15.5.2008 | 20:04
(Mogga)bloggarar II: Nokkur ráð til að fjölga innlitum
Nú hafa Moggabloggarar hjálpað mér vel við að finna húsráð við að auka lesturinn/innlitið á bloggi. Ég ákvað að gera sérstaka færslu um þessi ráð og bæta við úr eigin eigin reynsluheimi. Vonandi koma fleiri góð ráð, en auðvitað er besta ráðið það, að hafa eitthvað vitrænt og fróðlegt frá að segja! Bætið endilega við neðangreindan lista með kommentum.
Að skrifa um fjölskylduna / fjölskylduerfiðleika, einkum af hreinskilni, ekki síst um sjúkdóma eða önnur ámóta frávik.
Að hafa "lokkandi" fyrirsögn og inngang.
Að skrifa um "heit" mál eins og trúmál, lögreglu- og dómsmál (einkum kynferðisbrot og ofbeldi), kynlíf. Alvarleg mál eins og skipulagsmál og heilbrigðismál hins opinbera eru ekki líkleg til mestu vinsælda, en ná til afmarkaðs markhóps þó.
Að skrifa margar færslur á dag.
Að tengja færslur við fréttir.
Að hafa eitthvað að segja sem skiptir máli!
Að vanda sig og blogga frá hjartanu. Ef menn eru góðir skrifarar þá skilar það sér oftast í miklum lestri.
Að tímasetja færslurnar vel; hugleiða hvenær fólk sest helst við tölvuna.
Að skrifa undir nafni (þótt nafnleysi útiloki ekki árangur).
Að vera vel og heppilega tengdur bloggvinum, sem heimsækja þig, kommentera og vísa á bloggið þitt hjá sér.
Hægt er að ná langt með því að skrifa fyrir sértækan markhóp. Skak.blog.is er dæmi; þröngur hópur en heilmiklar flettingar. Jens Guð höfðar til dægurtónlistarfólks.
Að bloggfærsla manns nái því að vera annað sýnishornið á forsíðu mbl.is, nái sýnishornunum 10 á blogg-forsíðunni sjálfri (Umræðn), að komast í heitar umræður og vinsæl blogg.
- - - Færslan sem átti að vera númer tvö verður þá númer þrjú og kemur á morgun.
p.s. minni enn á könnunina hér til hliðar.
Hrópað af þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo ef þið eruð alveg við það að ná toppnum, en vantar herslumuninn, þá er náttúrulega hægt að grípa til óvandaðra meðula eins og ég gerði einu sinni að gamni mínu Eftirfarandi frétt var á Mbl.is:
"Fimmtán mínútna svarthvít, þögul kvikmynd sem sýnir Marilyn Monroe í munnmökum við ónafngreindan karlmann hefur verið selt fyrir stórfé. Kaupandinn er kaupsýslumaður í New York. Haft er eftir honum að myndin verði aldrei sýnd opinberlega".
Ég bloggaði við fréttina Hér er myndbandið
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 20:57
Ég fékk med det samme 15 hundruð hits.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 20:59
Blogga um íþróttir. Check. Blogga á vinnutíma. Check.
Gunnar; listarnir miðast við vikupúl og eitt 1.500 hitta skot nær bara svo og svo langt, en góð hugmynd engu að síður. Ég hef aldrei prófað myndbönd.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 22:20
Svo er líka hægt að skrifa við svona "blogg"
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:59
Ætti maður að prófa þetta fyrst maður er að byrja að tjá sig á annað borð?
Þórður, 16.5.2008 kl. 09:47
Þakka geysilega góðar undirtektir.
Merkilegasta kommentið hér er efasemdarkomment Salvarar um marktækni talningar mbl.is. Bloggari, sem ég þekki vel, fullyrðir að eitt síðdegi fyrir skömmu hafi viðkomandi séð hjá sér um 320 "Ippur" (IP-tölur), en þær verið um 20 næst þegar viðkomandi gáði og þá að líkindum "núllast út". Engin skýr svör hvað þá viðurkenning kom fram í svörum. Það er auvðitað óviðunandi til þess að huga ef mbl.is er eitthvað að "fiffa" með tölurnar. Maður á eiginlega bágt með að trúa því að mbl.is hafi geð í sér til að "fiffa" með tölur til eða frá, svo sem að sýna alla eða suma meira lesna en þeir eru og suma kannski minna lesna. En orð Salvarar kalla á andsvör mbl.is, finnst mér.
Aukinheldur varpar það eigi fram sannfærandi hugrenningum af vorri hálfu nær Árni Gunnarsson háttvirtur ræðir um notkun uppskrúfaðs stíls. Það hvarflar eigi að undirrituðum að grípa til slíkra óyndisúrræða, Árni.
Hins vegar er rík ástæða fyrir bloggara að skoða "Viðskrifarinn" þessa dagana. Ég lofa að sá er ekki ég í tilraunastarfsemi, en sá bloggari hefur var búinn að skrifa í tæpa tvo sólarhringa og fór úr "núlli" upp í 19. sæti - verður að líkindum kominn í eins stafa tölu eftir miðnættið í kvöld. "Viðskrifarinn" birtir margar, ofurstuttar, færslur á dag. Hann/hún á enga bloggvini og fær nánast engin komment (umræðu), en "allir" eru að kíkja í heimsókn til hans. Ég ætla að fylgjast með honum næstu daga.
Enn vil ég benda á að auðvitað er takmarkaður sannleikur fólginn í því að komast upp svokallaðan "vinsældarlista" og vafasamt að tala um eiginlegar vinsældir. En talningin, miðað við að hún sé að sönnu áreiðanleg, segir hversu margir heimsækja þig og skoða þig eða lesa og um það snýst málið (ekki hvort bloggarinn sé "vinsæll" eða ekki. Margir geta heimsótt blogg einstaklings sem er að öðru leyti óvinsæll!
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 10:19
Þetta er athyglisverð umræða. Vinsældir segja ekkert til um hvort bloggið sé áhugavert. Ekki heldur fjöldi athugasemda, oft er þar um að ræða jákór bloggvina, hamingjuóskir eða eitthvað slíkt. Ég vildi gjarnan hafa lista yfir áhugaverð blogg sem bloggarar vísa á. Þannig að ef ég finn eitthvað áhugavert geti ég merkt það sem slíkt. Mogginn myndi svo hafa sérstakan flipa með slíkum bloggum þar sem efstu bloggin væru þau sem fengju flestar tilvísanirnar.
Ákveðnir bloggarar eru valdir út sem "forsíðubloggarar", þeirra færslur eru misáhugaverðar, heitar umræður eru einnig oft fullar af árnaðaróskum eða "Kalla Tomm".
Með þessu er mögulegt að maður finni góða bloggara sem hingað til eru lítt lesnir.
Kristjana Bjarnadóttir, 16.5.2008 kl. 10:49
Að hafa ekkert í raun að segja, vanda sig ekki og skrifa ALLS EKKI beint frá hjartanu!
Dæmi um það er að skrifa um alla neikvæða punkta sem hægt er þótt Man. Utd. hafi unnið glæstan sigur í leik, heppni, dómaraskandall og tuð í framkvæmdastjóranum eldgamla hafi nú skipt meiru en geta liðsins.
Þetta hef ég nú oft leikið mér til gamans með miklum árangri og viðbrögðum í hvert sinn!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 11:47
Í framhaldi af "viðskrifum" hér að ofan má alveg taka það fram á ég er ekki "viðskrifarinn"
Hvort skrif "viðskrifarans" eru eru svo aftur betri eða verri en einhvers annars er annað mál, en "honum" hefur þó ekki verið "ruglað" saman við skrifs einhvers "Stefáns" !
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.