13.11.2008 | 12:26
Erum við þjóðernissinnaðir kennitöluflakkarar?
Í sjónvarpsviðtali við norska ráðherrann Stoltenberg mátti í gærkvöldi greina milli línanna af hverju tilteknar erlendar ríkisstjórnir eru svona illar út í okkur - og það er atriði sem við á Íslandi erum ekki að ræða í þaula og þess vegna eigum við svo bágt með að skilja illindin. Bretar, Hollendingar og fleiri telja að við höfum gerst sek um kennitöluflakk og að við mismunum fólki með broti á almennri jafnræðisreglu.
Í viðhengdri frétt mbl.is kemur fram hversu hagfræðilega vafasamt það er að hinar erlendu þjóðir geri á okkur ítarkröfur um greiðslur vegna Icesave. Við hreinlega stöndum ekki undir því og það er of mikil hagfræðileg byrði fyrir okkur, börnin og barnabörnin. Í ljósi þessa hljótum við að grípa til neyðarréttar og þá einnig í ljósi þess að Evrópskar tilskipanir miða við aðgerðir og skuldbindingar þegar einn eða tveir bankar rúlla, en ekki þegar allsherjar hrun verður. Og það er alveg rétt; við getum ekki samþykkt að taka á okkur ýtrustu skuldbindingar; við saklausir almennir borgarar hinnar fámennu þjóðar stöndum ekki undir slíku. Þess utan höfum við rök, sem Eiríkur Bergmann hefur bent á, að með beitingu hryðjuverkalaganna hafi Bretar sjálfir yfirtekið þessar skuldbindingar (hvað breska innistæðueigendur varðar).
En illindin þarna úti eru undarlega mikil að okkur finnst. Ekki bara hjá Bretum, Hollendingum og fleiri, sem leyfðu Icesave, heldur (eins og Agnes Bragadóttir benti á) hjá alþjóðlegum seðlabönkum, ESB og gott ef ekki IMF. Jafnvel er talað um samráð eða samsæri gegn okkur, litla Íslandi.
Við þekkjum þetta með kennitöluflakkið; einhver fer á hausinn er er búinn að koma verðmætustu eignum undan og við lánadrottnum blasir bara við eignalaust bú, með "þrotamaðurinn" er að koma nýju fyrirtæki í gagnið með "gömlu" eignunum. Flest teljum við þetta siðlaust og óverjandi. Þess utan er það beinlínis ólöglegt og riftanlegt að grípa til aðgerða sem mismuna kröfuhöfum. Í þessu eru illindin ytra líklega fólgin; við settum neyðarlög þar sem við mismunum sparifjáreigendum eftir þjóðerni. Við ætlum að reyna að greiða Íslenskum sparifjáreigendum sem allra mest til baka, en láta erlenda sparifjáreigendur mæta algerum afgangi (ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna, eins og einhver sagði).
Erlendis er þetta talið siðlaus og löglaus framkoma, en við lítum á þetta sem sjálfsagðan neyðarrétt. Við teljum sem sagt að við getum og eigum að bæta Íslendingum skaðann, en ekki útlendingum. Er það ekki málið? Að litið sé á okkur sem þjóðernissinnaða kennitöluflakkara sem koma eignum undan og mismuna kröfuhöfum?
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eiginlega ekki hægt að túlka afstöðu stjórnvalda öðru vísi.
Elín (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:41
LEstu samning okkar við ESB sem í daglegu tali nefnist EES samningurinn.
ÞAr kennir margra grasa og sumra furðulegra, ef miðað er við hvað hefur verið að gerast nú upp á síðkastið.
Item.-- Fjórfrelsið og tilvitnaðar greinar um bankastarfsemi og réttindi og skyldur hverra þjóðríkja í þeim efnum. =ÞAr erum við í ESB
Item. -- Eftirlitsstofnanir um samkeppni. Tilvitnanir í reglur og gerðir um viðskiptahindrarnir. = ÞArna erum við í ESB
Item. -- Samkeppnishindranir. Bönn við hinu og þessum eftirlits og haftastofnunum eftir hverju átti að dæma Íbúðalánasjóð út af Markaði hér um árið. =ÞArna erum við í ESB.
Eina sem ekki fékkst frá okkur í síðustu tilraun Breta var AUÐLINDIR OKKAR.
Við héngum á þeim sem Hundur á roði. Nú vill ISG slaka verulega til og sækja um í ESB.
ÞAð eru klár Landráð miðað við hvernig ESB löndin hafa komið fram við okkur og brotið alla gerða samninga.
Fólk lítilla sjóva eru samankomin í Samfó og vil ég biðja alla þá ESB sinna í mínum elskaða Flokki að fara þangað en láta skýrteini sín í Flokknum mínum laus. Vil ekkert eiga saman við svona lið að sælda.
Okkur vantar menn með hreðjar semgeta sagt Bretum og Hollendingum að fara í rass og rófu.
Gleymt er þa´gleypt er.
Bretum héldum við uppi a´fiski í Stríðunum.
Hollendingum hjálpuðum við til að laga sjávarvarnir hér fyrrum.
ÞEtta er heimtufrekt lið sem á að segja okkur úr öllum lögum við.
Takk
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 13.11.2008 kl. 12:57
Miðbæjaríhaldið talar um landráð í því samhengi að Ingibjörg Sólrún vill að við förum í ESB. Líttu þér nær, sjálfstæðisflokkurinn er búinn að eyðileggja landið með frjálshyggjubrjálæði. Furðulegt að lesa svona, maður gæti haldið að sumir elski Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson meira en landið sitt.
Valsól (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:50
Mér finnst óþarfi af Miðbæjaríhaldinu að útvatna hið grafalvarlega orð landráð. Eigum við ekki að halda okkur við merkingu sem miðar við lögbrot. Það er ekki lögbrot að vilja ganga í ESB hvað svo sem manni finnst um fyrirbærið.
Í þessari færslu var ég að ræða að e.t.v. líta Bretar og fleiri á okkur einmitt sem "heimtufrekt lið sem á að segja okkur úr öllum lögum við".
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 14:14
Þetta er hárrét hjá þér - Það verður ekki liðið að tapa fé fólks og segja svo bara að við ætlum ekki að borga neinum nema samlöndum. Kommán... Við eum fífl.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:16
Mér finnst t.d. ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að hneykslast hástöfum á því að þróunaraðstoð hafi verið skorin niður (eins og sumir gera) en vilja á sama tíma mismuna sparifjáreigendum eftir þjóðerni.
Elín (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:24
Þessi greining er nokkuð góð því þetta er einmitt það sem er í gangi á Íslandi í dag. Sem atvinnurekandi til margra ára kannast ég vel við vinnubrögðin og þau hafa ágerst og þykja orðið eðlileg hjá bönkum og opinberum aðilum.
"Kennitöluflakk" bankanna undir vernadarvæng ríkisins bitnaði ekki á íslenskum sparifjáreigendum á sama hátt og á hinum erlendu. Það getur því ekki verið annað en eðlilegt að ríkisvald erlendu þegnana sæki rétt þeirra. Eða færum við ekki fram á það sama ef dæminu væri snúið við?
Þetta kennitöluflakk sem þú lýsir er orðin að svo landlægu siðleysi að ríkið beytir nú sömu aðferðum. Nú veit einginn hvort að bankarnir hefðu staðið eða fallið ef ríkisstjórnin hefði ekki farið á taugum og í hvaða stöðu þjóðin væri í dag. Sennilega væri staðan ekki mikið verri.
Magnús Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 15:48
Þetta er ekki alveg svona einfalt að mínu mati þó ekki komi það þessu beint við. Staðan er þessi, Icesave er einn af mjög mörgum sambærilegum reikningum í Bretlandi og víðar í ESB sem allir eru byggðir á sömu Evrópureglunum og hafa þar með öll sömu vandamál.
Innistæður á Icesave eru um <1% af heildarinnistæðum sem þarna um ræðir. Bretar og Hollendingar eru í vandamáli, þeir eru undir þrýstingi frá öllum hinum ESB löndunum því niðurstaðan í þessu máli verður fordæmisgefandi ef önnur svona mál koma upp og það má vel búast við því að svo verði.
Hitt er svo annað mál að þar sem Icesave var netbanki þá verða menn alveg eins og annarsstaðar að samþykkja skilmála reikningsins. Mjög líklega voru þessir skilmálar á þá vegu að innistæðan væri tryggð upp að X mörgum pundum/evrum og það er eina krafan sem menn geta þar með lögformlega krafið Landsbankann (þrotabúið, tryggingasjóð) um. EN þar sem ESB löndin hafa farið í stórkalla-leik og keppast við að bjóða 100% tryggingar innlána og jafnvel annarra kröfuhafa líka þá vilja þeir að það sama gildi um ísland (svo þeir líti ekki illa út sem afglapar í fjármálum).
Ísland tryggði ekki innlán í gömlu bönkunum heldur voru stofnaðir nýir bankar og á pappírnum (tölvuskjánum) voru öll fyrri innlán flutt og þess vegna er Íslenska Ríkið að tryggja innlánin í sínum bönkum (ekki gömlu hlutafélögunum), ef ekki er til innistæða fyrir þeim í þrotabúinu (ath. þetta er forgangskrafa) er það Íslenska Ríkið sem greiðir innlánin. Þarna liggur einmitt hundurinn sem ESB o.fl. skilja ekki (vilja ekki skilja enda eru þetta smá kúnstir en eru ekki ólöglegar).
Inn í nýju bankana voru ekki flutt neitt nema "góð lán og skuldir" öll áhættusöm verkefni s.s. nýbyggingar sem enginn vill klára eða kaupa eru enn inn í kerfi gömlu banakana þannig að þetta er alveg nýtt upphaf með gömlum kúnnum.
Löglegt, ólöglegt, kennitöluflakk eða ekki? Þetta er alla vega gert svona og þess vegna eru menn fúlir en þeir sem eru fúlir vilja þetta ekki í neinn dóm 3 aðila heldur eru þeir að neyta aflsmunar vegna þess að þeir telja að þetta sé löglegt þegar upp er staðið.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:09
Hugmyndir um inngöngu í Evrópusambandið við þessar kringumstæður eru sannarlega landráðatilburðir.
Evrópusambands- og NATO-þjóð hefur farið í efnahagsstyrjöld við okkur og er um það bil að sigra.
Þú hoppar ekki upp í bólið hjá þessum kónum við slíkar aðstæður.
Höfum í huga ítrekuð orð forsætisráðherra Íslands til þjóðarinnar:
„Við látum ekki kúga okkur“
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:32
Þetta er einfalt, Bretar tóku yfir bankana og þar með skuldirnar. Mismunun á sparifjáreigendum? það eru bretar sem standa fyrir því.
Innganga í ESB undir þessum kringumstæðum eru landráð eins og Miðbæjaríhaldið bendir á.
Þá er þessi fáránlega árrátta af sumu fólki að vilja kenna okkar eigin stjórnvöldum um hvernig komið er og að neita að kannast við þá árás sem gerð var að yfirlögðu ráði á hagkerfi Íslands, líka landráð.
Þeir sem vilja kenna fólkinu í næsta húsi um og fara niðrí bæ að slást við hvern annann eða lögguna eða hvað, er ekki landráð heldur flyðruskapur.
beinið nú reiðinni þangað sem hún á heima í stað þess að berjast innbyrðis.
Samstaðan um ESB í gær er ekki til staðar í dag. Ég gef skít í Breta og ESB. Engar flugvélar takk frá þeim og innrásarher hér við Íslandsstrendur.
sandkassi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:42
"Icesave var netbanki þá verða menn alveg eins og annarsstaðar að samþykkja skilmála reikningsins. Mjög líklega voru þessir skilmálar á þá vegu að innistæðan væri tryggð upp að X mörgum pundum/evrum og það er eina krafan sem menn geta þar með lögformlega krafið Landsbankann (þrotabúið, tryggingasjóð) um".
"Löglegt, ólöglegt, kennitöluflakk eða ekki? Þetta er alla vega gert svona og þess vegna eru menn fúlir en þeir sem eru fúlir vilja þetta ekki í neinn dóm 3 aðila heldur eru þeir að neyta aflsmunar vegna þess að þeir telja að þetta sé löglegt þegar upp er staðið".
Held að Magnús Orri hafi þetta nokkuð á tæru. Hins vegar eru vonbrigði mín nokkur með Viðskrifarann og Gunnar. Að hafa "hugmynd" getur ekki talist landráð, hvernig sem á málin er litið. Við skulum ekki eyðileggja hugtakið landráð. Ykkur er auðvitað velkomið að "dissa" Sollu og aðra Evrópusambandssinna (mér er sama um það) en óþarfi að viðhafa ásakanir um grafalvarlegt lögbrot þegar það á klárlega ekki við. Eru það þá ekki föðurlandssvik að vera almennt og yfirleitt að standa í samningaviðræðum um Icesave?
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 21:41
Icesave viðræðum er fyrir mér lokið. Undir þessum kringumstæðum er það sannkallaður flyðruskapur að ætla að sækja um aðild.
Alvarlegt lögbrot Lillo? Gott betur en það, eitt það alvarlegasta í bókinni.
Ingibjörg S. hefur haft inside info um gang mála. Hún hefur haft fulla vitneskju um að verið var að stilla upp samstöðu allra 27 ríkjanna meðan hún tekur á sig þagnarskyldu gagnvart eigin þjóð.
Látum vera,,,, en sem komið er flokkast þetta undir flyðruskap.
En! nei! nú ætlar hún að klára dæmið - með því að neyða Sjálfstæðismenn til að sættast á umsókn til ESB í framhaldi. Ganga í lið með þessu árásarliði.
Þetta eru svo sannarlega alvarlegar ásakannir frá minni hendi Friðrik Þór. Hér er maður búinn að sitja og hlusta á ESB sinna æsa til óeirða á götum úti, byltingar, og þar fram eftir götunum. Hér var rifin niður fáninn af þaki Alþingishússins og meðan að sómakærir krúttaralegir "friðsamir mótmælendur" fylgdust með og nutu sýningarinnar.
"Við skulum ekki eyðileggja hugtakið landráð" Ég held að þetta sé allt frekar skýrt.
sandkassi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:11
Friðrik: eitt vekur furðu mína, og það er hvað varð um peningana sem lagðir voru inn á þessa reikninga, varla var þeim brennt í ofnum bankanna til að halda hita á starfsmönnum? bankanna, eignir eru til segir Björgólfur, Bretar hlupu á sig þegar þeir beittu hryðjuverkalögum sínum, þeir eru að nota aðferð sem kennd er við Chursil " talaðu mjúklega og berðu stóran lurk", óneitanlega hafa þeir lurk á meðan við höfum ekki aura, og það hefur alltaf virkað að berja á einhverjum og hafa hátt um það til að fela eigin vanda, það er það sem Bretar eru að gera núna, vandræði er það sem þeir hafa nóg af eins og stendur.
Kennitölu flakk er ekki Íslensk uppfinning, og Evrópuþjóðirnar bjuggu sjálfar til reglurnar sem farið var eftir, þeir eru ekki fúlir þeir eru kænir, þeir vita að við hérna getum ekki beðið lengi, samsæri var það sem þessar þjóðir gerðu með sér, og skelltu Íslensku bönkunum, þar gengu Bretar fremstir í flokki og Evrópuþjóðirnar samþykktu allar með því að aðhafast ekki neitt, meira að segja Bandaríkjamenn stungu okkur í bakið í þessum hremmingum, samanber gaddeyrisskiptasamninga sem gerðir voru við nánast alla nema okkur.
Svo er það þetta með landráð, það að vilja selja sjálfstæðið er landráð, gildir þá einu hvað men kalla það, ESB aðild er ákveðið afsal á sjálfstæði og ber að túlka sem valdaafsal, sá sem gerir slíkt er að fremja landráð, þegar frelsi komandi kynslóða er sett í hendur annarra, þannig ber að skilja menn eins og Bjarna Miðbæjaríhald, Bejamin Franklín sagði "sá sem er tilbúin að fórna svolitlu frelsi fyrir smá frið, á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja.
Magnús Jónsson, 13.11.2008 kl. 22:21
Magnús: "það að vilja selja sjálfstæðið er landráð" er einfaldlega rangt. Að hugsa um að stela eignum af t.d. Bjöggunum (upp í tap af þeirra völdum) er ekki lögbrot, eingöngu ef þú framkvæmir verknaðinn. Þetta er það sem ég er að tala um. Eru menn að gerast hugsanalöggur? Eitt sinn hugsaði ég til eins auðjöfursins: "Dj..... gæti ég barið helv.... fíflið!" en það kom enginn og handtók mig. Af hverju ætli það sé?
Mér líst betur á orð Gunnars, sem hann setur í staðinn fyrir landráð: Flyðruskapur. Hvað sem það nú annars er!
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 22:30
:) Flyðruskapur - hver vill vera kallaður flyðra? Í dag erum við flyðrur í ESB.
olnbogamennska - annað orð sem ég nota stundum og hef eflaust búið til sjálfur líka- vísar til þess gjörnings að olnboga sig í gegn um þvögu.
sandkassi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:54
Friðrik: það er himin og haf á milli þess að hugsa um einhvern gjörning og að hvetja til gjörnings, að hafa það að yfirlýstri stefnu að selja sjálfstæði heillar þjóðar er landráð, það er ráðagerð um að afsala frelsi mínu og þínu, og þegar men bindast samtökum eins og stjórnmálaflokki til að gera slíkt þá er það annað og meira en að hugsa einhvern flyðruskap.
Magnús Jónsson, 14.11.2008 kl. 17:27
Magnús; Það er þín persónulega túlkun að setja samasemmerki á milli viljans til að ganga í ESB og þess "að selja sjálfstæði heillar þjóðar". Þarna á milli er líka himinn og haf. Ég er enginn Evrópusambandssinni en mér dettur ekki í hug að ætla slíkum að vilja "selja sjálfstæði" þjóðarinnar - það er bara öfgatal, sem jaðrar við aðdróttun og þar með broti á meiðyrðaákvæðum hegningarlaga.
Það hefur margoft komið fram að það geti fylgt því bæði kostir og gallar að ganga í ESB. Hversu mikið við myndum hugsanlega missa af fullveldi/sjálfstæði okkar getur eingöngu komið í ljós með aðildarumsókn og viðkomandi samningaumræðum. Jafnvel heitustu Evrópusambandssinnar gera ráð fyrir því að þau drög sem út úr slíku kynnu að koma færu fyrir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin myndi samþykkja slík drög - er hún þá sek um landráð?
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 17:46
Sjáðu til Lillo, málið með þessar aðildarviðræður sem sumir vilja fara í er að látið er í veðri vaka að hægt sé að fá alls kynd sérsamninga í gegn við ESB sem engin fordæmi eru fyrir samanber varðandi fiskveiðar.
Einnig láta ESB sinnar ganga inn í margara ára ferli þar sem krónan er fest í gengi við Evru.
Hvernig stendur á því að ekki er gerð grein fyrir ERM ll og þýðingu þess af þeim sem agítera fyrir aðildinni?
Hvernig stendur á því að málsmetandi menn (að nafninu til) segja hreint út að við getum eflaust fengið inngöngu ásamt Evru á nokkrum mánuðum þegar Brussel hefur talað mjög skýrt með það að engin möguleiki sé á neinu á þessu?
Þetta heitir að hafa rangt við í málum er snerta þjóðarhag.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.