28.5.2007 | 13:35
Af klikkuðum Kleppurum
Ég var að víxlskoða gardur.is, islendingabok.is og fleira í tilefni af 100 ára afmæli Kleppsspítalans og komst að því að í legstaðaskrá eru 121 einstaklingar grafnir sem höfðu sitt síðasta (lög)heimili að Kleppsspítalanum (þar af aðeins ein manneskja með heilbrigðisstarfsmannatitil). Þetta er væntanlega vænn hluti af geðröskuðu íslendingunum, sem faldir voru frá sjónum heilbrigða fólksins, en einnig er vert að minnast um 75 einstaklinga skráða á geðveikrahælið að Arnarholti á Kjalarnesi.
Flestallt af þessu fólki er án starfstitils, enda starf þeirra væntanlega að vera sjúklingur. Hjá mörgu af þessu fólki, um 20 manns, er fæðingardagur ekki skráður, líklega ekki vitaður, og dánardagur rúnaður af við tiltekinn mánuð á tilteknu ári. Ekki beint gætt að nákvæmni. Í flestum þessara tilfella er hægt að lagfæra skráninguna með því að lesa saman við Íslendingabók eða með öðrum aðferðum. En líklega þarf áhugasama aðstandendur til þess og þeir eru kannski af skornum skammti.
Ég votta þessum klikkuðu meðbræðrum okkar virðingu mína. Fólki eins og Andvana barni Elísabetar sem fæddist og dó í nóvember 1963 og Paul Gotfred Hansen, sem ég veit ekki annað um en að hann dó á Kleppi í janúar 1926. Með heimili að Arnarholti var Willy nokkur Fenenga, sem þrátt fyrir sérstætt nafn og að hafa lifað í 67 ár kemur ekki upp gúgglaður, en finnst í Íslendingabók sem Willy W. R. Fenenga, fæddur 1919, dáinn 1986, sonur Ingunnar Júlíu Guðmundsdóttur, fædd 1900 og dáin 1923 frá fjögurra ára syninum Willy. Hver var þessi maður með þetta sérkennilega nafn og hvers vegna var hann að Arnarholti? Aldur: Ekki vitað, er ómöguleg skráning. Það þarf að sýna eftirfarandi fólki þá virðingu að lagfæra skráningu þess í Legstaðaskrá. Þessara klikkuðu meðbræðra okkar, sem að óbreyttu hafa bara ónákvæma nálgun á dánarstund:Árni Þorsteinsson | -- | 00-00-1945 | Fossvogskirkjugarður | |
Einar Jónsson | -- | 00-02-1943 | Fossvogskirkjugarður | |
Erlendur Pétursson | -- | 00-09-1951 | Fossvogskirkjugarður | |
Gísli Guðmundsson | -- | 00-03-1942 | Fossvogskirkjugarður | |
Guðbjartur Sigurðsson | -- | 00-01-1948 | Fossvogskirkjugarður | |
Guðlaug Högnadóttir | -- | 00-08-1930 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Guðlaug Magnúsdóttir | -- | 00-11-1920 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Guðmundína Sigurðardóttir | -- | 00-09-1927 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Guðrún Eiríksdóttir | -- | 00-06-1924 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Gunnar Jóhannesson | -- | 00-07-1926 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Hafliði Gunnarsson | -- | 00-05-1929 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Halldór Jónsson | -- | 00-12-1945 | Fossvogskirkjugarður | |
Hans Guðmundur Nílsen | -- | 00-10-1933 | Fossvogskirkjugarður | |
Jakobína G Jakobsdóttir | -- | 00-09-1927 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Jenný Jónsdóttir | -- | 00-08-1941 | Fossvogskirkjugarður | |
Magnús Jónsson Waage | ---- | 00-01-1922 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
María Friðlaugsdóttir | -- | 00-09-1935 | Fossvogskirkjugarður | |
Nikulás Egilsson | -- | 00-03-1941 | Fossvogskirkjugarður | |
Paul Gotfred Hansen | -- | 00-01-1926 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Sigríður Jónsdóttir | -- | 00-05-1940 | Fossvogskirkjugarður | |
Stefanía Jónatansdóttir | -- | 00-09-1935 | Fossvogskirkjugarður | |
Steinunn Magnúsdóttir | -- | 00-12-1922 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Þórdís Gísladóttir | -- | 00-09-1922 | Hólavallagarður við Suðurgötu | |
Þórður Randversson | -- | 00-03-1939 | Fossvogskirkjugarður | |
Þorsteinn Ólafsson | -- | 00-03-1934 | Fossvogskirkjugarður |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2013 kl. 01:51 | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 28.5.2007 kl. 13:40
Tek undir með þér!
Valgerður Halldórsdóttir, 5.6.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.