Nefndir Alþingis opna sig fyrir almenningi

Þingmenn eru nú að ræða um stóriðju og virkjanir.Viðhengd frétt, um stuðning ríkisstjórnarinnar við álverið á Bakka, er einna merkilegust fyrir þær sakir að þar er hvergi minnst á Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, "grænasta" ráðherra ríkisstjórnarinnar. Lesandinn verður þá að gera ráð fyrir að Þórunn sé líka stuðningsmaður álversins, sem getur svo sem vel verið, en kemur þá áreiðanlega ýmsum á óvart.

Ekki kemur fram hvort Þórunn hafi verið fjarstödd viðkomandi utandagskrárumræðu eða einfaldlega ekki tekið til máls. Vitað er að einstakir ráðherrar hafa mjög ólíkar áherslur í þessum efnum og er ég viss um að fleiri en ég spyrji: "En hvað með Þórunni"? Hugsanlega vill hún ekki tjá sig opinberlega um afstöðu sína til álversins til að gera sig ekki vanhæfa ef og þegar kemur til úrskurðarmála síðar, en slík sjónvarmið hafa hins vegar ekki stöðvað ráðherrann frá eindreginni afstöðu gegn öðrum verksmiðjuáformum, um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Annars ætlaði ég miklu heldur að tjá mig um merkilega frétt á bls. 12 í Mogganum (pappírsútgáfu) í dag, en hana fann ég ekki hér á mbl.is. "Starfið í þingnefndunum opnað" segir í fyrirsögn og fram kemur sú tímamótaákvörðun að opna eigi fundi fastanefnda þingsins fyrir fjölmiðlum og almenningi. Raunar bara suma fundina og eftir geðþótta nefndarmanna, en mikilvægt skref hefur verið stigið engu að síður. Þingnefndafundir hafa fram að þessu farið fram fyrir luktum dyrum (stundum með fjölmiðlamenn hangandi fyrir utan). Nú er komin upp sú velþegna stefna að "almenningur hafi aðgang að meðferð mála hvað nefndirnar varðar" (segir Sturla Böðvarsson forseti Alþingis). Ég fagna þessari opnun, en vænti þess að allir eða flestir nefndafundir verði opnir. 


mbl.is Stjórnin styður álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband