Draugarnir í heiđarselinu (1. hluti af 6)

       Helgi Jónsson í Neđranesi drukknađi í Hvítá 9. ágúst 1866, ţá ađeins 49 ára ađ aldri. Hann hafđi ţá veriđ ekkill í fjögur ár en var nýkvćntur og ţví á yfirborđinu ekki mikil ástćđa til ađ trúa ţví ađ hann hafi drekkt sér eins og sögusagnir greina frá. Í kirkjubókum er talađ um "ráđleysi" og í Borgfirskum ćviskrám (BĆ) er beinlínis sagt ađ Helgi og sonur hans Ásmundur hafi drukknađ "af sjálfsvöldum". En nánar um ţađ síđar.       

Sem fyrr segir var fyrri kona Helga Katrín Ásmundsdóttir, Jörgensonar, Hanssonar Klingenberg. Helgi og Katrín áttu saman 17 börn á 19 árum, en lífsskilyrđin voru bágborin og 10 barnanna dóu ung, mörg fáeinna daga gömul. Ţađ hlýtur ađ hafa reynt mjög á ţolrifin ađ vera sífellt ađ jarđsetja nýborin börnin sín og líklegt má telja ađ barneignirnar og raunirnar hafi átt sinn ţátt í ţví ađ Katrín dó ađeins tćplega 45 ára gömul. Ţá var yngsta lifandi barniđ hennar Margrét eins og hálfs árs gamalt, en tvíburi hennar Jóhannes hafđi dáiđ 5 daga gamall. Helga beiđ ţá ţađ erfiđa verkefni ađ tryggja framtíđ ţeirra sjö barna sem eftir lifđu, en ţau voru á aldrinum eins og hálfs árs til tvítugs. Elstur var Ásmundur, sem síđar kemur meira viđ sögu.  

       Ţegar Katrín dó frá börnum sínum var Jórunn formóđir okkar 8 ára. Strax í kjölfariđ var henni komiđ fyrir í fóstur hjá Guđmundi Eggertssyni og Helgu Bjarnadóttur í Sólheimatungu og ţar var hún enn 1870 orđin 16 ára. Hún var ađeins 12 ára ţegar Helgi fađir hennar drukknađi. Börnin sjö höfđu ţá misst báđa foreldra sína og mörg systkini og enn gerđust hörmungar 1868, en ţá drukknađi Ásmundur, elsti bróđirinn, sem ţá var orđinn höfuđ fjölskyldunnar. Hann var "talinn afbragđ ungra manna ađ atgervi og hćfileikum" (sjá BĆ I um hann). Enn má bćta viđ hrakfarasöguna: Áriđ 1834 drukknađi í Hvítá Ásmundur Ásmundsson bróđir Katrínar, ađeins 21 árs gamall, ţá fyrirvinna ađ Elínarhöfđa.

(Nćst 2. hluti. Áđur birt í niđjatali mínu "Af alţýđufólki og afturgöngum)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friđrik Ţór Guđmundsson

2. hluti á morgun.

Friđrik Ţór Guđmundsson, 1.11.2010 kl. 20:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband