Siðanefnd fer villur vega

Siðanefnd blaðamannafélagsins fór villur vega í gær – að því er virðist lét nefndin froðufellandi fyrrum ráðherra rugla sig í ríminu og trúa því að umsjónarmaður Kastljóss hafi gengið um með óvildarhug í garð viðkomandi fyrrum ráðherra, hafi viljandi farið með rangfærslur gagngert til að gera viðkomandi ráðherra tortryggilegan og í því skyni „látið undir höfuð leggjast að afla grundvallarupplýsinga í viðkvæmu máli“. Siðanefndin fór þá ólíkindaleið að taka kærumálflutning fyrrum ráðherrans sem lög á bók en rök Kastljóss voru að engu höfð og lutu þau þó að grundvallarreglum fagsins.

Hvað er siðanefnd að hugsa? Fyrst er þó að árétta að siðanefndin að mínu viti umfjöllunina í heild og telur þannig hlut Sigmars Guðmundssonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í lagi og umfjöllunina og niðurstöðurnar í heild; hin dapra niðurstaða lýtur eingöngu að fyrsta þættinum 26. apríl. Samanburður milli texta þess þáttar og umfjöllunar siðanefndar vekur upp furðu. Siðanefndin segir þannig Kastljós/Helga ekki hafa aflað upplýsinga, sem þó eru sérstaklega tíunduð í viðkomandi umfjöllun. Siðanefndin segir einnig Kastljós/Helga hafa fullyrt um hluti sem ekki var gert! Það er eins og siðanefndin hafi bara lesið greinargerð kærandans, ráðherrans fyrrverandi.

Fréttamál þróast. Í þessu tilfelli var ítarlegra upplýsinga aflað með stuðningi í gögnum og áreiðanlegum heimildum. Siðanefnd virðist taka undir formælingar ráðherrans fyrrum um fjórar alvarlegar staðreyndavillur – sem siðanefnd dirfist að kalla „rangfærslur“ (fær orðalagið væntanlega frá ráðherranum fyrrverandi) – og úrskurðar í raun út frá því. Þetta eru einfaldlega RANGFÆRSLUR hjá siðanefndinni og hún á að skammast sín. Að hámarki má tala um eina staðreyndavillu og hún breytti engu um aðalatriði málsins og hún beindist ekki að neinu leyti að kærandanum, ráðherranum fyrrverandi.

Kastljós/Helgi, rétt reins og Sigmar og Jóhanna, og við hin, stóð sig vel í vandasömu máli, aflaði góðra upplýsinga og hafði áreiðanleg gögn og heimildir sér að baki. Umfjöllunin var réttmæt og að langstærstum hluta áreiðanleg – t.d. stendur óhaggað eftir að Allsherjarnefnd þingsins sveigði af hefðbundinni braut umsókna um ríkisborgararétt til að þóknast tilteknum umsækjanda og gætti þá ekki jafnræðis milli umsækjenda. Og við hliðina á þessari vitneskju er ráðherraúrskurður siðanefndarinnar grafalvarlegur.


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þessi dómur Siðanefndar sorglegur og aðeins til marks um aukna pólitíska spillingu hér á landi. Einnig þetta mál fyrrum ráðherra. Þessi umfjöllun Kastljóss fannst mér þörf og fannst mér vera mjög fagmannlega tekið á málinu og eiga þáttarstjórnendur Kastljóss hrós skilið en ekki skítkast frá siðanefnd sem er siðlaus hvað umfjöllun um þetta mál varðar.

Ingólfur Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband