Færsluflokkur: Lífstíll

Stoltur miðborgarbúi höfðar til aðkomufólksins um að lemja mann og annan annars staðar

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt. Ég er að alveg um það bil að fá upp í kok á ofbeldi og illri umgengni aðkomufólks í hverfið mitt, miðborgina. Það kemur hingað utan af landi, frá úthverfunum og nágrannabæjarfélögunum, dettur í það með einum vímugjafanum eða öðrum og lemur mann og annan. Getur þetta fólk ekki lamið aðra á sínum eigin heimaslóðum, úr því að þessu aðkomufólki er óstjórnlega laus höndin?

Ég hef sagt það áður; ég er stoltur 101-ari. Mér líður ákaflega vel í Miðstrætinu, stutt að fara niður að Tjörn, Austurvöll, Ingólfstorg, Austurstræti, Lækjartorg, Bankastræti, Laugaveginn, Kolaportið, höfnina, Hljómskálagarðinn og áfram mætti telja. Yfirleitt er fallegt og friðsælt, nema þegar ofurölvi aðkomufólkið er til ama og tjóns um hánóttina. Kiddi frá Keflavík að berja Kalla frá Kópavogi.

Svo talar landsbyggðarfólkið um miðborgarskríl, eins og það sé fyrirmyndarfólkið í nágrenni mínu hér sem er að lemja mann og annan og míga og æla, okkur 101-urum til skelfingar. Ég er 99% viss um að í 99% tilvika séu gerendur í ofbeldi í miðborginni aðkomufólk. Samt er "101" blótsyrði mjög víða.

Ég hef sagt það áður, líka: Fordómar landsbyggðarfólks í garð borgarbúa, ekki síst 101-ara, eru mun stækari en fordómar miðborgarfólks í garð landsbyggðarfólks.

Til áréttingar; Í 101 eru ekki bara pólitíkusar, elítuistar aðrir, menningarsnobbarar og afbrotafólk. Hér er mýgrútur af venjulegu og sanngjörnu fólki. Hemjið fordómana, þið hinir, og hættið að koma í mitt nágrenni að lemja mann og annan. Plís. 


mbl.is Tvær líkamsárásir í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband