30.11.2008 | 23:11
Velvild, heiðarleiki og hæfni
Í Silfri Egils í dag fannst mér einna merkilegast að hlusta á Guðrúnu Heiðu Baldvinsdóttur, lektor í Svíþjóð í innri endurskoðun, ræða um þrjár mikilvægustu forsendur sem stjórnendur þurfa að hafa til að bera til að njóta trausts. Þetta eru velvild, heiðarleiki og hæfni.
Á Guðrúnu var að skilja, og ástæða til að taka undir, að allar þessar forsendur séu vafa undirorpnar. Stjórnendur á sviði stjórnmála og viðskipta á Íslandi hafa ekki sýnt fram á að þeim sé treystandi, miðað við að af þeim eigi að geisla velvild, heiðarleiki og hæfni. Við getum ekki bókað að þeir beri hag okkar fyrir brjósti, þeir séu heiðarlegir og að þeir hafi hæfni til að breyta rétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 703039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Af hverju segirðu ekki bara eins og er - stjórnendur sem komið hafa við sögu í hruni þjóðarinnar setja etthvað annað en hag okkar - þjóðarinnar - í hásætið, þeir eru illviljaðir, lygnir og óheiðarlegir og vanhæfni þeirra á öllum sviðum hefur opinberast á síðustu 8 vikum. Þetta eru landráðamenn.
Undir þetta skal ég skrifa fullt nafn.
Ragnar Eiríksson,
Sauðárkróki
Ragnar Eiríksson, 30.11.2008 kl. 23:28
PS. Þakka þér fyrir að minna mig á hve gott viðtalið við Guðrúnu Heiðu var (eins og mér leist illa á það í upphafi - ég þarf víst að æfa mig í kynjajafnréttinu!).
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 30.11.2008 kl. 23:33
Landráð er afar stórt orð, sem ég hef ekki viljað útvatna. Hygg þó að hugtak sem fer langt í sömu áttina geti vel átt við margan bisnessmanninn sem leiddi þjóðina út í kviksyndið.
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 23:50
Já það er rétt, stórt orð er varðar stóran atburð. Ég var hins vegar búinn að finna stærra orð um þetta en mundi ekki eftir því þegar ég var að skrifa athugasemdina hér að ofan. ÞJÓÐNÍÐINGUR - sjá : http://riddari.blog.is/blog/riddari/
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 1.12.2008 kl. 00:47
Hvað segið þið um landráð af gáleysi?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:47
Svo talaði hún um traust, hvernig er hægt að treysta stjórnvöldum sem komið hafa svona fram við skrílinn, og hvernig er hægt að treysta bankastjórnendunum, eftir bankahrunið og hvernig er hægt að treysta eftirlitsaðilum eftir grandaleysi þeirra???? Ég bara spyr. Ég treysti engum sem núna eru við stjórnvölinn til góðra verka, þeir hafa sýnt hvað gerist ef fólk treystir þeim. Þeir hafa gert okkur íslendinga að betlurum á alþjóðavísu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 03:16
Þeir sam hafa höft völdin, -- bersast nú um á hæl og hnakka til að reyna að "bjarga" því sem bjarðað verður, Samtryggingin vegur sterkt. En þeir sem hut eiga að mái eru aðeins að lengja í sinni eiginshengingaról. Allt sem barist er gegn býr til andstöðu. Svo við þurfum ekki að berjast gegn neinu legnur. Því í raun er það þeirra eigin lýgi og plot sem sífellt er að koma meira upp á yfirborðið sem fella þá sem það hafa stundað.
Farewell to the Power: http://spiritlibrary.com/videos/crimson-circle/farewell-to-power
Be at peace brothers and sisters - The Time is NOW!!
Vilborg Eggertsdóttir, 1.12.2008 kl. 05:03
Landráð af gáleysi ætti að ná þessu vel.
Sigurður Þórðarson, 1.12.2008 kl. 07:25
Geir, Ingibjörg, Björgvin, Árni, ráðuneytisstjóri frármálaráðuneytis og sjálfsagt margir fleiri höfðu upplýsingar sem allar bentu í sömu átt, skýrslur og viðvaranir um að illa færi. Þetta fólk hélt jafnvel lofræður um útrásina og hið skínandi ljós framundan. Það var því ekkert gáleysi á ferðinni þó enginn sægi botninn. Heimska og hroki réði för og það er engin ástæða til að bæta hinu mjög svo væga viðskeyti - "af gáleysi" við. Þetta eru bara einföld landráð og sem höfuðpaur er Geir þjóðníðingur.
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 1.12.2008 kl. 11:07
Mér heyrðist á stjórnsýslufræðingnum sem var síðust í Silfrinu í gær að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ekki yrði rannsakað það sem gerðist hér síðustu ár.
Þetta verður rannsakað af erlendum sérfræðingum, doktorsnemum og áhugafólki sem verður á styrkjum við að komast að ýmsu og setja í samhengi og gefa út.
Og ég tók eftir því að Egill sagði: Þetta er fordæmalaust í mannkynssögunni!
Var íslenska háskólasamfélagið hér til sölu? Akademían sjálf? TÞH í HÍ, SG í HR. Er akademían jafn vitlaust og við hin sem létum fjölmiðla blekkja okkur?
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:32
Ég dattí undarlegan gír þann 20 okt sl. Datt allt í einu í hug hvort landráð af gáleysi eða heimsku hefðu verið framin enda afleiðingarnar af hruninu hrikalegar. Ég skoðaði því viðeigandi kafla í almennum hegningarlögum og bloggaði aðeins um það, skíthræddur um að verða mér til ævarandi skammar. En ef einhver hefur áhuga þá er það hér:
http://blogg.visir.is/arikuld/2008/10/20/
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.