14.9.2008 | 12:07
Hugvekja: Þú skalt ekki stela
Þegar fólk stelur lambalæri í Bónus eða glingri úr Smáralind þá heitir það þjófnaður og brot á boðorðum Guðs og slíkt fólk ætti samkvæmt norminu helst að senda til Breiðavíkur til tuktunar hjá geðveikum brottreknum togaraskipstjórum. Þegar moldríkt fólk stelur hins vegar milljónum og milljörðum af samhluthöfum sínum þá heitir það viðskipti og samkvæmt norminu ætti helst að senda það til Bessastaða og hengja fálkaorðu á það fína slekti.
Meira er ekki um það að segja. Er það?
Hnuplað fyrir mörg hundruð þúsund í Smáralind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 703126
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Alveg hjartanlega sammála.........
Res (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:10
Hefði alls ekki getað orðað þetta betur! heyr!
Beturvitringur, 14.9.2008 kl. 14:10
Sammála
Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.9.2008 kl. 15:15
Sæll Friðrik
'Eg hef alltaf talið að þú væri vandaður og greindur maður, en þetta sem þú ert að segja hér er algert bull. Þjófnaður er og verður þjófnaður. Það að gera mistök í fjárfestingum er ekki þjófnaður og hluthafar fólu stjórnum þessara fyrirtækja að fara með sín mál. 'A þessu er regin munur og það átt þú, jafn greindur maður og þú ert, að vita.
kveðja,
Palli
Palli (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:38
Hvað ert þú að tala um "Palli" og hvað heldur þú að ég sé að tala um? Þú virðist bóka einhvern ákveðinn skilning og tilvik hjá mér - hvað er það? Þú segir "mistök í fjárfestingum... hluthafar fólu stjórnum þessara fyrirtækja að fara með sín mál"... hvað ertu að tala um og af hverju heldur þú að ég sé að tala um það sem þú heldur að ég sé að tala um?
Hver er síðan Palli og af hverju stendur hann ekki undir sínu raunverulega nafni? Fyrir hvað skammast hann sín?
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 15:49
Snilldarlega sett fram hjá þér Friðrik! Sammála fram í fingurgóma!
Mofi, 14.9.2008 kl. 16:00
Sæll kæri Friðrik Þór.
Ég er hjartanlega sammála þér í þessu. Ég tel þig vera að tala um "auðjöfrana" geislaBAUGSfeðgana, Hannes FL, Björgólfsmenn og fleiri slíka sem herinlega gera út á okkur mis - saklausa borgarana, bara af því þeir hafa aðstöðu til þess.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2008 kl. 18:06
Ég ætla ekki að nafngreina þá viðskiptamenn sem ég kann að hafa í huga. Það gæti komið mér um koll, því dæmdar meiðyrðabætur til móðgaðra viðskiptamógúla jafnast á við bætur til kynferðislegra misnotaðra barna. Þeir taki þessa sneið til sín sem vita að þeir eiga hana. En líklega taka þeir bara peninga.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 18:14
Sæll kæri Friðrik Þór.
Sennilega er rétt að maður nafngreini ekki þá sem maður telur að beiti , ef ekki löglausum aðferðum, þá allavega gersamlega siðlausum aðferðum við að raka að sér fé sem þeim ber í raun ekki. En þeir eru þekktir af umræðunni þó svo að dómstólar virðast ekki hafa manndóm til að taka vel rannsökuð mál sumra þeirra fyrir vegna þess að ákærur saksóknara eru ekki alveg eftir lagatæknilegum ástæðum rétt fram settar. Í ljósi þessa er kannski rétt að biðja þig að eyða út innleggi mínu hér rétt á undan, teljir þú að við séum á hálli braut.
Rétt í þessu er verið að segja fréttir af ásökunum KPMG í Bretlandi um fölsun bókhalds Avion / Eimskips. Þessir bókhaldarar segja þessa fölsun hafa verið gerða til að fegra stöðuna fyrir kauphallir, en KPMG þar hafði verið endurskoðandi þeirra en sagt sig frá því vegna þessara mála - vildu ekki taka þátt í slíku svindli. Slík bókhaldsævintýri virðast ekki fæla íslenskar bókhaldsstofur frá viðskiptamönnum sínum eftir því sem maður les í fjölmiðlum undanfarin ár um meint misferli eigenda ýmissa félaga hérlendra.
Keep up the good work minn kæri.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2008 kl. 18:38
Ég hygg að ekki stafi mikil meiðyrðahætta af kommenti þínu, Predikari, enda ert þú í sjálfu sér ekki að ásaka neinn um neitt, heldur bara að giska á við hverja ég á. Sárasaklaus gildisdómur.
Þess utan ertu nafnlaus, sem er miður. Lögin ná auðvitað til nafnleysingja, hverra tölvur (IP) eru skráðar, en orð nafnleysingja hafa litla vigt um atriði sem skipta verulegu máli, svo sem í svona málum, sem við nú ræðum. Ég er alls ekki að gera lítið úr þér og þínum viðhorfum, en ég er ólíklegur til að fara á torg og básúna út þá dásemd að "Predikarinn" sé sammála mér. Ég gæti nefnilega ekki svarað spurningunni: Og hver er nú það? Og fengi frekar en ella spurningar eins og "Og hvað með það?".
Ekki taka þessu sem gagnrýni, heldur eru þetta hugrenningar sem vöknuðu við það að þú taldir hugsanlega rétt að taka kommentið þitt ágæta út.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 19:09
Sæll Kæri Friðrik Þór.
Ég tek þetta ekki sem gagnrýni. En gagnvart lögsókn þá ber ritstjórum bloggsins skylda til að upplýsa yfirvöld um hver ég er , enda nafn mitt og kennitala skráð í gagnagrunn mbl þar sem ég er með bloggsíðu hjá þeim.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2008 kl. 19:46
Ætla má að predikarinn eða meðhjálpari hans hafi lesið eftirfarandi upp fyrir söfnuðinn í dag. Á vel við með textanum hér að ofan.
Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls
og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs?
Háttur hreinskilinna er að forðast illt,
líf sitt varðveitir sá sem gætir breytni sinnar.
Dramb er falli næst,
hroki veit á hrun.
Betra er að vera hógvær með lítillátum
en deila feng með dramblátum.
Sigmundur Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:14
Ég hef áhyggjur af starfslokasamningum stjóranna hjá Lehman Brothers. Hvernig skyldi ganga að innheimta þá?
Árni Gunnarsson, 15.9.2008 kl. 08:53
Sæll Friðrik Þór.
Þetta er frábær FRAMSETNING á raunveruleikanum.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:54
Flottur Friðrik, verulega góð samlíking hjá þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.