Velvild, heiðarleiki og hæfni

Í Silfri Egils í dag fannst mér einna merkilegast að hlusta á Guðrúnu Heiðu Baldvinsdóttur, lektor í Svíþjóð í innri endurskoðun, ræða um þrjár mikilvægustu forsendur sem stjórnendur þurfa að hafa til að bera til að njóta trausts. Þetta eru velvild, heiðarleiki og hæfni.

Á Guðrúnu var að skilja, og ástæða til að taka undir, að allar þessar forsendur séu vafa undirorpnar. Stjórnendur á sviði stjórnmála og viðskipta á Íslandi hafa ekki sýnt fram á að þeim sé treystandi, miðað við að af þeim eigi að geisla velvild, heiðarleiki og hæfni. Við getum ekki bókað að þeir beri hag okkar fyrir brjósti, þeir séu heiðarlegir og að þeir hafi hæfni til að breyta rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Af hverju segirðu ekki bara eins og er - stjórnendur sem komið hafa við sögu í hruni þjóðarinnar setja etthvað annað en hag okkar - þjóðarinnar - í hásætið, þeir eru illviljaðir, lygnir og óheiðarlegir og vanhæfni þeirra á öllum sviðum hefur opinberast á síðustu 8 vikum.   Þetta eru landráðamenn.

Undir þetta skal ég skrifa fullt nafn.

Ragnar Eiríksson,

Sauðárkróki

Ragnar Eiríksson, 30.11.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

PS. Þakka þér fyrir að minna mig á hve gott viðtalið við Guðrúnu Heiðu var (eins og mér leist illa á það í upphafi - ég þarf víst að æfa mig í kynjajafnréttinu!).

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 30.11.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Landráð er afar stórt orð, sem ég hef ekki viljað útvatna. Hygg þó að hugtak sem fer langt í sömu áttina geti vel átt við margan bisnessmanninn sem leiddi þjóðina út í kviksyndið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Já það er rétt, stórt orð er varðar stóran atburð.    Ég var hins vegar búinn að finna stærra orð um þetta en mundi ekki eftir því þegar ég var að skrifa athugasemdina hér að ofan.    ÞJÓÐNÍÐINGUR  -  sjá : http://riddari.blog.is/blog/riddari/

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 1.12.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hvað segið þið um landráð af gáleysi?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo talaði hún um traust, hvernig er hægt að treysta stjórnvöldum sem komið hafa svona fram við skrílinn, og hvernig er hægt að treysta bankastjórnendunum, eftir bankahrunið og hvernig er hægt að treysta eftirlitsaðilum eftir grandaleysi þeirra???? Ég bara spyr.  Ég treysti engum sem núna eru við stjórnvölinn til góðra verka, þeir hafa sýnt hvað gerist ef fólk treystir þeim.  Þeir hafa gert okkur íslendinga að betlurum á alþjóðavísu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 03:16

7 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þeir sam hafa höft völdin, -- bersast nú um á hæl og hnakka til að reyna að "bjarga" því sem bjarðað verður, Samtryggingin vegur sterkt. En þeir sem hut eiga að mái eru aðeins að lengja í sinni eiginshengingaról. Allt sem barist er gegn býr til andstöðu. Svo við þurfum ekki að berjast gegn neinu legnur. Því í raun er það þeirra eigin lýgi og plot sem sífellt er að koma meira upp á yfirborðið sem fella þá sem það hafa stundað.

Farewell to the Power: http://spiritlibrary.com/videos/crimson-circle/farewell-to-power

Be at peace brothers and sisters - The Time is NOW!!

Vilborg Eggertsdóttir, 1.12.2008 kl. 05:03

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Landráð af gáleysi ætti að ná þessu vel.

Sigurður Þórðarson, 1.12.2008 kl. 07:25

9 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Geir, Ingibjörg, Björgvin, Árni, ráðuneytisstjóri frármálaráðuneytis og sjálfsagt margir fleiri höfðu upplýsingar sem allar bentu í sömu átt, skýrslur og viðvaranir um að illa færi.     Þetta fólk hélt jafnvel lofræður um útrásina og hið skínandi ljós framundan.  Það var því ekkert gáleysi á ferðinni þó enginn sægi botninn.      Heimska og hroki réði för og það er engin ástæða til að bæta hinu mjög svo væga viðskeyti - "af gáleysi"  við.     Þetta eru bara einföld landráð og sem höfuðpaur er Geir þjóðníðingur.

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 1.12.2008 kl. 11:07

10 identicon

Mér heyrðist á stjórnsýslufræðingnum sem var síðust í Silfrinu í gær að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ekki yrði rannsakað það sem gerðist hér síðustu ár.

Þetta verður rannsakað af erlendum sérfræðingum, doktorsnemum og áhugafólki sem verður á styrkjum við að komast að ýmsu og setja í samhengi og gefa út.

Og ég tók eftir því að Egill sagði: Þetta er fordæmalaust í mannkynssögunni!

Var íslenska háskólasamfélagið hér til sölu? Akademían sjálf? TÞH í HÍ, SG í HR. Er akademían jafn vitlaust og við hin sem létum fjölmiðla blekkja okkur?

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:32

11 identicon

 Ég dattí undarlegan gír þann 20 okt sl. Datt allt í einu í hug hvort landráð af gáleysi eða heimsku hefðu verið framin enda afleiðingarnar af hruninu hrikalegar. Ég skoðaði því viðeigandi kafla í almennum hegningarlögum og bloggaði aðeins um það, skíthræddur um að verða mér til ævarandi skammar. En ef einhver hefur áhuga þá er það hér:

http://blogg.visir.is/arikuld/2008/10/20/

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband