Framhjáhlaup I: Pólitík gesta minna

 Miðað við mína daglegu óvísindalegu könnun þá eru gestir bloggsins míns yfir það heila tekið nokkuð dreifðir á pólitíska litrófið, en ef til vill má tala um pínulitla vinstri slagsíðu.

"Vel til vinstri" og "Heldur til vinstri" eru samanlagt með 43% hjá mér, sem ekki er fjarri lagi hvað fylgi Samfylkingarinnar og VG varðar. 16.5% gesta minna skilgreina sig "um miðbikið", sem er heldur betur í hærri kantinum miðað mið Framsóknarflokkinn. Í fljótu bragði mætti ætla að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins séu hlutfallslega "of" fáir hjá mér, en svo er ekki þegar betur er að gáð. "Vel til hægri", "heldur til hægri" og "ópólitískur" eru samtals 34.1% og það passar nokkurn veginn við Sjálfstæðisflokkinn. Hí hí. 

Lesandi bloggsins míns er pólitískt:
Vel til vinstri              12.1%
Heldur til vinstri         31.3%
Um miðbikið               16.5%
Heldur til hægri          16.5%
Vel til hægri                 8.8%
Ópólitískur                   8.8%
Annað                           6.0%
182 hafa svarað

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég sagðist vera um miðbikið en á þó ekki minni samleið með nokkrum flokki en Framsókn.

Matthías Ásgeirsson, 16.5.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður gaman að sjá hvort það verður marktækur munur á minni og þinni könnun. Ég hef nú grun um að niðurstaðan verði heldur fleiri vinstrimenn á þinni. Skítaflugurnar renna fljótt á lyktina

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Passaðu þig Gunnar. Eins og er þá ert þú með hærra hlutfall vinstrisinna en ég, bara færri miðbiksmenn. Þetta með skítaflugurnar gæti hitt sjálfan þig fyrir!

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband