Glórulaus nafngift: Landsbankinn er blótsyrði

Ég er að fatta það betur og betur hversu glórulaus dómgreindarskortur var fólginn í því að nefna yfirtekna bankann "Nýi Landsbankinn". Ekki furða að illa gangi að koma gjaldeyrisviðskiptum á skrið á ný - "Landsbankinn" er ónýtt og neikvætt nafn erlendis, þótt "Nýi" sé með sem forskeyti. Úti fær fólk æluna í hálsinn og ofsa í hjarta við að heyra þetta nafn, því miður.

Það á í sjálfu sér líka við um hina "nýju" bankana, en nafn Landsbankans er hvað versta blótsyrðið í útlöndum. Geta menn ekki verið sammála um að þetta sé reyndin, hvað svo sem mönnum finnst um Bjöggana og aðra aðal- og aukaleikara?

Og svona í leiðinni; Mér sýnist vera að koma í ljós að ummæli Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðarkonu utanríkisráðherra, í Silfri Egils á sunnudag um að Japanir hafi fyrstir boðið okkur hjálp og séu okkar bestu vinir, sé steypa!  Shiochi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, kannast ekki við neitt!

Og enn annað, svona í leiðinni: Ég man ekki betur en að geir Haarde hafi á blaðamannafundi ca. 7. október sagt að við ættum gjaldeyrisvaraforða til 9 mánaða, þannig að daglegt líf væri tryggt. Man ég vitlaust eða var þetta rangt hjá honum? Ef þessi forði var til, hvert fór hann? Er hann kannski frystur í Bretlandi og gull Seðlabankans líka, sem þar er geymt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Iceland er líka ónýtt. Breytum því í Niceland.... eð bara Snæland, Garðarshólmi.... "anyhting but Sue".

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Viðeigandi að vitna í Johnny Cash.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Svo á nú Glitnir nafnið Íslandsbanki - Bank of Iceland.

Svo gætum við notað hugmyndaflugið og nefnt hann Stormskersbanki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Púkinn

Tja....minn viðskiptabanki í Svíþjóð segir nú að eini bankinn á Íslandi sem hann geti sent pening sé þessi Nýi Landsbanki.... engin leið að senda peninginn til Nýja Glitnis eða Nýja Kaupþings. 

Persónulega læt ég nú peninginn bara safnast fyrir úti.

Púkinn, 21.10.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Níu mánuðirnir koma altént fyrir hér og vitnað er í Seðlabankann. En ef ég skil þessa frétt rétt nægir forðinn svo lengi ef hann er aðeins notaður til matarinnkaupa.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:45

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á".

"Bent er á að Seðlabankinn eigi gjaldeyrisvaraforða sem fyrir mat í átta til níu mánuði en innflytjendur segi hins vegar að þörf sé á á enn meiri gjaldeyri frá útlöndum".

Prédikari; nafn Íslands er því miður líka ónýtt að óbreyttu.

Púkinn; þetta bara hlýtur að vera undantekningin. Gildir hið minnsta ekki um Bretland og munar meiru um það.

Sjá:

As far as I can see the Freezing Order against Landsbanki extends to the Government of Iceland also.

No wonder we are in the state we are.

http://www.hm-treasury.gov.uk/d/landsbanki_freezing_order2008.pdf

Skoðið:

 Specified persons

3.—(1) The following are specified persons for the purposes of this Order—
a) Landsbanki;
b) the Authorities; and
c) the Government of Iceland.
(2) If a specified person makes a written request, the Treasury must give it written reasons why it has been specified.


Samkvæmt því hlýtur gjaldeyrisvaraforðinn okkar sem varðveittur er hjá Englandsbanka að hafa verið tekinn í gíslingu, - en okkar yfirvöld þegja yfir því til að gera okkur ekki of pissed eða hrædd?



Ofangr. er á malefnin.com



http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=109867

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 18:01

7 identicon

Er þetta nokkuð flókið?

Hér að neðan má lesa bút úr tilskipun Gordon Brown og félaga í skjóli þarlendra hryðjuverkalaga, sem beint var gegn Íslandi:

Specified persons
3.—(1) The following are specified persons for the purposes of this Order—
(a) Landsbanki;
(b) the Authorities; and
(c) the Government of Iceland.

(2) If a specified person makes a written request, the Treasury must give it written reasons why
it has been specified.

(Ætli yfirvöld hér hafi sent béf sbr. (2) hér að ofan?)

Freezing prohibitions
4.—(1) The provisions of this article apply in relation to the following funds (“frozen funds”)—
(a) funds owned, held or controlled by Landsbanki; and
(b) funds relating to Landsbanki and owned, held or controlled by—
(i) any of the Authorities; or
(ii) the Government of Iceland.++

“frozen funds” has the meaning given in article 4(1);
“funds” means financial assets and economic benefits of any kind, including (but not limited
to)—
(a) gold, cash, cheques, claims on money, drafts, money orders and other payment
instruments;
(b) deposits with relevant institutions or other persons, balances on accounts, debts and debt
obligations;
(c) publicly and privately traded securities and debt instruments, including stocks and shares,
certificates representing securities, bonds, notes, warrants, debentures and derivative
products;
(d) interest, dividends or other income on or value accruing from or generated by assets;
(e) credit, rights of set-off, guarantees, performance bonds or other financial commitments;
(f) letters of credit, bills of lading, bills of sale; and
(g) documents providing evidence of an interest in funds or financial resources;

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:03

8 identicon

Breytum nafni landsins í Græningjaland.  Skýrir sig sjálft.

Malína (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband