Hver er netníðingur? Gaukur? Ómar? Reynir?

Það er merkilegt með dóm Kristjönu Jónsdóttur héraðsdómara (sem annars var svo væn í den að gefa okkur hjónin saman í borgaralegri giftingu) að hún segir að skrif Gauks hafi verið tilefnislaus. Sjálfur tíundar Gaukur í þaula að tilefnið hafi verið ógeðfelldar árásir Ómars á Paul Nikolov núv. þingmann.

En annað vekur líka athygli mína í þeirri frétt sem hér er vitnað til. Gaukur segir að Reynir Traustason ritstjóri DV hafi kallað sig NETNÍÐING. Mér ver hlýtt til Reynis og ég tel hann vera eina af hetjum blaðamennskunnar. En honumverður eins og öðrum illilega á í messunni. Í dag (eða gær) nafngreinir hann þannig þrjá nemendur Háskólans að Bifröst sem reknir voru fyrir að hafa í fórum sínum 0.2 (núll komma tvö) grömm af kannabis til einkanota. REYNIR NAFNGREINIR ÞETTA GREY FÓLK með lítilræðið af "stuði" - og veit ekki einu sinni hvort það átti efnið í raun. Hvað er reynir eiginlega að gera?? Hvert er hann að fara? Reynir, þarna hef ég orðið fyrir miklum, miklum vonbrigðum með þig. Þetta er netníðingsskapur af ódýrustu og óþörfustu sort.


mbl.is Leyfði honum að bragða eigin meðal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Að mínu mati missa menn sjónar á aðalatriðum málsins. Kannski er um að ræða geðshræringu yfir því sem sumum finnst óréttlæti, ég veit það ekki.

Það sem langflestir hafa gert, er að gera eins og Gaukur gerir í viðkomadi blaðavitali, nefnilega að segja: "Hann byrjaði og hann hefur sagt svo margt vont um aðra og þess vegna má ég toppa hann!"

Það má eflaust finna eitt og annað ósmekklegt sem Ómar hefur látið frá sér fara, til dæmis í flimtingum um verkamenn, rétt eins og Illugi Jökulsson bendir á í grein sinni í 24 stundum í dag. Ég var mjög hissa á því að lesa Illuga detta í sama drullupollinn og magir aðrir.

Málið er einfaldlega þannig að hvað sem Ómar hefur sagt um verkamenn, feminista, vinstri græna eða aðra, hefur hann ekki dregið þá í dilka og formælt vegna kynþáttar, húðlits eða trúarbragða. Hann hefur ekki alið á útlendingahatri og það sem hann hefur sagt kemur rasisma ekkert við.

Ómar vakti athygli á umræðum um sérlega ógeðfelld skrif um Aron Pálma sem höfðu verið meðal annars á umræðuvefnum málefnin.com. Ýmsir þar segjast hafa tengt þessi ógeðfelldu skrif við Paul Nikolov.

það kom hvergi fram hjá Ómari að þetta væri vegna þess að Paul Nikolov væri af erlendum uppruna. Ómar hefði rétt eins getað bendlað Steingrím Sigfússon, eða Illuga Gunnarsson við ógeðfelldnina ef umræðan á málefnum.com hefði verið í þá veru, en þá hefði eflaust engum dottið í hug að kalla hann rasista. Munurinn liggur í því að vegna þess að Paul Nikolov er af erlendum uppruna, þá finnst einhverjum sjálfsagt að hrópa: "Rasisti, Rasisti!"

Þau hróp eru mjög alvarleg því rasismi er mjög ógeðfelldur, rétt eins og útlendingahatur almennt.

Nú segist Gaukur ekkert hafa verið að meina það sem hann sagði, heldur væri hann að "leyfa Ómari að braga á eigin meðali". Fáránlegt. Hann fékk tækifæri til að draga ummæli sín til baka en hann gerði það ekki. Hann vildi standa við þá fullyrðingu sína (ekki gildisdóm) að Ómar væri rasisti og ekki bara venjulegur rasisti, heldur svakalegisti rasisti bloggheima.

--------------

Internetið er opinn miðill en það þýðir ekki að fólki leyfist að segja hvað sem er.

Ég hélt að þú, Friðrik Þór, værir með borðleggjandi mál gegn Sigurði Líndal, enda fannst mér hann vega mjög ósmekklega að þér í umræðunni eftir flugslysið. Mér er það óskiljanlegt hvernig þau málalok voru, virtur lögfræðiálitsgjafi (reyndar ekki lengur virtur í mínum huga) sem kallaði þig opinberlega ómerking!

Hins vegar var ég ánægður með dóminn sem Hannes Hólmsteinn fékk vegna ummæla sinna um Jón Ólafsson. Ég var líka ánægður með dóminn sem Ekstrabladet fékk vegna ummæla sinna um meinta fjármálaglæpi Kaupþings (það þótt Kaupþing sé nærri botni í mínum virðingarlista).

Mér hefur oft óað við því hvernig magir, m.a. hér á mbl.is bloggi hafa tjáð sig um margt, eins og til dæmis samkynhneigð. Réttindabarátta samkynhneigðra er mér mjög hugleikin og ég mundi fagna meiðyrðadómi gegn því grímulausa ofbeldi, beitt með orðum, sem stundum sést hér á blogginu.

Orð geta meitt mjög illa og það er ábyrgðarhluti að skrifa á internetið, þótt margir líti mjög léttvægt á það. Kannski vegna þess að í öruggu skjóli heimilisins finnst einhverjum þeir bara vera á tveggja manna tali. Það er hins vegar fráleitt. Með bloggi ertu að gefa út það sem þú segir út um allan heim. Þess vegna ber að umgangast bloggið og internetið með virðingu og ábyrgð.

Áfram KR!

Víðir Ragnarsson, 1.3.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir skemmtilegan pistil Víðir. Þú vilt meina að orð Gauks hafi verið tilefnislaus, en sjáum til hvað Hæstiréttur segir. Þótt ég beri ekki sama traust til Hæstaréttar og áður, því miður. Sennilega verður allt sem verulegu máli skiptir að fara til Evrópu nú orðið. Það er nöturlegt.

Ég er viss um að Gaukur lærir heilmargt af þessu máli. Mest lærir þó Ómar.  Hann þarf nú að hugsa sig þrisvar um í hvert sinn sem hann stingur penna á blað. Ef ekki fjórum sinnum.

Ég vil þakka þér fyrir orð þín: "Ég hélt að þú, Friðrik Þór, værir með borðleggjandi mál gegn Sigurði Líndal, enda fannst mér hann vega mjög ósmekklega að þér í umræðunni eftir flugslysið. Mér er það óskiljanlegt hvernig þau málalok voru, virtur lögfræðiálitsgjafi (reyndar ekki lengur virtur í mínum huga) sem kallaði þig opinberlega ómerking!". Á endanum fór málið sem ég tapaði ekki fyir Hæstarétt. Enda get ég nú sagt fullum fetum: EINHVER BEITTI SVEINI ANDRA SVEINSSYNI LÖGMANNI MÍNUM ÞRÝSTINGI AÐ KLÚÐRA MÁLINU OG ER ÞAR VART UM ANNAN AÐ DREIFA EN SIGURÐ LÍNDAL. Dómurinn sem ég tapaði leyfir þetta málfrelsi. Þetta er minn gildisdómur af gefnu tilefni.

Áfram KR! 

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar má ekki gleyma að Paul Nikolov sér allt sem gerist þar sem fólk af erlendu bergi brotið á í hlut sem einhverskonar kynþáttahatur sem er í sjálfu sér einskonar kynþáttahatur með öfugum formerkjum.  Reyndar finnst mér dómurinn hálf kjánalegur og á skjön við tjáningarfrelsið, það hefðu auðvitað verið hægt að sleppa að nota orðið rasisti sem átti kannski ekki þarna heima.  En Ómar sem fjölmiðlafulltúri Impregilo er heldur ekki bara einhver Jón frekar en til dæmis stjórnmálamenn þannig að hann má búast við á fá gusur öðru hvoru.

Einar Þór Strand, 1.3.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kaffi væri fínt Ómar. Mér finnast kveðjur þínar til Víðis og Einars benda til þess að við séum nokkuð nærri þegar að prinsippunum kemur. Áhugi minn á málinu er bæði faglegur (sbr. tjáningarfrelsið) og persónulegur (sbr. reynslu mína á því hvað öðrum leyfist að segja um mig (þú verður að skoða mitt mál til að ná meiningunni)). Ef þú vinnur þá þrengist hringurinn utan um þín eigin orð, ekki satt? Leyfðist Líndal að segja það sem hann sagði? Fóru Hannes og Extrabladed offari, en Sigurður G. Guðjónsson ekki? Prinsessa í Evrópu vann friðhelgismál og slagurinn heldur áfram. Ef Gaukur vinnur þá hlýtur það eðli málsins samkvæmt að teljast sigur fyrir tjáningarfrelsið. Hvort þá leyfist að segja hvað sem er um hvern sem er, er annað mál. Ég er einfaldlega heillaður af máli ykkar Gauks af hinum margvíslegustu ástæðum, Ómar, og kaffibollarnir gætu orð að vera tveir. Yfir hálfum fyrsta kaffibollanum yrði ég að skíra út fyrir þér hvers vegna það hefur ekki áhrif á afstöðu mína að ég vinn með Gauki. Yfir seinni hluta fyrsta kaffibollans yrði ég að skíra út fyrir þér að viðhorf þín að öðru leyti hafa ekki áhrif á afstöðu mína. Svo fáum við okkur nýjan bolla.

Þátt Paul Nikolov og málefnin.com hef ég ekki kynnt mér, Einar. En "rasisti" er óneitanlega harður dómur. Það er vond ásökun. En er "Aðalrasisti bæjarins" til nema í huga eins manns?

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 00:29

5 identicon

Mig langar að leggja "orð í blek" hvað varðar nafn/mynd-birtingar dæmdra brotamanna í fjölmiðlum. Hver er tilgangurinn með því að birta nafn/mynd fólks sem hefur orðið á, en getur þó á engan hátt talist hættulegt. Af hverju þarf að brennimerkja þessa einstaklinga? (nýlegt dæmi er kona sem var dæmd fyrir ölvunarakstur)

Allt öðru máli gegnir með barnaníðinga, ofbeldismenn og aðra sem telja má hættulega umhverfinu. Sjálfsagt að nafngreina þá og birta myndir svo fólk geti varað sig á þeim.

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 02:01

6 identicon

Gott og vel, ef ekki má nota orðið rasisti lengur er þá hægt að lýsa skoðun sinni á einhverjum sem manni finnst vera mótfallinn tilveru þeirra sem eru af öðrum kynþætti eða (eins og mér finnast íslendingar yfirleitt frekar vera) haldnir útlendingahatri / fælni / hræðslu (xenófóbíu) og komast þannig upp með það? Hvað ef manni finnst einhver í raunveruleikanum vera rasisti? Er möguleiki að þessi dómur sé skírskotun til bannorðalista ala USA þar sem öfgarnar eru orðnar þvílíkar að réttindagrúppur svartra hóta harðdiskaframleiðendum málsókn vegna þess að á diskunum eru tvær stillingar, master / slave. 

Er það ekki áhyggjuefni þegar farið er að ritskoða tungumál til að halda niðri viðbrögðum fólks? Mætti etv kalla það móralskan bleyðuhátt?

Magnús Egilsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband