26.10.2007 | 16:06
BSRB segir það sem flestallir vilja
BSRB eru heildarsamtök launafólks í almannaþjónustu og ekkert óeðlilegt við það að slík samtök tjái sig um markaðs- og einkavæðingu almannaþjónustunnar. Í þeirri ályktun sem hér um ræðir er BSRB aukin heldur að segja nokkurn veginn það sem allflestir eru orðnir sammála um: Að samningarnir milli REI og Geysir Green verði endurskoðaðir og málið allt krufið til mergjar. Ég myndi vilja bæta við kröfu um opinbera lögreglurannsókn!
Það sem er hins vegar fullkomlega óeðlilegt er að nafnlausir skíthælar á borð við "Dharma" komist upp með það að kommentera með þeim hætti sem hann gerir við þessa frétt mbl.is. Viðkomandi hugleysingi eys í skjóli nafnleyndar aur yfir formann BSRB, kallar hann "spilltan hottintotta" og "hryðjuverkamann" með "skítlegt eðli" og áfram mætti upp telja. Auðvitað má segja sem svo að "Dharma" dæmi fyrst og fremst sjálfan sig með slíkum ummælum - og dómurinn er: "Dharma" er huglaus drullumakari.
Það sem er líka óeðlilegt er að bæði "Dharma" og Sigurður Viktor Úlfarsson tala eins og Ögmundur sé algerlega einráður innan BSRB og að aðrir starfsmenn BSRB og t.d. formenn og stjórnir aðildarfélaganna séu algerlega undir hans hæl. Hvernig dettur mönnum í hug önnur eins vitleysa? Í stjórn BSRB eru 30 einstaklingar með rætur í öllum stjórnmálaflokkum og menn tala eins og Ögmundur hafi dáleitt allt þetta fólk til að lúta vilja sínum í einu og öllu, fyrir utan síðan starfsfólk BSRB; vitiborna hagfræðinga, lögfræðinga, félagsfræðinga o.s.frv. Mikill er máttur mannsins, segi ég nú bara. Hann getur þá væntanlega ekki hafa náð því að verða formaður þessara fjölmennu samtaka um langt árabil nema með því að heilaþvo og þjösnast á öllu þessu fólki úr öllum þessum flokkum! Maður með slíkt náðarvald ætti ekki að einskorða sig við Ísland - hann ætti að yfirtaka heiminn svi mér þá!!
BSRB vill að borgaryfirvöld ógildi samninga REI og GGE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Æi hvað ég er innilega sammála þér í þessu. Notalegt að heyra að ég einn varð ekki reiður yfir þessu skítkasti
Kristján Logason, 26.10.2007 kl. 17:01
Ég skora á "Dharma" að endurtaka orð sín - undir fullu og réttu nafni. Hefur hann til þess hugrekki? Ég hugsa ekki.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.