25.7.2009 | 11:33
Einkaþota Jóns Ásgeirs loksins seld
Nú þegar hundruð landsmanna eru vegna Hrunsins í boði útrásarvíkinganna að flytjast til útlanda (flýja land) er rétt að fram komi að þeir geta örugglega ekki fengið far með einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugi. Eftir að hafa verið lengi til sölu er kolsvarta einkaþotan (skráð á BG Aviaton ltd) loks seld.
Flugvélin (G-OJAJ) var formlega seld 20. júlí síðastliðinn og kaupandinn reyndist vera "GE CAPITAL EQUIPMENT" í Bretlandi, sem er einhver angi af General Electric risafyrirtækinu. Framleiðandi vélarinnar er Dassault og týpan "FALCON 2000EX".
Kannski margir Íslendingar sjái hana einmitt næst í Noregi, ef viðskipti GE-manna beinast þangað. Hún sést varla mikið oftar á Íslandi, með því að alþjóðlegir viðskiptamenn telja sig vafalítið hafafátt hingað að sækja næstu árin, nema undirokaða og niðurbarða þjóð í harðbýlu landi.
Og þó.... GE fyrirtæki þetta er kaupleigufyrirtæki og kannski heldur Jón Ásgeir áfram að vera notandinn. Hitt er ljóst að þegar Jón Ásgeir sagði opinberlega fyrir mörgum mánuðum að hann væri búinn að selja einkaþotuna þá sagði hann... ekki sannleikann.
![]() |
Hundruð flytjast til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Samgöngur, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ætli við Íslendingar megi vænta einhverra pening heim frá ræningjanum ?
Eða fara þeir kannsi í ólíu á skipið (vill alls ekki kalla það skútu)
ojjj bara ...baugur, bónus og allt hans drasl..fólk á að hætta að versla við þetta pakk !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:09
Afhverju er þessum mönnum trekk í trekk leyft að haga sér svona?
Raunsær (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:39
Er "randalíns"-trimm vélarinnar til merkis um fatnaðinn, sem kann að bíða "útrásarvíkinga" í framtíðinni?
Bjørne-banden (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 13:09
inn með Jón Ásgeir
þþ (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 13:09
Þarf þá Ólafur Ragnar forseti að ferðast með Icelandair á almennu farrými.
Sigurður Jónsson, 25.7.2009 kl. 13:17
Og Ingibjörg Sólrún. Hvar eru eigir Jóns Áseirs og Björnólfs.??? Það er mikill skítalík af þessu öllu sama. Í fréttablaði fyrra vors var sagt og með mynd af Björgólfi. "RIKAST MAÐUR ISLANDS" Hverjir eru að fela peninganna þessarra manna. B og Á. Ég er með frétt úr bresku blaði þar sem segjir að Jón Ásgeir eigi um 200 milljónir punda. Öll hans fyrirtæki sem hann á hluta í her í Bretlandi eru nefnd á nöfn. Nú er ég ekki að tala um fyrirtækin á Jónfrúeyjum. þessi eru fyriruta þau. Látið ekki ljúga að ykkur. Að þessir menn séu gjaldþrota. Það er sko af og frá . Einnig er talað um her hvessu mikið Björgólfur Guðmundssyni lagði í fótboltaliðið sem hann keyfti her í Bretlandi. Hann bæði keyfti það og einnig lagði milljónir í það. Ef einhver vill fá ljósrit af þessum göngum sendið mer e mail.
Anna , 25.7.2009 kl. 13:46
Ég var einmitt að horfa á Kardimommubæinn. Ræningjarnir skiluðu aftur ránfengnum, Soffíu frænku enda var hún erfið viðureignar og algjör andstæða bæjarfógetans Bastíans. Ríkisstjórnin ætti að fjölmenna á þetta ágæta leikrit (og einhver ætti að gefa Ráðhúsinu tölvuleikinn Sim City).
Júlíus Valsson, 25.7.2009 kl. 14:24
Ætli búið sé að selja "duggubátinn"?
One O One’s price reduced by Large Yacht Solutions
May 27 2009
Richard Orme of Large Yacht Solutions emails me to announce a reduction in the price of Heesen’s 44.1m One O One down to €23.4 million. An all-aluminium yacht, she was launched in October 2007 and sleeps 10 guests. ABS classed and MCA compliant, she has a motivated seller so Richard is asking for all serious offers. Lying in Tarragona, Spain, One O One is available for viewing by appointment only.
Tel: +44 7769 535 718
Email: richard@largeyachtsolutions.com
Website: www.largeyachtsolutions.com
Lars Röver (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 14:35
LÆKKAÐ Bónus-verð !
Edmiston signs One O One for sale
Jul 09 2009
Rory Trahair at Edmiston & Company writes to say that Nicholas Edmiston has signed the central agency for sale of Heesen’s 44m One O One. An all-aluminium yacht, she was built in 2007 and accommodates 12 guests. ABS classed and MCA compliant, she’s currently lying in the South of France and is asking €19.75 million.
Edmiston & Company
Tel: +377 93 30 54 44
Email: ne@edmistoncompany.com
Website: www.edmistoncompany.com
Sannkallaðir land rövers ! (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 14:39
Ein sem ekki hefur fylgst með öllu...
Hver á Bónus núna? Jón Ásgeir??? Og fólk heldur áfram að versla þar!!!!
Ég hlýt að vera að misskilja þetta... vona það allavega.
Vala (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 11:58
Já rétt það á ekki að versla við þessi fyrirtæki, en hvernig geta þeir haldið Bónus eftir að hafa sett þjóðina á hausinn?
Það á að taka þessi fyrirtæki af þeim.
Thor (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.