Skattaáþján Dunedin á Íslandi. Greyin.

Það fór ekki mikið fyrir umfjöllun fjölmiðla um Dunedin-dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. október síðastliðinn. Var þó um gagnmerkan dóm að ræða ofan í umræðuna um kreppuna, auðmenn og útrás. Lúxembúrgískt eignarhaldsfélag höfðaði mál vegna dótturfélags á Íslandi (skúffufélags?) þar sem þess var krafist að ógild yrði skattlagning hérlendis á hvorki meira né minna en 2.6 milljarða króna arði.

 

Hvaða útlenska dótturfélag er að borga 2.6 milljarða í arð hérlendis, er von að spurt sé. Hvaða óþekkta fyrirtæki er með svo ábatasama starfsemi hér? Arðurinn féll til vegna skattaársins 2003, þannig að um „gamalt“ mál er að ræða. Dunedin borgaði tæplega 130 milljónir í staðgreiðslu af arðinum, samkvæmt eigin útreikningi, en virðist hafa uppgörtvað það síðar að það hafi fyrirtækinu ekki borið að gera í ljósi tvísköttunarsamnings ríkjanna.

 

Íslenska dótturfélagið heitir Dunedin Finance ehf og ákvað 17. Janúar 2003 að borga arð; 2.574.150.204 krónur. Maður með 250.000 króna laun á mánuði er 858 ár að vinna sér inn slíka upphæð brúttó. Þetta eru ævitekjur 17 slíkra manna. Og blessað fyrirtækið dauðsá eftir 5% skatti af þessum arðstekjum!

 

Lúxembúrgíska móðurfélagið er eini hluthafinn og þá viðtakandi arðsins – peningarnir runnu til útlanda, hvaðan í ósköpunum sem þeir áttu annars upptök sín.

 

Íslensk skattayfirvöld létu sér fátt um finnast í dómsmálinu og bentu á að Dunedin hefði reiknað skattinn sjálft og skilað staðgreiðslu ótilkvatt og án fyrirvara á eigin útreikninga. Engin ákvörðun lægi fyrir hjá skattstjóra sem unnt væri að fella úr gildi. Dunedin hafi einfaldlega borgað og síðan sýnst af sér tómlæti og glatað þeim rétti sem fyrirtækið kann að hafa haft. Endurgreiðslikrafan þar á ofan fyrnd.

 

Dómari málsins, Sigríður Ingvarsdóttir, féllst ekki á málflutning og rök Dunedin, svo sem að skattlagningin hefði verið brot á EES-sammninginum. Ríkið var sýknað og Dunedin sat uppi með að eigin mati of háa skattgreiðslu á 2.6 milljörðunum – 5%.

 

Ekki kemur fram hverjir sitja í stjórnum Dunedin-félaganna, en það virðist skráð til heimilis hjá lögmannabræðrunum Gunnari og Gesti Jónssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dunedin Holdings SARL í Luxembúrg er eini hluthafinn í Dunedin Finance ehf.

Dunedin í Luxembúrg er aftur í eigu kanadíska félagsins George Weston Limited, sem er eitt stærsta matvælaframleiðslu- og dreifingarfélag Norður Ameríku.

Hverjir eru aftur eigendur kanadíska félagsins er ekki vitað né til hvers þeir eru með dótturfélag í Luxembúrg, sem aftur á félag á Íslandi sem gat greitt svona arð af starfsemi sinni.

Hins vegar má ljóst vera að nokkur eru heimilisföngin í Reykjavík þar sem skúffufélögin ráða ríkjum, eitt þeirra er við sömu götu og Ríkisútvarpið, eitt við Stórhöfðann og svo náttúrulega Borgartúnið góða.

Þurfti Kompás nokkuð að fjalla um félög á Tortla þegar Reykjavík dugði?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:01

2 identicon

Í Stórhöfða 21 eru nokkur félög með svona Tortolalegum nöfnum ásamt einu Dunedin-félagi, en það er reyndar bara sf og ekki það sama og að ofan greinir.

    680103-2160 Axcan Pharma Finance Íslandi ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    600906-1350 Bákn ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    441207-0500 BNB Consulting ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    561202-2060 Dunedin á Íslandi sf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    580398-2439 Fasteignafélagið Borgarendi ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    620607-0530 Fernas Europe II ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    460904-3310 Fernas Europe slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    680788-2519 Flísabúðin hf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    581200-5360 Generated Investments Íslandi ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    480108-1590 Golden Gate Holding ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    640103-2130 Húsfélagið Stórhöfða 21

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    541103-3330 Ingersoll-Rand Finance Ísl slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    690506-1730 Long Key ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    590603-3170 MID Íslandi sf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    550503-3870 MSREF-S Íslandi slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    550503-3950 MSREF-T Íslandi slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    550503-4090 MSREF-TE Íslandi slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    460902-2310 NEXUSGROVE HOLDINGS ICELAND ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    421003-2620 Norcem á Íslandi ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    581200-5440 OneSource Finance Íslandi ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    680600-3170 Proteus ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    600503-2940 SSF I Íslandi slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    600503-3590 SSF II Íslandi slf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

    521007-0870 Tower Investment ehf

Stórhöfða 21

110 Reykjavík

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:29

3 identicon

Og svona til viðbótar!

Hvað ætli Dunedin Finance ehf hafi borgað í arð árin eftir 2003 ?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér eru þið að einhverjur leiti að fara fram úr sjálfum ykkur strákar.

Ég þekki ekkert til Dunedin, hvorki ehf eða holdings.  En hér í Kanada þekkja flestir Weston.  Ég þekki ekki tengsl Dunedin og Weston, en það er ekkert leyndarmál hver á George Weston Limited, það er almenningshlutafélag, skráð í Kauphöllina hér.

Lang stærsti eigandinn er að mig minnir ennþá Weston fjölskyldan. Hún er ennþá virk við stjórnun fyrirtækisins.  Hún er mjög vel þekkt hér, líklega mætti líkja henni við Hagkaupsfjölskylduna Íslensku til að setja þetta í eitthvað samhengi.  Stærra land, ríkari fjölskylda.

En ég veit ekki nákvæmlega hvað Dunedin er að gera á Íslandi, ekki ólíklegt að það tengist bakarís og/eða öðrum matvörum.  Síðan hafa risafyrirtæki ýmsar aðferðir til að stjórna fjármögnum og öðru slíku, og flytja hagnað á hagstæðari "mið".

En ég held að hér sé ekkert stór samsæri á ferðinni.

G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég veit ekki með Viðskrifarann, en ég sagði fyrst og fremst frá dómsmálinu. Ég þakka upplýsingarnar G. Tómas, en þú getur ekki svarað spurningunni um hvað Dunedin gerir á íslandi sem skilar af sér 2.6 milljarða króna arði - ég leyfi mér að efast um að bakarísrekstur skili slíku þótt þeir ættu öll bakarí landsins.

Og ekki er maður heldur að halda því fram að eitthvað ólöglegt sé á ferðinni. Með "þvotti" á ég ekki endilega við ólöglegan peningaþvott, heldur frekar að búið sé að gera Ísland að fésýslu - og skattaparadísinni sem Davíð og Hannes boðuðu. 

 Þúsundir skúffufyrirtæki að skila eigendum sínum hreinum og fínum ofsa-arði. Þarf ekki að vera löglaust en er af sama meiði og markaðsfyrirbærið sem nú hefur stökkt Íslandi aftur um áratugi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 22:21

6 identicon

Ef arður af rekstri á Íslandi fyrir árið 2002 var kr. 2.574.150.204 krónur hver var þá veltan?

Þegar nafn þessa stórfyrirtækis, þ.e. Dunedin Finance ehf, er slegið inn í leitarvélina Google þá er athyglivert að aðeins kemur upp ein leitarniðurstaða.  Leitarniðurstaðan er þessi bloggfærsla Friðriks Þórs.

Eðlilegt?

En við vitum jú hvað „famelían“ hér kom landinu í !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ef við gerumst liberal og áætlum 20% hagnað og 25% arð af honum... þá er hagnaðurinn 10.4 milljarðar og veltan ríflega 50 milljarðar. En líkast til erum við þarna að tala um 99% hagnað og 99% arð af því. Og veltan þá umræddir 2.6 milljarðar.

Þetta dómsmáladæmi og hinn mikli fjöldi eignarhaldsfélaga af samskonar sort bendir til þess að við séum búin að vera með skolli frjálslegt fésýslu- og skattaumhverfi. Ef Dunedin er bara eitt af ótalmörgum óþekktum erlendum og innlendum eignarhaldsfyrirtækjum sem velta bara arði þá sér maður fyrir sér ofboðslega marga milljarða. Hver á þá og hvert eru þeir að fara?

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Arður af sölu matvæla getur verið býsna góður, og auðvitað ber að hafa í huga að það er alls ekki gefið að um hagnað eins árs sé að ræða, heldur er möguleiki að ákveðið hafi verið að borga út uppsafnaðan hagnað.

Hitt er þó lang líklegast að mínu mati (svona eftir að ég lagði höfuðið í bleyti) að hér sé um arð af fjárfestingum eða "sparnaði" að ræða.  Félagið hafi notfært sér Íslenska bankareikninga, eða sjóði til að ávaxta sitt fé.

Það er enginn vandi að finna eitthvað um Dunedin Finance á Íslandi, þó að engar upplýsingar séu um starfsemi þess.

Félagið er til húsa að Sundagörðum 2, síminn er 585 1185, og kt. er 600900-2850

Það vekur reyndar athygli mína, nú þegar ég fór að athuga málið, að hið velþekkta Kanadíska fyrirtæki Bombardier, er með  "financial services" til húsa á sama stað.  Síminn hjá þeim er 594 9460.

Ég get ekki séð að það sé best að álykta að hér sé um siðlaust eða eitthvað "hanky panky" athæfi. 

G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 23:54

9 identicon

Þætti það sérkennilegt væru Bombardier og Weston til "heimilis" á sama stað á Asoreyjum?

Hvað ætli Bombardier Corp.Fin Serv Ísl sf hafi greitt í arð af starfsemi hér á landi?

Hvernig svo sem menn kjósa að líta á það þá er sannarlega afar sérkennilegt að þetta stóra félag Weston rjáli með aura milli Lux. og Íslands í hliðarskrefi frá heimahögunum Kanada sé það ekki aðeins í þeim tilgangi að ....... ?

Dunedin Finance á Íslandi ehf hefur alla vega ekki verið duglegt við að skila ársreikningum síðustu árin !

2007Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2006Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2005Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað
2004Dunedin Finance á Íslandi ehfÁrsreikningi ekki skilað

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:45

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Athyglisvert -en kannski af "það mátti reyna það" skólanum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 01:45

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, Hildur Helga, vafalaust lagatæknilega reynandi að losna við 5% skattinn. En sem er aukaatriði í mínum huga miðað við annað sem skín í gegn, meðal annars "skolli frjálslegt fésýslu- og skattaumhverfi".

Eignarhaldsfélag með að því er virðist enga raunverulega starfsemi hér á landi, sem verðskuldar skil á ársreikningum, greiðir Lúxembúrgískum (?) eða Kanadískum (?) eigendum sínum 2.6 milljarða í arð. Í "skolli frjálslegu fésýslu- og skattaumhverfi" er þetta ekki "hanky panky" og af mörgum talið ekki siðlaust. Við vitum af frjálsu peningaflæði og öðrum fjórfrelsum, en í yfirstandandi kreppu og krísu þætti mér fengur í því að vita hvaðan þessi peningur er að koma og hvert hann er að fara. Hafandi í huga að við erum að tala um kannski tugi og gott ef ekki hundruð ámóta eignarhaldsfélaga.

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 02:11

12 identicon

Sælir,

Þetta er kanadískt félag sem hefur fjárfest hér á landi (og sett þá peninga inn í kerfið sem hafa skapað arð - sem hefur verið greiddur skattur af) eða sem stundar lánastarfsemi til og frá Íslandi og hefur þá greitt skatta af sínum hagnaði og eftir stendur arður. Arður í dag sem greiddur er til Lúx er t.d. á 0%. Arður milli félaga á Íslandi er án skatts. Öll rök hníga að því að arður eigi ekki að vera skattlagður milli félaga, enda væri annars orðið óarðbærara að fjárfesta í nýjum aðskildum atvinnurekstri heldur en að halda peningum bara inni í hverju og einu félagi fyrir sig. Slíkt myndi hafa neikvæð áhrif á allan aðgang á eigið fé.

Þetta er fullkomlega eðlilegar aðgerðri og í raun fráleitur dómur. Þar sem arður er ekki skattlagður milli íslenskra félaga þá á ekki að skattleggja m.v. fjórfrelsið milli félags á Íslandi og í Lúx. Sama meðferð á að gilda. Vonandi fer þetta mál upp í hæstarétt, hér eiga að gilda reglur og menn eiga að geta vænst þess að EES samningurinn haldi, sama hvað einhverjum aðilum finnst um fjármagnsflutninga einkaaðila. 

Birgir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 07:22

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Birgir. það eru verulega athyglisverðar upplýsingar að það sé fyrirtækjum vont og meira að segja óarðbært að borga smá skatt. Ekki er það okkur pöpulnum óarðbært að borga skatt, það er ég viss um.

Það er líka hryllileg tilhugsun að fyrir utan að hafa lent í þeirri ósvinnu að borga skatt þá eigi svona fyrirtæki kannski samkvæmt reglum að skila ársreikningi! hvað næst? Skattframtali?

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 10:26

14 identicon

Hverjum ætti jú að vera ljóst að þannig vill til að Flísabúðin er í sama húsi og fjöldinn allur af félögum með „Tortolaleg“ nöfn.

Flísabúðin selur flísar það vita jú allir er það ekki - en hvar gerði Dunedin Finance ehf á Íslandi svo hressilega að arðurinn, sem greiddur var út í ársbyrjun 2003 var tæplega 2.6 milljarðar?

Ekki seldu þeir flísar?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:27

15 identicon

Ég ætla að giska á að Dunedin á Íslandi hafi selt móðurfélaginu í Kanada "fjármálaráðgjöf" eða "stjórnunarráðgjöf". (Jafnvel þó svo að Dunedin á Íslandi hafi líklega fáa sem enga starfsmenn)

Tilgangurinn er að geta rukkað starfsstöðvar fyrirtækisins erlendis um "ráðgjafarþóknun". Þannig er fé komið í burtu sem annars væri skattað sem annar hagnaður í upprunalandinu. Nú svo er þessi "hagnaður" á Íslandi greiddur sem "arður" til alvöru bankalands eins og Lúxemborga. Þaðan fer hann svo sennilegast inn á bankareikninga vildarvina eða þá að hann er geymdur þar.

Tilgangurinn er að lækka skattbyrði og komast hjá greiðslum í landinu sem fyrirtækið starfar.

Brjánn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband