Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
19.3.2009 | 13:11
Erlenda eftirlitsmenn endilega til Íslands!
Ég fagna því að hingað til lands komi sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, til að fylgjast með málefnum og framkvæmd í kringum komandi þingkosningar. Það er full þörf á því að óháðir erlendir sérfræðingar skoði kosningalöggjöfina og hugsanlegar breytingar á henni, svo sem persónukjör, og kynni sér fjölmiðla og eignarhald á þeim. Gott væri að fá upplýst álit þessara aðila á okkar gjörsamlega úreltu stjórnarskrá.
Ástæða væri til að fá fram álit þessara eða annarra alþjóðlegra eftirlitsaðila á framkvæmd rannsókna hérlendis á ástæðum bankahrunsins og fjármálakrísunnar, bæði hjá rannsóknarnefnd þingsins og sérstökum saksóknara, sem í gær í fréttum opinberaði raunar hversu fáránlega takmarkað það embætti hefur getað komist af stað.
Hvað viljið þið annars, lesendur góðir, af eftirfarandi:
Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur.
Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008).
Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi.
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess.
Bera skal alla samninga sem framselja vald undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rofin verði öll óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims.
Vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt.
Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.
Öllum skal tryggður réttur til grunnlífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Grunnlífskjör teljast vera nauðsynleg næring, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.
Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.
Hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara verði metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu Hæstaréttar. Ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.
Ráðið verði í stöður innan stjórnsýslunnar á faglegum forsendum.
Fastanefndir þingsins verði efldar. Nefndarfundir verði almennt haldnir í heyranda hljóði.
Settar verði siðarreglur fyrir alþingismenn, ráðherra og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins og til þess ætlast að þeir m.a. geri grein fyrir öllum eignum og skuldum, stjórnarsetu í fyrirtækjum og upplýsi jafnharðan um allar breytingar á þessu sviði. Þingmenn, ráðherrar og embættismenn beri ábyrgð á gjörðum sínum.
Stjórnlagaþing fólksins í haust. Persónukjör í alþingiskosningum. Afnema 5% þröskuld þingframboða.
Aðskiljum ríki og kirkju!
Eftirlitsmenn fari til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 12:13
Embættismenn sem segja sex!
Þegar vandaðir og varkárir embættismenn, eins og þeir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri, eru farnir að hella úr skálum reiði sinnar í garð "snillinganna" sem komuÍslandi á höfuðið og rústuðu orðstír landsins, þá er fokið í flest skjól fyrir þessa viðskiptaníðinga. Enn fremur er það tákn um ný viðmið þegar Morgunblaðið nú rífst af hörku við kaupsýslumenn eins og Sigurð Einarsson og eigendur HB Granda og skammar þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins fyrir óraunhæfar hugmyndir um flata 20% afskrifun skulda.
Ég tek hatt minn ofan fyrir Skúla Eggerti og Ingvari. Skúli hefur að sönnu ekki verið hinn týpíski skrifræðisembættismaður en þarna talar virtur og upplýstur embættismaður eins og upp úr hugarfylgsnum fólksins í landinu. Hann stendur með okkur fólkinu í stað þess að verja ósómann með vísan til einhverra heimilda. Heyr heyr.
Skúli Eggert og Ingvar: Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár.
Virðast íslenskir bankar ekki hafa dregið af sér við þá iðju og sveipað félög Íslendinga þar leynd um eignarhald. Þótt það fyrirbrigði sé vissulega ekki séríslensk uppgötvun er þó ljóst að ýmsir Íslendingar hafa þar ekki verið aftarlega á merinni. Greining ríkisskattstjóra á eignarhaldi sýnir að leyndin um eignarhald og eigendur félaga skráðra í aflandsríkjum er vandamál sem brýnt er að taka á af festu. Meira að segja hefur sú skaðlega starfsemi sem þar er rekin fengið hið hlýlega heiti skattaskjól. Í því orðfæri felst á hinn bóginn grímulaus afstaða, skýli fyrir sköttum, þ.e. vilji til að komast hjá greiðslu skatta með því að dylja eignarhald fyrir yfirvöldum, meðeigendum og almenningi öllum.
Fleiri svona embættismenn, takk. Segja hlutina eins og þeir eru og hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi, en ekki vera handbendi stjórnmála- og kaupsýslumanna.
Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.3.2009 | 12:20
Nýtt bréf til Breska Fjármálaeftirlitisins
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2009 | 20:29
Kannast ekki við drauma-pakkann sem Björgólfur sagði frá
Nokkru eftir bankahrunið fullyrti Björgólfur Thor Björgólfsson í Kompási að ef stjórnvöld hefðu tryggt þáverandi Landsbanka 200 milljón pund hefðu Bresk stjórnvöld keyrt í gegn flýtimeðferð og komið ábyrgðum af Icesave inn í Breska lögsögu. Stjórnvöld hefðu klikkað á þessu. Þessi fullyrðing er þeim mun afdrifaríkari að menn áætla nú að Íslandi þurfi að taka á sig í námunda við 600 til 700 milljarða króna skuldbindingar vegna Icesave - en 200 milljón pund er aðeins brot af þessu eða um 33 milljarðar á núverandi gengi en um 44 milljarðar ágenginu 8. október sl.
Ég vildi kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga Björgólfs Thors og sendi fyrirspurnir í þeim tilgangi. Og fékk svör. Kastljós hagnýtti sér svörin í kvöld. Hér fyrir neðan eru fyrirspurnirnar og svörin.
FYRIRSPURN FÞG til Breska fjármálaráðuneytisins 7. Janúar:
From: Friðrik Þór Guðmundsson [mailto:lillokristin@simnet.is]
Sent: 7. janúar 2009 17:40
To: 'Hannah.gurga@hm-treasury.x.gsi.gov.uk'
Subject: Query regarding Landsbanki freezing Order
HM Treasury
1 Horse Guards Road,
London SW1A 2HQ
Dear Hannah Gurga.
Reference is made to you as regards "any queries regarding" the use of "powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001" against Icelandic bank Landsbanki (plus Authorites and the Government of Iceland) in October last. (I refer to: http://www.opsi.gov.uk/si/si2008/em/uksiem_20082668_en.pdf)
My query, with reference to the Freedom of Information Act, is as follows:
Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?
In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied.
As regards sources for this "story" I point out, that one of the two main owners (now former) of Landsbanki at the time, mr. Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson (aka Thor Bjorgolfsson) has openly state this as a fact, in TV news-show Kompas (Icelandic) and statements in late October last.
Please respond to this query as soon as possible. If for any reasons you are NOT the right person to answer, then please forward this to such a person or agency with CC to me.
Please confirm that you have recieved this Query.
Best regards and happy new year,
Fridrik Thor Gudmundsson
journalist (free-lance)
SVAR Breska fjármálaráðuneytisins 5. Febrúar er í VIÐHENGDRI PDF SKRÁ:
FYRIRSPURN FÞG til FSA 10. febrúar:
From: Friðrik Þór Guðmundsson [mailto:lillokristin@simnet.is]
Sent: 10. febrúar 2009 13:43
To: 'foi@fsa.gov.uk'
Subject: FW: FOI Iceland bank
Good people of FSA.
I am fridrik Thor Gudmundsson, free-lance journalist in Iceland and I hereby send you a query with reference to the Freedom of Information Act of 2000.
I refer to the attached response from HM Treasury to my query. HMT has told me that its response does not apply to the FSA, despite the wording of my query. My query to the FSA is the same as to HMT:
"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?
In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".
Because of media coverage in Iceland it is essential and would be gratefully appreciated if you could send me a response ASAP. In the Media here in Iceland the former main owner of Landsbanki, B. Thor Bjorgolfsson, has clearly stated that Hector Sans was personally involved in this matter.
Please confirm forthwith that you have recieved this query and what I may expect as regards a response.
Best regards,
Fridrik Thor Gudmundsson
Free-lance journalist
Iceland
SVAR Breska Fjármálaeftirlitisins 27. febrúar:
Our ref: FOI1152
Dear Mr Gudmundsson
Freedom of Information: Right to know request
Thank you for your request under the Freedom of Information Act 2000 (the Act), for the following information.
"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?
In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".
Following a search of our paper and electronic records I can inform you that we do not hold the information you are seeking. This is because no such agreement was entered into.
If you have any queries please contact me.
Yours sincerely
Sandra Collins (Mrs)Information Access Team
Financial Services Authority
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
28.2.2009 | 13:55
Að fordæma eða leggjast eindregið gegn - er munur þar á?
Bæði Mogginn (mbl.is) og visir.is (Fréttablaðið?) hafa greint frá því, væntanlega eftir ígrundaða "löggilta" þýðingu, að Bandarísk stjórnvöld FORDÆMI þá ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar Íslands að falla ekki frá ákvörðun þeirrar sem sat þar á undan um veiðar á hundrað og fimmtíu langreyðum og hundrað hrefnum í sumar.
Ég er enginn sérstakur hvalveiðisinni. Vil að við höfum rétt til að nýta þær auðlindir sem hér eru, ef því fylgir enginn skaði, eins og útrýmingarhætta. En jafnframt blasir við mér að ef hvalveiðarnar valda meiri skaða á öðrum sviðum en sem nemur hag þess að veiða hvali, þá ber okkur að viðhafa skynsemi. Í þessu sambandi munar því miklu að lesa rétt út úr pólitískum og diplómatískum skilaboðum stjórnvalda annarra þjóða.
Í viðkomandi yfirlýsingu Bandarískra stjórnvalda eru þau ekki að fordæma (condemn) neitt. Þau eru að leggjast eindregið gegn ákvörðuninni um hvalveiðarnar (strongly oppose). Hörð andstaða er einfaldlega allt annað en fordæming; þarna er ekki bara stigsmunur á heldur eðlismunur að mínu mati. Ég get illa skilið af hverju menn á ritstjórnum mbl.is og visir.is setja villandi hugtak í fyrirsögn hjá sér.
Svona er textinn frá U.S. Department of State:
The United States strongly opposes the Government of Icelands announcement on February 18, 2009, of its decision to uphold the former Governments issuance of a quota for 150 fin and 100 minke whales to be harvested in Icelandic waters. We are deeply concerned that stocks of fin and minke whales are not adequate to support this harvest. We also believe this action will undermine the ongoing future of the International Whaling Commission efforts, of which Iceland is a participant. We call upon the Government of Iceland to rescind this decision and to focus on the long-term conservation of whale stocks, rather than on the short-term interests of its whaling industry.
http://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2009/02/119874.htm
Japanar leyfa hrefnuinnflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
27.2.2009 | 11:55
Um seðlabankastjórann og flokkafylgið
Er Svein Harald Øygard ólöglegur seðlabankastjóri, af því hann er ekki Íslenskur ríkisborgari? Lögfræðingurinn Sigurður Líndal virðist telja svo vera (sjá hér). Þótt Norðmaðurinn sé settur en ekki skipaður. Það er vísað í stjórnarskrá Íslands.
Stjórnarskráin talar reyndar bara um skipan í slík embætti, en ekki setningu, en Sigurði finnst að hið sama eigi að gilda um hvoru tveggja.
Það er auðvitað alvarlegt mál ef um stjórnarskrárbrot kann að vera að ræða. En þá væri blessuð úrelta stjórnarskráin okkar svo sannarlega að flækjast fyrir góðum ásetningi. Ég veit ekki með ykkur, en mér er það mikill léttir að ekki einasta séu bankastjórarnir margumræddu og innlendu farnir frá, heldur finnst mér það kjörráð að fá tímabundið erlendan sérfræðing í aðalstól bankans. Fram að skipan eftir auglýsingu og til að auka traust Seðlabankans. Traustið er einmitt stóra málið þessa dagana. hvað sem því líður verður að ætla að menn hafi skoðað vel grundvöllinn að þessari setningu Norðmannsins með 20. grein stjórnarskrárinnar í huga.
Kosningar og kannanir
Það eru tveir mánuðir til kosninga og í morgun birtu bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið skoðanakannanir um fylgi flokka. Þær eru merkilega samhljóða (jafnvel þótt önnur þeirra birtist í "Baugsmiðli", sbr. vandlætingu DO). Þær bæta hvor aðra upp og gefa til samans ágæta vísbendingu um stöðuna.
Samfylkingin mælist með um 31% fylgi og gæfi það 20-21 þingmann. VG mælist með um 24.5% og gæfi það 16 þingmenn. Þessir stjórnarflokkar og vinstri flokkar til samans eru því sem stendur með fylgi upp á um 55% og 36-37 þingmenn: Gætu myndað ríkisstjórn án Framsóknar eða annarra.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 27%, sem gæfi 18 þingmenn. Þetta er svipað fylgi og þegar flokkurinn fékk sögulegt afhroð árið 1987. En einn stór munur er á stöðunni þá og nú; þá bauð Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar sig fram og náði miklu fylgi af Sjálfstæðisflokknum. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn óklofinn og afhroðið því til muna meira, yrðu þetta niðurstöður kosninga.
Framsónarflokkurinn náði sér á gott skrið eftir "uppgjörið" og kosningu nýs formanns, en fylgið er aftur byrjað að dala. Sögulegt lágmark flokksins var rúmlega 11% fylgi síðast og flokkurinn mælist nú í rúmlega slíku fylgi, með um 12.5% og 8 þingmenn. Frjálslyndir mælast um eða rétt undir mörkum þess að ná þingmanni inn. Flokkur sá hefur yfirleitt komið betur út í kosningum en könnunum, en hremmingar flokksins undanfarið hafa verið með fádæmum og erfitt að ímynda sér annað en að hann sé að liðast í sundur og eyða sjálfum sér.
Ný framboð fylgislaus?
Það sem þess utan er stórmerkilegt við þessar kannanir er að ekkert tiltakanlegt fylgi mælist við "aðra". Íslandshreyfingu, Borgarahreyfingu, Samstöðu og hvað það allt heitir. Jafnvel þótt slík framboð séu ekki formlega orðin til (utan Íslandshreyfingarinnar) þá ættu samkvæmt reynslunni að vera til nógu margir sem myndu velja "annað" ef byrinn væri nógu mikill orðinn. Miðað við reiðina og uppreisnina í samfélaginu ættu að vera nógu margir fyrir hendi í svona könnunum sem segðu: ætla engan gömlu flokkanna að kjósa; mun skila auðu eða kjósa aðra. Þetta segir hyggjuvitið mér að minnsta kosti; þetta ætti að mælast. Nógu miklar fréttir hafa borist um framboðshugleiðingar t.d. Borgarahreyfingarinnar/Samstöðu til að framkalla fylgi í svona könnunum. Það gerist hér ekki.
Ef könnuðirnir eru ekki sekir um falsanir þá virðast þessi framboðsplön mótmæla-aflanna ekki fá byr með sér. Fólk virðist ætla að flykkjast aftur til gömlu flokkanna. Kannski spilar inn í að þeir hafa eða ætla augljóslega að endurnýja sig - hreinsa til. Og auðvitað spilar inn í að engir þungavigtarmenn hafa komið fram sem gerir ný framboð freistandi. Engir. Það gæti þó auðvitað breyst.
Er ríkisstjórnin að gera eitthvað?
En það eru tveir mánuðir til kosninga og margt getur gerst. Í aðdraganda síðustu kosninga var t.d. VG með mjög sterka stöðu í könnunum, en missti á endasprettinum mikið fylgi til Samfylkingarinnar. Það gerist að líkindum ekki núna en öðruvísi sveiflur gætu komið til. Ef þannig birtist ekki á næstunni skýr mynd af því að starfsstjórn vinstriflokkanna sé að gera eitthvað af viti og koma góðum málum í framkvæmd - þá hrynur fylgið af báðum stjórnarflokkunum.
Myndi það hafa slík áhrif ef í ljós kæmi að Norðmaðurinn sé hingað kominn og inn í Seðlabankann í blóra við stjórnarskrá? Ekki held ég það. Ég held að þjóðin (kjósendur) meti meira að við séum að fá erlendan sérfræðing tímabundið en hitt, að gamla þreytta stjórnarskráin segi að það megi ekki.
ATH NÝ SKOÐANAKÖNNUN HÉR TIL HLIÐAR - UM RITSTJÓRA MORGUNBLAÐSINS.
Nýr seðlabankastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.2.2009 | 11:53
Hvers vegna sleppa Bresku fólin?
Ég leyfi mér hér að að fordæma þá makalausu ósvinnu að Bresk stjórnvöld verða ekki látin "finna fyrir tevatninu" með málssókn gegn þeim fyrir hönd þjóðarinnar. Í rauninni alveg burt séð frá því hvort slíkt mál hefði unnist eða ekki.
Davíð oddsson hefur rétt fyrir sér þegar hann sagði í Kastljósviðtali að það hefði verið skammarlegt og óskiljanlegt að hryðjuverkalögin Bresku hafi verið látin ná til íslenska ríkisins og stofnana þess (en einskorðuðust ekki við einkabanka). Það, að dularfullir fjármagnsflutningar hafi ef til vill og líklega átt sér stað, hjá einkaaðilum, réttlætir ekki þann óþverraskap sem Bresk stjórnvöld auðsýndu okkur. Ekki heldur nokkuð í orðum hvorki Árna Mathiesen fjármálaráðherra (þáverandi) í símtali eða orð seðlabankastjórans í Kastljósviðtalinu í október geta réttlætt þessa misgjörð.
Hugsanlega yrði þetta í sameiningu geta talist nægileg réttlæting hjá Breskum dómstólum. En ekki hérlendis og ekki í alþjóðasamfélaginu. Það var ekkert að því að kyrrsetja eigur eða innistæður hjá einkabankanum Landsbanka, en árásirnar á Kaupþing og lýðveldið Ísland voru óréttmætar og ættu að teljast ólöglegar.
Ef málið hefði tapast hjá Breskum dómstólum þá hefði það samt unnist: Allur umheimurinn hefði séð ruddaskapinn og lesið rétt út úr niðurstöðunni.
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.2.2009 | 16:09
Var einhver að tala um einelti?
Í ákveðnum kreðsum hér á landi er talað um einelti í garð formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Eðlilega eru það fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem tala um þetta meinta einelti.
Minna ber á því að talað sé um einelti í garð forseta Íslands. Aðallega eru það einmitt fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem ástunda það meinta einelti.
Ég dreg ekkert úr því að eitt og annað í orðum og gjörðum forsetans megi finna að. Sumir ganga svo langt að telja að hann hafi orðið hagsmunum þjóðarinnar skaðlegur. En ef þetta á að heita rétt þá er mér lífsins ómögulegt að skilja hvernið hið sama getur ekki átt við um formann bankastjórnar Seðlabankans, miðað við umræðuna meðal valda- og áhrifamikilla einstaklinga erlendis. En það er bara mín skoðun.
Óska skýringa á grein Eiðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
18.2.2009 | 11:28
"Tefja, bíða, drolla og hangsa" og "Ef ég og hefði ég"...
Það er skemmtilegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu. Það er svo rosalega langt síðan maður hefur upplifað þann veruleika. Næstum því 20 ár, að hugsa sér. Ég hugsa að þeir hljóti að hafa þurft að fara á námskeið. Í fljótu bragði virðist mér þeir standa sig ágætlega, en viti ekki samt alveg í hvorn fótinn eigi að stíga. Feykjast á milli þess að saka stjórnina um að stela frá sér málum og hugmyndum (sem væntanlega er gott fyrir utan stuldinn sjálfan) og þess að finna stjórninni allt til foráttu vegna vondra mála og hugmynda.
Stjórnarþingmenn stríddu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svolítið í gær. Katrín Júlíusdóttir sakaði þá um að hlaupast undan umræðunni og hugsa bara um að "verja strákana sína í kerfinu". Árni Páll Árnason sagði vörumerki Sjálfstæðisflokksins að tefja, bíða, drolla og hangsa. Þetta eru auðvitað fyrst og fremst skylmingar. Ég er viss um að stjórnarandstöðuþingmennirnir kunni meira en þetta.
Annað kom fram á Alþingi í gær sem vakti athygli mína. Fyrst er að nefna að í alræmdu viðtali við Geir H. Haarde í Hardtalk á BBC bar hann spurður hvers vegna hann hefði ekki talað (beint) við Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. "Maybe I should have" var efnislegt svar Geirs og finnst mörgum sem ég hef heyrt í að þetta hafi verið mjög neyðarlegt.
En á þingi í gær sagði Geir allt, allt annað og færði mun efnislegri og skeleggari svör. Þar sagði hann (heimild: mbl): "Ég gerði tilraun til að ná í hann 9. október en talaði í staðinn við fjármálaráðherrann. Ég hafði talað við hann 5. október, fyrir hrunið. Reyndi að ná í hann auðvitað daginn eftir að hrunið varð, en úr því gat ekki orðið".
Þetta er auðvitað miklu betra, sómasamlegra og efnismeira svar en í Hardtalk. Af hverju sagði Geir þetta ekki þar?
Hart deilt á stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)