Fjölmiðlarnir í ólgusjónum

Ekki kemur á óvart að fjármálakrísan hafi áhrif á fjölmiðlaflóruna. Fréttablaðið er runnið inn í Árvakur (Moggann) og 24 stundir að hverfa úr flórunni. Líklega er RÚV eini öruggi fjölmiðillinn þessa dagana. Það er vond staða, því þótt ástæðulaust sé að ætla að lífið snúist um fjölmiðla þá eru þeir óneitanlega mjög mikilvægir fyrir hina lýðræðislegu umræðu. Það er sök sér þótt einn eða tveir þeirra hverfi, en hrikalegt áfall ef fleiri en það verða undir.

Einmitt út af þessu mikilvægi eiga þeir í krísunni í dag að líta í eigin barm og hugleiða hvað þeir hefðu getað gert betur í aðdraganda krísunnar - sl. 2-3 ár raunar. Ástæða er til að hvetja alla áhugamenn um fjölmiðla til að lesa tímamótaleiðara ritstjóra DV í dag (hér). Leiðarinn er skyldulesning! Fjölmiðlarnir hafa tekið þátt í dansinum í kringum gullkálfinn og því að skamma spámenn erlendis sem vogað hafa sér að líta á Íslensku útrásina krítískum augum. Fjölmiðlar hafa í þeim efnum brugðist við að veita stjórnvöldum og stórfyrirtækjum virkt aðhald. Hugsanlega hefur samsetning eignarhalds fjölmiðlanna haft þar áhrif á.

Fjölmiðlum er það hollt að læra af þessari lexíu. Og nú eiga þeir ekki að falla í samstöðu-gildruna og hlífa ráðamönnum og forstjórum. Þeir eiga að viðurkenna eigin hlutdeild í aðdragandanum og byrja strax að gera betur!


mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er hægt að sjá annað en að starfsmenn „fjölmiðla í ólgusjó“ séu sjóveikir - gubbandi út yfir borðstokkinn - enda því miður svo að sjá að ætla mætti að ekki nokkur „þeirra“ hafi migið í saltan sjóinn! - Við munum jú Láru nokkra Ómarsdóttur sem aftur er kominn á fjölmiðil - guð hjálpi okkur.

Núna þarf að bregðast við aðför Brown að sjálfstæði þjóðar okkar - hvað svo sem samlandar okkar svo fáir hafa gert, við tökum á því þegar þar að kemur - og fjalla um mál af viti.

Það eina sem við getum notað okkur til bjargar í dag eru forsíður heimspressunnar, en aðeins ef við höfum almennilegt fólk, sem ekki er „sjóveikt“

Hér verða engir „fjölmiðlar í ólgusjó“ ef fer sem horfir - þegar Brown hefur náð sínu fram gegn okkur „hriðjuverkamönnunum“

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er verið að spila ættjarðarlög á Útvarpi Sögu, V.

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Innilega sammála með leiðarann, hann er svo sannarlega skyldulesning.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:08

4 identicon

Viðskrif á vefsíðu Financial Times:

http://ftalphaville.ft.com/blog/2008/10/10/16900/who-will-stand-up-for-iceland-we-will/

Posted by pitbull [report]

Glad someone else finds the actions of our esteemed leader nauseating. The confrontational way in which GB has approached the crisis with Iceland has simultaneously lost us an Anglophone potential ally, and exposed us to an embarrassing loss of face when our own economy proves to be almost as flimsy. Not to forget the consequent escalation of nationalistic financial ‘warfare’, which I believe will prove to be very damaging to us all in the not too distant future.

At this moment, I am almost ashamed to be British. If Mr. Haarde happens to read this, then please would he note that the British are certainly not all as bombastic and hubristic as our PM.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Líklega er RÚV eini öruggi fjölmiðillinn þessa dagana".

Ég er að sjálfsögðu ekki sammála þér, en ég hef miklar áhyggjur af álaginu á Jóhönnu Vigdísi ef hún er eini flokksmaðurinn sem er látin halda uppi merki hans á RÚV. Af hverju er Boga eða Elínu ýtt á flot líka?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skítt að Flokkurinn skyldi henda fjölmiðlafólki út úr Valhöll og að við fengum þá ekki að sjá tárvotar Íhaldskerlingar af báðum kynjum þegar Kjartan og Geir féllust í faðma. Flott sápa; Gvöð, sagði Kjartan, Dabbi sveik mig og Geir er sá eini sem getur bjargað mér. Bú hú hú.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband