Fjölmiðlar: Fljótfærnisleg bommerta Víkurfrétta

Ein helgasta klásúla siðareglna blaðamanna er að vanda upplýsingaöflun og gefa fólki sem fjallað er um færi á að svara fyrir sig. Blaðamaður Víkurfrétta á Suðurnesjum flýtti sér heldur mikið á dögunum og hefur nú fengið yfir sig siðanefndarúrskurð. Algerlega óþarfan úrskurð og grunar mig að blaðamaðurinn hafi frekar viljað hafa það sem skemmtilegar hljómaði en að spyrja umfjöllunarefnið um réttmæti og áreiðanleika upplýsinganna.

Í umæddu tilviki (farið á press.is til að fá smáatriðin)birtu Víkurfréttir frétt um fjóra svarta ruslapoka á stað þar sem þeir áttu ekki heima og því um umhverfissóðaskap að ræða. Blaðamaðurinn virðist hafa grúskað í ruslinu og séð umslag með nafni manneskju - og það var honum nóg til að fullyrða að viðkomandi manneskja væri sóðinn. Fréttin var skrifuð sem beint ávarp til viðkomandi nafngreindrar konu, sem var beðin um að koma ruslinu sínu til eyðingar hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

Þarna réðu vafalaust góðkynja áhyggjur af umhverfi för en líka möguleiki að blaðamaðurinn hafi beinlínis viljað kenna konunni mannasiði. En hann hafði enga beina sönnun fyrir því að viðkomandi kona væri sóðinn og HAFÐI EKKI SAMBAND VIÐ HANA til að gefa henni færi á að játaða eða neita "sök". Það var þó gert fyrir næstu umfjöllun og hún neitaði þá sök en blaðamaðurinn sá ástæðu til að draga trúverðugleika hennar í efa með því að benda á umslagið með hennar nafni. Þetta eru auaðvitað óvönduð og ólíðandi vinnubrögð. Nafnbirtingin átti alls ekki rétt á sér fyrr þá heldur en viðkomandi kona hefði fengið tækifæri á að segja sína hlið málsins.

Þetta er ekki meðal "stærri" siðamála blaða- og fréttamanna, en er ágætis dæmi um mistök sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir. En þá hefði fréttin kannski aldrei farið út - rétt eða röng!


mbl.is Brutu gegn siðareglum blaðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband