29.10.2008 | 19:22
Þá fyrst gýs reiðin upp fyrir alvöru
Hafi menn skynjað að reiði væri áberandi í þjóðfélaginu þá er það skiljanlegt, en hins vegar er reiðibylgjan og mótmælin varla byrjuð, miðað við það sem koma skal. Þegar þúsundirnar missa vinnuna, fá uppboðs- og gjaldþrotabréfin, fá ekki vörurnar sínar í búðunum en finna þar aðallega verðhækkanir, skila bílunum, þurfa að skera niður í heilsugæslu og tannlækningum, þurfa að skera niður í barnavistun, þurfa að segja upp sjónvarpsáskrift, hætta að fara í leikhús og bíó og böll - þá fyrst gýs reiðin upp fyrir alvöru.
Þetta gerist af fullu afli um og eftir þessi mánaðarmót og næstu vikurnar og mánuðina. "Taparar" hingað til hafa fyrst og fremst verið innistæðueigendur og skuldarar myntkörfulána. Nú bætist restin af þjóðinni við á lestarteinana.
Þá verður hjáróma rödd stjórnvalda og forstjóra sem segja manni að leita ekki að sökudólgum. Þá verður hjáróma rödd hinna sömu um að Ísland sé bara að súpa seiðið af alheimskreppu. Fólk lætur ekki villa sér sýn; þetta eru hamfarir af mannavöldum og Íslenska ástandið er langtum verra en það sem gerist í öðrum vestrænum ríkjum. Það er ekkert skrítið að fólk sé reitt - og sökudólgar eiga svo sannarlega að axla ábyrgð. Annað verður ekki liðið.
Svört mánaðamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
heyr heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 19:24
já, en núna fær fólk líka tækifæri til að sýna karakter, hann felst ekki í glórulausum ásökunum og alhæfingum. Hvað þá skrílslátum.
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:04
Finnur fólkið karakterinn í því að éta súra eplið?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:06
Heyrðirðu ekki hvað Geir sagði í fréttunum í kvöld? Það fer enginn - og við megum ekki "persónugera ásandið". Ég held hann hafi meint þetta.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:47
Einn kunningi minn orðaði þetta frekar vel: Núna eiga læknis- og lögfræðingshjónin sem keyptu sér 80 milljón króna hús og með sitthvort 5 milljón króna bílalánið ekki neinn möguleika á að standa í skilum. Núna skulda þau 140 milljónir í húsinu og 20 milljónir í bílum sem eru 10 milljón króna virði.Þegar efri millistétt er kominn í vandræði verður brugðist við því. Við maurarnir erum eitthvað sem má fórna en þarna er undirstaða íhaldsins í hættu. Það má ekki. En það bólar samt ekkert á bjarghring til þeirra frekar en okkur efnaminni. Nema því að borga bara vexti af myntkörfulánunum.
Fólksflótti þeirra sem eru hæfastir til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á alþjóðamarkaði og hrun/gjaldþrot fyrirtækja ásamt því að fólk missi fasteignir sínar eru partur af „björgunaraðgerðum“ IMF og ríkisstjórnarinnar.
Þessi ríkisstjórn virðist virkilega halda það að aðgerðir hennar og aðgerðarleysi verði samþykktar af venjulegu fólki sem er búið að vera í frjálsu óvissu- og kvíðafalli sl. vikur og fær svo yfir sig vaxtastig sem sviptir undan þeim tilverunni. Hún á eftir að komast að öðru. Því miður ma. með tugþúsunda fólksflutningum til siðmenntaðra landa en líka með því að ráðamenn þurfi að auka öryggisgæslu. Sem hefur ekkert með hag okkar hinna að gera.
Ævar Rafn Kjartansson, 29.10.2008 kl. 22:48
1 des... þá gerist það !!
Þá munu margir ekki fá útborgað.. þá eru margir komnir á atvinnuleysisbætur..
Þá gerist Það
Óskar Þorkelsson, 29.10.2008 kl. 22:59
Þetta eru staðreyndir sem þú bendir á sem eru þyngri en tárum taki. Í dag var t.d. öllu starfsfólki Húsasmiðjunnar tilkynnt að frá og með næstu mánaðarmótum myndi vinnutími þeirra breytast og laun þeirra skerðast um 20%. Í stað 10 tíma áður verður vinnudagurinn frv. 8 tímar. 10 tíma vinnudagur er að mínu mati alltof langur en 20% kjaraskerðing í óðaverðbólgu eru ógnvænleg tíðindi! Ef það er hægt að segja að það sé eitthvað jákvætt í þessu þá má benda á að þessi leið var farin frekar en segja upp 250 manns.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:47
Komdu sæll Fririk Þór.
Ég held að á þessum tímapunkti sem er að fara í hönd sé afar já takið eftir því. Það er afar miklivægt fyrir okkur sem þjóð, burtséð hvað hver gerði það að við gerum engar VITLEYSUR þær hafa aldrei skilað árangri og múgæsingur er fyrir neðan okkar virðingu. Mér fannst persónulega Feðgin ekki til fyrirmyndar ætt sinni um síðustu helgi eða þá að fólk að brenna Íslenska fánann.
Ég tek það skýrt fram að ég er ekki FLOKKSBUNDINN í pólitík. en er þó ábyrgur þjóðfélagsþegn..vonandi.
Takk fyrir og Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 02:34
Ég tek heilshugar undir orð þín Þórarinn.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 04:12
amen svo satt.
Goður rökréttur pistill
Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 08:49
"Múgæsingur"? Ekki fæ ég skilið að það orð sé sett í samband við minn málflutning. Ég er bara að tala um alvöru mótmæli fjöldans, eins og er lýðræðislegur réttur hans. Mótmælin sem fallið hafa til er píp við hliðina á þeim fjöldamótmælum sem framundan eru. Réttmætum og réttlætanlegum mótmælum sem kom múgæsingi ekkert við. Almenningur er ekki múgur; hann er flestur hver á hófsömum launum, ef ekki atvinnulaus. margir eru skuldugir uppfyrir haus eða hafa tapað eignum; bréfum, sjóðum og fasteignir rýrnað í verði. Verðbólgan æðir yfir og vextir voru hækkaðir um helming. Þjóðin hefur verið niðurlægð. Upphróp um að þjóðin eigi að faðmast og standa saman getur almenningur tekið til sín, en það þýðir ekki að sökudólgaleitin (opinber og óopinber rannsókn á því hvers vegna í ósköpunum þetta fór svona og hverjum sé um að kenna) þurfi að bíða.
Þetta tal um múgæsing og að "leita ekki sökudólga" er mér ekki hugnanlegt. Fólk á að tjá sig, á að mótmæla, á að heimta skýringar og á kröfu til þess að þeir axli ábyrgð sem komu þjóðinni í þessar grafalvarlegu kringumstæður. Kærleikskveðjurnar eiga að renna til okkar, sem ekki eru hryðjuverkamenn. Það er ekki "sökudólgaleitin" sem á að koma síðar - það er fyrirgefningin sem á kannski að komast að síðar.
Þegar fólk missir vinnuna, missir tekjurnar, missir aleiguna, hefur kannski varla efni á brýnustu nauðþurftarvörum, þarf að sleppa lækni og tannlækni, þarf að leggja bílnum og ekkert fæst fyrir hann, þarf að sleppa bíó, leikhúsi, sjónvarpsáskrift; þarf að umturna lífi sínu til hins verra - þá verða viðbrögðin ekki múgæsingur, heldur mótmæli, útifundir og kröfur.
Ef einhver kastar eggi eða brennir fána þá er það sjálfsögð lýðræðisleg tjáning, meðan enginn meiðist.
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 08:50
Það er áttúrlega sjálfsagt að mótmæla en að brenna fána bankanna er afar fáránlegt. Þetta eru nú einu sinni 0KKAR bankar núna. Væri miklu nær að brenna ráðamenn. Það er nú einu sinni það mikið svelferðarskvap á þeim að það er alls ekki útséð um að þeir mundu ekki loga þokkalega.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:52
Fánabrenna er út af fyrir sig afar sterk tjáning. Held það væri þó áhrifameira ef 1.000 manns brenna hver sínum 500 kalli. Jú, jú, illa farið með fé en hvers konar fé er eiginlega þessi Íslenska króna?
Sem minnir mig á það; er ekki rétt að nota tækifærið við yfirstandandi kreppu og uppstokkun að taka tvö núll aftan af krónunni? Allavega eitt?
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 12:13
Lillo, ég var ekki að vísa í þitt mál. En;
"Ef einhver kastar eggi eða brennir fána þá er það sjálfsögð lýðræðisleg tjáning,"
Ef að hér væri ástæða til að ætla það að Ísland væri ekki lengur fullvalda ríki, þá gæti ég fallist á þessa fullyrðingu. Annars er bannað samkvæmt Fánalögum að brenna fánann og/eða vanvirða hann með nokkrum hætti.
Varðandi rétt fólks til að mótmæla, þá er hann vissulega gildur. En þeir sem mótmæla verða líka að taka því að borin séu fram mótrök.
Þá mætti líka gefa mótmælendum góð ráð þótt mér sé það þvert um geð.
Fyrir það fyrsta þá held ég ekki að það sé málsstað mótmælenda til framdráttar að tefla fram Jóni Baldvin Hannibalssyni á götum úti. Hann stendur í raun ekki með þeim, heldur notar uppákomurnar til að koma sjálfum sér á framfæri.
Skemmst er að rifja upp síðustu alþingiskosningar til þess að fólk geti séð hvað vakir fyrir Jóni. Jón starfar ekki með neinum nema Jóni.
Sáuð þið pelsinn sem hann var í? Hvað eigum við að segja 2-3-4 milljónir?
Hörður Torfa, og ég vil taka fram sá mæti listamaður, er ekki heldur að leiða þessar aðgerðir. Mótmælendur þurfa að finna sér sterkari málsvara, og sterkari málefni. Þá eru einhver celebrity ekki endilega málið, ég er viss um að klárara fólk finnst meðal mótmælenda en Jón Baldvin, Hörður Torfa eða dr.Gunni.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:34
Í Finnlandi gerðist það í þeirra kreppu að börnin fóru að mæta svo svöng í skólana á mánudagsmorgnum að þeir ákváðu að bjóða upp á heita máltíð í skólunum áður en skólahald byrjaði. Ef þetta gerist hér verður fólk reitt, virkilega reitt.
Oddur Ólafsson, 30.10.2008 kl. 12:42
þetta er nú langt frá því að vera komið á það stig. Við skulum ekki skálda aðstæðurnar.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:46
Það einfaldlega gengur ekki upp, Gunnar, að finna Jóni Baldvini allt til foráttu (og Herði Torfasyni) en liggja svo í stanslausri vörn fyrir Davíð Oddsson. "Pelsar" DO og Bermúdaskálar hafa líkast til reynst samfélaginu dýrari en pels JBH. DO er jú höfundur þess kerfis sem hrundi yfir okkur.
Hitt er annað mál að mótmælin hingað til hafa beinst um of að Davíð fyrst og fremst. Mótmæli eru nauðsynleg baráttutæki en verða að beinast að réttum öflum og Davíð er bara hluti af þeim. Ég styð mótmælaaðgerðir sem lýðræðislegan kost, en ég fann mótmælum trukkaranna flest til foráttu af því að þau beindust einhliða að ríkinu en að engu leyti að olíufélögunum. Þau mótmæli og aðgerðir Saving Iceland komu að mínu mati óorði á mótmæli.
Gunnar, það er ekkert verið að skálda aðstæður. Þú finnur það kannski ekki á þér og þínum; en það eru margir að missa vinnuna, tekjurnar, húsið, bílinn, fólk er byrjað að fresta tannlæknatímum, farið að spara í verslunarerindum (sem eykur svengd). Þetta er ekki skáldskapur. Líttu í kringum þig.
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 13:09
En reiðin mun magnast það er ljóst. Spurningin hvert?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:09
Nei ég þarf ekkert að líta í kringum mig, ástandið snertir mig ekkert síður en aðra. Ég hef t.d. aldrei átt peninga og það vita allir sem mig þekkja.
Það er samt ástæða til að halda sér niðrá jörðinni og toppa ekki þessa umræðu of snemma.
Ég fynn þessum mönnum vissulega allt til forráttu þegar þeir ætla að slá sig til riddara óg komast í feitar álnir i krafti málefna sem þeir eiga ekkert í.
Hvað hafa þessir menn fram að færa? Ég man ekki eftir því að Jón Baldvin hafi starfað með mér til sjós eða lands. Hann hefur aldrei gert neitt annað en að braska í pólitík.
Þá er nú fullsnemmt að kvarta undan því að hér sé ég að persónugera þetta við JB. Nema jú kannski, afhverju ekki? Maðurinn á ekkert erindi og er ég viss um að sherríglasið hans er en volgt í Washington D.C
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:24
Fyrir ári keypti ég mér bíl sem kostaði tvær milljónir. Ég tók erlent myntkörfulán og afborganir á mánuði voru 34.000 til að byrja með. Þetta var allt saman í lagi. Núna um mánaðarmótin þarf ég að borga 77.000 og sennilega gæti ég fengið 1,4 milljónir fyrir bílinn ef ég væri ljónheppinn. Lánið er komið upp í 4.000.000 kr. Ég er svosem ekkert að kvarta. Margir hafa það miklu miklu verr en ég. Reiður er ég hins vegar.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:46
Ég er ekki að "toppa umræðuna", Gunnar. Ég er einmitt að segja að toppurinn sé ókominn.
Að skamma JBH en hlýfa DO er eins og mótmæli trukkaranna; saklaust ríkið blammerað en olíufélögin látin í friði.
Ég skil vel reiði þína H.T. Ég hugsa líka að mörgum manninum líði illa núna yfir að hafa hvatt til slíkrar lántöku eða mælt með innlögnum á óörugga sjóðsreikninga.
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 14:05
Tek undir með Friðrik Þór, við erum aðeins farin að finnan skjálftann á undan eldgosinu, það er mikilvægt að brugðist verði við af festu og á þann hátt að fólk skynji að verið sé að gera eitthvað til að hjálpa þvi, en þar er ekki að gerast.
Fólk upplifir að það eigi að borga klúðrið, hvort sem það er með þvi að missa lífsstíl sinn eða heimili.
Vöruverð hefur hækkað, öll lán hafa rokið upp, endar eru hættir að ná saman, ótti við að missa það sem fólk hefur verið að byggja upp, hvort sem er um að ræða fyrirtæki eða heimili er farinn að grassera, þvi miður erum við lítið annað en spendýr þegar hrikta fer í stoðunum og ef eina leiðin sem virðist fær verður að bíta og klóra frá sér þá verður það gert, þvi miður.
Steinar Immanúel Sörensson, 30.10.2008 kl. 14:18
Ofan á allt annað sem hér er talið að ofan, þá hafa óvilhallar, erlendar stofnanir staðfest það, sem t.d. talsmenn öryrkja og eldri borgara hafa sagt lengi, að skattar hafa hækkað hlutfallslega mest á þeim, sem hafa lægstar tekjurnar. Á sama tíma voru skattar af fyrirtækjum lækkaðir, hátekjuskattur felldur niður og lögum um hlutafélög breytt gagngert til að þau, sem mest bera úr býtum, geti látið nægja að greiða 10% fjármagnstekjuskatt en engan almennan tekjuskatt né útsvar. Það er gríðarlegur fjöldi fólks á Íslandi, sem hefur þurft að draga fram lífið á brúttótekjum undir 200.000 krónúm á mánuði, og sumir langt undir. Þetta fólk er allt að greiða vænan tekjuskatt. Er líklegt að það eigi sök á sukkinu og bruðlinu undanfarin ár? En þeim verður gert að borga, því þeir sem eiga möguleika á að flytja burtu, gera það. Nefni sem dæmi fólkið á landsbyggðinni, sem hefur ekki átt þess kost að hafa sömu tekjur og margir á höfuðborgarsvæðinu. Er samt fast í átthagafjötrum húskofanna sinna, sem eru bæði óseljanlegir og verðlausir.
Bóbó (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:56
Það er fult af fólki sem ekki hefur tapað neinu sjálft heldur er reiðin vegna þess að ráðamenn fengu aðvörun erlendis frá sýðastliðinn vetur og gerðu ekkert í málunum fyrr í ágúst það er svipað og skuldar sem missir vinnuna eftir 3 mánuði og sér að hann getur ekki staðið í skylum geri ekki neitt fyrr en uppboðið er auglýst.
Maður er svo reiður yfir því að kjörnir fulltrúar og ráðherrar skuli stinga hausnum í sandinn og gera ekki neitt. Þeim verður refsað þegar atvinnuleysið er skollið á það er víst. þó er verst að það þurfi að bitna á svona mörgum. Þessi stjórn hefur borið dauðan í sér frá upphafi haldið að Íslendingar lifðum á hugsjónum það þarf stanslaust að ver að hugsa um að hafa atvinnu og fjölbreytni í henni, og ef einhver var til í að framkvæma átti ekki að stíga ofan á hann eins og gert hefur verið , með reglugerðafargani og skrifræði
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 30.10.2008 kl. 15:42
Já ég er hræddur um þetta. Það verður örugglega notað GAS í vetur.
Hörður (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:58
Ég held að flestir séu enn bara reiðir vegna þess að þeir upplifa hrunið sem svik. Stjórnmálamenn og átrúnaðargoð í hópi útrásarvíkinga hafa svikið, blekktu fólk til að halda að það sem erlendir sérfræðingar væri aðeins áróður og öfund í garð okkar snjöllu Íslendinga. Fjármálaævintýrið varð eins og landsleikur sem tapast 14-2 vegna þess að atvinnumennirnir í okkar liði voru engir atvinnumenn. Núna er svo sjálf kreppan að koma. Það er verra.
Hriflungur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:35
Mín reiði beinist að útrásarvíkingunum. Svo virðist vera að græðgissjónarmið þeirra hafa fellt þeirra eigin banka. Ég er nokkuð viss um það að þeir hafi blóðmjólkað bankana í eigin hagsmunaskyni. Tala nú ekki um öll svikamyllu-fyrirtækin þeirra. Þeim tókst það sem þeir ætluðu sér þ.e. að láta almenning beina reiði sinni að stjórnvöldum og gera sjálfa sig stikkfría enda eiga þeir víst fjölmiðlana til að heilaþvo fólk. Þegar í stað og helst í gær þyrfti að fara fram rannsókn á öllum þeirra viðskiptum.
Sólveig (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:11
Að sjálfsögðu eru það ekki skrílslæti að mótmæla óhæfum stjórnendum kröftulega á götum úti, slíku heyrir maður helst hrædda smáborgara halda fram.
Maður er farinn að skilja betur afhverju Björn Bjarnasson hefur lagt svona mikla áherslu á að koma upp óeirðasveit og viljað fá óeirðabíla með vatnsbyssum ásamt rafbyssum, skyldi hann hafa verið búinn að sjá vandræðin fyrir? Ætli það sé verið að reyna að flýta því að fá ofbeldisgræjurnar til landsins áður en sýður uppúr?
Ef að lögreglan beitir sér af mikilli hörku gegn fólki sem nýtir sér sjálfsagðan mótmælarétt sinn fyrirgerir þessi ríkistjórn þeirri sáralitlu virðingu sem hún ennþá á...ef einhver er. Ef að lögreglan beitir sér af mikilli hörku gegn samborgurum sem vilja mótmæla dugleysi ráðamanna og beitir þá ofbeldi, eru þeir sömu lögreglumenn ekki orðnir landráðamenn?
Georg P Sveinbjörnsson, 30.10.2008 kl. 17:23
Þessu er ég sammála Sólveig
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:23
Ég er ósammála sólveigu.. því útrásarvíkingarnir spiluðu sitt fjárhættuspil í skjóli íslensku ríkisstjórnarinnar og seðlabankans.. gerðu í raun ekkert ólöglegt að því virðist.. það voru stjórnvöld, seðlabanki og stjórnmálamenn á alþingi sem lögðu grunnin og greiddu götu þessara útrásarvíkinga..
Hverjum á að refsa ?
Þeim sem spila eftir reglunum ' Pútin gerir það með því að fangelsa þá sem náðu milljónunum eftir fall kommunismans.. ætlum við að fara sömu leið ? Ég segi NEI !
Refsum þeim sem semja lögin, refsum þeim sem stýra seðlabankanum því það er hans að halda uppi eðlilegum viðskiptum milli landa með því öryggi sem hann á að gefa lögum samkvæmt.
Þeir sem eru sekir eru : Davíð Oddson og meðstjórnendur hans í sðelabankanum.
Fjármálaeftirlitið undir stjórn jóns sigurðssonar
Ríkisstjórnin undir stjórn Geirs gufu Haarde og lufsu Davíðs Oddsonar.
Refsum þeim áður en við refsum þeim sem fóru eftir reglugerðum sjálftektarinnar !!
Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 18:06
Óskar,
"því útrásarvíkingarnir spiluðu sitt fjárhættuspil í skjóli íslensku ríkisstjórnarinnar og seðlabankans"
Rangt.
Þeir spiluðu í skjóli EES samningsins.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:15
æi hvað þetta var aumt svar Gunnar.. íslensk lög eru æðri EES.. alltaf !!
Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 18:26
Ég er ekki sammála Óskari. Fyrir það fyrsta er fjármálaspil ólöglegt. "Gerðu ekkert ólöglegt að virðist" segir þú Óskar, það á nú bara alveg eftir að rannsaka það. Bera eigendur fyrirtækja ekki ábyrgð á sínum fyrirtækjum? Það er eitthvað nýtt, þeir bera allavega ábyrgð í samræmi við hlutafjáreign sína. Bera bankastjórar með 60 milljón í laun á mánuði enga ábyrgð heldur? Við skulum líka athuga það að þessir svokölluðu víkingar eru forríkir þrátt fyrir fall bankanna. Segir það manni ekki neitt. Hvað varð umm allar inneignirnar í bönkunum þeirra, gufuðu þær bara upp eða liggja þær sem feitar innistæður á þeirra eigin reikningum erlendis. Það er margt sem þarf að rannsaka.
Sólveig (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:28
gerðu í raun ekkert ólöglegt að því virðist..
Þetta sagði ég.. ekki snúa út úr Sólveig;)
Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 18:32
"íslensk lög eru æðri EES.. alltaf !!"
nei-:) þetta er ekki alveg svona einfalt
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:36
Sæll Friðrik og takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn..
Ef ég á að leggja eitthvað inn í þessa umræðu get ég alveg sagt að fyrir mig og aðra í minni stöðu sem erum öryrkjar í Danmörku þá er þetta bara sorglegt því við komum okkur ekki í þetta. Allt þetta ár hefur verið að keyra á ógæfu hliðina og sló allt út þegar ekki er hægt að millifæra eða taka út úr hraðbönkum..
Maður verður svo vonlaus og fyllist bara sorg að þetta skuli vera svona.. Jú,jú allt í lagi að vera blankur enda vön kona á ferð.. En að fá ekki bæturnar sínar færðar á milli.. og nú í einhverjum skömmtum þar er bara meira en ég ætla að láta bjóða mér.. Ég ætla ekki að gera bankanum mínum það til geðs að láta millifæra smá í einu og tala gjald í hvert sinn.. Nei, Nei..Mér þykir nóg að þær rýrni um 50 % á milli landa..
Takk fyrir gott innlegg..Lillo Kveðja frá Danmörku Dóra
Við lepjum hér dauðan úr skel í Danmörku :(
Dóra, 30.10.2008 kl. 21:49
Áður en við krefjumst þess að stjórnmálamenn og ráðherrar víki skulum við láta þá þrífa upp eftir sig. Svo geta þeir farið.
Það sem við þurfum að gera núna er að þrýsta á ríkisstjórnina að taka réttar ákvarðanir. Hvað á t.d. að gera í sambandi við verðtryggingu lána. Ég átti sparnað á bók hjá einum bankanna. Ég ákvað að kaupa mér íbúð. Nú lítur út fyrir að mitt eigið fé í eigninni(sparnaður) eigi eftir að brenna upp í verðbólgu næstu mánuði, lánið hækkar og hækkar, afborganir einnig, verð fasteignar lækkar. Ég sé mikið eftir að hafa ekki bara haft peningana áfram inn á bók því þá væru þeir tryggðir. Mér finnst tvískynnungur í því að lofa að tryggja sparifé fólks en leyfa fasteignum að brenna upp á meðan lán hækka og hækka.
Burt með verðtryggingu lána!!
Heiðrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:05
Það er bara dæmigert fyrir banka að skirrast ekki við að rukka að fullu og hlífa hvergi hverjar sem aðstæður viðkomandi eru, þeir verða jafn sviplausir og kaldir þegar þeir koma fljótlega og hirða heimili fólksins sem fór að ráðum og stundum áeggjan ráðgjafa þessara sömu banka og tengdra fyrirtækja um hvar væri sniðugast að geyma peninga og sparnað.
Er annars engin lög gegn slæmri og dýrkeypti ráðgjöf, allavegana fyrirtækjum sem veita ráðgjöf um ýmis efni, ekki bara peningalega, fylgir engin ábyrgð afleitri ráðgjöf? Er hægt að fá endurgreiðslu frá ráðgjafafyrirtæki sem gefur ráð sem reynast afdrifarík á slæman hátt?
Hversu góð reyndust ráðin sem símaforstjórinn keypti af sínu eigin fyrirtæki "Góð Ráð" í frægu upphlaupi hérna um árið? Ekki var hann neitt slor heldur starfslokasamningurinn sem hann fékk fyrir að hætta að vinna á vinnustaðnum sínum og gefa "góð" ráð.
Georg P Sveinbjörnsson, 30.10.2008 kl. 22:17
Ég er búinn að vera að spá hvenær óeirðir byrja.... ég sé það alveg gerast í des.
Ríkisstjórnin verður að fara frá og það sem allra allra fyrst.. í mínum huga er ekki nein von um betri tíma á meða sömu ruglukollar og komu okkur í djúpan skít eru við stjórn....
Ég skil ekki að Samfylking sé orðin stærsti flokkur landsins... ef svo er þá er ekki nein von fyrir ísland því samfylking er totally sek í þessu máli ásamt sjálfstæðisflokk og framsókn.
Munið það krakkar.. ef þið kjósið eitthvað af þessum flokkum þá eruð þið fífl sem eigið skilið að fara í ræsið
DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:41
Skuggalegt og dapurt að fylgjast með úr fjarlægð hvað er að gerast á minu gamla landi. Að kenna þetta erlendum fjármálakrísum er auðvitað rugl nema að mjög litlu leiti, þetta er mest heimatilbúið. Ég by erlendis i fyrrum sovétlandi sem er nu i EB og þó her seu smá erfiðleikar er það EKKERT i samanaburð við það sem er að gerast á Islandi
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:24
Sjálfstæðisflokkurinn bíður þess rólegur að reiði fólksins dvíni. Þetta er aðferð sem þeir hafa reynslu af að svínvirkar. Órólegir sauðir hafa haft í hótunum þegar þeim hefur ofboðið en oftast hefur tekist að koma vitinu fyrir þá fyrir kosningar. Svo mun enn verða að miklu leyti. Það sem ég sé í stöðunni í dag er endurreisn þessa samfélags með nýju gildismati. Það er fjarlægari sýn en svo að ég leyfi mér að vænta þess að ég sjái hana rætast. Þó er hún auðveld í framkvæmd.
Samfélag er byggt úr mörgum einingum, mörgum byggðarlögum með ólíka möguleika til sjálbærrar tilveru. Sjávarbyggðirnar eru athvarf vonlauss fólks með auðlindir við útidyrnar. Þetta fólk er í tilvistakreppu vegna rangrar og ranglátrar pólitískrar stefnu stjórnvalda gegnum fjórðung aldar. Með einu pennastriki mætti blása lífi i þessar samfélagseiningar og gera þær eftirsóttar til búsetu. Eftirsóttar vegna atvinnu og auðsældar á sama tíma og þéttbýlið á suðvesturhorninu er samfélag atvinnuleysis og upplausnar. Hvað er til fyrirstöðu? Er betra sameiginlegt skipbrot allrar þjóðarinnar þegar allt kemur til alls?
Árni Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 21:05
Ég hafði semsagt rétt fyrir mér varðandi bankana.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.