Skilaboð Birgis til Davíðs um leynd og undanþágur

Birgir Ármannsson.   Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skyndilega ákveðið að gerast skeleggur, eftir að hafa læðst með veggjum um langt árabil. Hann hefur nú ákveðið að hjóla í forsætisráðherra (úr því hann er ekki lengur sjálfstæðismaður) og krefjast upplýsinga. Hann hefur meira að segja sett sig í blaðamennskulegar stellingar og ætlar að kæra neitun um upplýsingagjöf til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Gott hjá honum.

Birgi finnst að undanþáguákvæði í upplýsingalögum eigi ekki við þegar forsætisráðherra neitar að afhenda afrit af "upphaflegum athugasemdum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um seðlabankafrumvarp forsætisráðherra". Undanþáguákvæðið er svona: "Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um... samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir". Nú blasir raunar við að ekki bara er um samskipti við fjölþjóðastofnun að ræða heldur jafnframt fjölþjóðastofnun sem óskaði sérstaklega eftir trúnaði um viðkomandi gögn. Það hefur ráðherrann sýnt fram á. Við blaðamenn höfum oft mátt glíma við svona undanþáguákvæði og að sjálfsögðu leitast við að túlka þau þröngt en upplýsingaréttinn vítt. Ég óska Birgi velfarnaðar frammi fyrir nefndinni. Honum gengur kannski betur þar en mörgum blaðamanninum.

Um leið sendir Birgir fyrrum formanni sínum, Davíð Oddssyni, skýr skilaboð: Túlkaðu upplýsingarétt almennings vítt og liggðu ekki á upplýsingum að óþörfu - hafðu almannahagsmuni að leiðarljósi.

Davíð hefur sem kunnugt er neitað að upplýsa um vitneskju sína um hvers vegna Bretar settu á okkur hryðjuverkalög. Nú er til afgreiðslu hjá Úrskurðarnefndinni mál DV þar sem seðlabankastjórinn hefur neitað að svara spurningum og afhenda minnisblöð um Icesave og fleira. Davíð hefur neitað að upplýsa almenning um þessi gríðarlegu hagsmunamál almennings. Hann hefur meira að segja neitað að upplýsa viðskiptanefnd Alþingis.

Samt sem áður hefur Davíð sjálfur lagt línuna hversu mikilvægur upplýsingaréttar almennings er. Hans forskrift var og væntanlega er enn að upplýsingalögin og undanþáguákvæði þeirra eigi alltaf að túlka fyrirspyrjendum í hag hvenær sem það er mögulega hægt. Stofnun eða embættismaður eigi alltaf að spyrja sig fyrst hvort virkilega sé nokkur þörf á því að halda upplýsingum leyndum, jafnvel þrátt fyrir undanþáguákvæði.

Þessi frjálslynda afstaða Davíð var lögð til grundvallar þegar hann varð á sínum tíma við beiðni Þórs Jónssonar um afrit af bréfi sínu (DO) til Sverris Hermannssonar Landsbankastjóra á sínum tíma. Davíð hefði þar getað sett upp hundshaus og borið fyrir sig undanþáguákvæði en kaus að gera það ekki - túlkaði málið fyrirspyrjanda í hag. Hann á að gera það í dag líka.

Og að sjálfsögðu á forsætisráðherra núverandi að gera það líka; gera sitt ýtrasta til að verða við vilja Birgis Ármannssonar. Fyrst er það auðvitað kurteisi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að vísa til upplýsingalaga og fá þessa fjölþjóðastofnun til að falla frá beiðni sinni um trúnað.

En hefur Birgi Ármannssyni dottið í hug að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sjálfs um afrit af þessu gagni? Ég myndi gera það í hans sporum. En honum finnst kannski skemmtilegra að kljást við forsætisráðherra?


mbl.is Birgir fær ekki gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Allur þessi málatilbúnaður og þvaður gerir nákvæmlega ekkert nema að sýna greinilega hverslags viðrini þessi mannleysa, Birgir Ármannsson, er í raun og veru. Hann þykist vera lögfræðimenntaður en það fer lítið fyrir þeirri menntun hjá honum þegar þarf að sveigja öll lög, reglur, venjur og eðlileg samskipti að þörfum sjálfstæðisflokksins. Þá skal víkja öllum reglum og siðferði til hliðar. Þessi mannaumingi er lögfræðigreininni og stétt lögfræðinga til stórskammar!

corvus corax, 17.2.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Jón Sigurðsson

Mig langaði að leggja orð í belg en fæ mig ekki til þess. Tilgangsleysið er algjört því sá sem ber ábyrgð á þessari bloggsíðu sem ég er nú að skrifa inná er haldinn hefndarhug og kemst ekki út fyrir hann.

Jón Sigurðsson, 17.2.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

???????

Varstu ekki að leggja orð í belg?

Að vísu persónulegt skítkast en ekkert um málefnið - en orð í belg samt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.2.2009 kl. 18:20

4 identicon

Í svari forsætisráðun. til Birgis Ármannssonar, þingmanns, segir m.a.:

"Umtalsverðir almannahagsmunir geta verið fólgnir í því, ekki síst við núverandi aðstæður, að stjórnvöld geti átti í trúnaðarsamskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Óski sjóðurinn sérstaklega eftir trúnaði um tilteknar upplýsingar telur forsætisráðuneytið brýnt að verða við því enda heimili upplýsingalög slíkt, ... o.s.frv."

Svar ráðuneytisins er merkilegt fyrir þær sakir að í tölvupósti Mark Joseph hjá Alþjóðagjaldeyrissj.  frá 9. febrúar sl. kemur skýrt fram að óskað eftir trúnaði svo Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dragist ekki ínn í pólitískar deilur hér á landi um "the Governor" það er seðlabankastjórann (þá væntanlega Davíð nokkurn Oddsson).


Ósk um trúnað kemur efnahagsástandinu og aðgerðum vegna þess hér innanlands ekkert við.

Ekki er hægt að sjá hvaða "almannahagsmunir" eru hér í húfi eins og segir í svarinu til Birgis Ármannssonar.

Friðrik H (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:58

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þannig að forsætisráðherra á að svíkja ósk AGS um trúnað og taka einhliða ákvörðun um það, af því að óskin byggir ekki á almannahagsmunum?

Að öðru leyti tjái ég mig ekki um orð Friðriks H., sem er haldinn hefndarhug og kemst ekki út fyrir hann...

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.2.2009 kl. 19:06

6 identicon

Átti forsætisráðuneytið ekki einfaldlega að segja í svari sínu til Birgis Ármannssonar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði óskað eftir trúnaði varðandi athugasemdir eða ábendingar (hvort heldur fólk vill kalla) til þess að verða ekki dreginn inn í karp hér á landi um Davíð Oddsson?

Auðvitað má velta fyrir sér hvort slík ósk um trúnað sé réttmæt, en það á ekki að tala um "almannahagsmuni" í þessu sambandi.

Hitt er það svo að mögulega er það okkur öllum fyrir bestu að ábendingar eða athugasemdir AGS við hinu fyrst senda frumvarpi Samfylkingar og Vinstri grænna til AGS  komi okkur ekki fyrir sjónir - slík gæti hörmungin verið

Friðrik H (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:55

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

AGS veit sem er að allt sem tengist Seðlabankanum og breytingum á honum verður að tilteknum öflum túlkað sem árás og einelti í garð tiltekins manns, vildi ekki blandast inn í það og bað um trúnað. Auðvitað átti AGS ekki að biðja um trúnað og óttast ofangreind viðbrögð. Auðvitað á AGS að aflétta þessum trúnaði (það er mál AGS). Það á að birta þetta allt.

Líka vitneskju DO um hvers vegna Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum. Út með það. Birgir á að biðja um það líka. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.2.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Davíð Oddsson var voða, voða vondur maður! (Þórður Breiðfjörð, 1972)

Flosi Kristjánsson, 17.2.2009 kl. 21:44

9 identicon

Blessaður drengurinn hann Birgir Ármannsson.  Ég kem til með að sakna hans þegar hann dettur af þingi það var alltaf dálítill "trúður" í honum, reyndar oftast leiðinlegur "trúður" en stundum mátti

Ég geri nú ekki ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengur þörf fyrir "frjálshyggjudrengi" á þingi, enda hafa þeir bara skilning á  "óbeisluðu hagkerfi".

Páll A. Þorgeisson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:04

10 identicon

Birgir er ekki á þingi,,,,,,,,, eða jú annars, ég hef séð honum bregða fyrir núna í sjónvarpinu upp á síðkastið.  Friðrik Þór hvað er að þér að vera gera lítið úr manninum, hann er að vinna vinnuna sína. Hann er að verja ríkisstarfsmann sem vegið er að úr öllum áttum. Hann er bara að taka upp merki Ögmundar þar sem hann getur ekki lengur varið sitt fólk. Þegar Birgir er búin að klára þetta mál er ég viss um að hann snúi sér að því að verja þessa 13.999 manns sem nú ganga atvinnulausir, því eins og allir vita er Birgir Ármannsson hörkuduglegur drengur sem ekki má vamm sitt vita.

thi (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:39

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, thi, þetta er rétt hjá þér.

... og svo þarf hann að klást við prófkjörsslag í ofanálag. Þetta er erfitt líf. Að þurfa að sanna sig svona.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 00:21

12 identicon

Hann er hálf hjárænulegur, yfirlætisfulli hæðnistónninn í þessum pistli þínum.

Hversu lengi eiga þær að vera fyndnar, álappalegar tilraunirnar til að klína Davíð Oddssyni inn í öll mál sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp á þingi?

Hvað um að taka blöðkurnar frá augunum og fara að díla við að hér er komin ný ríkisstjórn sem kannski á skilið sömu athyglina á sínum stjórnarháttum og sú síðasta, þó ekki vilji ég óska henni sama stjórnlausa haturs og rakalausri múgæsingunni og hrakti þá fyrri frá völdum?

p.s. Góða skemmtun að snúa út úr mínu andsvari með sams konar skætingi og þú notar til að hjóla í þá sem ekki eru augljóslega sammála þér á þessari síðu.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 03:15

13 Smámynd: Halldór Halldórsson

Eins og í flestu sem ég hef séð af afurðum þínum; þá skjöplast þér um lærdóm sem draga má af hlutum.  Hér eru nefnilega stjórnvöldin sem Samfylkingin og Vinstri Grænir stjórna í gegnum Jóhönnu og Steingrím að senda eftirfarandi skilaboð til kerfiskarla og -kvenna:  "Haltu kjafti!  Fyrir alla muni, haltu kjafti!"  Og ég er fullviss um að þau skötuhjú eiga jafnt við blaðamenn, þingmenn, sérstaka saksóknara og rannsóknarnefndir.

Halldór Halldórsson, 18.2.2009 kl. 08:00

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sæll Halldór minn, hvernig er veðrið í Firðinum?

Kannski þú hafir rétt fyrir þér með skilaboðin. Og ég er nokkuð viss um að þú sért að senda mér samsvarandi skilaboð. Ég er mjög ánægður með það.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband