Draugarnir í heiđarselinu (3. hluti af 6)

Áriđ 1967 birtist í Sunnudagsblađi Tímans frásögnin "Konan í heiđarselinu", sem byggđi m.a. á ofangreindri heimild, sögn Guđjóns Jónssonar frá Hermundarstöđum og Árbók Ferđafélags Íslands 1953.  Hefst nú bein tilvitnun í hluta ţeirrar Tímagreinargreinar, ţótt ţađ kosti nokkrar endurtekningar:

"... í Neđra-Nesi í Stafholtstungum hafđi lengi búiđ bóndi, er hét Helgi Jónsson, sonur Jóns Jónssonar, sem um skeiđ bjó á Hofsstöđum, og Guđrúnar Helgadóttur frá Hafţórsstöđum í Norđurárdal. Hann var einn hinn efnađasti bóndi í sveitinni, ráđsettur og gćtinn, en nokkuđ dulur og myrkur í skapi á köflum. Hann var leitarforingi Stafholtstungnamanna á afrétt og réttarstjóri löngum í Fiskivatnsrétt, vörpulegur mađur og karlmenni hiđ mesta og svo vel íţróttum búinn, ađ hann var vart talinn eiga sinn jafningja um Borgarfjörđ og ţótt víđar vćri leitađ. Var mćlt, ađ hann hefđi stokkiđ yfir tíu álna breiđa gröf alvotur, og í glímu stóđst honum enginn snúning.

 

                Helgi í Neđra-Nesi átti mörg börn međ konu sinni, Katrínu Ásmundsdóttur, og voru ţau uppkomin orđin upp úr 1860 (ţetta er rangt - innskot FŢG). Hafđi hann ţá misst konu sína og hugđist festa ráđ sitt ađ nýju. Nú gerđist ţađ voriđ 1866, er hann var á ferđ sjóleiđis af Brákarpolli inn Borgarfjörđ, ađ hann fékk ađsvif og féll útbyrđis. Náđist hann ţó, en ađţrengdur mjög, og er mál manna, ađ hann yrđi ekki samur eftir ţetta. Hann gekk ţó ađ eiga konuefni sitt í lok júlímánađar um sumariđ og var manna glađastur í brúđkaupsveizlunni. En ađeins tólf dögum síđar hvarf hann. Hafđi fólk tekiđ sér hádegisblund eins og ţá var venja, en sjálfur gekk Helgi suđur ađ Hvítá, kvađst ćtla ađ skođa slćgjur og lézt myndi koma brátt aftur. Ţegar fólkiđ vaknađi, var Helgi ókominn, og fór ţá sonur hans einn, Ásmundur, ađ hyggja ađ honum. Gekk hann um stund međ Hvítá, unz hann kom ţar, sem Hörđuhólar heita. Sá hann ţá orf föđur síns í ánni, og var orfhćllinn eđa ljárinn fastur á steini. Ţótti sýnt ađ Helgi hefđi drukknađ ţarna, og kom upp sá kvittur, ađ hann hefđi gengiđ í ána í ţunglyndiskasti eđa einhvers konar ráđleysu.

                 En ekki er ein báran stök. Rúmum tveim árum síđar, fám dögum fyrir jólin 1868, drukknađi Ásmundur, sonur Helga, efnismađur talinn og atgervi búinn, niđur um ís á Ţverá, og lék einnig orđ á, ađ ţađ hefđi ekki međ óvilja veriđ."

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband