Argasta einelti gegn auðjöfrunum

Það er auðvitað ekkert annað en argasta einelti hvernig fólk veitist að auðjöfrum landsins, mönnum eins og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Björgólfs-feðgunum. Nú þykir fréttnæmt og grimmt lesið að Jón Ásgeir hafi sett íbúð á Manhattan á sölulista. Og í annarri víðlesinni frétt er verið að fetta fingur út í þá mótuðu stefnu bankamógúlanna að víkja frá reynsluboltum í bönkunum en setja inn í staðinn "vel menntaða en reynslulitla unga karlmenn". Í enn annarri þrautlesinni frétt eru menn að hlakka yfir því að hugsanlega verði sölu Baugs á Högum til Gaums rift.

Er ekki kominn tími á að stofna samtökin "Verndum auðjöfrana"? Eineltið er orðið yfirgengilegt. Eins og það hafi ekki verið nógu mikið áfall fyrir þessa menn að missa allt úr handaskolunum í rekstri fyrirtækja sinna þá er nú verið að velta sér upp úr því að þessir menn séu neyddir til að selja kofa sína, rellur, báta, skrjóða og glingur.

Fremstir ganga fjölmiðlarnir, ekki síst Baugsmiðlarnir sjálfir, sem launa þannig eigendum sínum lambið gráa - og hreykja sér síðan á hæsta steini með tilnefningum til blaðamannaverðlauna.

Ég hef ákveðið að setja starfsemi félags míns, Anti-rúsínufélagsins, á ís og undirbúa stofnun samtakanna "Verndum auðjöfrana". Þetta einelti gengur of langt. Eins og að auðjöfrarnir hafi gert eitthvað af sér! Ég veit t.d. til þess að sumir þeirra hafi margoft hvíslað því að ráðamönnum að veruleg hætta væri á því að bankarnir hryndu!

p.s. hugvekja á morgun um nýjustu fréttir af fótalausa, nýrnaskemmda, heyrnarskerta, tannlausa, einangraða, eignalausa og réttindalausa pólverjanum (sjá færslur hér neðar).


mbl.is Selja íbúð á Manhattan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ert þú ekki blaðamaður á Fréttablaðinu? Eru þá ekki í frekar hlutdrægri stöðu þar sem JÁJ er eigandi þess? 

Karpi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Er ekki kominn tími á að stofna samtökin "Verndum auðjöfrana"? Eineltið er orðið yfirgengilegt"

Ég hefði nú haldið að þú værir einn af stofnfélögunum í  þessum samtökum ásamt Sigurjóni Egilssyni og Reyni Traustasyni og fleirum.

Síðan hvenær hefur eitthvað verið Jóni Ásgeiri að kenna, allt sem miður fer hjá Baugi hefur fyrst og fremst verið Davíði Oddssyni og Birni Bjarnasyni að kenna (svona ef maður trúir því sem Baugsmiðlarnir skrifa).

Nei, það var kominn tími til að menn sæju að þarna er ekki dýrlingur með geislaBAUG á ferð, og ekkert nema ánægjulegt þegar blaðamenn og aðrir loks átta sig á því.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 11:45

3 identicon

Þú verður að ydda blýantinn betur. Þetta er loðið hjá þér eins og færslan í gær um vondu konuna hjá Teymi. Þú ert að gera grín að þessu liði með öfugmælum en lendir þá í því að koma með sjónarmið sem vel mætti verja, að minnsta kosti að hluta til. Jón Ásgeir og Ingibjörg eru hugsanlega að fá ósanngjarna meðferð fjölmiðla. Ungu bankamennirnir voru eflaust misjafnir en margir þeirra myndu teljast mjög hæfir ef að er gáð. Sala Baugs á Högum kann að hafa verið fullkomlega eðlileg og í samræmi við faglegt matsverð. Kannski er viðskiptasóðaskapur í Tali ekki svo mikill og aðrir en Teymi sem eru að stunda dirty business.

PSP (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég finn þef af háði í þessari færslu!

Páll Geir Bjarnason, 14.2.2009 kl. 11:58

5 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Já, Friðrik. Ég er til í að verða stofnfélagi í „Verndum auðjöfrana“ ef mér verða tryggðar fáeinar rúsínur af þeirra veisluborðum.

Jón Ragnar Björnsson, 14.2.2009 kl. 12:16

6 identicon

Hefur Friðrik Þór ekki verið viðloðandi Prjónablaðið undanfariÐ

Janus Hadríanus Libbenkúkk (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 12:51

7 identicon

frábær að vanda!

sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:11

8 identicon

Góður húmor á laugardegi. Góð upphitun fyrir "aðal" kvöld ársins þegar velja á Evróvisjónlagið okkar. Framundan eru sýningar á Kardimommubænum. Hvernig væri að flykkjast á þá sýningu okkur til skemmtunar, hugleiðingar og jafnvel lærdóms. En rúsínur? Má ekki af hógværð biðja um bland í poka.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 15:15

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég líka, en ólíkt Friðriki, þá vil ég allar rúsínurnar og allt veisluborðið.

Finnur Bárðarson, 14.2.2009 kl. 15:24

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bæti ekki miklu við þetta. Nei, "Karpi", ég er ekki blaðamaður á Fréttablaðinu. Libbenkúkk; Ég neita að starfa á flokksmálgögnum eins og Prjónablaðinu! Hvað rúsínur varðar bið ég fólk að hafa aðgát í nærveru sálar!

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 15:26

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Össs þetta er ekki að ganga, ég er með!

Arinbjörn Kúld, 14.2.2009 kl. 17:32

12 identicon

Æ..ÆÆ !! Sínum blessuðu fólkinu skylning,, Það harðnar á dalnum víðar enn hjá almúganum,, Kannski þurfa þau ekki svona margar íbúðir,,?? Kannski líka skynsamlegra að selja íbúðina fremur enn lystisnekkjurnar,,

Bimbó (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:55

13 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sýna fólkinu skilning, einmitt, þegar allt var á uppleið var maður skíturinn á skónum, en svo hrundi allt draslið og þá verðum við að standa saman sem ein þjóð, ok við skulum skilja skilninginn.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2009 kl. 18:12

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Síminn ætlar ekki að hætta að hringja og glóir yfir þeirri fyrirætlan að setja Anti-rúsínufélagið á ís. En ég verð að vera harður og læt ekki undan þrýstingi. Ef aðrir vilja taka við félaginu þá skorast ég ekki undan að axla ábyrgð og standa upp úr stól mínum!

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 18:31

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Suðusúkkulaðihjúpaðar rúsínur eru nú mikið uppáhald hjá mér Friðrik minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.2.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband