15.11.2008 | 20:57
Fengu það óþvegið án milligöngu Bjarna Harðar
Liðlangan daginn fór hver Framsóknarmanneskjan á fætur annarri upp í pontu á miðstjórnarfundi flokksins og lét Guðna, Valgerði, Halldór og það kompaní fá það óþvegið. Afsögn Bjarna Harðarsonar hafði þá ekki leynt því sem undirniðri var fréttnæmara en mistök Bjarna; flokksmenn eru reiðir og skammast sín fyrir hlut Framsóknar í Hruninu.
Það var augljóst að Guðna og Valgerði var brugðið (á sama tíma getur Bjarni Harðar sprangað um glaðbeittur með sitt nýja "viðmið"). Aldrei hafði sést önnur eins mælendaskrá hjá Framsókn! Aldrei höfðu umræður verið eins "hreinskiptar". með öðrum orðum - aldrei hefur óánægja með forystusveit verið jafn hávær og syndir hennar jafn miklar.
Árin "góðu" með Davíð eru farin að bíta. Fólk veit nefnilega hvar rót hrunsins liggur. Við hliðina á myndinni af Davíð í bílstjórasætinu með Geir í farþegasætinu og Mathiesen í barnastólnum er búið að hengja upp myndina af valgerði að selja Bjöggunum bindiskyldulausan Landsbankann. Svoleiðis er það nú bara.
![]() |
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Innlent
- Kári lætur af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu
- MS-ingar sigruðu fyrirtækjakeppni ungra frumkvöðla
- Lögreglumaður lék tveimur skjöldum
- Allt að 13 stiga hiti
- Eldgos gæti haft áhrif á veðurfar
- ÍFF hafnaði nýjum kjarasamningi
- Brotist inn í raftækjaverslun
- Byssumaðurinn hafi haldið ferðamanni í gíslingu
- Ríkisstjórnin skerði frelsi ungs fólks
- Myndir: Verkalýður víða um land
Erlent
- AfD skilgreindur sem öfgahópur
- Gefur báðum jafnan ávinning
- Þrír handteknir og drengnum sleppt
- Kardínálaþingið hefst 7. maí
- Reform hirti sæti af Verkamannaflokknum
- Dregur úr sölu McDonalds: Neytendur að glíma við óvissu
- Búist við sigri Reform í Bretlandi
- Trump hrókerar í innsta hring
- Hryðjuverkadeild rannsakar írska rappsveit
- Waltz sagður taka pokann sinn
Fólk
- Heiðruðu Hammond-orgelið á Djúpavogi
- Tónlistarkona lést í eldsvoða
- Mos Def og Joy Anonymous spila í Laugardalnum
- Michael Bolton opnar sig um veikindabaráttuna
- Von á risatilkynningu frá VÆB
- Coppola heiðraður fyrir æviframlag sitt
- Yngsta Kardashian-systirin í toppformi
- Vilhjálmur prins sagður fyrirlíta Harry og Meghan
- Barn De Niro kom út úr skápnum sem trans kona
- Seldi dýrasta hús í sögu Washington-ríkis
Viðskipti
- Flugfélögin rekin með tapi
- Rekstur HS Orku gekk vel
- Margvísleg tækifæri í kaupunum
- Efnahagshorfur fremur jákvæðar
- Alþjóðaviðskipti í hættu?
- Dysprósín í lykilhlutverki í tækni
- Hafa gert það sem aðrir hafa ekki gert
- 6 milljarðar í arð og rekstur í samræmi við áætlanir
- Arðsemi eiginfjár Landsbankans 10%
- Efnisveitur ekki á dagskrá
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil. Bendi á minn í leiðinni.
Bergur Thorberg, 15.11.2008 kl. 21:21
með BA í stjórnmálafræði og MA í blaða- og fréttamennsku og BAMA í skítkasti, hatri og rógburði. Bitur maður Friðrik Frómi Guðmundsson.
Halldór (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:05
Já ef einhver lögmál eru til, þá skítur skítapakk á sig sjálft.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:09
Heyr Heyr
Steinar Immanúel Sörensson, 16.11.2008 kl. 00:29
Ég sé ekki betur, en að ofanskráð athugasemd Friðriks Þórs, við fréttum um flokksfund Framsóknarflokkinn, sé réttmæli og vel skrifuð.
Þótt einhverjir aðrir séu ekki á sama máli, þá er óþarfi að hallmæla Friðriki Þór, og sletta um sig með fúkyrðum.
Tryggvi Helgason
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:37
Halldór; hversu bitur sem ég kann að vera þá segi ég mína skoðun og notfæri mér tjáningarfrelsið á opinberum almannavettvangi undir nafni og af fullri ábyrgð, en ekki undir (eiginlegri) nafnleynd og úr launsátri. Maður er eitthvað meira og verra en bitur að þurfa að fela sig svona.
Steinar; Góð spurning hjá þér: Velti bara fyrir mér hvort íslenskir verkamann og iðnaðarmenn megi búast við að þurfa að búa 5-6 saman í litlum herbergjum hér og þar um heiminn svona svipað og sumir Pólverjar þurftu að gera hér á landi.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 00:48
Þakka þér fyrir, Tryggvi.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 00:49
Var þetta Halldór Ásgrímson sem gerði svona litríka athugasemd?
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 03:20
Hér voru á sínum tíma lýðræðislegar kosningar þar sem þjóðin kaus m.a. flokk sem hafði einkavæðingu í stefnuskrá sinni.
Þetta var ekkert svona - einhver Davíð kom bara og gerði - Þjóðin valdi í lýðræðislegum kosningum.
Það að menn undir verndarvæng Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Frammsóknar hafi bruðist því trausti sem frelsinu fylgdi er því miður eitthvað, sem allir landsmenn þurfa nú að súpa seyðið af - og það heldur betur.
Nú vilja sumir sænga með kvölurum okkar - handrukkurunum í Evrópusambandinu !
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:29
Viðskrifari: Fyrst þér eru lýðræðislegar kosningar svona hugleiknar þá er rétt að þú hafir í huga, að samkvæmt skoðanakönnunum eru það ekki "sumir" sem vilja í ESB heldur marktækur meirihluti þjóðarinnar! Ég er ekki Evrópusambandssinni, en ég get ekki afneitað þessari staðreynd og látið eins og þetta sé bara áhugamál "sumra" stjórnmálamanna. Ég held að fólk sjái helst möguleikann á skjóli, stöðugleika og öryggi innan ESB eftir brotsjó Davíðs-stefnunnar. Fólk er tilbúið til að gera hvað sem er sem er öfugt við það sem Davíð stóð og stendur fyrir. Þess vegna nýtur hann aðeins 10% trausts til sinna starfa og þess vegna fær Sjálfstæðisflokkurinn bara 22% í könnun. Í raun má segja að þjóðin (meirihlutinn) dragi þveröfugar ályktanir en hjá Viðskrifaranum!
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.