Aðgerðamiðstöð í boði alvöru skúrksins

 Bílstjórarnir koma kistu fyrir
Er "bensínstöð Olís við Suðurlandsveg" aðgerðamiðstöð trukkaranna? Eru olíufélögin að berjast með trukkurunum fyrir lægra bensínverði? Ættu trukkararnir ekki að loka "bensínstöð Olís við Suðurlandsveg" með mótmælum frekar en að heiðra skálkinn?

Ég stend með trukkurunum í baráttunni fyrir lægra bensínverði. En ég mótmæli aðferðafræði þeirra. Hvað bensínverð varðar hafa þeir eitthvað ruglast á skúrkum. Þeir eiga að safna liði við Austurvöll og fara þaðan á bensínstöðvarnar og loka þeim. Til að mótmæla verðhækkunum og álagningu olíufélaganna og hækkun olíuframleiðsluríkjanna á heimsmarkaðsverði. Þarna er skúrkarnir.

Aftur á móti geta trukkararnir mótmælt á Austurvelli þegar stjórnvöld ætla að leggja umhverfisskatt á eldsneytið, eins og örugglega er fyrirhugað og tíðast t.d. á hinum Norðurlöndunum. Trukkararnir missa þá að vísu stuðning græningja, en það er kannski lítil fórn fyrir lægra eða ekki-hærra bensínverð.

Til að reyna að komast út úr ógöngum sínum tala trukkararnir núna um allt önnur mál en lagt var upp með. Tala um eftirlaunalögin og baráttuna fyrir þá sem minnst mega sín. Verður hnykkt á þessu með kröfum um að hætta við framboð í Öryggisráð SÞ og fyrir því að koma "kistilega siðgæðinu" aftur inn í skólafrumvörpin? Stofna flokk, kannski?

Bara eitt að lokum: Sjálfsagt finnst mörgum þetta sniðugt með líkkisturnar. Ekki mér. Fyrir mér tákna líkkistur ástvinamissi. En það er bara ég.


mbl.is Fyrst og fremst táknræn athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vil bæta við að ég er ítrekað búinn að spyrjast fyrir um aðferðafræðina og áherslurnar á bloggsíðu Sturlu Jónssonar (http://sturlajonsson.blog.is/blog/sturlajonsson/) en fæ engin svör nema helst þau (frá félögum Sturlu; hann svarar ekki) að ég sé með skítkast, að ég og mínir líkar hangi á "bókhlöðunni", drekkandi latte og sé í ljótum lopapeysum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já þetta eru málefnalegir einstaklingar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 11:25

3 identicon

Get ekki verið meir sammála ykkur...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála mörgu, ef ekki öllu, svei mér þá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 13:39

5 identicon

Sæl veri þið hér ofangreind.

Þið hnýtið í Sturlu og félaga, en er einhver ykkar að gera eitthvað??

Það er auðvelt að sitja á sínum rassi við tölvu og hnýta í þá sem láta til sín taka og eru að vinna fyrir okkur öll, mín skoðun er sú að það sé betra að segja ekki neitt en að opinbera sig á þann hátt að hnýta í þá sem eru að krefja þá sem föluðust eftir atkvæðunum okkar, að þeir hinir sömu standi við kosningaloforðin!!

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:24

6 identicon

En verður ekki að hafa í huga að þetta eru "trukkarar" og viðmið þeirra hugsanlega önnur en hjá reyndum blaðamanni.

Hverju sætir hins vegar að "þeir" fá ekki almennilegar ráðleggingar hvað aðferðafræði varðar - frá einhverjum velviljuðum?

En ættu ekki margir, þ.m.t. stéttarfélög, að standa saman þegar sultarólin kreppir að .... ? 

Er þrælslundin ávallt öðru yfirsterkari á Íslandi? 

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:45

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka kommentin. Viðskrifari: Ég hef verið að reyna að veita trukkurunum ráð, en á það er ekki hlustað og maður fær það óþvegið.

Ég fór á Austurvöll í hádeginu. Fín mæting og ágæt mótmæli, ef aðeins væri verið a beina mótmælunum í réttar áttir. Nú var verið að mótmæla svikum á kosningaloforðum. En ekki fylgdi sögunni hvaða kosningaloforð var um að ræða. Sturla Jónsson hefur nefnt eftirlaunafrumvarpið, en það mál virðist þrátt fyrir allt að ná lendingu, þótt dráttur hafi orðið á efndum. Sturla nefndi einnig (í vefsjónvarpi Moggans) málefni aldraðra og öryrkja, en samt eru trukkararnir að hæla Jóhönnu Sigurðardóttur, einum ráðherranna.

Ef menn eru að mótmæla loforðum kosningasvika er ekki lágmark að tiltaka hvaða kosningaloforð menn eru að tala um? Lofaði einhver lægri álögum á bensín og olíu? Ekki minnist ég þess? Lofaði einhver hærri álögum á bensín og olíu. Ég hygg að svo sé: Ætlar Samfylkingin ekki einmitt að beita sér fyrir umhverfissköttum? Ætla trukkarar að mótmæla því að það kosningaloforð sé svikið? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 15:47

8 Smámynd: Hebbi tjútt

En þarf ekki uppáhaldið til að hrista svolítið upp í þessu og gefa smá "twist" !

Hann er svalur karlinn ... og gæti tekið allt með "trukki" .. er þaggi?

Skoðið:

http://www.youtube.com/watch?v=QvsIfm-37mc 

Hebbi tjútt, 30.5.2008 kl. 00:23

9 Smámynd: Hebbi tjútt

Assakið ónæðið, en þetta er konan hans Hebba hérna. Ég er búin aðsenda hann í rúmið núna. Hann verður alltaf svo skrítinn eftir að hafa hort á Inga Hrafn. Sá fær að heira það.

Hebbi tjútt, 30.5.2008 kl. 00:40

10 identicon

Sú hefur tekið Hebba með trukki !

Birta (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:55

11 Smámynd: Hebbi tjútt

Hvernig skráir maður sig útúr þessu? Jæja, hann verður bara að gera það þegar hann vaknar. Eiðir maður óþarfa rafmagni, nokkuð?

Hebbi tjútt, 30.5.2008 kl. 00:59

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, Friðrik.Það er ekki bara þú. Þarna er farið yfir strik yfir á svæði sem vekur upp með óviðurkvæmilegum hætti sárar minningar.  Mér finnst svona notkun á líkkistum gott dæmi um tjáningarfrelsi sem hugsandi menn eigi ekki að nýta sér. Kv.

Baldur Kristjánsson, 30.5.2008 kl. 08:00

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég hélt það séra Baldur og þakka þér undirtektirnar. Þær vega þungt, mjög þungt. Það flökraði að mér að e.t.v. hefði æðri máttarvöldum einnig blöskrað og sent frá sér rúman 6 á Richter. Sem betur fer þurftu Sunnlendingar ekki á þessum 11 líkkistum að halda, skjálftans vegna. Hins vegar er ljóst að ýmsum þótti líkkistu-tákngervingin flott á Austurvelli í gær miðað við ákaft klapp þeirra 100-150 sem mættu. Tölur um 200 til 300 manns eru verulega ýktar. Þarna sat og stóð fullt af fólki sem var að njóta góða veðursins og vissi ekkert um einhver mótmæli. Þeirra á meðal ég og Sturla Þór Traustason, nafni aðalsprautunnar í mótmælunum, nefndur eftir nafna sínum og frænda heitnum.

Ég hef verið að reyna að koma sjónarmiðum mínum á framfæri við trukkarana, af því að ég styð þá lýðræðislegu gjörð að mótmæla, styð mótmæli gegn ört hækkandi eldsneytisverði og styð það að réttir skúrkar verði plagaðir. Það er ekki að gerast í dag. Ég fæ ekki ein einustu rök fyrir því að beina mótmælunum að réttum aðilum. Bara skammir fyrir að "hnýta í" Sturlu Hólm Jónsson, sitja við tölvu, drekka latte og vera í ljótri lopapeysu. Sturla Jónsson svarar spurningum mínum í engu. 

Það er lýðræðislegur réttur að mótmæla. Í gegnum aldirnar hafa forfeður okkar og -mæður mótmælt, farið í verkföll og kröfugöngur og barist fyrir réttlæti. Mótmæli eru þannig göfug "iðn" sem ég tek mark á. Ég vil ekki flokka aðgerðir trukkaranna undir þessa göfugu iðn, meðan mótmælin beinast í ranga átt og skálkurinn heiðraður sem einmitt á að verða fyrir barðinu á mótmælum. Eins og með Saving Iceland (útlendir krakkaormar og trúður í prests-formi) er þarna verið að setja blett á góðan orðstí mótmæla á Íslandi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 09:12

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Á akkúrat sama tíma og trukkarar hittust á aðgerðamiðstöð sinni, "bensínstöð Olís við Suðurlandsveg", var þar verið að setja í framkvæmd þessa hækkun - sem trukkarar vilja ekki mótmæl. Af einhverjum dularfullum ástæðum.

Og hækkaði ríkið þó EKKI álögur...
 
 
Innlent | mbl.is | 30.5.2008 | 13:48

Eldsneytisverð hækkar

Eldsneytisverð hækkaði í gær og í dag. Bensínlítri hefur hækkað um 1,50 krónur hjá flestum olíufélögum og er algengt verð nú 162,40 krónur í sjálfsafgreiðslu. Verð á dísilolíu er hins vegar óbreytt  og er algengt verð 177,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband