(Mogga)bloggarar I: Um súper-bloggara, kynlíf, trúmál og ofbeldi

Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Ef svo er má heita athyglisvert að heitasta umræðan (fjöldi kommenta) er þessar stundirnar um eggjakast á heimili þjóðernissinna í Frjálslynda flokknum (Viðar Helgi Guðjohnsen) og um klámvísur Helgu Guðrúnar Eiríksdóttur. Alltaf myndast heit umræða um trúmál og mjög vinsæl eru fjölskyldublogg, einkum mæðra, sem segja sjúkdóma-/erfiðleikasögu sína og/eða barna sinna. Ykkar val hvort leggja megi eitthvað út frá þessu.

Bloggið er að verða nokkuð viðurkennt form af tjáningu í samfélaginu og á sinn drjúga þátt í sístækkandi hópi álitsgjafa. Ég hef að undanförnu skoðað Mogga-bloggheiminn (ég veit að blogg er víðar) og tekið virkan þátt í þeim tiltekna Almenningi. Ég gerði tilraun með ýmsum tilfæringum í mars og nú í apríl hélt ég uppi stöðugum færslum frá 23. apríl og fram að færslunni sem nú er rituð. Í fyrra skiptið vildi ég markvisst koma mér sem efst á „vinsældarlista“ Moggabloggsins, en í síðara skiptið vildi ég fara hægar í sakirnar, auðga betur umræðuna (fjölga kommentum) og prufa fleiri málefni.

Við komum betur að því síðar, því fyrst er að skoða hversu marga gesti/IP-tölur og flettingar þarf til að komast efst eða ofarlega á téðan „vinsældarlista“. Á þeim bænum hafa undanfarnar vikur og kannski mánuði trónað í fjórum efstu sætunum með litlum undantekningum þau fjögur sem geta kallast súper-bloggararnir:

 

1. Áslaug Ósk Hinriksdóttir aslaugosk.blog.is   15.334 vikufl.

2. Jóna Á. Gísladóttir jonaa.blog.is                  12.803 vikufl.

3. Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is    12.468 vikufl.

4. Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is        10.527 vikufl.

 

Þetta fólk hefur á tímabilinu náð að halda nokkuð stöðugum miklum vinsældum á Moggablogginu. Enga palladóma ætla ég að fella um þeirra síður, en merkilegt út af fyrir sig hversu ólíkar þessar bloggsíður eru

Stöku sinnum komast óvæntir hopparar um stund inn á þennan súper-lista. Ómar Ragnarsson rauf múrinn um stund og Jónínu Ben tókst um skamma hríð einnig að rjúfa múrinn. Undir það síðasta náði Ásdís Rán Gunnarsdóttir að komast inn í þennan hóp með umræðu í kringum fegurðarsamkeppni, en er skyndilega horfin af topplistanum. En þessi fjögur hafa verið stöðugast uppi.

Efstu tveir bloggararnir á listanum segja einkum fjölskyldusögur sínar, en hin tvö segja einkum álit sitt á þjóðmálunum (önnur til vinstri og hin til hægri). Það hlýtur að teljast ári gott að ná 15 þúsund flettingum núna og raunar 25-30 þúsund flettingum á viku þegar best lét fyrir örfáum vikum (og veðrið var ekki eins gott) og að fá allt upp í 2.500 gesti að jafnaði á dag. Bloggari sem fær ca. 1.500 IP-tölur eða 2.000 gesti til sín á sólarhring er að líkindum að „tala við“ um 2.500 til 3.000 manns á dag (það eru jú fleiri en einn um hverja tölvu). Það er feikilega góðir „lestur“ – og mikið verk að halda honum stöðugum, hvað þá vaxandi. Það er alveg ljóst að mikil vinna liggur að baki því að ná súper-bloggaranafnbót.

Meira í næsta pistli, í kvöld eða á morgun. Fram að því óska ég eftir kommentum um hvað menn telja að einstaklingur þurfi að gera til að komast inn í eða upp að hópi súper-bloggaranna fjögurra.

p.s. merkja við nýja könnun hér til hliðar, takk.

p.s.p.s. bloggfærsla þessi og framhaldsbloggfærslur verða almennt tengdar við þær innlendu fréttir mbl.is sem mest eru lesnar hverju sinni.


mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú fékk ég í magann Friðrik Þór.  Hef aldrei upplifað bloggið mitt eins og ég sé að tala við fleiri þúsund manns.  Úff.

Bloggið mitt er ekki endilega um pólitík, það er um allan fj....

Þakka þér fyrir pistilinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú ERT að tala við fleiri þúsund manns, Jenný Anna. Ég segi ekki að þú sért að móta heilu kynslóðirnar, en....

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og ég sem er félagsfælin . Annars er mér meinilla við að vera flokkuð sem sjúkdómabloggari, en sýnist sitt hverjum og verð ég að sætta mig við það. Maður getur víst ekki ráðið öllu.

Annars er þetta ótrúlega málefnalega uppsettur pistill hjá þér Friðrik og ekki efast ég um vinnuna þar á bak við, sem og þessari rannsóknarvinnu sem þú hefur verið að stunda.

Annars skil ég ekkert hvað þú meinar með að það sé blogg annars staðar en á mbl. Moggabloggið rúlar

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Friðrik Þór, það er fullkomlega óásættanlegt að lifa lífinu án þess að fá ekki að móta eins og eina kynslóð manna

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er ekki að flokka þig beint sem sjúkdómabloggara Jóna, ég nefni slíkt, en einnig erfiðleikablogg og svona fjölskyldusögublogg nefni ég og ætli þú farir ekki þangað...

Mér dettur annars ekki í hug að tala niður til "sjúkdómabloggara" (ef það orð getur talist til). Til dæmis er einhverfa í fjölskyldu bróður míns og vel mætti tala miklu meira um slík mál...

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er mjög auðvelt að koma sér á topp 10 listann. Blogga bara nógu mikið við umdeildar fréttir á Mbl.is og spekúlera aðeins í fyrirsögninni. Fyrirsögnin er sennilega töluvert atriði, því hef ég tekið eftir.

En svo er þarna fólk í efstu sætunum sem hefur ölast þegnrétt við háborðið, án þess að nota þessa taktík. Eins og hún Jóna, sem bloggar af mikilli einlægni um sín fjölskyldumál og Áslaug um veikindi barns síns. Ómar Ragnarsson á fastan "áskriftarhóp" og er oft í topp 5. Jens Guð einnig, í dægurtónlistinni. Vinsældir þessara aðila byggjast ekki á að tengja við Mbl fréttir. Sjálfur fæ ég ekki mikinn lestur nema tengja við fréttir, en það er svo sem allt í lagi. Ég er fréttafíkill og hef gaman að því að segja frá minni afstöðu til atburða í stuttu máli. Stundum skapast fjörlegar umræður í athugasemdarkerfinu í kjölfarið. Það finnst mér áhugavert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 11:24

7 identicon

Eitt finnst mér merkilegt. Það er valið á ykkur þarna "efra" með stöðuga birtingu og 200% stærri mynd. Stundum dingla ég milli 11 - 20. sæti en ég sé að "slappari" bloggarar eru í aðalsflokkinum...vottever. Ætli tölvan sem velur aðalinn sé með skoðanavírus? Ég veit um marga meistarabloggara sem detta ekki inn á efri hlutann þrátt fyrir fjölda heimsókna og efnismikils bloggslátt. Hvað veldur? Styrmir?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, það er ekki svo svakalega auðvelt Gunnar, þótt hægt sé. Ég skora á þig að athuga hvað þú kemst hátt upp með átaki, sem nær yfir vikutíma. Núna eða fljótlega. Ég er mjög meðvitaður um gildi fyrirsagna og að velja umræðuefnið af kostgæfni. Ég veit um dæmi nafnlauss bloggara sem gerði átak;  skrifaði og skrifaði og kommenteraði út og suður við allt og alla og sá náði 5. sætinu eins og ég í tilraun minni í mars (nú er ég áttundi, meira um það síðar). Ég held að það sé reyndar algert met nafnlauss bloggara. En áfram með umræðuna; hvað kemur fólki á toppinn?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég ætla að gera samskonar könnun og þú um pólitíska afstöðu. Það verður áhugavert að sjá hvort það verði einhver munur á milli kannananna. (vá... mörg n í þessu )

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Áhugaverðar pælingar.

Hin Fjögur fræknu á toppnum eru vissulega með ólík blogg og dekka þar með vítt svið. Það ER heillandi að fylgjast með "venjulegu" fólki takast á við vandamál af hugrekki, sbr. Áslaugu í 1. sæti, Jóna er í fjölskyldugírnum líka en gerir það meira með húmornum, Stefán skrifar mjög ítarlegar færslur og er á hægri vængnum, Jenný er óþekkari og kjaftforari vinstra megin.

Ég get ekki skilgreint þetta. Sjálf byrjaði ég á að skrifa stuttar færslur um hitt og þetta. Ég hafði alltaf haldið til haga skemmtilegum tilsvörum og tiltækjum hjá dætrum mínum tveimur og smám saman breyttist bloggið mitt í slíka skráningu, nær eingöngu. Ekki kann ég skýringar á því af hverju það er lesið jafn mikið og raun ber vitni. Það eru ósköp sakleysislegar frásagnir.

Haltu áfram að mæla og pæla. Égbíð spennt eftir ályktunum þínum um þetta fyrirbæri.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.5.2008 kl. 11:33

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég gerði nú ekki beinlínis markvissa könnun á þessu um daginn, en var samt nokkuð duglegur á tímabili og danglaðist í kringum 15. sæti. Ég hafði það á tilfinningunni að ég kæmist auðveldlega ofar ef ég vildi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 11:34

12 identicon

Ég verð að fá að bæta einu við. =)

Þeir sem tengja við fréttir, jafnvel allt upp í 10-15 fréttir á einum sólarhring og setja við fréttina 3-4 línur, í rauninni um ekki neitt. Oft hefur viðkomandi bloggari ekkert um þessa frétt segja en afþví að fréttin er vinsæl að þá tengir viðkomandi við fréttina í þeim tilgangi að fá sem flesta gesti inn á sína síðu.

Mér finnst svoleiðis bloggarar ekki merkilegur pappír. Ég vona að ég sé ekki að móðga neinn því ég er ekki að tala um fréttabloggara almennt, því ég blogga oft við fréttir, en það eru þarna inni á milli einstaklingar sem setja ljótann blett á bloggheima. Ég nefni engin nöfn en ég held að allir viti hverjir þarna eru fremstir í flokki. 

Hlægileg tímaeyðsla, setja 2-3 línur við frétt, sem í mörgum tilvikum viðkomandi bloggari hefur enga skoðun á og jafnvel hefur ekkert vit á og veit ekkert um málið. isssss pissss

Moggabloggari (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:48

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég mun halda pælingunum áfram Ragnhildur, með næsta pistli í kvöld eða á morgun. En ég tek varlega mark á yfirlýsingum um að það sé auðvelt að koma sér á toppinn. Kannski ekki erfitt að ná upp fyrir no. 10 eða svo, en verulega tímafrekt og slítandi að komast upp til súper-bloggaranna. Reyni menn það bara!

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:51

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Henry er einmitt á toppi visis bloggaranna. Veit ekki hvað það segir okkur. Og hvort að hann hafi efni á því að gera grín að nokkrum?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:53

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Menn eiga að reyna að vanda sig og blogga frá hjartanu. Ekki bara að hugsa um vinsældir, þannig blogg verða oft yfirborðskennd.

Ef menn eru góðir skrifarar þá skilar það sér oftast í miklum lestri.

Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 12:11

16 Smámynd: Steini Thorst

Þetta eru mjög skemmtilegar pælingar og pínulítið fyndnar líka því svo er annar flötur á þessu með vinsældirnar, það eru BLOGGVINIR. Hvað felst í því að vera bloggvinur? Ég spyr því ég ég hef séð hjá sumum alvöru vinum mínum, fólki sem ég þekki vel, að sum hver eiga heilan aragrúa af bloggvinum sem oft samanstendur af fólki sem þekkja viðkomandi ekki neitt. Þetta er sérstaklega áberandi með áberandi fallegar konur, þær eiga flestar risastóran hóp bloggvina sem þær þekkja ekkert. Mér finnst þetta pínu spaugulegt

Steini Thorst, 15.5.2008 kl. 12:17

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju var blogginu þínu lokað Herbert?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 12:22

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vel þá sem ég les eftir efni, ekki vinsældum eða fréttatengingum. Tengdi sjálf við frétt í fyrsta skipti í fyrradag, að gefnu tilefni.

Ég hef ég fengið langflesta gesti þegar vinsælir bloggarar hafa bent á skrif mín og/eða linkað á síðuna mína. Mér hefur þótt afskaplega vænt um það, því þá lesa kannski fleiri um þau málefni sem ég er að skrifa um.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:23

19 identicon

Ég blogga eingöngu á blogspot.com.  Þar er ekki verið að keppa um vinsældir né innlit. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:25

20 identicon

Ráð til að komast inná lista súperbloggara:

Vertu heima hjá þér allan daginn ... ekki stunda neina vinnu ... skrifaðu sjö til tíu blogg á dag þar sem þú einfaldlega endursegir fréttir af mbl.is ... og þar með eru vinsældir þínar gulltryggðar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:28

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Friðrik Þór, ég tók mér það Bessaleyfi að linka á færsluna þína.  Þú ert með skemmtilegar pælingar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 12:42

22 identicon

Blogg er eins og tónlist, besta tónlistin er ekki á topplistanum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:48

23 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég spái lítið í hvað margir lesa mínar færslur nú orðið, var alltaf að kíkja á heimsókna og flettingafjöldann fyrst en man sjaldan eftir því lengur, enda síðan mín aldrei verið sérlega vinsæl, líklega af því að ég fjalla mest um mál sem fáir nenna eða vilja setja sig inní, 9/11 og ýmsar samsæriskenningar og sannanir. Fæ samt stundum slatta af kommentum og umræður, aðalega frá öðrum sem hafa einnig áttað sig á þeim blekkingum og baktjaldamakki sem í gangi er og hefur verið á síðustu öldum. Fréttir tengi ég ekki oft við en þegar ég geri það rjúka heimsóknartölur yfirleitt upp.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.5.2008 kl. 12:54

24 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tek undir með Doctor E.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 15.5.2008 kl. 13:16

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það sem dregur flesta að blogginu er forvitni og afþreying. Grípandi fyrirsagnir sem vísa til dægurmála til kynlífs krydds og áfengis eru líklegri til vinsæalda en umræða um stýrivexti og þróun álverðs á heimsmarkaði. Upplýsingar um einkahagi njóta mikillar hylli einkum ef um er að ræða átakanlega sjúkrasögu, samskipti við ástvin og vandamál þar að lútandi  svo ekki sé talað um  bersöglar kynlífslýsingar.

Sigurður Þórðarson, 15.5.2008 kl. 13:16

26 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Æ, vitið þið - ég nenni ekki að pæla svona mikið í þessu. Ég blogga af því mér finnst það gaman. Stundum er ég í fréttum, stundum í pólitík, stundum í fjölskyldumálum og tómstundaiðjunni. Ég veit aldrei af hverju ég rýk af og til upp í topp tíu. Það getur gerst af ólíklegustu tilefnum.

Þess vegna finnst mér athyglisvert að sjá ykkur tala um það að "komast" upp á vinsældalistann. Ef það er markmiðið með boggskrifum - þá líst mér ekki á blikuna. Mitt markmið er að tjá mig, deila skoðunum mínum, fá athugasemdir og spjall um það sem ég er að spá og sekúlera. Það er gaman. Vinsældirnar eru bara bónus í mínum huga - ekki markmið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.5.2008 kl. 13:45

27 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk, Jenný.

DoctorE: Á um það bil vikutíma; frá 1. maí til 7. maí, raukstu upp „vinsældarlistann“ úr 45. sæti með að meðaltali 453 gesti á dag og upp í 11. sæti með að meðaltali 836 gesti á dag. Það er næstum 100% aukning. Hvað varstu þá helst að tala um sem höfðaði svo mjög til fólks? Varstu í átaki?

Ólína og þið hin; Það er Mogginn sem ber ábyrgð á því að kalla þetta "vinsældarlista". Það má ekki láta það leiðindahugtak rugla sig. Ég er ekki að skoða "vinsældir" per se heldur magnmælingar á gestafjölda og flettingum. Auðvitað eru mest lesnir ekki endilega svo voðalega "vinsælir". Mér finnast vinsældir frekar felast í því þegar saman fara; fjöldi innlita, miklar flettingar OG fjörug umræða (komment).

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 14:11

28 identicon

Friðrik... nei ekkert átak í gangi, ég er ekkert að spá í vinsældir.... hugsanlega má skrifa þetta á að Svavar sóknarprestur kom mér í "Ísland í dag"
Og kannski það að ég plöggaði heimildamynd um sértrúarsöfnuð og fjölkvæni.

Mér finnst bara ekkert gaman að vera ofarlega, skapar bara pressu finnst mér.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:16

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Herbert Fr. ...Jahérna, það er vandlifað á moggablogginu

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 14:22

30 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég virði hógværð þína DoctoerE, en það að vera ofarlega þýðir að vera mikið skoðaður/lesinn/áhugaverður. Líður þér samt betur að vera helst alls ekki á listanum? Viltu t.d. ekki að það sé lesið af sem flestum þegar þú ert að hrekkja guðsfólkið?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 14:27

31 Smámynd: Loopman

Ég hef verið bloggari ansi lengi, byrjaði á því fyrst árið 1998. Hef bloggað hér og það með hléum síðan þá.  Það sem mér finnst persónulega um þessa "topp 4" bloggara. Áslaugu Ósk hef ég lítið lesið og get því ekk fullyrt um hana eins og um hina þrjá. En Jenny, Jóna og Stefán eiga það sameiginlegt að fara heilmikið í taugarnar á mér. Fyrst og fremst vegna þess að þau blogga þannig að það eru margar færslur á dag. Maður fær á tilfinninguna að þau eigi sér ekkert líf.

Jóna Á Gísladóttir bloggar eins og wannabe rithöfundur. Sem hún reyndar er :) Segir það sjálf á sínu bloggi. En hún er með ákveðinn stíl. Stíl sem ég gagnrýndi hana á hennar eigin bloggi hér um daginn og uppskar skæðadrífu af gagnrýni og skítkasti frá "já hjörðinni" sem kommentar á bloggið hennar svona: "ooo þú er svo mikið æði; fjöskyldan þín er frábær, þú ert svo hugrökk..." og svo framvegis. Ég á afskaplega erfitt með að sjá fólk opna sig svona og sína fjölskyldu á netinu, sérstaklega þegar hún talar um börnin sín. Það fylgir mikil ábyrgð því að blogga um einstaklinga og setja allt um þá á netið. Eins er þarna mikið af bloggtuði frá henni.

Jenny Anna er manneskja sem bloggar stórar færslur um fréttir oft á dag. Sem þýðir að, rétt eins og Stefán sem gerir slíkt hið sama, þau eru alltaf ofarlega á listanum yfir ný blogg og því klikkar fólk á þeirra link. Þó svo innihaldið sé frekar krappí. Jenny tuðar eiginlega meira en Jóna, sem er talsvert afrek.

Stefán er með myndarlega höku, en ekki nægilega skemmtilegar skoðanir. Hann er einum of mikill SUS frjálshyggu sveimhugi fyrir minn smekk. Hann er líka það meðvitaður um fjölda lesenda á sitt blogg, rétt eins og hinar tvær allavega, að hann er með svona "disclaimer" sem hann beinir að lesendum sínum

Allir þessir 3 bloggarar hafa það sameiginlegt að banna eða vera á móti nafnleysi. Allir 3 eiga það sameinginlegt að tuða rosalega mikið. Stefán kannski skárri en þær tvær. En það sem einkennir þau er gríðarleg athyglis sýki sem manifestar sig þannig að þau rasa út um allt og ekkert. Ef þetta væri skemmtilegt sem þau rita væri það bara gott mál, en því miður er það ekki svo.

Þessi "Já mafía" sel eltir þetta fólk á spjallinu er líka frekar sad lið. Eins og Obi Wan Kenobi orðaði það hér um árið....."Who's the more foolish: The fool, or the fool who follows him?"

Ætli ég verð ekki hrópaður í kaf núna.

Loopman, 15.5.2008 kl. 14:54

32 identicon

Ekkert frekar, ef ég fæ einhvern til þess að spá í trúmálum þá er ég þokkalega sáttur.
Samkvæmt könnum sem ég er með þá hafa ~26% af 170 sagt að ég hafi fengið þá til að spá í þessum málum, það er bara flott.

Ef mig langaði í vinsældir þá eru trúarbragðaumræður ekki það sem ég myndi skrifa um, en trúarbrögðin eru eitt það mikilvægasta sem hægt er að ræða um og því reyni ég að stuða og sýna allt ruglið með það dæmi.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:54

33 identicon

Mér skilst að Jenný og Stefán hafi atvinnu af því að blogga og fái greitt fyrir það, en aðrir ólaunaðir eins og t.d. Jens Guð er nánast jafn mikið lesinn.

Stefán (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:59

34 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Friðrik: Skemmtileg færsla...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 15:05

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Snilldarpælingar Friðrik! Þú átt hrós skilið fyrir þetta framtak.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.5.2008 kl. 15:56

36 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Er þetta ekki eins og annað í lífinu. Sá sem vinnur allan daginn fjarri tölvu og neti og hefur í nógu að snúast eftir vinnu verður seint súperbloggari. Þá veistu hvað súperbloggarar gera, blogga í vinnunni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.5.2008 kl. 16:13

37 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gaman að þessu. 

Tilvera svokallaðra bloggvina truflar marga utanmoggabloggara. Sumir kjósa að eiga nokkra en trygga bloggvini, sinna þeim vel og vilja líka láta sinna sér. Aðrir sjá kannski áhugaverða bloggsíðu sem þeir vilja ekki týna og biðja þess vegna um bloggvináttu. Ég tilheyri þeim hópi. Þetta er stórmerkilegt samfélag og getur verið mikill tímaþjófur ef lesa á margar síður og kommenta á þær. Ég fór á Moggabloggið af því það er svo einfalt og imbaprúf. Gat t.d. ekki sett inn myndir á blogcentral-síðunni minni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2008 kl. 17:28

38 Smámynd: Tiger

 Ég blogga bara af því að ég er bloggnörd. Ég elska að bulla út í eitt, tvö og tíu. Mér finnst frekar vont að reyna að fylgjast með bloggurum sem senda inn margar færslur á dag því ég hef ekki of mikinn tíma í að lesa mörgum sinnum hjá sama aðilanum. Því les ég stundum bara á kvöldin og les þá allt sem hefur komið inn hjá bloggaranum og kvitta bara í síðustu færsluna.

Stundum hendi ég þó einhverju í allar færslur, en ég legg mig fram í að reyna að lesa alla sem ég hef á vinalistanum mínum og finnst ennþá nokkuð nauðsynlegt að láta þá vita að ég hafi kíkt í heimsókn. Enda finnst mér endalaust gaman þegar ég sé hve margir minna bloggvina gefa sér tíma til að gefa smá comment - þó sumir virðist aldrei lesa hjá manni. 

Ég hef endalaust gaman af þeim sem sýna sig hjá mér, og ég borga þeim alltaf um leið og ég get til baka með því sama. En stundum bara af og til þó ég lesi alltaf alla, enda ekki með svo hrikalega marga á mínum lista svo sem. Ég blogga nú orðið meira til að hafa gaman af með bloggvinum mínum sem eru daglegir gestir hjá mér - en ég myndi aldrei nenna að blogga einnar línu fréttabloggi mörgum sinnum á dag og aldrei fá nein viðbrögð við því önnur en milljón fléttingar. Samt viðurkenni ég alveg að það er gaman að sjá þegar teljarinn hækkar um nokkrar tölur á hverjum degi.

Tiger, 15.5.2008 kl. 20:01

39 identicon

En er ekki "kínverska" leiðin best.. þ.e. segja "lítið" ... en vera með á "ipperíinu"

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:39

40 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvar kem ég auga á þennan blessaða "vinsældalista" (raðaðan eftir sætum) Moggabloggsins? Kannski er ég bara dömm, en ég hef aldrei séð hann...

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.5.2008 kl. 08:01

41 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Friðrik, Þú gengur út frá því að birtar vinsældatölur endurspegli raunverulegar vinsældir. Athugaðu að allar upplýsingar eru frá mbl.is og það er engin trygging fyrir því að það séu réttar upplýsingar. Satt að segja er frekar líklegt að þessi vinsældatalning sé mjög bjöguð, sérstaklega á hátt sem mbl.is kemur vel. þetta er vettvangur í einkaeigu sem byggir á auglýsingatekjur og því að fólk lesi efni blaðsins. Bloggumræða sem fjallar um efni blaðins er lyft hærra. Það getur verið  að vinsældatölur séu ekki beinlínis falsaðar en það er afar sennilegt að þær séu verulega bjagaðar. Það er ekki víst að það sé bara frá hendi mbl.is heldur er hugsanlegt að  notendur sem hafa til þess nóga tækniþekkingu og aðstöðu  búi til sjálfvirkni sem skoðar blogg þeirra oft. Það eru mýmörg dæmi um að netkosningar hafi verið falsaðar, bara núna nýlegt dæmi var þessi húsainnréttingaþáttur hjá Stöð 2.  

Það er furðulegt hvað fólk treystir svona teljaraupplýsingum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.5.2008 kl. 08:56

42 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Maður getur líka bara fengið sér sýna eigin teljara og skrúað þá upp eins og maður vill

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.5.2008 kl. 09:01

43 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er auðvitað óviðunandi ef rétt er, sem Salvör nefnir, að Moggabloggið sé þannig að "frekar líklegt (sé) að þessi vinsældatalning sé mjög bjöguð, sérstaklega á hátt sem mbl.is kemur vel". mbl.is verður að svara þessu, en í athugasemdum við næstu færslu segi ég reyndar frá einstaklingi hvers talning hrundi skyndilega úr 320 í núll eitt síðdegið (IP-tölur), en það er þá í hina áttina; lægri heildartölur (nema horfnu tölurnar hafi verið settar á annan bloggara!).

Og enn nefni ég að gefnu tilefni: Vinsældarlistinn er talning á fjölda heimsókna og flettinga, ekki til mars um raunverulegar vinsældir sem slíkar. Óvinsælir einstaklingar geta fengið urmul heimsókna. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 10:34

44 identicon

Tippið mitt er stærra en tippið þitt. Hvernig nennið þið þessum metingi? Er þetta það sem bloggið gengur út á? Hver er vinsælli en hinn? Enginn furða að fæst ykkar kunni að færa rök fyrir neinu sem þið segið. Jæja, sorrý, ég skal hætta að nöldra.

Pétur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:00

45 Smámynd: Zaraþústra

Ég skoða þessi blogg ekki sérstaklega.  Hins vegar skoða ég oft blogg við fréttir til að sjá hvað mönnum hafa að segja um málið.  Smátt og smátt lærir maður að álit sumra á fréttum eru ekkert sérstaklega áhugaverðar (að mínu viti) og sumir gera lítið annað en að endursegja það sem stendur í fréttinni.  Þess vegna hætti ég að lesa til dæmis svör Stefáns við fréttum en mér fannst hann oft bara endurtaka það sem stóð í fréttinni (það eru að sjálfsögðu undantekningar á því, nýlega hef ég lesið tvær færslur sem bættu töluverðu við fréttina).  En þetta er held ég lykillinn af því að fá mikla umferð á síðuna sína ef menn hafa sérstakan áhuga á því, segja skoðun sína á öllum fréttum eða jafnvel umorða bara það sem stendur í fréttinni.  Þar sem það er ekkert commentkerfi fyrir sjálfa moggagreinina þá svarar fólk bara á bloggum annarra sem umorðuðu það sem stendur í greininni.

En takið eftir því að virkustu bloggararnir eru konur.  Það finnst mér áhugavert, eru virkustu bloggararnir að jafnaði konur?

Zaraþústra, 16.5.2008 kl. 12:15

46 Smámynd: Zaraþústra

Argh! Hvað menn hafa að segja um málið, að sjálfsögðu.

Zaraþústra, 16.5.2008 kl. 12:17

47 Smámynd: Óli Jón

Ég ætla Mogganum það alls ekki að hafa með beinum hætti áhrif á það hvernig bloggarar raðast inn á vinsældalista. Hins vegar væri það afar fróðlegt og gott fyrir bloggsamfélagið ef Mogginn myndi hreinlega lýsa þeim reiknireglum sem liggja á bak við vélrænt val á bloggfærslum á eftirfarandi staði:

  • forsíðu mbl.is (tvær færslur)
  • forsíða blog.is (Umræðan, átta færslur)
  • forsíða blog.is (Heitar umræður, 25 færslur)
  • forsíða blog.is (Vinsæl blogg, tólf færslur)
Fólk getur haft sínar skoðanir á bloggi og bloggurum, en það er byrjað að vigta í hversdagsumræðunni og þá sérstaklega Moggabloggið. Því væri gott að sjá hvernig einstakar bloggfærslur eru valdar umfram aðrar til sérstakrar birtingar. Þetta myndi auka gagnsæi og gera blog.is trúverðugra sem almannafjölmiðill fyrir vikið.

Óli Jón, 16.5.2008 kl. 13:06

48 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er alltaf að reyna að koma mér sem lægst á listanum, með veðurbloggi ef ekki vill betur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 20:11

49 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég þakka umræðurnar um bloggvesenið mitt. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 10:51

50 identicon

Ég lærði ekki neitt

DoctorE (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:16

51 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú varst þó í tímanum. Það er betra að fylgjast með.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 23:00

52 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Friðrik Þór.    (Mogga)bloggarar I: Um súper-bloggara, kynlíf, trúmál og ofbeldi

Eitthvað finnst þér þunnt umræðuefnið á blogginu, og vil ég því bæta úr því með eftirfarandi umræðuefni, sem bloggurum er velkomið að koma inn í umræðuna og verðum við því áreiðanlega vinsælasta bloggið í "Heitustu umræðunni" - eða þannig sko.

Skoðun Björns bónda á;

Ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþrótt bankanna. 

Í Fjármálastöðugleika fyrir ári var niðurstaða greiningar Seðlabanka

Íslands sú að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust. Sú niðurstaða

er óbreytt.

Atburðarás sem hófst eftir mitt síðasta ár og afleiðingar hennar

á alþjóðlegum fjármálamarkaði voru óvæntar. Áhættusækni vék fyrir

áhættufælni og ekki sér fyrir endann á óvissu sem birtist m.a. í lausafjárþrengingum

og áhyggjum af efnahagshorfum. Seðlabankinn gerði

ekki ráð fyrir að veðrabrigðin yrðu svo skörp sem raun ber vitni. Í skýrslu

bankans í fyrra var engu að síður varað við hættum sem framundan

kynnu að vera. Í niðurstöðukafla skýrslunnar sagði: „Seðlabanki Íslands

leggur áherslu á að skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum geta

breyst skyndilega til hins verra. Því er rík ástæða til þess að hafa vara á

og viðbúnað til þess að mæta erfiðari aðstæðum. Tími lausafjárgnóttar

og lágra vaxta sem er óskaumhverfi áhættusækinna fjárfesta kann að

breytast fyrr en varir.” Jafnframt sagði: „Ein helsta hættan sem steðjar

að íslenskum þjóðarbúskap og fjármálakerfinu um þessar mundir er

hröð og óvænt hækkun á erlendum vöxtum og vaxtaálögum.”

Þetta hefur nú komið fram. Í skýrslu þessari er leitast við að meta

styrk fjármálakerfisins við þær aðstæður sem nú ríkja.

Þrengingar á alþjóðlegum lánamarkaði ...

Breytingarnar á alþjóðlegum lánamarkaði eru raktar til Bandaríkjanna

en rætur vandans liggja víðar og dýpra. Þar var á síðustu árum skapaður

markaður með húsnæðislán til lántakenda með mjög takmarkaða

greiðslugetu, svokölluð undirmálslán. Fjármálafyrirtæki komu stórum

hluta lánanna fyrir í skuldabréfavafningum þar sem bætt var við lánum

með hærra lánshæfismat, m.a. skuldabréfaútgáfum íslensku bankanna,

og vafningarnir í heild hlutu góðar lánshæfiseinkunnir. Þegar

vanskil jukust og fasteignaverð tók að lækka fór að bera á afföllum

á þessum vafningum. Í kjölfarið lækkuðu matsfyrirtæki lánshæfiseinkunnir

fjölda þeirra. Þegar fjárfestar reyndu að grynnka á stöðum

sínum í slíkum vafningum þornaði eftirmarkaður upp. Íslenskir bankar

fjárfestu lítið í þessum vafningum en hafa orðið fyrir óbeinum áhrifum

af völdum þeirra.

Töp af þessum og öðrum áhættusömum fjárfestingum hafa

komið illa niður á fjölda banka í Bandaríkjunum og Evrópu. Óvissa um

hvaða bankar hefðu mikið undir í slíkri fjárfestingarstarfsemi leiddi til

þess að vextir á millibankamörkuðum hækkuðu snögglega. Framboð

á skammtímalánsfé dróst verulega saman þar sem bankar hömstruðu

lausafé og vantreystu hver öðrum í viðskiptum sín á milli. Fjöldi banka

hefur orðið að afskrifa háar fjárhæðir sem hefur veikt eiginfjárstöðu

þeirra. Margir þeirra hafa þegar orðið að afla nýs eigin fjár og viðbúið

er að fleiri eigi eftir að gera slíkt.

Sigurbjörn Friðriksson, 17.5.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband