Bretar, Bjöggar og Brúskur

 Bjöggarnir í Landsbankanum hafa nú verið að koma úr skugganum til að kenna öllum nema sjálfum sérum hvernig fór fyrir Landsbankanum, öðrum bönkum og þjóðarskútunni almennt. Þeir eru í afneitun, blessaðir og skilja ekki af hverju pilsfaldakapítalisminn gat ekki skotist á vettvang til að bjarga hákarla-kapítalismanum. Hvers vegna redduðu fulltrúar skattgreiðenda okkur ekki tugmilljörðum króna, spyrja þeir í forundran og beina böndunum að Seðlabankanum (les: Davíð "Brúskur" Oddsson).

Sjálft Morgunblaðið kaupir ekki skýringar aðaleiganda síns, Björgólfs Guðmundssonar. Það er auðvitað auðmýkjandi áfellisdómur yfir Björgólfi. Blaðið sem hann á trúir honum ekki. Ekki einasta er þetta stórmerkilegt fyrir ímyndina um sjálfstæðar ritstjórnir, heldur mikilvæg skilaboð til annarra eigenda fjölmiðla. Auðjöfrarnir hafa misst virðinguna og niðr´um sig. Þeirra eigin fjölmiðlar eru í uppreisn og trúa þeim ekki.

Bjöggarnir segja nú að ef bara Seðlabankinn hefði útvegað sér 200 milljón punda baktryggingu á úrslitastundu hefði allt verið í lagi.  Hvað með aðdragandann? Hver kom Landsbankanum í þá stöðu sem hann var í? Seðlabankinn? Kannski; í þeim skilningi að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit áttu að vera búin að grípa inn í stöðuna - á allt annan hátt en Bjöggarnir voru að tala um. Afskipti slíkra stjórnvaldsstofnana áttu að vera fólgin í því að halda aftur af bankakerfi einkageirans við útrásarofforsið. Ekki að kasta fé skattgreiðenda í hítina. Þessu má líka beina til Breskra stjórnvalda og eftirlitsstofnana; hafi þau fyrst risið upp til aðgerða þegar einkafyrirtækið Landsbankinn þurfti neyðarreddingu frá Íslenskum skattgreiðendum þá brugðust þau of seint við.

Davíð og Co eiga sitt en þessi kaleikur var ekki í boði. Að minnsta kosti hlýtur Seðlabankinn ekki seinna en í dag að útskýra rökin á bak við höfnun Seðlabankans á umbeðnum pilsfalda-kapítalisma. Stjórnvöld segja ekki nei við slíkri beiðni að ástæðulausu, hefði maður haldið. Sérstaklega ekki með Bresk stjórnvöld andandi yfir sér í hálsmálið. Það var út af fyrir sig rétt að fara ekki eftir pilsfalda-óskum Bjögganna, hitt er verra að Bresk stjórnvöld brugðust ósæmilega við - og beinlínis rotuðu okkur. Spörkuðu síðan í okkur liggjandi meðvitundarlaus. Nú reyna Árni Páll Árnason þingmaður og fleiri að segja vinaþjóðum okkar frá þessu óþverraverki; hvernig Bretar hefðu gengið fram af miklu offorsi gagnvart Íslendingum, fryst eigur bankanna og sett Ísland hryðjuverkalista. "Þannig hafi Bretar aukið enn á vandann,  stuðlað að frekari eignarýrnun og þar með skaðað almennt evrópska kröfuhafa". 

Ég vil sjá sannfærandi rök Seðlabankans fyrir því að hafna pilsfaldalausn Bjögganna. Það er eins gott að það séu sannfærandi rök, en ekki "bara af því" og hefndardyntir Brúsksins.


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þrátt fyrir allt er gagn af því þegar menn benda hver á annan, þar sem það þrátt fyrir allt veitir upplýsingar um atburðarásina og upplýsir um hlut hinna í atburðarásinni þó það sé ómarktækt gangvart hlut þess sem bendir.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.10.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þrátt fyrir allt er gagn af því þegar menn benda hver á annan, þar sem það veitir frekari upplýsingar um atburðarásina og upplýsir um hlut hinna í atburðarásinni þó það sé ómarktækt gangvart hlut þess sem bendir.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.10.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Ásgerður

Frábært nafn "Brúskurinn"  , á eftir að nota það í framtíðinni. Og já, það væri gaman að fá að heyra rökin,,en ætli við fáum nokkuð að vita um þetta, frekar en annað

Ásgerður , 27.10.2008 kl. 12:39

4 identicon

Sæll Lillo, lestu fyrir mig þennan pistil

http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/689086/

Hér er slæm þróun að eiga sér stað að mínu mati.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:01

5 identicon

ójá kreppukall þetta er sko riggað. Bíðum bara eftir drottningarkompásþættinum í kvöld, þvílík sápuópera. Þetta er komið út fyrir allann þjófabálk. Fólk ræður hvort það fattar plottið núna eða seinna. En ég legg lítið traust á þessa miðla eins og staðan er.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:21

6 identicon

Finnst ykkur þetta ekki lykta af því að ritstjóri moggans viti meira en við um að eignarhald á mogganum er breytt? Var hann ekki á fundi útvaldra hægri fjölmilastjóra (Steini, Palli) hjá aðstoðarmönnum ráðherra?

http://okurvextir.blogspot.com/2008/10/hvenr-birtast-vitl-vi-flk-sem-borgar.html

Rósa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:21

7 identicon

Þeir eru að flýta sér að tala, því líklega er verið að hirða af þeim fjölmiðlana....

Rósa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:23

8 identicon

Sko Lillo, af hverju komu þessir menn bönkunum sínum í þessa stöðu. Af hverju fór ekki fram áhættumat innan Glitnis og Landsbankans sem tók mið af stöðu seðlabankans?

sorrí. Af hverju vorum við ekki stoppaðir? Ég neita að fallast á þessi rök. Þetta voru semsagt geðsjúklingar allt saman og ekki ábyrgir gerða sinna.

Af hverju var okkur ekki sagt það áður en við skrifuðum upp á ríkisábyrgðir fyrir þessa menn sem vilja nú meina að þeim hafi ekki verið sjálfrátt?

Ég gæti svo sem fyrir löngu síðan verið búinn að setja foreldra mína á hausinn ef ég væri á þeirri skoðun að það væri þeirra mál að grípa inn í sökum þess að ég væri einhver andskotans borderline sjúklingur sem væri ekki ábyrgur gerða minna.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:32

9 identicon

eini fjölmiðillinn sem mark er takandi á í dag er þessi hér. bloggið hjá Friðriki Þór.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:35

10 identicon

Hér að neðan er að finna upplýsingar af lista Forbes yfir ríkustu menn heims.

Skv. þessum lista átti Björbólfur Thor USD 2.2 milljarða Dollara í árslok 2006 eða á gengi dagsins í dag 1.4 milljarð Sterlingspunda.

Þótt maður gefi sér að eitthvað hafi „gengið“ á eignir Björgólfs Thor síðan má ljóst vera að 200 milljónir Sterlingspunda ætti að hafa verið hálfgerður vasapeningur fyrir herrann.

Hvers vegna lagði hann ekki fram þessa aura sjálfur fyrir sinn eigin banka?  Hvers vegna áttum við aumi, fátækir Íslendingar að gera það? Og hvers vegna er allt okkur að kenna ... ja og Davíð?

#350 Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson


Courtesy of Aventis
Age: 39

Fortune: self made

Source: Diversified



Net Worth: 2.2




Country Of Citizenship: Iceland

Residence: London, United Kingdom, Europe & Russia

Industry: Diversified

Marital Status: engaged, 1 child



New York University, Bachelor of Arts / Science





Iceland's lone billionaire. Cofounded Bravo brewery in Russia and created popular Botchkarov beer brand. Sold to Heineken in February 2002. Used proceeds to go on a buying spree in native Iceland and in Eastern Europe. Set up an investment company, Novator, in London that has been very active buying stakes in telecom sector. In past year, through Novator and other entities, has upped stake in his most valuable holding, Icelandic drug company Actavis; bought out one of his two Icelandic partners; purchased Bulgaria's EI Bank; invested in Finnish telecom Elisa; and announced plans to exercise option to boost holding in Bulgarian Telecommunications company. Also owns hotels on Black Sea Coast and land in Spain. Lives in London with girlfriend of 15 years and their one-year-old son.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:03

11 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:28

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar Waage; ég deili með þér áhyggjur af fjölmiðlunum, en ekki þeirri óbeinu skoðun þinni að blaða- og fréttamenn séu viljalaus verkfæri í höndum eigendanna. Þegar þú segir: "Fjölmiðlar á Íslandi í dag eru fyrst og fremst Auglýsingastofur sjoppueigenda sem vilja selja okkur skoðanir sem henta þeirra hagsmunum og mögulegri réttarstöðu", þá ertu að afgreiða heila fagstétt blaða- og fréttamanna sem tótal aumingja. Ég fellst ekki á það. Þú virðist og gefa þér að af því að 365 er komið í samflot við Árvakur þá breytist Kompás allt í einu í drottningaviðtala-málgagn fyrir Bjögga yngri. Ég á eftir að sjá það, að Kristinn Hrafnsson spyrji hann ekki krítískra spurninga og komi fram með krítískar upplýsingar.

Þessi afstaða er ekki í samræmi við uppreisn Morgunblaðsins gegn eiganda sínum í leiðara í dag. Ertu búinn að lesa hann?

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.10.2008 kl. 14:32

13 identicon

ok, er búinn að lesa leiðaran. Það er samt fjarri mér að afgreiða stétt blaðamanna sem ég hef miklar mætur á enda samansafn af mörgu stórskemmtilegu, málefnalegu og hæfu fólki. Það veist þú.

En fjölmiðill er ekki endilega það sama og "stétt blaðamanna". Fjölmiðill lítur ritstjórn og nú ríður á að markmanninum sé ekki mútað.

Með tilliti til ríkjandi eignarhalds sem að mínu mati hefði aldrei átt að leifa, þá kallar þetta á gríðarlegt eftirlit ef að ganga á úr skugga um að ritstjórnin hafi frelsi.

Hvort að hægt sé að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra við rekstur þessara blaða með öðrum eigendum skal ég ekki segja, á endanum dæmist blað af sínum skrifum til langs tíma, en það verður að vera eitthvað protocol ef að maður á að taka fjölmiðil alvarlega.

Agnes var í Sunnudagsblaði moggans með samsæriskenningarnar á færibandi og allar gegn hinu opinbera(utan viðtalsins við Björgúlf). Það má svo sem draga þá ályktun af mogganum í dag að hann snúist ekki í heild sinni á sveif með auðmönnum. en Agnes gerir það svo sannarlega og ástandið á sunnudagsblaðinu vægast sagt ótrúverðugt.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:04

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Tek og undir með Viðskrifaranum; Með persónulegar eignir upp á 1.4 milljarð punda gat hann einfaldlega notað einn sjöunda af því og lánað Landsbankanum sínum pening sjálfur, í stað þess að væla í okkur skattgreiðendunum. Þetta finnst mér gefa augaleið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.10.2008 kl. 15:06

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta ætti að vera dagljóst.

Ekki ætlast ég til að aðrir borgi skuldir mínar - því þá Björgvins ?

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:04

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nauðsynleg í umræðuna; partur af nýrri færslu dómsmálaráðherra á bjorn.blog.is. :

"Oftar en einu sinni hef ég vakið máls á því hér á síðunni, að ég var ósammála þeirri ákvörðun Matthíasar Johannessens ritstjóra Morgunblaðsins, að efna ekki til uppgjörs við kommúnista og kommúnismann á síðum blaðsins. Matthías vildi sýna þeim blíðu, sem áttu um sárt að binda og ekki setja salt í sár þeirra.

 Nú ganga ýmsir fram fyrir skjöldu og lýsa andaslitrum stjórnmálastefnu, sem kennd er við ný-frjálshyggju eða frjálshyggju. Þá er öldin önnur á Morgunblaðinu og krafist uppgjörs við allt og alla, meðal annars Björgólf Guðmundsson, sem hefur lagt drjúgan fjárhagslegan skerf af mörkum til blaðsins undanfarin misseri og líklega gert meira en nokkur annar einstaklingur til að halda því úti. Stjörnublaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir hefur auk þess fundið sökudólg til taka út alla refsinguna: Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar Morgunblaðið kaus að efna ekki til uppgjörs við kommúnismann, hætti útgáfa Þjóðviljans. Hvernig skyldi Morgunblaðinu vegna á uppgjörstíma samtímans?"

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.10.2008 kl. 01:52

17 identicon

slóttuglega falin meining í súrrealískum ummælum um allt annað-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband