Hafskipsmenn rannsaka

Fregnir hafa borist um að fyrrum forráðamenn Hafskips séu að láta rannsaka tilurð og rannsókn Hafskipsmálsins svokallaða. Tugir sérfræðinga séu á fullu í því með ærnum kostnaði, væntanlega í boði Landsbanka Íslands eða Björgólfs Guðmundssonar persónulega, en Björgólfur var sem kunnugt er sakfelldur í þessu stóra máli.

Þetta er auðvitað gott og blessað svo langt sem það nær. En jafnframt er deginum ljósara að það verður erfitt fyrir hinn gríðarlega fjölda sérfræðinga að komast að niðurstöðu sem greiðandanum, Björgólfi, mislíkar. Hvað ef niðurstaðan verður að allt hafi verið með felldu að rannsókn málsins og niðurstöður dómstólanna? Á þá bara að borga meira fyrir aðra niðurstöðu?

Og hvað svo? Á næst að rannsaka t.d. Hæstaréttarmálið nr. 214/1969 Hafskip gegn G. Albertssyni til að fá út þá niðurstöðu að undirréttur og Hæstiréttur dirfðust að sýkna G. Albertsson af skaðabótakröfu Hafskips? Bara svo eitt dæmi sé tekið.

Hitt er annað mál að það er vissulega tímabært að upplýsa með óyggjandi hætti hvort að samkeppnisaðilinn Eimskip, sem þá var hjartað í gamla Kolkrabbanum, hafi með óeðlilegum og jafnvel saknæmum afskiptum stuðlað að falli Hafskips og komist yfir eigur síðarnefnda skipafélagsins fyrir slikk.

Aftur á móti leyfi ég mér að biðja hinn stóra hóp rándýrra sérfræðinga að bera saman sambærilegar krónur þegar leitast er við að endurmeta hvort Hafskip hafi de facto verið gjaldþrota. Það liðu mörg ár frá því að kröfur voru lagðar fram í þrotabúið og að búið var gert upp með greiðslum upp í kröfur. Vegna verðbólgubálsins sem ríkti er þetta nauðsynlegt og tal hingað til um að 70% hafi fengist upp í kröfur er talnablekking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég á mjög erfitt með að skilja þennan fornleyfagröft. Ef öll kurl eru ekki komin til grafar þá er sjálfsagt fyrir auðkífing eins og Björgólf að ná sér í einhverja fornleifafasérfræðinga til að rannsaka það. Ég næ samt ekki tilgangnum í því. Í það minnsta var mér kennt að láta hið liðna liggja á milli hluta. Miðað við hegun auðvaldsmanna þá virðist ekki sama siðferðislögmálið gilda um þá. Afhverju nær Björgólfur sér ekki frekar niður á valdhöfunum með því að setja Hafskipamerkið yfir Eimskipamerkið ? 

Brynjar Jóhannsson, 21.10.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er ekki sammála því að alltaf eigi að "láta hið liðna liggja milli hluta". Það er sjálfsagt fyrir Björgólf að láta menn skoða málið, fyrst hann er til í að verja til þess miklum fjármunum. Óskandi væri að fleiri hefðu efni á slíku, sem telja að vegið hafi verið af sér, af dómstólum eða öðrum. Urmull einstaklinga hefur verið dæmdur en haldið stíft fram sakleysi sínu. Menn sem hafa ekki mýgrút af peningum til að kaupa sér uppreisn æru. Þeir þurfa þá að fara í Landsbankann og slá lán, veðsetja eingir sínar og greiða hæstu vesti í heimi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.10.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband