Tákna rauðir túlipanar bláa heilbrigðisstefnu?

 Ég sé að hjartalæknum gengur vel í "kjarabaráttu" sinni. óskandi að þeim gengi betur með baráttu sína fyrir auknum fjárveitingum til að eyða biðlistum í heilbrigðisþjónustunni. En það eru tvær auglýsingar í Fréttablaðinu 1. maí sem mér eru nú hugleiknar. Og ég er forviða.

Eins og gengur var Samfylkingin með auglýsingu þennan hátíðsdag, rauða baráttuauglýsingu, þar sem talað var um "verkalýðinn". Það er til marks um breytta tíma að í auglýsingunni var helsta skrautið RAUÐIR TÚLÍPANAR. Altso hvað!? Túlípanar? Eru ekki rauður RÓSIRNAR alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna?! Síðast þegar ég vissi. Hvað táknar þessi breyting. Hefur jafnaðarmannastefnan verið yfirgefin og tekin upp einhver óútskýrð túlípanastefna?

Og BEINT UNDIR þessari auglýsingu var önnur frá Háskólanum í Reykjavík (viljandi? tilviljun?) þar sem auglýst er "spennandi" meistaranám fyrir "framsækna stjórnendur" og frumkvöðla í heilbrigðismálum. Og takið nú eftir. Námið er sagt fyrir "metnaðarfulla einstaklinga sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem framundan eru í heilbrigðismálum Íslendinga".

Háskólinn í Reykjavík virðist allt vita um þessar breytingar og nógu mikið til að fjárfesta í spennandi meistaranámi fyrir "frumkvöðla". Getur einhver sagt mér hvaða breytingar þetta eru? Er getið um þær einhvers staðar, í stjórnarsáttmála og slíku? Erum við hér að tala um að stórar ákvarðanir liggi fyrir um stórfellda einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni?

Ég er ekki viss um að þingmenn Samfylkingarinnar geti svarað mínum spurningum, samanber:

 
"Já, hvað er hann að gera? Við vitum ekkert hvað hann er að gera," hrópaði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfri Egils
16. mars sl. og átti við hvað Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra væri að gera.


mbl.is Samið við hjartalækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Má ekki uppfæra og nútímavæða gömlu kratastefnuna - ásamt ímyndinni? Er það ekki málið? Hvað sagði Thatcher um sitt helsta afrek? "New Labour!" Er það ekki málið félagi. Látum vera þótt þjóðfélagið breytist, en er þetta ekki einmitt sem sumir þurfa að gera?

Stórt skref var stigið með stofnun Samfylkingarinnar. Þar tóku ýmsir félagar þínir fet inní nútíðina. Aðrir ríghalda enn í nauðhyggju fortíðarinnar og breyttu bara nafni og lit á gamla Alþýðubandalaginu.

Málið virðist vera á þessum væng stjórnmálanna, að ekki er hægt að framkalla stefnubreytingu nema með uppstokkun og eða nafnabreytingu á flokkum!

Jónas Egils. (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú mátt hafa þínar skoðanir, Jónas minn, þótt ég telji þær rangar og mikla minnihlutaafstöðu. Ég beini mínum orðum ekki að bláu fólki eins og þér, heldur að vinstra fólki sem mér finnst að eigi að halda aftur af Thatcheristum eins og þér (þótt þú sért vænsti piltur og allt það). Takk fyrir skrifelsið, en 80% landsmanna eru á þessari meintu úreltu skoðun minni.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega gengið í gegnum nafnabreytingu, þótt óformlega sé. Hann kallast nú Sjálftökuflokkurinn. Varstu ekki búinn að heyra af því?  

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 18:45

3 identicon

Sæll aftur og takk fyrir tilsvörin. Ég reyni að hafa mínar skoðanir áfram.

Varðandi síðastnefndu nafnabreytinguna, þá held ég að hún sé ekki fundin upp af Valhallarmönnum, þó ég hafi ekki komið þar inn í háa herrans tíma og geti svarið fyrir aðgerðir þeirra.

Þó ég haldi ekki með KR í boltanum og muni sennilega aldrei gera (reyndar hefur ekki reynt á búsetu í vestubænum), get ég alveg horft á þá spila, svo fremi sem þeir spila eitthvað af viti. Og talandi um boltan, þá er margt mjög gott að gerast hjá KR- eða var, í unglingadeildum félagsins, sem getur verið öðrum félögum til einhverrar eftirbreytni.

Svo við ræðum aftur um blóm, þá eru túlipanar fallegri en rósir - að mínu mati og stinga ekki!

Njóttu svo helgarinnar gamli félagi.

Jónas Egils. (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég held með KR án þess að hafa nokkurn tímann búið í vesturbænum. Ég hef miklar væntingar til þeirra og er þess vegna óvæginn í gagnrýni á þá þegar illa gengur. út af væntingunum og væntumþykjunni. Ég hef enga ástæðu til að gagnrýna Fram eða Val. Geri engar aðrar kröfur til þeirra en að tapa fyrir KR.

Takk fyrir góðar kveðjur og sömuleiðis. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Innlent | Morgunblaðið | 23.3.2007 | 05:30

Heilbrigðisþjónusta sé hjá hinu opinbera

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is
Mikill meirihluti landsmanna vill að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri sjúkrahúsa (80,7%) og heilsugæslustöðva (76,2%) í stað þess að slíkar stofnanir séu reknar fyrst og fremst af einkaaðilum eða jafnt af þeim og hinu opinbera. Þetta er meðal niðurstaðna landskönnunarinnar Heilbrigði og aðstæður Íslendinga.

Í henni var einnig spurt um viðhorf til fjármögnunar heilbrigðisþjónustu. Mikill meirihluti (81,5%) vill að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, leggi meira fé til hennar en nú er gert.

"Við getum sagt að í þessum svörum sé víðtækur stuðningur við opinberan rekstur í heilbrigðisþjónustu, alveg sérstaklega varðandi stærri þættina eins og sjúkrahús og heilsugæslustöðvar," sagði dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stýrði landskönnuninni. Hún var samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.5.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband