir íslenskum stjórnvöldum komið hvort hann hefði lífslíkur eða ei) og útibú Kaupþings í Isle of Mmann væri svo í sinni eigin lögsögu.

Lesi nú hver með sínu nefi og dragi sínar ályktaninr..........

Harpa Björnsdóttir, 7.1.2009 kl. 19:05

29 identicon

Þetta er sem sagt 22. júlí 2008 í Breska þinginu. Þarna eru þeir að hafa áhyggjur af innistæðutryggingakerfinu varðandi Íslensku bankana og hvar ríkisábyrgð muni lenda. Q278 Mr Fallon: The Times reported that the Icelandic Deposit and Investors Guarantee Fund has only £88 million in the kitty to cover deposits totalling 13 billion. What is your figure?Kitty Ussher: I do not have figures for the Icelandic compensation scheme.Q279 Mr Fallon: Are these figures accurate?Mr Maxwell: It is worth saying, of course, that countries which do not have a pre-funded scheme will not have large funds. We do not have a pre-funded scheme.Q280 Mr Fallon: Are you satisfied, Minister, that British investors in Icelandic banks are fully guaranteed in the event of a bank collapse then?Kitty Ussher: I am satisfied that the law exists to guarantee them, yes.Q281 Mr Fallon: You are satisfied that the law exists to guarantee them?Kitty Ussher: Yes, under a combination of European and British law.Q282 Mr Fallon: So they will get all their money back?Kitty Ussher: That is the legal situation.Q283 Mr Brady: Firstly, just to follow up on that, in the event that a foreign bank which had joined the top-up scheme were to fail and there were insufficient funds in its domestic guarantee fund, would it then fall to the FSCS to pay the whole amount up to the UK guarantee level?Kitty Ussher: As I said in answer to Mr Fallon, the legal situation is that the first €20,000 is legally guaranteed by their domestic arrangements and the top-up is legally guaranteed through the operation of the FSCS which comes under our primary legislation. That is the situation.Q284 Mr Brady: So if the domestic guarantee failed then that first €20,000 might not be paid, or might not be paid in full, and it would just be the top-up that would be honoured by the UK guarantee?Kitty Ussher: I do not want to be pressed too far on this so as not to unduly alarm anybody. I am simply explaining the legal situation, which is that a depositor has redress from the domestic compensation scheme of the host bank to pay the first €20,000 and the legal arrangement is that the top-up will be paid by the FSCS. I simply do not know how it would work in practice, but that is the legal redress situation.Q285 Mr Brady: Would you be able to write to confirm the detail on that point as to whether our guarantee would extend if the domestic guarantee failed?Kitty Ussher: I think what is important to do is perhaps we should take this away and make sure that when we come back to Parliament we are able to say in practice how it would work, do individual investors have to contact the Icelandic authorities or whether there is another way that is simpler to do it.Q286 Mr Brady: Turning to the question of deposit insurance in the UK and the proposals here, your earlier consultation document decided against the immediate introduction of a pre-funded scheme but the proposed legislation allows for the creation of pre-funding. Is it the case that the inclusion of those powers indicates that it is your intention at a suitable moment to introduce it?Kitty Ussher: We have not actually made that decision. We are still in the consultation phase. We wanted to make it entirely clear that we will take the power to do so and whether we will use it or the timing of it being used is something we are still negotiating and debating between the banks and ourselves.Q287 Mr Brady: Could you give us some insight into what the criteria might be for that decision to be taken? What would it be that would make you decide that pre-funding was necessary and appropriate?Kitty Ussher: Not at this stage. There are a number of issues around here. The important decision that has been made is to ensure that in the event of a large failure the FSCS will be able to pay out to depositors. We are proposing to legislate to ensure that it could borrow from the National Loans Fund and then it would be paid back by the banks so over time it would be neutral to the taxpayer, but the depositor would receive a payout in a very short space of time. What is in the balance, and we simply do not have a view on yet so we are consulting further, is whether at some point in the future, or even sooner, we should use a power to require banks to start paying upfront into a pot that could potentially be drawn down on, and whether that should have a maximum cap or not, or whether it is sufficient that people would be paying after the event of a collapse. This is a very important issue to get to the bottom of. I can see pros and cons of various outcomes. We simply want to separate that issue off from the rest of the very complex issues that we are dealing with to be able to deal with it by itself. I do not yet have an answer as to what would trigger the use, except to say a view will be come to at some point about what is in the public interest to do, what is a sensible policy proposition here.Q288 Mr Brady: Accepting that a decision has not been taken, and it could be some way off, do you have an inclination of pre-funding or against it?Kitty Ussher: No. I can see situations where it may be a very sensible thing to do, but I can also see reasons why we would not want to take capital away from institutions that are already under capital pressure at the moment. I can see a situation where we may start to want to, but I do not want to indicate in this session that we will necessarily do so.Q289 Mr Brady: Given that most of the banks are broadly pretty strongly opposed to pre-funding being introduced, do you see a danger that in taking the power to introduce pre-funding at a later date this might be seen potentially as a kind of Sword of Damocles that the Treasury might hold over the banks in other circumstances?Kitty Ussher: No, it is not our intention to use it as a negotiating tool elsewhere, however there may be market circumstances some years down the line where there is a consensus view that develops that it may be a sensible thing to start doing in the good times to build up a slightly larger pot in case there is a problem further down the line. I am not saying that we will necessarily do that, but that was one of the reasons why we thought it was sensible to take the power so that we could use it if circumstances change, for example. 

sandkassi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 07:26

30 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég fékk í dag SAMANTEKT á ensku og íslensku. Mun ekki fá álitsgerðina í heild eins og ég vonaðist eftir. Var að vona að ráðuneytið myndi ekki nýta sér undanþáguákvæði í upplýsingalögum þar sem segir að upplýsingaréttur almennings nái ekki til "<span class="">1996 <span class="">nr</span>. 50 24. maí/ Upplýsingalög</span>.skype_tb_injection { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 11px; BACKGROUND: no-repeat 0px 0px; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; WORD-SPACING: normal; BORDER-LEFT: 0px; CURSOR: hand; COLOR: #333333; TEXT-INDENT: 0px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; WHITE-SPACE: nowrap; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important; TEXT-ALIGN: left; WORD-WRAP: break-word } .skype_tb_injection .skype_tb_injectionIn { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 11px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_m.compat.gif) repeat-x 0px 0px; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; CURSOR: hand; COLOR: #333333; TEXT-INDENT: 0px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma, Verdana, Arial, Helvetica, sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important; TEXT-ALIGN: left } .skype_tb_injection .skype_tb_innerText { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 11px; BACKGROUND: none transparent scroll repeat 0% 0%; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; CURSOR: hand; COLOR: #333333! important; TEXT-INDENT: 0px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma, Verdana, Arial, Helvetica, sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important; TEXT-ALIGN: left } .skype_tb_injection .skype_tb_img { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; LETTER-SPACING: 0px; POSITION: relative; TOP: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_img2 { BORDER-RIGHT: white 1px solid; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: white 1px solid; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: white 1px solid; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: white 1px solid; LETTER-SPACING: 0px; POSITION: relative; TOP: 1px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgFlag { BORDER-RIGHT: white 0px solid; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: white 0px solid; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: no-repeat 7px 2px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: top; BORDER-LEFT: white 0px solid; WIDTH: 24px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: white 0px solid; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 15px } .skype_tb_injection .skype_tb_imgFlagAct { BORDER-RIGHT: white 0px solid; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: white 0px solid; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: no-repeat 8px 3px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: white 0px solid; WIDTH: 24px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: white 0px solid; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 15px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgA { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 33px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgS { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_s.flex.compat.gif) no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 6px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgS_stat { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_s.stat.compat.gif) no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 1px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgS_noflag { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_s.flex_noflag.compat.gif) no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 6px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgS_stat_noflag { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_s.stat_noflag.compat.gif) no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 6px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgR { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_r.compat.gif) no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 19px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } .skype_tb_injection .skype_tb_imgRfax { BORDER-RIGHT: 0px; PADDING-RIGHT: 0px; BORDER-TOP: 0px; DISPLAY: inline! important; PADDING-LEFT: 0px; FONT-WEIGHT: bold; FONT-SIZE: 9px; BACKGROUND: url(file://C:/Users/Notandi/AppData/Local/Temp/Low/__SkypeIEToolbar_Cache/e70d95847a8f5723cfca6b3fd9946506/static/inactive_r.compat_fax.gif) no-repeat 0px 0px; FLOAT: none; PADDING-BOTTOM: 0px; MARGIN: 0px; VERTICAL-ALIGN: middle; BORDER-LEFT: 0px; WIDTH: 19px; LINE-HEIGHT: normal; PADDING-TOP: 0px; BORDER-BOTTOM: 0px; FONT-STYLE: normal; FONT-FAMILY: Tahoma,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif; LETTER-SPACING: 0px; HEIGHT: 16px! important } #skype_menu { BORDER-RIGHT: #666666 1px solid; PADDING-RIGHT: 5px; BORDER-TOP: #666666 1px solid; PADDING-LEFT: 5px; Z-INDEX: 101; BACKGROUND: #ffffe1; LEFT: 0px; VISIBILITY: hidden; PADDING-BOTTOM: 3px; MARGIN: 0px; FONT: menu; BORDER-LEFT: #666666 1px solid; WIDTH: auto; CURSOR: pointer; COLOR: #333333; PADDING-TOP: 3px; BORDER-BOTTOM: #666666 1px solid; POSITION: absolute; TOP: 0px } #skype_dropdown { BORDER-RIGHT: #666666 1px solid; PADDING-RIGHT: 2px; BORDER-TOP: #666666 1px solid; PADDING-LEFT: 2px; Z-INDEX: 101; BACKGROUND: #ffffff; LEFT: 0px; VISIBILITY: hidden; PADDING-BOTTOM: 2px; MARGIN: 0px; FONT: menu; BORDER-LEFT: #666666 1px solid; WIDTH: auto; CURSOR: hand; COLOR: #333333; PADDING-TOP: 2px; BORDER-BOTTOM: #666666 1px solid; POSITION: absolute; TOP: 0px } #skype_frame { DISPLAY: none; Z-INDEX: 100; LEFT: 0px; MARGIN: 0px; POSITION: absolute; TOP: 0px } 2. bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað".

Þar sem ég sé ekki annað en að Úrskurðarnefnd um upplýsingamál myndi 100% staðfesta synjun ráðuneytisins læt ég eiga sig að kæra. Samantektin er komin á netið og nenni ég ekki að "peista" hana hér.

Það mátti reyna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 16:31

31 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jæks! Ekki get ég lagað þetta, en hér er önnur tilraun:

Ég fékk í dag SAMANTEKT á ensku og íslensku. Mun ekki fá álitsgerðina í heild eins og ég vonaðist eftir. Var að vona að ráðuneytið myndi ekki nýta sér undanþáguákvæði í upplýsingalögum þar sem segir að upplýsingaréttur almennings nái ekki til "bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað".

Þar sem ég sé ekki annað en að Úrskurðarnefnd um upplýsingamál myndi 100% staðfesta synjun ráðuneytisins læt ég eiga sig að kæra. Samantektin er komin á netið og nenni ég ekki að "peista" hana hér.

Það mátti reyna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 16:34

32 identicon

Þetta er því miður við vinnubrögð stjórnvalda. Því miður hafa þeir valið að sína erlendum viðsemjendum sínum trúnað í stað þess að eiga trúnað við landsmenn.

sandkassi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband