Viðtalið

Afneitun og megalómanía.

Að sinni segi ég bara þetta (er að hlaupa á fund): Davíð réðst hvað eftir annað á Sigmar spyril. Davíð túlkaði hvað eftir annað krítískar spurningar Sigmars sem árás á sig. Hlutverk fréttamanna er að spyrja krítískra spurninga, sem þeir taka saman eftir ýmsum heimildum. Davíð kaus að gera Sigmar sjálfan að árásarmanni. Hvað skal þá segja um lýsingar Davíðs á öllum öðrum meintum árásarmönnum?

Uppfærsla:

Ég er búinn að horfa á þáttinn aftur og verð að segja að sú tilfinning sem rís hæst er hryggð. Þetta var ein allsherjar hryggðarmynd. Það er að segja framkoman hjá seðlabankastjóranum.

Fyrst vil ég þó nefna annað, því umræðan um Davíð umpólast alltaf; hún fer að mestu fram milli eindreginna aðdáenda Davíðs og eindreginna andstæðinga. Því er mikilvægt að þetta komi fram: Mér finnst afbragðsgott að Davíð hafi skrifað löggunni bréf út af Kaupþingi og sjeiknum og kallað þannig fram rannsókn og breytingar. Mér finnst það stórmerkilegt, miðað við að gögnin Davíðs verði birt til staðfestingar (fjölmiðlar vísi til upplýsingalaga og fái viðkomandi ræður, bréf, fundargerðir) að hann hafi hvað eftir annað varað við hættunni (þótt hann hafi opinberlega fyrst og fremst birt jákvæðar skýrslur um stöðu bankanna). Mér finnst stórbrotið að í hruninu hafi Seðlabankanum tekist að halda greiðslukerfinu í gangi. Það er og vissulega hárrétt að Davíð hefur undanfarin ár gagnrýnt suma auðjöfranna harðlega- þá sem eru honum ekki að skapi, ekki hina. En gagnrýni samt.

Og það er út af fyrir sig rétt hjá honum að fjölmiðlar hafa ekki komið auga á eða séð ástæðu til að spyrja forsætisráðherra sérstaklega að því hvernig það getur verið betra að ræða við IMF með bráðabirgða-seðlabankastjóra sér við hlið heldur en núverandi seðlabankastjóra. Þeirrar spurningar þarf auðvitað að spyrja. Enn vil ég nefna að ég fordæmi hvers kyns ásakanir í garð Davíðs um geðröskun hvað þá geðveiki og hef gert það áður.

Hins vegar held ég að skapgerðarbresturinn "mikilmennskubrjálæði" hafi varla farið framhjá mörgum eða hin algera afneitun á nokkra eigin sök. Með semingi og án tiltrúar leyfði hann sér að varpa fram að ef til vill hefði á tímabili átt að leggja meiri áherslu á gengið en minni á verðbólguna. Það var allt of sumt.

Aðeins Seðlabankinn stóð sig samkvæmt þessu í stykkinu; allir aðrir brugðust herfilega. Málflutningur Davíðs var að sönnu ein samfelld árás á Geir Haarde og ríkisstjórn hans: Flokkssystkin Davíðs hlustuðu ekki á meintar viðvaranir hans eða brugðust ekki við. Forsætisráðherra er verkstjóri ríkisstjórnarinnar og yfirmaður efnahagsmála (hálfgerður undirtitill er: efnahagsmálaráðherra). Viðbrögð við viðvörunum í efnahagsmálum voru á könnu Geirs, sem brást. Meira að segja gamli vinurinn Björn Bjarnason óð um í villu og ætlaði að fækka rannsóknarmönnum efnahagsbrotalögreglunnar - hafði sýnilega ekki frétt af viðvörununum. Það er auðvitað skelfilegt ef og þegar Björn annað hvort heyrir ekki í Davíð eða tekur ekki mark á honum.

Afneitun, mikilmennskubrjálæði, hroki, vandlæting og að því er virðist megn andúð á bæði fyrri og núverandi ríkisstjórn. Þetta minnir mig á ótrúlega margt úr alka-fræðunum; Nei, nei, ég er ekki alki. Jú, ég drekk mig oft fullan, en það er af því að konan er ómöguleg, börnin eru frek og leiðinleg, hundurinn hatar mig, vinir mínir hafa yfirgefið mig, yfirmaðurinn minn vill ekki hækka mig í stöðu og vill ekki hækka launin mín, veðrið á Íslandi er svo vont, það kann enginn að meta mig (nema ég), ég er misskilinn snillingur umkringdur vitleysingjum, barþjónninn er eini alvöru vinur minn - en ég er ekki alki.

Firringin endurspeglaðist einna skýrast í algerlega tilefnislausum árásum Davíðs á Sigmar. Það eru alþekkt en lúaleg vinnubrögð ráðamanns í viðtali að snúa út úr spurningum og ráðast á spyrilinn, koma höggi á hann, slá hann út af laginu, persónugera í honum hlutdrægni og andúð. Þetta gerði Davíð sig sekan um í viðtalinu hvað eftir annað, ásamt þreytta frasanum um "leyfðu mér að klára að svara spurningunni". Það er ekki nokkur fótur fyrir því að spurningar Sigmars hafi verið persónulega hlutdrægar. Og aldeilis ekki flokkslega nema síður sé. Hann reyndi að súmmera margframkomin gagnrýnisatriði fjölda nafngreindra einstaklinga og sérfræðinga niður í kjarnyrtar spurningar (og notaði þá samtektarorð eins og "sumir"), en taldist þá af viðmælandanum vera að ráðast á sig. Sorglegt!

Kannski Davíð hafi svarað spurningunni manna best; hvers vegna ríkisstjórnin telur betra að hafa bráðabirgða-seðlabankastjóra með sér í IMF-viðræðunum en núverandi formann bankastjórnar Seðlabankans?

 


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta var gott viðtal og Davíð stóð sig vel.

Það var magnað að heyra hann skýra frá því hver það var sem sendi íslensku lögreglunni bréf í desember vegna viðskipta Katarmannsins sem fékk hundrað milljarða yfirdráttarlánið, og um fjárflutningana frá útibúi Kaupþings í London.

Það er ljóst, að þegar Davíð verður farinn frá, hvort sem það verður næstu daga eða síðar, að þá fær hann fullt frelsi til að skýra frá öllu sem hann hefur vitneskju um. Þá er ég hræddur um að margir sjái sæng sína útbreidda.  Sjáum til...

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2009 kl. 20:31

2 identicon

Finnst þér í alvörunni að það sem mestu skipti sé hvernig honum þóknaðist Sigmar? Hvað með allt það sem hann sagði? Hvert var innihaldið í því sem hann sagði? Hver er með meglómalíu? Eruð þið fjölmiðlamenn virkilega svona skyni skroppnir og fókusaðir á sjálfa ykkur að þið skoðið bara byrtingarmyndina en ekki innihaldið?

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flestar spurningar Sigmars hófust á "sumir vilja meina" eða "ýmsir halda fram". Sigmar var að fiska eftir staðfestingu á því að slúðrið ætti við einhver rök að styðjast.

Krítísk spurning inniheldur efnisatriði sem, eins og þú segir "(teknar eru) saman eftir ýmsum heimildum". Þess slags efnisatriði voru ekki til staðar í spurningum Sigmars. Heimildavinnuna vantaði.

Það var hinsvegar ágætt að staðfesting fékkst á því að stóru fjármagnflutningarnir voru hjá Kaupþingi. Landsbankinn hefur hingað til deilt þeirri sök með þeim.

Ragnhildur Kolka, 24.2.2009 kl. 20:35

4 identicon

Sigmar hefði mátt vera betur undirbúinn. Davíð þurfti að segja honum hvaða bindiskyldu hann væri að spyrja um, ártal o.s.frv.

En það eru greinilega skiptar skoðanir um þetta viðtal. Magnað var það, það er á hreinu.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:38

5 identicon

Davíð kom sá og sigraði.  Það er allt og sumt sem þarf að segja um þetta viðtal við Sigmar. 

Margrét (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ástandið í þjóðfélaginu er greinilega allt Sigmari að kenna!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér fannst fáranlegast hvernig hann blandaði því við að hann væri búin að sótast að áróðri baugsmanna og í restinna fannst mér hann fara algjörlega út fyrir svið sitt og gjörsamlega missa sig í hroka og fullyrðingaflóði.

Brynjar Jóhannsson, 24.2.2009 kl. 20:39

8 identicon

Þakka    þér.

Ég hef verið að lesa blogg manna með hel-blá eyru , en þú hefur greinilega verið að hlusta.

Daó formaður sýndi einræðisherra-tilburði enn og aftur í Kastljósinu.

Kastaði fram hinum og þessum tilvitnunum í sjálfan sig og hlustaði ekki eða rægði orð allra annarra.

Neitaði að svara sí-endurteknum spurningum um hvað hann vissi og hefði verið að gorta sig af.

Sakaði enn og aftur Sigmar um að vera með rógburð, meðan dólgurinn notar sjálfur sömu brögð á fréttamenn dags daglega (og lekur svo náttúrulega í væpni sitt Agnesi Bragadóttur)

Maðurinn er skírlega hreinræktaður drullusokkur!

Óskar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:40

9 Smámynd: MacGyver

Tja, það kemur nú ekkert á óvart að þessi maður sé paranoid og haldi að allir séu að reyna ráðast á hann eftir það sem hefur gengið á eftir hrunið í hans garð.

MacGyver, 24.2.2009 kl. 20:40

10 identicon

Komst að svipaðri niðurstöðu Friðrik.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:47

11 identicon

Algjörlega sammála þér Friðrik, nema kannski það eina að ég skil ekki orðið meglómaía, nema því aðeins að það þýði sama sem megalómanía? Þá væri ég skilyrðislaust sammála hverju orði...

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:58

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Viðtalið sannaði að fréttamenn landsins eru ekki störfum sínum vaxnir upp til hópa. Þeir taka því sem að þeim er rétt og tyggja það í fjölmiðla sína. Engum dettur í hug að kanna raunverulegt gildi þeirra. Það má þess vegna fækka fjölmiðlum, þeir eru gangslausir sem slíkir, einungis góðir í fréttatilkynningar og upphróp eienda sinna.

Guðmundur Jónsson, 24.2.2009 kl. 20:59

13 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sigmar er góður fréttamaður. Hann er greinilega líka góður maður.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.2.2009 kl. 21:07

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).

Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?

...so help me God!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:41

15 Smámynd: MacGyver

Sigmar er nettasti fréttamaðurinn á Íslandi. Ég held að hann var bara að varpa alls konar skoðanir almennings á Davið og það má alveg vera að þessar skoðanir séu bara gallaðar.

MacGyver, 24.2.2009 kl. 21:44

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kominn af fundi. Ég ætla í sjálfu sér ekki að bæta miklu við að sinni; hafði hugsað mér að horfa á viðtalið aftur.

Adda; þetta var bara það sem ég vildi sagt hafa á stundinni, áður en ég hlypi á fundinn, en vitaskuld var fjölmargt í þessu efnislega sem ástæða er til að ræða í þaula - og vafalaust hendi ég einhverju inn í umræðuna þegar ég hef horft á þáttinn aftur (ég held að það ættu allir að gera; horfa á þáttinn aftur).

Sleggjudómari; rétt til getið með orðið. Vitlaust skrifað í flýtinum. Megalómanía þýðir mikilmennskubrjálæði. DO var eini maðurinn á Íslandi og gott ef ekki öllum heiminum sem vissi allt og gekk um og sagði öllum það sem segja þurfti. Aðrir klikkuðu.

Hvað blaða- og fréttamenn varðar og spurningar þeirra þá stend ég við að framkoma DO í garð Sigmars var fyrir neðan allar hellur. Hann bjó til "andstæðing" úr Sigmari og túlkaði eðlilegan "gagnrýninn" hljóm í spurningum sem árás á sig - hvað eftir annað. Sem er alþekkt aðferð til að reyna að þagga niður í eða slá blaða- og fréttamenn út af laginu. Ég hafna því alfarið að Sigmar hafi viðhaft óeðlilegar spurningar og þær voru ágætlega undirbúnar. Sigmar taldi upp slatta af einstaklingum sem gagnrýnt hafa Seðlabankann (en DO afgreiddi þá sem fífl sem vita ekkert hvað þeir eru að segja). Faglega var ekkert athugavert við frammistöðu Sigmars og gjörsamlega út í hött af viðmælandanum að gera Sigmari upp skoðanir af því að spurningarnar innifólu gagnrýnisatriði úr ýmsum áttum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 22:19

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Megalomanía er orðskrípi komið úr læknamáli. Þetta var í minni tíð við gæslu á sjúkrastofnunum gjarnan haft um undirmálsmenn sem trúa því að þeir séu stórmenni. En hvað er athugavert við að nota það ágæta orð Mikilmennskubrjálæði ?

Ég get alveg fallist á að Sigmar hafi komist þokkalega frá þessu en það gerði Davíð reyndar líka held ég. þarna komu fram mikilvægar upplýsingar sem skipta okkur öll máli.

Það er hinsvegar áhyggjuefni út af fyrir sig að menn sjá ekkert annað út úr þessu viðtali en að Davíð sé haldin mikilmennskubrjálæði og að hann hafi verið vondur við spyrjandann

Guðmundur Jónsson, 24.2.2009 kl. 23:29

18 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Nennir einhver dugleg sál, afrita Kastljósið frá orði til orðs svo hægt sé að stúdera það. Finnst útdrátturinn á RUV ekki nógu góður.

Annars eru viðbrögð bloggheima eins og við var að búast annað hvert ertu memm eða þú ert á móti. Memm Davíð eða á móti Davíð. Memm 90% þjóðarinnar og á móti 10%. 

Annars er ég að íhuga hvort að Davíð hafi ekki í raun kostað hina seðlabankastjórana vinnuna. Þeir séu fórnarkostnaður kjörinna yfirvalda, eða collatreral damage upp á mál stríðsþjóða.

Kannski er ég viðkvæm fyrir fréttamönnum en mér fannst Davíð gera sitt besta til að snúa út úr því sem spurt var um og snúa málum að Sigmari. Hann gerði líka sitt besta til að persónugera hlutina. (Fannst t.d. kostulegt þegar hann sagði að fólk treysti honum einum en treysti sér ekki til að hitta hann í bankanaum - hvað átti það að merkja?, líka þegar hann vitnaði í hina og þess sem sögðu honum hvað hann er búinn að vera frábær, en þegar Sigmar nefnir nafngreinda menn, þá eru þeir bara einhverjir sem ásælast djobbið hans (sumir).

Ef sumir segðu við suma

það sem sumir segja um suma -

ef sumir væru hjá

segðu ekki sumir við suma, 

ef  sumir væru hjá.  

æi ég man þetta ekki alveg...

Kristín Dýrfjörð, 24.2.2009 kl. 23:36

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Það er hinsvegar áhyggjuefni út af fyrir sig að menn sjá ekkert annað út úr þessu viðtali en að Davíð sé haldin mikilmennskubrjálæði og að hann hafi verið vondur við spyrjandann".

Þetta er ekki sanngjarnt Guðmundur.  Það kemur skýrt og greinilega fram hjá mér að ég hef hugsað mér að horfa á þáttinn aftur áður en ég fer í ýmis efnisatriði - nenni ég því þá þegar til kastanna kemur. Þetta er í rauninni hundleiðinleg umræða.

Ég sá já ástæðu til að nefna sérstaklega framkomu DO í garð Sigmars og það varðar fagið mitt og fræðigrein mína. So sue me. Tek undir með Kristínu þessari hér á undan: DO gerði sitt besta til að snúa út úr því sem spurt var um og snúa málum að Sigmari.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 23:39

20 Smámynd: Jónas Egilsson

Málið er það Friðrik Þór, að þessir fjölmiðlamenn eru alltof ókrítiskir á sjálfan sig og stundum uppfullir af sjálfum sér. Ef stjórnmálamenn höguðu sér eins og þeir gera sumir, sem allt vald hafa, þá væri hér mun meiri mótmæli. Sumt sem kemur fram í fjölmiðlum er alveg skelfilega dapurlegt! En það er margt gott gert hér líka.

Eftir að hafa bæði fylgst nokkuð vel með fjölmiðlum, aðallega í Bretl. og USA, þá verð ég því miður að segja að þessi stétt hér á landi er ekki nægilega öflug. Kemur það m.a. til af því að að fjölmiðlar eru minni.

Jónas Egilsson, 24.2.2009 kl. 23:51

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skrambans ólán að spyrillinn hafi verið Sigmar Guðmundsson, sem er fagmaður en hefur verið tengdur við Sjálfstæðisflokkinn. Áhlaup DO að Sigmari sem einn af einelturunum virkaði enda ekki. DO hefði sjálfsagt kosið að fá "kommúnískan" spyril.

Rétt Jónas; fjölmiðlar hér eru ekki nógu öflugir og þeir eru "litlir". ísland er fámenn þjóð með lítinn markað. Fjölmiðlarekstur erfiður. Og blaða- og fréttamenn búa við stöðugan faglegan vanbúnað, vinnuálag og tímaþröng. Ég er hins vegar ósammála því að Sigmar hafi eitthvað verið óundirbúinn.

Það sem síður var undirbúið er að Sigmar hafi ekki fengið þessi ögn sem DO var með til að varpa nokkrum blaðsíðum eða svo upp á skjáinn. Mun Davíð birta bréfið sem hann sendi Ríkislögreglustjóra? Mun hann birta þessar fundargerðir og minnisblöð (t.d. um samtölin við ráðamenn)? Fáum við að sjá þetta svart á hvítu?

Meðal þess sem satt og rétt kom frá DO er að furðulegt sé að íslenskir blaðamenn hafi ekki óskað eftir gögnum frá Breskum stjórnvöldum. Þar gilda upplýsingalög. Ég er með fyrirspurn hjá Breska fjármálaeftirlitinu og bíð svara. Í kennslunni hjá mér óskuðu nokkrir nemenda minna eftir upplýsingum og gögnum hjá Breska fjármálaráðuneytinu. Þarf bara tölvupóst til! þarf ekki stóran fjölmiðil eða endalaus útgjöld - bara smá hugmyndaflug.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 00:24

22 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Þegar hinn 11. september í efnahagslífi Íslands átti sér stað í byrjun október 2008, þá vildi svo til að einn af forsvarsmönnum Moody's var staddur í sjónvarpssal beinnar útsendingar hjá fjármálasjónvarpsstöðinni CNBC Europe. Ég sat og horfði á hann í tölvunni hjá mér. Talið barst að íslensku krónunni og Seðlabanka Íslands. En í þessum hamförum náði íslenska krónan sennilega að falla mest allra gjaldmiðla án þess að viðkomandi seðlabanki gerði neitt til að stöðva fallið

Þetta er dálítið merkilegt. En hvað er svona merkilegt við þetta? Jú, talsmaður Moody's sagði það vera Seðlabanka Íslands til mikils hróss að hann freistaðist ekki til þess að grípa inn með stuðningsuppkaupum á krónu. Þessi maður frá Moody's vissi nefnilega vel að þetta er freisting sem hefur orðið mörgum gjaldeyrisforðanum að falli, því í hita augnabliksins er svo auðvelt að missa skynsemina og fara að ímynda sér að hægt sé að verja myntina gegn ofurkröftum. Endalaus röð af seðlabönkum heimsins hafa reynt þetta í erfiðum aðstæðum og er hausinn oftast blásinn af þeim og forðinn gufar upp


Ekki á þeirra vakt

En þetta gerðist bara ekki hjá Seðlabanka Íslands. Hausinn var ekki blásinn af Seðlabanka Íslands og gjaldeyrisforða þjóðarinnar var ekki eytt í halda uppi vonlausu gengi einungis hinum vonlausu til hjálpar

Þjóðin getur því þakkað hæfum mönnum Seðlabanka Íslands fyrir að hún á ennþá gjaldeyrisforða. Honum var ekki eytt til hjálpar hinum vonlausu. Hann var geymdur handa þjóðinni. Geymdur ef til harðinda kæmi og ef Ísland hefði þurft að halda út og þrauka eitt og yfirgefið í óvinveittri baráttu - og ef þurft hefði að semja illvíga samninga við umheiminn, algerlega án utanaðkomandi hjálpar. Það hefði því verið hægt. Styrkleiki í samningum er nauðsynlegur en hann hverfur þó oftast ef þjóðin sveltur. Þetta var tryggt vegna þess að það sátu hæfir hagfræðingar og vanir stjórnendur í Seðlabanka Íslands. Banka þjóðarinnar. En núna á samt að reka þá

Næsta atriði í krísustjórn undir áföllum - og ennþá hér samkvæmt Moody's - er að tryggja að það sé ekki gert áhlaup á gjaldeyrisforðann. Að hann endi ekki á Cayman eða í hólfi í Singapore í eigu fárra aðila. Þetta tryggði Seðlabanki Íslands einnig. Gjaldeyrisforðinn er þarna ennþá, fyrir þjóðina. Seðlabanki Íslands sýndi hér í verki að hann er stofnun sem brást ekki. En mikið var lagt á hann. Öllu var hrúgað á þessa stofnun. Óhæfum fjármálageira á ólöglegum vaxtahormónum, óhæfum rembum útrásar og einnig eyðslusamri ríkisstjórn. Svo biðja menn um kraftaverk á meðan allt var gert sem yfirhöfuð var hægt að gera til að þröngva Seðlabankanum til að grípa til örþrifaráða. Gjaldmiðillinn níddur niður, sífellt grafið er undan öllu með innilegri heimsku fjölmiðla, forvígismenn lýðskrumast í akkorði og Samfylkingin grefur undan starfshæfni ríkisstjórnarinnar þegar mest ríður á að hún sé sterk og þróttmikil

Hin nýja ríkisstjórn Íslands heldur eins og öll vinstri öfl alltaf halda að það sé hægt að laga allt ef bara settar eru fleiri reglur. Hún heldur að allir hætti að aka óvarlega vegna þess að þeir hafi bílpróf. En vandamálið er bara það að ríkisstjórn Íslands situr núna ölvuð undir stýri og er að keyra yfir á rauðu ljósi út um allt. Hún mun brjóta allt og bramla í ölæðinu. Hún er nefnilega ofurölvi og víman er hefndarþorsti, skítt með þjóðina og skítt með landið. Ölvunaræði þar sem bakarar bæjarins verða hengdir opinberlega sem smiðir. Brátt mun brauðið því þverra

En hver gerði þetta?

En hver gerði árásina á Ísland, á myntina, á Seðlabankann, á ríkissjóð og á öryggi þjóðarinnar? Það veit ríkisstjórnin ekki, hún hefur ekki tíma, því hún er úti að aka

Ekki einu sinni seðlabankastjóri Evrópusambandsins mun geta fengið vinnu hjá nýju ríkisstjórn Íslands því hann hefur ekki prófið. Þess utan þá hefur hann aldrei prófað neitt nema að búa í ríkisreknu hagkerfi svo prófið skiptir heldur ekki máli hér. En núna getur nýja ríkisstjórn Íslands valið úr fullt af hæfum mönnum úr hinu fyrrverandi af öllu fyrrverandi, þ.e. frá leifunum af fjármálageira Íslands og klappstýrum gulláranna

Þvílíkir kjánar og einfeldningar. Næst verður forsætisráðherrann krafinn um skilríki þegar hann/hún þarf að fara á . . . já þú veist........Ofanskráð er tekið af bloggi Gunnars Rögnvaldssonar og er athyglisvert innlegg í þá einlitu umræðu sem átt hefur séð stað hér á landi í kjölfar atburða þeirra er leiddu til falls bankanna. Grunnhyggnir tækifærissinnar úr rýmsum áttum hafa reynt að skjóta pólitískum keilum, ráðast á Seðlabanka Íslands og gera hann að blóraböggli. Forsætisráðherra vinstri starfsstjórnarinnar hefur látið etja sér á foraðið og fjölmiðlar hafa básúnað upp órökstutt blaðrið semi stórasannleiik, að forsenda afturbatans í efnahagsmálum sé að finna í hreinsunum í yfirstjórn Seðlabanka Íslands! Spyrja mætti hvort í kjölfar fall Lehman brothers bankans í Ameríku, sem hafði keðjuverkandi áhrif á starfsemi vestrænna banka, hvort Hörður Torfason, Jóhanna Sigurðardóttir og Co. ætli ekki að skrifa Obama bréf og spyrja hvort hann vilji ekki reyna að víkja Ben Bernanke seðlabankastjóra úr starfi (hann er með 14 ára samning frá 2006). Hvergi í hinum vestræna heimi annars staðar en hér hafa ríkisstjórnir reynt að reka yfirmenn seðlabankanna í kjölfar bankakreppunar. Þær eru upplýstari en svo um orsakir vandans.

Óttar Felix Hauksson, 25.2.2009 kl. 01:03

23 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Friðrik.

Krítiskar spurningar

Íslenskir fjölmiðlar margir eru þvi miður afspyrnulegir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2009 kl. 01:16

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dapurlegt að bassaleikarinn ágæti og útgefandin snjalli, Óttar Felix, sé að "pissa annara hlandi" yfir mann og annan hérna, sérstaklega í ljósi þess að eigandin hefur hingað til verið fullfær um það sjálfur!

Hvernig sem menn remgbast og böðlast, þá bara geta menn ekki hrakið þá staðreynd, að Seðlabankin og þar með formaður stjórnar hans, VÖRUÐU ALDREI með opinberum og staðfestum hætti við hruni bankanna, heldur þvert á móti lögðu blessun yfir starfsemi þeirra í skýrslu um mitt sl. ár!

Þetta hefur þú Friðrik þór margbent á auk margra annara og viðtalið í kvöld breytti enngu um það!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 01:56

25 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Óttar Felix - heldur þú að þeir hjá Moody´s hafi vitað af risaláninu sem Kaupthing fékk hjá Seðlabanka Íslands, 3 dögum fyrir fall Kaupþings?

Það hafa margir greiningaraðilar tjáð sig og Moody´s einn af þeim.  Síður en svo eru þeir sammála.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 01:58

26 Smámynd: Jónas Egilsson

Friðrik Þór.

Mér var ekkert kunnugt um meint eða raunveruleg tengsl Sigmars við stjórnmálaflokka og hef ekkert velt því fyrir mér eða rætt. Það eru staðreyndir málsins sem skipta máli - óháð flokkspólitík.

Sigmar gerði sig reyndar seka um að varpa fram alls konar dylgjum, sögusögnum og nota það sem grundvöll spurninga - ekki staðreyndir. Jú, vel má vera að framkvæmd upplýsingalaga sé ekki nægilega góð hér, en ramminn er sniðinn eftir Evrópusambandsumgjörðinni. Mér vintanlega hefur ekki verið kvartað undan Páli Hreinssyni, sem er höfundurinn af þessum lögum, skilst mér.

En, af því þú tengir flokkspólitík við blaða- og fréttamenn, er merkilegt hversu margir úr þessari stétt eru komnir í pólitísk framboð. Ég hef ekki orðið var við þessa þróun í þessum mæli erlendis, þótt ég hafi ekki gert vísindalega könnun á því.

Jónas Egilsson, 25.2.2009 kl. 07:28

27 Smámynd: Níels Steinar Jónsson

Enn og aftur vogar þessi maður að mæta fram fyrir alþjóð og kveða hálfkveðnar vísur. "Það er enginn að gera neitt" Hann er heldur ekki að gera neitt. Ég bjargaði þjóðinni frá að allt stöðvaðist. Enn ekki hvað. Var hann ekki á launum við að bjarga því sem bjargað varð. Hann tók bæði réttar og rangar ákvarðanir En það er ég sjálfur að gera frá degi til dags. Vinna baki brotnu að halda sjó og mönnum í vinnu. Og ef við höldum sjó og komumst í gegn um þetta rugl, þá er Davíð Oddson ekki sá sem ég ber þakkir til. Það er ekki trumbusláttur sem heldur vöku fyrir fólki þessa dagana.

Ef menn vilja trúa því að Davíð og Geir hafi rætt saman löngu fyrir fall bankana um hvað í stefndi , þá er t.d. ein niðurstaðan fyrir að menn voru svona "skilningsljóir." Að koma fólki undan fyrir fallið. Rétta fólkinu. Fólkinu sem var með hendurnar á kafi í sjóðunum. Önnur er að enginn gat séð fyrir afleiðingarnar af þeim aðgerðum sem þyrfti að gera til að afstýra hruninu, og þar af leiðandi enginn tilbúinn að stíga skrefið. Mig grunar að það sé niðurstaðan. Enginn vildi verða sá sem hrópaði úlfur úlfur.

Niðurstaðan úr þessu viðtali er í mínum huga þessi . Það eru allir vondir við mig. Þú kveður ekki hálfkveðnar vísur á svona tímum. Þú heldur ekki  bestu spilunum á hendi fyrir sjálfan þig. Þá ertu bara eins og allir hinir sem sukkuð hvað mest. Að hugsa um sjálfan þig.

Níels Steinar Jónsson, 25.2.2009 kl. 09:15

28 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Hef bætt þessu við færsluna sjálfa:

Ég er búinn að horfa á þáttinn aftur og verð að segja að sú tilfinning sem rís hæst er hryggð. Þetta var ein allsherjar hryggðarmynd. Það er að segja framkoman hjá seðlabankastjóranum.

Fyrst vil ég þó nefna annað, því umræðan um Davíð umpólast alltaf; hún fer að mestu fram milli eindreginna aðdáenda Davíðs og eindreginna andstæðinga. Því er mikilvægt að þetta komi fram: Mér finnst afbragðsgott að Davíð hafi skrifað löggunni bréf út af Kaupþingi og sjeiknum og kallað þannig fram rannsókn og breytingar. Mér finnst það stórmerkilegt, miðað við að gögnin Davíðs verði birt til staðfestingar (fjölmiðlar vísi til upplýsingalaga og fái viðkomandi ræður, bréf, fundargerðir) að hann hafi hvað eftir annað varað við hættunni (þótt hann hafi opinberlega fyrst og fremst birt jákvæðar skýrslur um stöðu bankanna). Mér finnst stórbrotið að í hruninu hafi Seðlabankanum tekist að halda greiðslukerfinu í gangi. Það er og vissulega hárrétt að Davíð hefur undanfarin ár gagnrýnt suma auðjöfranna harðlega- þá sem eru honum ekki að skapi, ekki hina. En gagnrýni samt.

Og það er út af fyrir sig rétt hjá honum að fjölmiðlar hafa ekki komið auga á eða séð ástæðu til að spyrja forsætisráðherra sérstaklega að því hvernig það getur verið betra að ræða við IMF með bráðabirgða-seðlabankastjóra sér við hlið heldur en núverandi seðlabankastjóra. Þeirrar spurningar þarf auðvitað að spyrja. Enn vil ég nefna að ég fordæmi hvers kyns ásakanir í garð Davíðs um geðröskun hvað þá geðveiki og hef gert það áður.

Hins vegar held ég að skapgerðarbresturinn "mikilmennskubrjálæði" hafi varla farið framhjá mörgum eða hin algera afneitun á nokkra eigin sök. Með semingi og án tiltrúar leyfði hann sér að varpa fram að ef til vill hefði á tímabili átt að leggja meiri áherslu á gengið en minni á verðbólguna. Það var allt of sumt.

Aðeins Seðlabankinn stóð sig samkvæmt þessu í stykkinu; allir aðrir brugðust herfilega. Málflutningur Davíðs var að sönnu ein samfelld árás á Geir Haarde og ríkisstjórn hans: Flokkssystkin Davíðs hlustuðu ekki á meintar viðvaranir hans eða brugðust ekki við. Forsætisráðherra er verkstjóri ríkisstjórnarinnar og yfirmaður efnahagsmála (hálfgerður undirtitill er: efnahagsmálaráðherra). Viðbrögð við viðvörunum í efnahagsmálum voru á könnu Geirs, sem brást. Meira að segja gamli vinurinn Björn Bjarnason óð um í villu og ætlaði að fækka rannsóknarmönnum efnahagsbrotalögreglunnar - hafði sýnilega ekki frétt af viðvörununum. Það er auðvitað skelfilegt ef og þegar Björn annað hvort heyrir ekki í Davíð eða tekur ekki mark á honum.

Afneitun, mikilmennskubrjálæði, hroki, vandlæting og að því er virðist megn andúð á bæði fyrri og núverandi ríkisstjórn. Þetta minnir mig á ótrúlega margt úr alka-fræðunum; Nei, nei, ég er ekki alki. Jú, ég drekk mig oft fullan, en það er af því að konan er ómöguleg, börnin eru frek og leiðinleg, hundurinn hatar mig, vinir mínir hafa yfirgefið mig, yfirmaðurinn minn vill ekki hækka mig í stöðu og vill ekki hækka launin mín, veðrið á Íslandi er svo vont, það kann enginn að meta mig (nema ég), ég er misskilinn snillingur umkringdur vitleysingjum, barþjónninn er eini alvöru vinur minn - en ég er ekki alki.

Firringin endurspeglaðist einna skýrast í algerlega tilefnislausum árásum Davíðs á Sigmar. Það eru alþekkt en lúaleg vinnubrögð ráðamanns í viðtali að snúa út úr spurningum og ráðast á spyrilinn, koma höggi á hann, slá hann út af laginu, persónugera í honum hlutdrægni og andúð. Þetta gerði Davíð sig sekan um í viðtalinu hvað eftir annað, ásamt þreytta frasanum um "leyfðu mér að klára að svara spurningunni". Það er ekki nokkur fótur fyrir því að spurningar Sigmars hafi verið persónulega hlutdrægar. Og aldeilis ekki flokkslega nema síður sé. Hann reyndi að súmmera margframkomin gagnrýnisatriði fjölda nafngreindra einstaklinga og sérfræðinga niður í kjarnyrtar spurningar (og notaði þá samtektarorð eins og "sumir"), en taldist þá af viðmælandanum vera að ráðast á sig. Sorglegt!

Kannski Davíð hafi svarað spurningunni manna best; hvers vegna ríkisstjórnin telur betra að hafa bráðabirgða-seðlabankastjóra með sér í IMF-viðræðunum en núverandi formann bankastjórnar Seðlabankans?

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 11:35

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég ætlaði einmitt að koma með þann punkt sem þú endar á í spurnarformi Friðrik! En sem dæmi um þessa margendurteknu umpólun sem þú nefnir og mér liggur við að segja fylgispekt í blindni, þá treysta nú sumir sér öfugt við það sem blasir við, til að kalla hin hugsanlegu röngu áherslu Seðlabankans á verðbólguna fremur en gengið,, "viðurkenningu á mistökum" að hálfu umrædds manns og því geti þeir sem kallað hafi eftir slíkri viðurkenningu eða játningu, aldeilis verið ánægðir!?

egill.blog.is.

Á sama vettvangi má svo lesa Friðrik, einu sinni sem oftar, viðbrögð alveg og alla jafna vel málsmetandi fólks, sem trúir ÖLLU sem maðurinn lætur út úr sér sem HEILLÖGUM SANNLEIK og bætir jafnvel í með samsæriskenningum!

Með samlíkingu þína við alkahólisman mætti því já tala um alvarlega meðvirkni "Aðstandenda", en ég sem fleiri reyndar vil þó fara varlega í slíkt og að nota heilsufræðileg hugtök sem slík í tíma og´ótíma.(það orðið ansi algengt um allt mögulegt í bloggheimum)

En fyrra dæmið sem ég nefni, gefur hreinlega tilefni til að álykta að viðkomandi skilji ekki hvað hann er að skrifa eða heyrir og túlkar svo í ákveðnum tilgangi!?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband