7.11.2008 | 18:34
Felldu illir fjölmiðlar Samson?
Gefur það ekki augaleið að illa innrættir fjölmiðlar (Helgarpóstar) og gjörspilltir embættismenn, ásamt yfirlýsingaglöðum stjórnarandstæðingum, hafi sökkt Samson þeirra Björgólfs-feðga?
Hvað ætli sé langt í ritrýnda bók þar sem þessi niðurstaða verður kokkuð upp? Liggur ekki alveg örugglega ljóst fyrir að Bjöggarnir eru alsaklausir af hvers kyns brotum og mistökum og að utanaðkomandi öfl hafi eyðilagt þeirra góða starf? Er þetta ekki 100% pottþétt?
Óskar eftir gjaldþrotaskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Jafnvel þótt farið verði yfir langan brotaferil Björgólfs eftir áratugi þá munu rísa upp menn og segja að hann hafi verið rangindum beittur og hann innst inni góður maður. Svona er sjarmi svikarans.
Högni Högnason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:10
Hvernig fór aftur fyrir Samson í Biblíunni?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:58
Ég tel að ekkert samasemmerki sé hægt að draga á milli Hafskipsmálsins og málanna þessar vikurnar heldur beri að skoða hvert mál fyrir sig.
SÍS var miklu meira gjaldþrota en Hafskip en pólitískir hagsmunir og almenn skynsemi og sanngirni réðu því að reynt var að leysa það mál þannig að minnstum skaða ylli.
Þótt skrif Helgarpóstsins hafi verið grimmileg og beitt tel ég alls ekki hægt að kenna því blaði um það að Hafskipum var þröngvað í gjaldþrot og farið eins illa með þá Hafskipsmenn og mér er enn í fersku minni.
Þar réði ferðinni illgirnisleg og sóðaleg pólitík að mínum dómi.
Ómar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 20:29
Ekki uppástend ég, Ómar minn, að málin séu samanburðarhæf og hér er fyrst og fremst um háðsglósu að ræða, líkingarmál, íróníu og gott ef ekki "absúrd húmor". Með slettu af reiði í garð ritskoðunarmann sem vilja breyta Íslandssögunni sér í hag, en gera það að lokum okkur öllum hinum til tjóns.
Ég er sammála þér um að pólitík hafi ráðið miklu í Hafskipsmálinu. En þá spyr ég sem fyrr; hvaða pólitíkusar? Áhrifalausir stjórnarandstæðingar (JBH, ÓRG, SG)? Andstæðingar Alberts í Sjálfstæðisflokknum, fulltrúar Kolkrabbans? Pólitískt þenkjandi embættismenn? Gaman að væri að fá meira um þetta upp úr þínu ferska minni, því um þetta er deilt og tek ég síst mark á bókum sem Bjöggri Sr. kostar og ritstýrir.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 21:32
Viðskrifari: Var það ekki hann sem var hlekkjaður við sitthvora súluna, rykkti í hlekkina svo súlurnar og yfirbyggingin hrundi yfir hann og drap?
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 21:36
Samson var tældur af Delíu til að segja hvaðan hann fengi styrk sinn; hann sagði henni að styrkur hans fælist í hári sínu. Hún lét klippa hann og framseldi hann máttlausan í hendur óvinna hans. Þeir settu hann í þrældóm. Síðar vildu þeir hæðast að honum, aumingjanum, en hárið hafði vaxið aftur og þar með styrkur hans. Þeir höfðu einnig stungið úr honum augun. Hann bað þræl að leiða sig að einni burðarsúlunni í salnum þar sem þeir hentu gaman að honum. Hann felldi súluna og drap víst um þrjú þúsund manns með því að steypa byggingunni.
Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:13
Samson - tilviljun?
http://www.medterms.com/script/main/art.asp?articlekey=39219
Definition of Antisocial personality disorder
Antisocial personality disorder: A pervasive pattern of disregard for and violation of the rights of others and inability or unwillingness to conform to what are considered to be the norms of society.
The disorder involves a history of chronic antisocial behavior that begins before the age of 15 and continues into adulthood. The disorder is manifested by a pattern of irresponsible and antisocial behavior as indicated by academic failure, poor job performance, illegal activities, recklessness, and impulsive behavior. Symptoms may include dysphoria, an inability to tolerate boredom, feeling victimized, and a diminished capacity for intimacy.
Antisocial personality disorder, also known as psychopathic personality or sociopathic personality often brings a person into conflict with society as a consequence of a pattern of behavior that is amoral and unethical. Complications that might arise from having this disorder include: frequent imprisonment for unlawful behavior, alcoholism and drug abuse.
Samson may, it is thought, have had antisocial personality disorder. The Bible tells of his lies to his parents, his cruelty to animals, his torching the Philistine fields, his frequent brawls, and his unremitting bragging after killing a thousand men, actions fitting the diagnosis of antisocial personality disorder. A person with antisocial personality disorder was once called a sociopath.
_____________________________
Profile of the Sociopath
This summarizes some of the common features of descriptions of the behavior of sociopaths.
They never recognize the rights of others and see their self-serving behaviors as permissible. They appear to be charming, yet are covertly hostile and domineering, seeing their victim as merely an instrument to be used. They may dominate and humiliate their victims.
Feels entitled to certain things as "their right."
Has no problem lying coolly and easily and it is almost impossible for them to be truthful on a consistent basis. Can create, and get caught up in, a complex belief about their own powers and abilities. Extremely convincing and even able to pass lie detector tests.
"Samson"
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:47
En burt séð frá svona orðaleik, sbr. Samson, væri ekki öllum fyrir bestu að fólk læsi Hafskipsdóminn áður en það fer að segja að málið hafi verið pólitískt?
Auðvitað var Kolkrabbinn til staðar og Smokkfiskurinn, en Hafskipsmenn sáu um sig einir og óstuddir - alveg eins og útrásarvíkingarnir okkar góðu gerðu á síðustu og komu okkur sannarlega á kaldan klakann !
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:51
Þetta er magnþrungið Bárður. Að setja þetta í Íslenskt samhengi nútímans, bara svona í kvöldvökuskyni auðvitað, er líka óhugnanleg saga og væntanlega það sem Viðskrifarinn á við, með lúmskri spurningu sinni í hans/hennar fyrsta kommenti: Það var farið ógurlega illa með Íslenska hliðstæðu Samsonar en hann hefndi sín grimmilega, þótt hann þyrfti sjálfur að falla með?
""Then Samson prayed to the Lord, 'O Lord God, remember me, I pray thee, and strengthen me, I pray thee, only this once, O God, that I may be at once avenged of the Philistines for my two eyes.' (Judges 16:28)."Samson said, 'Let me die with the Philistines!' (Judges 16:30) Down came the temple on the rulers and all the people in it. Thus he killed many more as he died than while he lived." (Judges 16:30)."
Höldum því til haga að Guð hjálpaði Samson við hefndina.
Viðskrifari: Ég skil vel að Biblíu-Samson sé notaður í skilgreiningunni í "orðaleiknum", en veit ekki með "Antisocial Personality Disorder" og Íslenska samlíkingu. Jú, undirstöðurnar hrundu og byggingin yfir okkur, en ég vona að það sé bara óhugnanleg kvöldvökusaga að það hafi gerst einhvern veginn viljandi.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 23:02
ja geðlæknar segja að fangelsin séu full af heimskum pötum svo ég tali svona skítamál-:). Heimskur pati lætur alltaf ná sér, en pati með mjög háa greind, tja þeir komast oftast ekki undir manna hendur og er þá að finna í öllum stéttum þjóðfélagsins.
Þetta fólk vinnur mikið mein beint og óbeint með siðblindu sinni. Svo ég aipi nú aðeins þá getur maður líkt bankahruninu við þegar loðnunót er hífð upp í krana í netagerðinni og undan henni hlaupa alltaf 20 - 30 rottur.
Nú hrundu bankarnir og patarnir fljúga í allar áttir á einkarellum-:)
sandkassi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:09
Ítarlega bókarýni er að finna í Mogganum í dag um báðar bækurnar sem nýlega hafa komið út um Hafskipsmálið, kostaðar af Hafskipsmönnum. Rétt búinn að renna yfir meginlínurnar en þarna gefur Gylfi Magnússon bókunum 1 stjörnu og 1.25 stjörnur af 5 mögulegum.
Mér sýnist gagnrýnin vera hörð og nærri þeim meginlínum sem ég hef nefnt í mínum skrifum, varðandi fyrri bókina (Hafskip í skotlínu), en þá seinni hef ég ekki nennt að lesa ennþá, enda stærri fjárglæframál í gangi núna.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 11:29
Í 7. hefti Hæstaréttarmálsins (Hafskip) nr. 19/1991 á bls. 994 segir í framburði „GA“:
„ . . . . ég hringdi í Björgólf og Ragnar Kjartansson 7. febrúar og sagði upp. Mér var þetta eiginlega ofboðið ég gat, ég gat ekki setið þegjandi og tekið þátt í þessu, þessum þjófnaði sem ég áleit þetta vera, blekkja hluthafana með fölsuðum skýrslum.“
Björgólfur Guðmundsson segir síðan sjálfur „ . . . . og ef þú skuldar þá ertu í snörunni.“ (bls. 1095 sama heftis).
Nú hafa Björgólfur og félagar skilið þjóðina eftir í snörunni og einu sinni enn er það einhverjum allt öðrum að kenna en honum sjálfum er það ekki.
Fengu bækurnar stjörnuna fyrir bókbandið?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:50
Það liggur við að stjarnan sé fyrir frágang bókanna. Gylfi finnur ekki marga jákvæða fleti.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.