28.9.2007 | 13:31
Sigurður svínbeygði Svein
Ég hef verið beðinn um að útskýra nánar niðurlag færslu minnar hér að neðan um Svein Andra Sveinsson og Sigurð Líndal.
Gott og vel. Sveinn Andri sá um meiðyrðamál mitt gegn Sigurði Líndal og það tapaðist í undirrétti. Gréta Baldursdóttir héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að orð Sigurðar í bréfi til fjölmiðla (Í kvöldfréttum í gær sagði Stöð II frá efni skýrslunnar sem auk þess voru ekki réttar. Ljóst virðist því að einhver vandamanna - og er varla öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni- hefur brotið trúnað og látið Stöð II í té framangreindar upplýsingar. ) hefðu ekki legið fyrir utan mörk tjáningarfrelsisins, heldur hafi verið um að ræða gildisdóm þar sem stefndi lagði mat sitt á staðreyndir sem hann taldi vera fyrir hendi.
Þegar ég síðan ætlaði að ná tali af Sveini Andra og ræða við hann um áfrýjun málsins var Sveinn Andri gufaður upp, í rúma tvo mánuði svaraði hann ekki símtölum mínum, ekki tölvupóstum, sinnti ekki skilaboðum og vildi augljóslega ekkert við mig tala, af einhverjum óútskýrðum og gjörsamlega óskiljanlegum ástæðum. Hann hefur ekki viljað gefa mér þessar skýringar fyrr eða síðar og ekki heldur úrskurðarnefnd (siðanefnd) Lögmannafélagsins og var enda skammaður fyrir þetta allt af nefndinni.
Ég get því aðeins lagt mat mitt á ástæðurnar. Og leitað í smiðju Grétu héraðsdómara til að vera viss um að ég sé réttu megin við mörk tjáningarfrelsisins. Við skoðun á staðreyndum málsins get ég ekki annað en dregið þá ályktun að einhver hafi haft þau áhrif á Svein Andra að brjóta á mér, skjólstæðingi sínum, hunsa óskir mínar um áfrýjun umrædds dóms. Ég staðfæri niðurstöðu undirréttardómarans og segi: Einhver áhrifamikill aðili, og er varla öðrum til að dreifa en Sigurði Líndal, náði heljartökum á Sveini Andra. Þetta er minn gildisdómur, þar sem ég legg mat mitt á staðreyndir sem ég tel vera fyrir hendi.
Ergo: Sigurður svínbeygði Svein. Ég má segja það. Það er gaman að þessu!Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er með eindæmum undarleg hegðun hjá Sveini Andra.... ég verð að taka undir það. Ég hef einmitt alltaf dáðst að Sveini Andra fyrir að taka að sér erfið mál sem fáir vilja sjálfsagt koma nálægt. Þess vegna virkar þetta ennþá furðulegra en annars.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 29.9.2007 kl. 13:29
Það er kannski ennþá skrítnara að í siðanefnd lögmanna skilaði Skúli Bjarnason séráliti og sagði að ég HEFÐI EKKI FALIÐ Sveini Andra að áfrýja. Ég klóra mér auðvitað í kollinum yfir svona hundalógík eða lagatækniflækju. Þarna er ég vikum saman að reyna að ná tali af Sveini Andra til að ræða við hann um áfrýjun og þá fela honum áfrýjun eftir ráðgjöf hans, fela öðrum verkið eða hætta við allt saman. Hvernig gat ég falið Sveini Andra að áfrýja ef ég náði ekki sambandi við hann? Átti ég að fela honum áfrýjun einhliða, án þess að fá samþykki hans??? Vonandi getur Skúli útskýrt þetta fyrir mér einn góðan veðurdag.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.