Aš mynda "tįrvota mišaldra menn"

Siguršur Įsbjörnsson hefur skrifaš athugasemd vegna sķšustu fęrslu minnar og kvešst efast um vinnubrögš Kastljóssins ķ Breišavķkurmįlinu. Siguršur, drengur góšur, śtskżrir žó ekki efasemdir sķnar aš öšru leyti en žvķ aš gefa ķ skyn aš Kastljós hafi lagt įherslu į aš “mynda tįrvota mišaldra menn” frekar en aš svara żmsum lykilspurningum.

 

Kęri Siguršur. Heldur finnst mér kaldrifjaš aš smękka fórnarlömb Breišavķkurhrottanna nišur ķ “tįrvota mišaldra menn”. Žegar ég nefndi ķ fyrri pistli mķnum tįrin og endurfundina žį var ég ekki aš lżsa įhersluatrišum Kastljóss, heldur afar fréttnęmum og nįnast sögulegum tķšindum, ofan į ašrar “veraldlegri” upplżsingar ķ mįlinu, sem vissulega hefur veriš fjallaš um, bęši ķ Kastljósi, af fréttastofum RŚV og af mišlum į borš viš DV og Stöš 2. Aš žessir “mišaldra menn” hafi gerst “tįrvotir” frammi fyrir alžjóš er nefnilega stórmerkilegur “atburšur” og ekki mörg įr sķšan svo gott sem śtilokaš var aš slķkt gęti gerst. Žessi tįr gįfu mörg tonn af upplżsingum og sömuleišis endurfundir žessara manna og fašmlög eftir įratuga ašskilnaš en sameiginlegar martrašir. Og žessi tonn af upplżsingum, žessi įhrifamiklu óbeinu upplżsingar um hryllilegar misgjöršir, žessi hrikalega sterku skilaboš śr fortķšinni, eru ekki ómerkilegri upplżsingar en żmsar tölur og beinharšar stašreyndir sem RŚV og ašrir įšurnefndir mišlar hafa veriš aš draga fram ķ dagsljósiš.

Kęri Siguršur; sįst žś bara "tįrvota mišaldra menn"? Fór žaš kannski ķ taugarnar į žér aš viškomandi menn hafi ekki getaš haldiš aftur af tįrunum og sagt žess ķ staš frį į klķnķskan og tilfinningalausan hįtt, eins og sannir karlmenn eiga aš sögn aš gera?

Til samans hafa žessir mišlar unniš žarft verk og flestöllum spurningum žķnum svaraš af einum eša öllum žeirra og žį ekki sķst af frétta- og dagskrįrgeršarfólki Kastljóss og fréttastofu Sjónvarps. Eftir notabene frumkvęši fórnarlambanna sjįlfra og žeirra Bergsveins Björgólfssonar og Kristins Hrafnssonar vegna heimilamyndarinnar um Breišavķkurmįliš.

 

Eša hvaša spurningum af žķnum eftirfarandi hefur į skort aš hafi veriš settar fram og svara leitaš: Hvenęr varst žś ķ Breišavķk? Hvers vegna varstu žar? Hvernig var vistin? Var engin munur į starfsfólkinu?  Višhöfšu allir sömu svķviršingar og misžyrmingar?  Hvaš gerširšu žegar žś losnašir žašan?  Hvernig gekk žér aš fóta žig ķ tilverunni?  Fékkstu einhverja ašstoš?  Geriršu žér grein fyrir hvers konar (ef einhverja) hjįlp žś žarfnast ķ dag?  Hefuršu haldiš sambandi viš žį sem dvöldust meš žér ķ Breišavķk?  Veistu um örlög žeirra? Geturšu nś žetta mörgum įrum sķšar gefiš stjórnvöldum rįš um žaš hvernig beri aš fara meš mį ykkar sem dvöldust ķ Breišavķk?  Geriršu žér grein fyrir žvķ hvers konar hjįlp žiš žurfiš helst į aš halda?

 

Hafandi séš alla žętti Kastljóss um mįliš og fylgst meš upplżsingaöfluninni og tekiš žįtt ķ henni mótmęli ég žvķ aš frétta- og umsjónarfólkiš hafi lagt įherslu į aš “mynda tįrvota mišaldra menn” į kostnaš einhverra ótilgreindra annarra vinnubragša af meintum faglegri sortum. Žessar spurningar hafa veriš settar fram og svara leitaš, kęri Siguršur. Um vistina, um ašbśnašinn, um hrottaskapinn, um mismunandi starfsfólk, um stóru strįkana gagnvart žeim minni, um afleišingarnar, um žöggunina, um hjįlparskortinn og um mögulegar lausnir... Žaš er mķn skošun aš fréttastofa Sjónvarps og Kastljóss hafi stašiš sig afar vel ķ žessu mįli og dreg ég žį į engan hįtt śr frammistöšu annarra eša įherslum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband