Hvar á að skera 100 milljarða til viðbótar?

Er ekki dásamlegt að vera undir handleiðslu IMF og fá hingað "tilsjónarmann" þaðan? Hreint og beint yndislegt. Og þessir góðu yfirmenn okkar leyfa okkur að reka ríkissjóð með, hva, 150 milljarða króna halla. Sem betur fer höfum við svo frjálslynda yfirmenn.

Í alvöru talað - um fjárlögin; nú höfum við upplifað viðbrögð við þeim niðurskurði sem þó hefur verið ákveðinn. Hann er auðvitað vondur; velferðin skert, aldraðir og öryrkjar sviknir, nýr sjúklingaskattur lagður á, bændur skertir, framkvæmdum frestað o.s.frv.

Sumir segja að það sé alrangt að skila frá sér fjárlögum með halla og telja að það eigi að skera niður um 100 milljarða TIL VIÐBÓTAR. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, sagði beint út á þingi að það ætti að skera niður um 100 milljarða í viðbót en hafnaði auknum skatttekjum upp í þá upphæð. Ég beið spenntur eftir tillögum hans um þessa 100 milljarða. Hann nefndi niðurskurð á fæðingarorlofssjóði og afnám sjómannaafsláttar.

Kannski eru þetta valkostirnir:  Demba öllum vandanum yfir á núverandi kynslóðir í stað þess að dreifa honum og láta komandi kynslóðir taka þátt í honum. Það myndi þýða að VIÐ þyrftum að fara nokkurn veginn niður að hungursneyðarmörkum. Hvar á að taka 100 milljarðana (umfram það sem þegar hefur verið boðað)? Eigum við að afnema öll ríkisútgjöld til trúmála? Það eru ekki nema 5 milljarðar eða svo. Eigum við að loka spítölum og skólum? Leggja varðskipum, loka fangelsum, hætta að borga atvinnuleysisbætur og fæðingarorlof, afnema öll framlög til menningar og íþrótta, leggja niður Umboðsmenn barna og Alþingis, loka Sinfóníuhljómsveitinni?

 Poul Thomsen, yfirmaður sendinefndar IMF, sagði á fundi með blaðamönnum í utanríkisráðuneytinu í dag að aðal viðfangsefni núna væri að fást við fjárlögin. Visir.is: "Thomsen segir að niðurskurður í núverandi fjárlögum sé hóflegur, en fyrir 2010 verði hann mun meiri".

Hafa menn tillögur - eða sætta menn sig við halla-fjárlög?


mbl.is Áætlunin gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er hægt, og að miklu leiti sársaukalaust fyrir okkur fólkið - en verur ekki gert þannig.

Vegna þess að til að redda sparnaðinum þarf að einfalda skattkerfið, hætta með utanríkisþjónustuna og fækka nefndum um svona ca. 100%.  Sem verður aldrei gert.

Á meðan er nauðsynlegt að reka allt batteríið með tapi.  Það kemur ekkert inn fyrr en eftir kreppu, það er bara gefið.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2008 kl. 15:10

2 identicon

Ekkert mál að Skera það  er fullt af fólki með yfir 500.000 kr á mánuði

þar er hægt að skera feitt

Hlutaskiftakerfi verður að innleiða

enginn með hærri laun en tvöföld lægstu laun

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Depill

Æsir, það er óraunhæft að setja enginn með hærri laun en tvöföld lægstu laun. Til hvers að setja þak á hæstu laun í einkageiranum, þeir sem eru með hálaun borga há skatta ( jafnt hlutfall og þú - persónuafslátt ) og skila þess vegna meiri skatttekjum. Það má íhuga ( og ætti ) að setja þak á laun í opinbera geiranum sem samt mun gera það að verkum að það verður verra starfsfólk þar en ella.

Það er enginn hvati fyrir fólk til að standa sig betur ef það sé hátekjuskattur ( og það mun reyna frekar að svíkja undan skatti ) eða það er þak á laun eins og þú vilt. Skattastefna ríkisins er ágæt, flatur skattur er sannaður til að skila hæstum skatti. Hér er sífellt verið að tala um að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og það er nauðsynlegt. Þök, skattpíngin ( sérstaklega fyrirtækja ), og hátekjuskattur, mun bara skila okkur minni tekjum í endann. 

Nú þarf bara að fara skera fituna af ríkinu og það er vel hægt að hagræða vel í ríkisrekstri, og það þarf að breyta kerfinu þannig að aðilar sem standa sig vel í ríkisrekstri sé umbunað ( til dæmis með bónusum, kannski 10% af afgangi í rekstri ríkisstofnanna ) og aðilar sem standa sig illa í ríkisrekstri sé refsað ( lækkun launa, eða bara uppsögn ). Það þarf að vera hvati í samfélaginu til að standa sig vel, sem vantar alveg í ríkisrekstri...

Depill, 18.12.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já hvar á að skera niður. Það sjá allir einhverjar leiðir til niðurskurðar, en þær leiðir snerta þá einhverja aðra en þá sjálfa. Það er nefnilega hægara um að tala en í að komast. Ég tel að við ættum ekki að gang mikið lengra nú í að skera niður, en einbeyta okkur að því næsta ár að endurskoða alla liði sem tilheyra fjárútlátum ríkisins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:43

5 identicon

Það eru núverandi kynslóðir sem hafa kosið yfir sig gjörsamlega vanhæf stjórnvöld síðastliðna áratugi.  Like it or not - en er þá ekki bara réttlátt að við berum skaðann af þessu sjálf núna í stað þess að velta vandanum yfir á framtíðarkynslóðir?

Eða hvað?

Malína (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 19:45

6 identicon

Þetta er sannleikurinn sem enginn vill heyra Friðrik svona rétt fyrir jólin.

Ég hef á tilfinningunni að stjórnvöld hafi ekki kjarkinn enn til að tala hreint út og fegri frekar hlutina ennþá.   Sem reynsluhundarinir í svona krísum vara reyndar við.

Það hafa margir glöggir gestir með augun opin, bæði dáðst og undrast yfir hve okkur tekst vel að halda upp öflugu þjóðfélagi og velferðarkerfi teljandi aðeins 300 þús. manns.              Svarið er einfalt.   Við    gátum það ekki í þeim standard sem ríkt hefur síðustu ár.      Var auðvitað fals.        Byggt á skatttekjum þar sem undirstaðan var lánsfé héðan og þaðan.   Auk uppdiktaðs, falsaðs og óraunsæs hlutabréfamarkaðar.

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Annars hefur Spámaðurinn rétt fyrir sér. Hér er lítið að gerast samanborið við hans umræðu um efnahagsaðgerðir:

"Ég veit ekki, ef ég væri að drukkna og Ingibjörg kæmi með sinn fræga
"björgunarleiðangur" held ég að ég myndi bara snúa við og reyna að
bjarga mér sjálfur. Hver þarfnast björgunar til þess eins að verða laminn í hausinn eftir að búið er að draga mann upp í fjöru
".

Þarna er fjörið. Allir þangað.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Gott hjá Æsi: Skera feitt fólk með yfir 500.000 kr á mánuði!

 Ég held að fólk sé almennt reiðubúið að "herða sultarólina" upp að skynsömu marki, ef það fær á tilfinninguna að eitthvað komi á móti. Til að mynda vænn skerfur af öllum milljarðatugunum sem vissir auðjöfrar, sem ollu Hruninu Mikla, virðast hafa sankað að sér og komið undan. Til að mynda duglegur slukur af ábyrgð hjá þeim stjórnmálamönnum og embættismönnum sem stóðu ekki vaktina fyrir okkur. Til að mynda áræðin og árangursrík atorka hjá rannsóknar- og ákæruvaldi landsins. Til að mynd vænn skerfur af milljarðatugunum sem Bresk stjórnvöld kostuðu okkur.

Ef þetta kemur á móti þá linar það sársaukann vegna niðurskurðarins. Ef þetta kemur ekki á mótiþá er ekki bara verið að hlífa komandi kynslóðum eitthvað smá, heldur hlífa útvöldum af núverandi kynslóðum "feitt".

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 00:58

9 identicon

Sæll,  ætli þurfi nokkuð að skera niður ef Baugur, Jón Ásgeir, systir hans og Tryggvi borga skattskuldir sínar? maður spyr eins og sagt er. Það er áreiðanlega meira að sækja þangað en ef hús Kristjáns og Þorgerðar Katrínar rynni í hítina og fyrst ekki ætlar að takast að ná í skottið á Jóni Ólafssyni. Hvað er eiginlega um að vera? Muna menn ekki eftir einum skikkjuklæddum saksóknara í glímunni við hersveit lögfræðinga, grárri fyrir járnum í fínasta pússi frá Herrahúsi og Sævari Karli? Á að endurtaka leikinn og cui bono? hverjum til gagns?

Kveðja

Bárður R. Jónsson

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Friðrik, hvaða skilning hefurðu lagt í það sem sagt hefur verið við okkur fólkið í landinu á undanförnum vikum, "að þetta verði okkur erfitt og sársaukafullt"? Þetta hafa bæði innlendir og erlendir aðilar verið að segja okkur. Hélstu að það væri bara djók? 

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:28

11 identicon

Það verður að skera niður um þessa 100 milljarða. Vegna þess að hver vill lána fyrir hallarekstri á að pína lífeyrissjóðina til þess.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:43

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar, hvaða skilning leggur þú í orð mín: "Ég held að fólk sé almennt reiðubúið að "herða sultarólina" upp að skynsömu marki, ef það fær á tilfinninguna að eitthvað komi á móti... Ef þetta kemur á móti þá linar það sársaukann vegna niðurskurðarins"? Að ég átti mig ekki á því að til einhvers niðurskurðar þurfi að koma? 2+2=5?

Á þetta bara að vera pöpulnum erfitt og sársaukafullt en útvöldum ekki? Þú ert vænti ég sammála um holan hljóm þess að kalla allt í einu hátekjuskatt "táknrænan". Má ég þá biðja um slík tákn, stjórnvöld góð. Stóreignaskatt líka (enda var bullið um "ekknaskatt" stórfelld lygi) og sérstakt álag á fjármagnstekjuskatt hjá fólki sem hefur meirihluta tekna sinna af fjármagnstekjum! Eða er þetta of erfitt og sársaukafullt fyrir slektið í samfélaginu? Vorkennir þú kannski akkúrat þessu fólki, Gunnar?

Bárður, þú þekkir þetta. Ætli Bónus-fólkið muni finna fyrir meiri eða minni sársauka en Breiðavíkurdrengirnir þegar þeir fá sínar bætur skertar? Meiri? Minni?

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 01:47

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hnaut um kaldhæðnina í feitletruðu byrjuninni hjá þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:54

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sú kaldhæðni snertir að við fáum náðarsamlegast að sleppa með 150 milljarða króna minni niðurskurð (sem er þá sársaukaminna og minna erfitt) en IMF hefði viljað - rauð/blái textinn í lokin boðar meiri böl og pínu.

Loksins er "Báknið" að minnka, Gunnar - ertu ekki hreykinn!?

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 02:08

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Báknið burt

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 02:20

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt við hefðum losnað við pólitísku bankaráðin  Það reyndist tálsýn

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 02:22

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stórfelldur niðurskurður í Utanríkisþjónustinni

Hátekjauskattur.

Hæstu laun hjá ríkinu lækkuð í 600 þúsund.

Tekjuskattur hækkaður um 2-3 % í viðbót.

Gæluverkefni á borðvið sýningarskála í Kína slegin af.

Aukinn þorskkvóti.

Bjóða út rannsóknarverkefni á Drekasvæðinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.12.2008 kl. 02:33

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Opinn félagsfundur Félags sjálfstæðismann í Vestur- og miðbæ  Reykjavík samþykkti 15. desember ályktun þar sem lagst  er gegn fyrirhuguðum hækkunum á tekjuskatti einstaklinga og heimild til hækkunar útsvars sveitarfélaga. Einnig var hörmuð hækkun bensíngjalds og áfengisgjalds".

 Merkileg ályktun sjálfstæðismanna. Í öllum niðurskurðinum á velferðarkerfinu hefur þetta félag að því er virðist litlar áhyggjur og lítinn áhuga á fórnarlömbum niðurskurðarins.

Mér líður vel og ég get tekið á mig dulitla skattahækkun (nái ég skattleysismörkum á annað borð). Ég vil frekar lina þjáningar sjúklinga og létta undir með öldruðum og öryrkjum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 11:44

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svona skattahækkun held ég að komi betur út fyrir okkur öll.  Ég hef verið í aðstöðu til að sjá að jafnvel í "góðærinu" hafa þeir sem minnst mega sín ekki haft það gott á Íslandi.  Þar er ekki hægt að klípa af.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband