Að "lækka samviskusamlega"

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um "lækkanir" veitingahúsa og fékk viðkomandi blaðamaður úttekt mína fyrir fréttastofu Sjónvarpsins og Kastljós í hendurna til viðmiðunar. Þó fær talsmaður Kringlukrárinnar að komast upp með vísvitandi blekkingar í Morgunblaðinu. Segist þar hafa "lækkað samviskusamlega" 1. mars. En ekki kemur fram að úttektin náði aftur fyrir 1. mars og tekur tillit til þeirrar staðreyndar að í janúarlok hækkaði Kringlukráin fjölmarga matrétti sína umtalsvert - og lækkaði svo "samviskusamlega". Útkoman var þá í námunda við núllið - Kringlukráin tók vask-lækkunina því til sín með því að hækka fyrst og lækka svo. Menn eiga ekki að komast upp með svona blekkingar á síðum Morgunblaðsins. Kringlukráin lækkaði ekki "samviskusamlega", nema um hafi verið að ræða vonda samvisku!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband