Glæpur, hefnd og fégræðgi?

"... menn svífast einskis til að ná völdum og bola þeim burtu sem voga sér að vera ekki sammála auðjöfrunum og er þeta orðið aðalsmerki sumra fégráðugra manna".

Þetta eru lokaorð Kristjáns Guðmundssonar fyrrverandi skipstjóra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Grein Kristjáns er rosaleg og raunar furðulegt að hún sé ekki meira rædd á blogginu en raun ber vitni. Í greininni sakar Kristján Björgólfana svokölluðu, Hafskipsmennina með "rússagullið" um vafasamar "hefndaraðgerðir", um glæpsamlega ósvífni, um brot á reglum lífeyrissjóðs starfsmanna gamla Eimskipafélagsins, um takta að hætti einræðisherra, um bolabrögð í krafti auðmagns - og gefur þjóðinni og ráðamönnum hennar síðan utanundir með því að segja sem svo að það þori enginn að vera á öðru máli en "ráðandi öfl í Landsbankanum".

 Kristján hefur rétt fyrir sér. Það dirfist enginn að andmæla. Það er stórhættuleg staða lýðræðislegri umræðu. Sterk vísbending um það er að ég læt hér staðar numið - í skjóli Kristjáns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband