Einelti Baugsmiðla ríður ekki við einteyming

Davíð Oddsson.Það verður ekki skafið af Baugsmiðlum að einelti þeirra í garð Davíðs Oddssonar er ákaflega einbeitt og skipulögð. Nú hefur Baugsmiðillinn tímaritið Time sett Davíð á lista "yfir 25 einstaklinga sem eiga sök á fjármálakreppunni".

Hvernig dettur Baugsmiðlinum og kommúnistamálgagninu Time í hug að gera þennan óskunda? Er ritstjórn tímaritsins Time ekki búin að lesa grein Halls Hallssonar í Mogganum í dag? Hlustaði ritstjórn tímaritsins Time ekki á skeleggan málflutning Sveins Anda Sveinssonar í Kastljósinu í gær?

Er ekki hægt að koma vitinu fyrir svona siðlausa og hlutdræga blaða- og fréttamenn? Ég bara spyr!


mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég segi það sama ... Dæmalaust hvað BAUGS-MIÐLAR eru PIRRANDI í þessari ómálefnalegu gagnríni sinni á þennan hálf-guð nýfrjálshyggjunnar. 

Brynjar Jóhannsson, 12.2.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir eru út um allt bókstaflega

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 19:19

3 identicon

Þetta er nú meiri persónudýrkunin.Ég trúi nú ekki að fullorðið fólk skuli haga sér svona.Spólaðu til baka vinur.Þá kannski mannstu sönginn í Davíð og hans kumpánum.Þeir vildu einkavæða allt og keyra á útrás á fullu.Ég man allavega svo langt að fók var að mótmæla þessum útrásar og einkavæðinga söng sjálfstæðismanna.Svo ótrúlega skrítið hvað fólk getur verið gleymið.Auðvitað er Davíð sekur á samt útrásarvíkingunum og á að fara sömu leið og þeir ásamt forsetanum.En sumir kunna ekki að skammast sín.

hh (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:27

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég er alveg hættur að taka mark á þessu fjölmiðlarugli, hver tekur mark á þessum fjölmiðlum þegar það er verið að tala um Davíð Oddsson, það hallast bara á eina hlið, hafa þessir miðlar einhvern tíma minnst einu orði á JÁJ ekki svo að ég muni, það er eins og JÁJ sé bara engillinn af himnum ofan, gersamlega vonlaus týpa.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Á þessari stundu er DO kominn í 1. sætið yfir óvini HEIMSINS. 

Eru Time-s-menn nokkuð klóra sér í höfðinu núna?  Þeir eru kannski vinstrisinnaðir, svona eins og það gerist í BNA, en skyldu þeir kannast við Baugsnafnið?

Kolbrún Hilmars, 12.2.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, ægir, ég held að ekki einn einasti fjölmiðill hafi minnst á JÁJ í eitt einasta skipti og  t.d. ekki eytt einu einasta orði á greiðslustöðvun Baugs. Hann er algerlega heilagur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 19:39

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Lygaþvæla kommúnistasnepilsins gegn Dabba hljómar svona:

"Over the two decades in which David Oddsson held public office, first as Iceland's Prime Minister and then as the governor of the central bank, he ushered in a new era of free market economics, privatizing Iceland's three main banks, floating its currency and ushering in a golden age of entrepreneurship. Whoops. Iceland's economy instead is a textbook case of macroeconomic meltdown: The three banks, which were massively leveraged, are in receivership, GDP could drop by 10% this year, and the IMF has stepped in after the currency has lost more than half of its value. Nice experiment". 

OMG! Ekkert af þessu er satt. Allt lygi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 19:44

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er skandall. Mér er gróflega misboðið. Hélt að svona kommúnistasneplar væru ekki til í Bretlandi.

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 19:50

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rekum þá hinn sænska Josepsson - eða sækjum hann til saka fyrir meiðyrði - útrásarvíkingarnir sem áttu og stjórnuðu bönkunum féflettu íslenskan almúga í góðri trú, áreiðanlega í boði DO.

Kolbrún Hilmars, 12.2.2009 kl. 20:17

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ertu að segja að baugur eigi time?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:17

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Já sei sei þeir eiga þetta allt : Daily mirror, The Guardian, The Sun, The Times.

Það held ég nú..

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 20:27

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hmm... ertu nú viss, ég á einhvern vegin erfitt með að trúa því.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:30

13 Smámynd: Hlédís

Eigum við ekki allan heiminn?  Hvað er þá svona merkilegt með Times?    Munið líka að JÁ-BAUGUR á SAMFYLKINGUNA  eins og hún leggur sig´- Sannað mál síðan ISG hélt "Borgarnes-ræðuna " forðum!   Ekki að ég muni ræðuna - EN .. hún sannar þetta örugglega. .. því annars héldu ekki svona margit sannir Flokksmenn því fram!  Það sér hver Maður!

Hlédís, 12.2.2009 kl. 20:39

14 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Húmorinn alltaf í fínu lagi hjá þér Friðrik Þór . Mér sýnist að sumir bloggarar hafi ekki séð í gegnum kaldhæðnina í þér!

Jón Baldur Lorange, 12.2.2009 kl. 20:46

15 identicon

Frábær færsla hjá þér ;) Lýsandi dæmi um málflutning stuðningsmanna Davíðs hvenær sem nokkur fjölmiðill vogar sér að segja um hann styggðaryrði.

Halldóra (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:57

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég var að fá tölvupóst áðan um að Jón Ásgeir Jóhannesson og pabbi hans séu sjálfstæðismenn. Það er auðvitað lygi. Þeir eru vitaskuld kommúnistar. Það gefur augaleið.

Líka Sjálfstæðisfélagið Vörður og Sjálfstæðisfélagið á Akranesi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Hún er kommi. Baugsliðapakk.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 21:33

17 Smámynd: Halla Rut

Ég hef gjörsamlega fengið mig fullsadda af þessari vitleysu. Á meðan þeir er virkilega eiga sökina að dansa hér um óáreittir er Davíð gjörsamlega lagður í einelti. Hvað ætli þessir sömu menn eigi mikið af aurum á eyjunni góðu? Ekki er þjóðin að fara að borga skuldir Davíðs, nei, hún er að fara að borga skuldir t.d. Bjórgólfsfeðga sem sjálfir hafa gull tryggt sig í skattaparadísum.

Ég held að við Íslendingar þurfum aðeins að fara að hugsa málin uppá nýtt. Þetta er orðið kjánalegt.

Halla Rut , 12.2.2009 kl. 22:19

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihihi...Friðrik!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:21

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Ho ho ho..

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 22:23

20 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hláturinn lengir lífið.

En Halla Rut; það er alger mýta, goðsögn, urban legend, að nokkur sé að leggja DO í einelti. Fjarri því.

Það er hárrétt hjá þér að "útrásarvíkingarnir" hafa ekki ENN fengið sína rassskellingu. Það er mestmegnis vegna þess að þeir eru "einkafyrirtæki". Þeirra bíða rannsóknarlok og ef og þegar sannast lögbrot á þá munu þeir fá sína hegningu (myndi ég ætla). Í millitíðinni er það helst almenningur sem getur veitt þeim ráðningu með e.k. borgaralegri óhlýðni, t.d. að "boycotta" fyrirtæki þeirra. Ekki er að sjá að slíkt sé í gangi. En þeir ramba svo sem flestallir á barmi gjaldþrots og búa við að missa eignir og æru. Kyrrsetning eigna þeirra og hitt, að sækja auð þeirra úr skattaskjólum væri æskilegt, en við t.d. mannréttingaákvæði er að stríða. Að óbreyttu treysti ég því að þeir fái að "axla ábyrgð".

Annað er með embættismenn og stjórnmálamenn, sem eiga og áttu að vera í vinnu fyrir fólkið í landinu. Þegar fólk í slíkum stöðum bregst skyldum sínum, fremur afglöp með aðgerðum eða aðgerðaleysi, þá höfum við opinber tæki og tól til að bregðast við því - við fólkið í landinu. Fulltrúar okkar í framkvæmda- og löggjafarvaldinu eiga að sjá til þess. Svoleiðis fólk á að missa embætti sín og stóla. 

Einelti? Hafa menn bara verið að níðast á DO? Ekki aldeilis. Teljum nokkra þeirra sem hafa verið "eltir". 12 ráðherrar fallinnar ríkisstjórnar. Forstjóri og þriggja manna stjórn FME, fjórir, samtals 16. Allavega einn ráðuneytisstjóri, samtals 17. Svo eru seðlabankastjórarnir þrír, samtals 20. Þess utan eru prófkjör framundan og óljóst hversu margir þingmenn fá sparkið. Áreiðanlega nokkrir. Framsóknarmenn með sína ábyrgð hafa nokkrir fokið; Valgerður, Guðni, sjálfsagt fleiri. Við erum kannski að tala um, þegar upp verður staðið, pólitíska "30-menninga" sem fá munu að taka pokann sinn. Einelti? Nei; Fjöl-elti!

Það er reginfirra að DO sé lagður í einelti. Áherslan á hann er svo gott sem eingöngu vegna þess að hann virðist líklegur til að verða síðastur og kannski sá eini sem ekki axlar ábyrgð.Sérðu þetta ekki, Halla Rut? Fólk er ekki lengur að mótmæla fyrir utan Alþingi og stjórnarráð - vegna þess að meintir sökudólgar þar tóku pokann sinn. menn eru ekki að mótmæla hjá FME af því menn þar tóku pokann sinn. Menn eru ekki að mótmæla hjá bönkunum af því menn þar voru látnir taka pokann sinn. Nú eru menn með ótekna poka bara í Svörtuloptum svokölluðum. 

Ég vil nefna aðra Mýtu, Halla Rut. Þá að DO hafi varað við komandi hruni. Getur þú bent mér á hvar hann gerði það? Nei, það getur þú ekki og ekki heldur einarðir talsmenn DO eins og Hallur og Sveinn Andri. Það er af því að um þetta liggja engar skráðar heimildir. Aðeins orð DO sjálfs. Hann talar um prívat-samtöl og símtöl í því sambandi, sem enginn hefur staðfest. Ekki nokkur maður. Opinberlega sagði DO (í skýrslum og álagsprófum) að bankarnir stæðu bara prýðilega, takk fyrir, allt fram að hruninu. Eins og FME. Ef Davíð hefur formlega sagt að allt væri í lagi en óformlega sagt hið andstæða; þá er hann að viðurkenna grófa lygi - og ekki er það nú gott.

DO hefur líka sagt að hann viti sko nokk vel af hverju Bretar settu hryðjuverkalög á okkur. Hann vill bara ekki segja okkur það. Vilt þú ekki vita þetta, allt eins vel og ég, Halla Rut? Varla er verið að leggja DO í einelti þegar hann er krafinn svara um þessa vitneskju sína, er það?

En það er hárrétt hjá þér að ýmsir aðrir mættu fá ráðningu. Þú væntanlega ert löngu hætt öllum viðskiptum við fyrirtæki "útrásarvíkinganna", er það ekki?

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 23:15

21 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Kapítallisminn virkar, þetta sem gerðist með þessa "útrásarvíkinga" á ekkert skylt með kapítalisma, þetta er eitthvað allt annað, og eitthvað sem okkur almenningnum er gersamlega óskiljanlegt, en allavega var þessum stofnunum mjög illa stjórnað sem sést best á því að ef eitthvað fer í þrot þá er stjórnunin mjög slæm, en verst finnst mér að þetta skuli lenda á okkur.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 23:27

22 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ó, jú, kaíptalismi var þetta Ægir Óskar, en raunar öfgafull útgáfa. Eftirlitslaus og afskiptalaus Laissez faire hákarla-kapítalismi. Vissulega langan veg frá manneskjulegum kapítalisma blandaðs hagkerfis, þar sem saman fara markaðsbúskapur og velferðarsjónarmið jöfnuðar og réttlætis. Í síðarnefnda kerfinu kunna "kapítalistar" að hemja sig, halda græðginni í skefjum og borga skatta sína stoltir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 23:32

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að kapítalisminn í eðli sínu hafi ekki mikið með velferðarsjónarmið að gera.

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 23:43

24 Smámynd: Hlédís

Halla Rut!     Hvað veist þú um hve mikið við borgum fyrir DO?  - fyrir utan áratuga OF-laun og 4-föld ofur-eftirlaun?  Svo vill til að meira að segja ég veit um fleira sem DO hefur fengið greitt fyrir gerða greiða! Stend við það hvar sem er - hvenær sem er!

Hlédís, 12.2.2009 kl. 23:48

25 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Kannski er þetta rétt hjá þér Friðrik, ég er kannski of heiðarleg persóna, að ég þá bara skil ekki kapítalismann, ég var alltaf á þeim nótum að kapítallisminn væri þannig gerður að maður fengi sér vinnu og safnaði pening (leggja inn á reikning) og nota peninginn til seinni tíma, þá með fjölskyldu minni, og geta gert eitthvað gott með henni, þannig lít ég á málin, en kannski eins og ég segi bara of heiðarlegur, eða gamaldags.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 23:55

26 identicon

Nokrar skilgreiningar eineltis. Eru allir sáttir ?

Dan Olweus skilgreinir einelti þannig að það sé einstaklingur sem lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri.

Roland telur einelti vera langa og kerfisbundna notkun ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, gagnvart einstaklingi sem ekki getur varið sig í aðstæðunum.

Bjorkquist og fleiri segja einelti vera ákveðna tegund ýgi/árásargirni sem sé í raun félagsleg.

Pikas heldur því fram að nauðsynlegt viðmið til að meta einelti sé að það sé neikvæð hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einum einstaklingi eða hópi.

Besag segir að í Bretlandi sé það talið einelti þegar einn einstaklingur ræðst á einhvern hátt gegn einum einstaklingi, hópi eða hópur ræðst gegn hópi eða hópur gegn einstaklingi.

Garðar Hólm - aka (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:06

27 Smámynd: Hlédís

garðar Hólm ! músin í alheimnum sendir þér kveðju! Einelti á sér nær óendanlegar birtingarmyndir. útskúfun er sú versta. ekki veit músin hvert þú ert að fara með þessum fáu lýsingum á einelti - hefur, enda, ekki tekið eftir að það væri til umræðu ;)

Hlédís, 13.2.2009 kl. 00:22

28 identicon

Fyrsta orð þessarar færslu Friðriks Þórs byrjar á orðinu "einelti".

Er ekki ágætt að rifja upp hverjar birtingarmyndir þess geta verið?

Garðar Hólm - aka (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:26

29 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér finnst framlag Garðars Hólms, svokallaðs, alveg prýðilegt.

Talar einhverjir af þessum einstaklingum um fjöl-elti?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 00:41

30 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta minnir mig á nóbelsskáldið okkar. Það er alltaf slatti af fólki sem hlær á vitlausum stöðum.

Sigurður Sveinsson, 13.2.2009 kl. 09:22

31 identicon

bíddu nú við,

ég veit ekki til þess að þessir fjölmiðla-turnar "Time" eða "Guardian" séu að stunda einhverja rannsóknarblaðamennsku hér á landi, hefur einhver orðið var við útkjálkastöð Time?

Hvaðan hafa þeir þá analísur sínar? Word of mouth, eða er einhver Samfylkingar-Deepthroat sem sendir allar þessar vísindalegu niðurstöður til þessara blaða?

Annars eiga menn bara að grilla á kvöldin, og þegar tæmist í frystikistunni þá grillar maður nágrannana-:)þ

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:35

32 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Samfylkingar-Deepthroat", Gunnar? Meinar þú að það sé bara Samfylkingarfólk sem vill losna við DO úr seðlabankastjórastólnum? Ef svo er, þá er Samfylkingin líklega komin með 80-90% fylgi!

Af hverju ekki t.d. "Varðar-Deepthroat"? Kannastu við eineltis-ályktun Varðar um að DO víki?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 11:13

33 Smámynd: Kjartan Jónsson

Áhugavert þetta með "kapítalisminn virkar", þótt alþjóðlega fjármálakerfið sé rjúkandi rúst eftir að hann fékk að leika lausum hala. Það er líka áhugavert að heyra hægri menn nota sömu frasa og kommúnistarnir notuðu þegar Sovétið féll: "Þetta var ekki alvöru kommúnismi."

Kjartan Jónsson, 13.2.2009 kl. 11:38

34 identicon

kapítalismi og frjálshyggja eru bara sjálfsagðir hlutir en það er kannski óþarfi að blanda Samfylkingunni í þetta.

Lillo, varðandi "80 - 90% fylgi" við að Davíð fari úr stólnum, þá veit ég ekki hvaðan þær tölur koma en þá þíðir það annað hvort að 80 - 90% þjóðarinnar eru fífl eða illa upplýst fólk.

Ég hallast að seinni skilgreiningunni að menn séu illa upplýstir. Það er búið að heila þvo þjóðina í gegnum Baugsmiðla þess efnis að bankahrunið sé Davíð að kenna, efnahagsglæpum útrásarvíkinga hafi einnig verið einhvern vegin fjarstýrt frá skrifborði Davíðs niðrí Seðlabanka ect.

Sjálfur trúi ég liðlega helmingi þess sem ég les í blöðum og hef alltaf kosið að veita mér þann munað.

Ég legg til að fólk fylgist með fréttaflutningi af málefnum Suðurameríku hér á landi. Það eru eintómar þýddar fréttir sem eru á einn eða annan hátt komnar frá fréttaveitu Hvíta Hússins, tómt kjaftæði.

Ég sé lítinn mun á umfjöllun Time og fleiri aðila sem fara með munnmæli af götunni hér heima. Menn eiga ekki að trúa öllu sem þeir lesa í blöðunum og það á ég ekki að þurfa að benda á.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:01

35 identicon

Ef maður er fífl og illa upplýstur af því að maður vill að Davíð víki þá skal ég sko fúslega viðurkenna að ég sé fífl og illa upplýstur.

Margir fræðimenn og spekingar hafa bent á hvað það sé skaðlegt fyrir Ísland að Davíð skuli sitja enn, margir af þessum fræðingum vöruðu okkur við bankahruninu og við hlustuðum ekki. Ég tel mig búin að læra af reynslunni og ætla að hlusta núna en ekki búa í gamla ímyndaða Íslandi sem einusinni var og kemur aldrei aftur, en það er þar sem fólk eins og Gunnar Waage virðist enn eiga heima. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:27

36 identicon

tja "fólk eins og Gunnar Waage" -:). Ég er ekki að kalla "80 - 90%" landsmanna fífl, en ef að það er hlutfallið sem óskar eftir því að Davíð fari og/eða kennir Davíð um öll okkar vandræði þá liggja óeðlileg rök þar að baki.

"Fólk eins og" ég, efast um hin ótrúlegustu mál!

Svo eru aðrir sem fylkja sér í hrúgur af lýðskrumurum, hverfa þar í fjöldann og þykjast miklir menn.

Það er of fokking auðvelt.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:08

37 identicon

Maður þarf að vera mikil efasemdamaður til þess að geta efast um þátt Davíðs í hruninu (nema fólk sé algjörlega með lokuð augun eða í afneitun!).

Mér finnst ekki óeðlileg rök fyrir því að Seðlabankastjóri víki; að hann sé ekki pólitískt ráðin, eða að hann hafi óeðlileg tengsl inn í ríkistjórnarflokk, eða að krefjast lágmarks reynslu og menntunar af honum, eða sú staðreynd að seðlabankastjórinn hefur leikið aðalhlutverk í þeirri atburðarás sem kom okkur þangað sem við erum núna(fyrst sem forsætisráðherra síðan sem seðlabankastjóri).

Það er ekki nóg með að Davíð hafi hannað kerfið (peningamálakerfi) sem kom okkur þangað sem við erum heldur átti hann líka að passa upp á það og stýra(sem seðlabankastjóri), þannig að það myndi virka eins og það á að virka.

Ég held að það sé engin Íslendingur sem eigi jafnstóran þátt í gjaldþroti Íslands og Davíð Oddsson. 

Mér finnst eiginlega absúrd að maðurinn sé ekki komin á eftirlaun að skrifa æviminningar sínar. Þær eiga kannski eftir að skemmta landanum, en í dag er mér ekki skemmt!!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:23

38 identicon

Reyndar finnst mér absúrd að maðurinn fái að ganga laus um götur bæjarins.

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:26

39 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar; þú svaraðir ekki spurningunni minn:

Af hverju ekki t.d. "Varðar-Deepthroat"? Kannastu við eineltis-ályktun Varðar um að DO víki?

 Hvað viltu segja við allt sjálfstæðisfólkið sem vill DO úr stólnum? Væntanlega illa upplýst fífl?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 17:28

40 identicon

nei ég kannast ekki við neina "eineltis-ályktun".

Ég er á því að Davíð eigi að fara frá. Fjármálaeftirlitið, Stjórn Seðlabankans, bankastjórnir bankanna 3. allt átti þetta að fara í gjörgæslu strax í október og það átti að fljúga inn sérfræðingum strax í vikunni sem Glitnir var tekinn niður.

Hvaða skoðannir hafði fólk á málinu þá? Hvað er Samfylkingin að gera í ríkisstjórn? Hvað er þetta fólk að gera með atvinnumenn í ráðherraembættum?

En að Davíð beri ábyrgð á bankahruninu er þvæla.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:38

41 Smámynd: Hlédís

Gunnar Waage! eigendur Flokksins Eina stjórnuðu Geir - Geir hafði stjórnartaumana í fyrrv. ríkisstjórn. Það þýðir ekkert að vera með krakka-tilsvör núna og segja "akkuru er Solla ekki skömmuð fyrst Geiri er skammaður?" Hún VAR skömmuð! Hún er að vísu frá vegna veikinda nú, en hún á sína skömm fyrir því! Það bætir bara ekkert úr stórsök Flokksins og þeirra sem hann eiga.

Hlédís, 13.2.2009 kl. 17:58

42 identicon

Hlédís,

Það þýðir ekkert að tala um "krakka-tilsvör". Davíð á að víkja en hann var ekki valdur að bankahruninu. Svo einfalt er það.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:02

43 identicon

og annað, þessi ummæli eru ekki frá mér Hlédís,

"akkuru er Solla ekki skömmuð fyrst Geiri er skammaður?"

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:06

44 Smámynd: Halla Rut

Friðrik Þór: Ég þakka þér fyrir langt og greina gott svar til mín. Mikið til í þessu hjá þér og er ég bara "nokk" sammála. Eitt sem stingur mig þó í máli þínu er að Samfylkingin hefur ekki tekið ábyrgð og tel ég ekki koma að því. ISG hefur farið snilldar klækja leið til að forðast ábyrgð. Sömuleiðis er ég langt frá því viss um að nokkur þessara manna þurfi að svara til saka en tveimur mönnum gæti ég treyst til að láta það gerast. Þeir eru Davíð og Steingrímur. Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur gerir það ekki og ekki SF og alls ekki Framsókn. 

Og þú mátt vita að ég versla ekki við menn er hafa arðrænt börnin mín jafnt af þeirra komandi tekjum og þeirra þjóðarheiðri.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 18:16

45 Smámynd: Hlédís

Steingrímur?

Hlédís, 13.2.2009 kl. 18:59

46 Smámynd: Halla Rut

já Steingrímur.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 19:30

47 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar: "nei ég kannast ekki við neina "eineltis-ályktun"? Ætlar þú að segja mér að þú vitir ekki að hið minnsta tvö félög sjálfstæðismanna hafa ályktað um að DO víki - Vörður og Sjálfstæðisfélag Akraness? Og að þú hafir þá ekki heyrt sjónvarpsviðtal við Ragnheði Ríkharðsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins sama efnis?

"að Davíð beri ábyrgð á bankahruninu er þvæla". Því miður er þetta ekki þvæla, Gunnar, þótt hann beri alls ekki alla ábyrgðina. Hrunið kemur eftir samfélagsbyltingu í nýrfrjálshyggjuátt, sem hann mest allra stóð fyrir í forsætisráðherratíð sinni; breytingum sem vissulega höfðu skjól í EES/fjórfrelsinu, en hvers útfærsla var sér-íslensk og Davíðsk með lélegu Samkeppniseftirliti, lélegu Fjármálaeftirliti, lélegu Seðlabankaeftirliti, hörmulegri einkavinavæðingu og þar fram eftir götunum. Davíð barðist vissulega við Baug, en bara Baug. Ekki við til dæmis Bjöggana, sem mér sýnist líkast til verstu ódámarnir af öllum og hávært bendlaðir við rússnesku mafíuna, hvorki meira né minna. Segir einhver Beresofskí ef ég man nafnið rétt.

Halla Rut, tlandi um þetta síðastnefnda: Bjöggarnir voru handpikkaðir sem hinir útvöldu við einkavinavæðingu Landsbankans - manstu eftir því? Af Davíð. Frammararnir fengu að handdpikka sína menn til að fá Búnaðarbankann á slikk. Nú er einhver skýrasta niðurstaðan að bankana hafi fengið menn sem KUNNU EKKI AÐ REKA BANKA - þú hefur rekist á það, er það ekki? Og líka því að DO og co gerðu þessum fákunnandi kónum þann greiða að lækka og afnema bindiskyldu bankanna! Með öðrum orðum: Útrásarvíkingarnir syndsamlegu, sem þér finnst að fái ekki nógu miklar vammir og skammir (en DO of miklar) voru sérvaldir af Davíð og unnu eftir frjálshyggjuformúlu Davíðs. Með Framsóknarmönnum. Samfylkingin á sitt og aðallega er hún sek um aðgerðarleysi, en ÆXLIÐ SJÁLFT, KRABBAMEINIÐ varð til hjá DO og Co.

Og þú treystir honum best til að koma okkur út úr kreppunni!!!

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 19:50

48 Smámynd: Hlédís

Treysti DO ekki fyrir sjálfum sér um þessar mundir, hvað þá öðru!

Hlédís, 13.2.2009 kl. 19:59

49 identicon

ja ef meiningin er að kenna karlinum um þetta allt saman þá munum við bara ekki læra neitt þar sem að Davíð er peð í málinu.

Rekstur Seðlabankans hefur aldrei verið í lagi, hvorki í stjórnarsetu Davíðs né fyrir hans tíma. Genginu hefur verið stýrt af hagsmunum atvinnuveganna og er það versta peningastefna sem til er.

Það er ágætt að búið sé að álykta eitthvað. Eins og ég sagði þá á hann að víkja og þótt fyrr hefði verið.

Hvað eru hinir 63 hvítþvegnu englar búnir að vera að gera í gegnum tíðina? Svo ég vitni nú í Björn Bjarnason þá segir hann Jóhönnu aldrei hafa gert eina einustu athugasemd við rekstur Seðlabankans og sat hún nú á þingi öll árin sem Davíð hefur verið þar.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þeir sem vilja höfuð Davíðs á fati séu ekki að einbeita sér að öllu því fólki sem líka þarf að svara og sæta rannsókn og fara úr embættum.

Brotthvarf Davíðs verður líklegast á næstu dögum.

Þetta er samt ekki stóra málið og sýnist mér ansi margir vera að fá kikk út úr þessu. Mér þykja þetta sorgleg örlög sem hann hlýtur og óþarfi að dansa einhvern stríðsdans í kringum þetta.

Hverjir hafa gert Davíð að þeirri persónu sem hann er í dag á alþjóðlegum vettvangi? Hverjir hafa auglýst hann sem þann aðila sem ber sök á öllu dæminu?

Baugsmiðlar, útrásarvíkingar og allir þeir sem sem tapað hafa á ríkjandi ástandi.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:23

50 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þeir sem vilja höfuð Davíðs á fati séu ekki að einbeita sér að öllu því fólki sem líka þarf að svara og sæta rannsókn og fara úr embættum".

Þetta er grátbroslegur málflutningur, Gunnar. ÞAÐ ERU ALLIR AÐRIR BÚNIR AÐ VÍKJA - BARA DAVÍÐ SITUR EFTIR (þ.e. af opinberum mönnum, banka- og útrásarpakkið er einkaaðilar og þeirra bíða rannsóknarniðurstöður og dómar.

Hverjum öðrum í opinberum störfum er fólk að gleyma? Nefndu mér einhvern.

Setningu sem byrjar á "Svo ég vitni nú í Björn Bjarnason" les ég ekki til enda.

Ef þú skyldir efast um að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð með falli síðustu ríkisstjórnar, af því að hún tók sæti í næstu ríkisstjórn (núverandi) hugleiddu þá eitt: Geir H. Haarde vildi leiða næstu ríkisstjórn. Hugleiddu annað; einhver stjórn verður að vera. Loks þetta: 18 ár samfleytt... ég segi ekki meir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 20:31

51 identicon

Björn segir á bloggsíðu sinni;

„Ég minnist þess ekki, að hæstvirtur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hafi gert athugasemdir við ákvarðanir Seðlabanka Íslands í peningamálum, á meðan ég sat með henni í ríkisstjórn.“

"Hverjum öðrum í opinberum störfum er fólk að gleyma? Nefndu mér einhvern."

hint - þeir eru 63 sjá http://althingi.is/

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:59

52 Smámynd: Auðun Gíslason

Fjandinn!  Og nú er Jón Ásgeir búinn að kaupa BBC!   Hvað er næst?  Ja, það er bara himnaríki eftir. 

Annars merkilegt með Jón!  Hann situr núna í stjórn fyrirtækja í Englandi, ef ég hef skilið þetta rétt, skipaður af skiptanefnd einhvers bankans hér.  Jón Daníelsson laumaði ástæðunni að, en það hefur ekki flogið hátt.  Ástæðan fyrir setu Jóns skv J. Daníelssyni, er að honum er treyst í viðskiptaheiminum þar!  Vita enskir ekkert í sinn haus!  Vita þeir ekki um þetta stórhættulega Baugsveldi?  Var engin í hinu siðvædda Viðskiptaráði sem hægt var að senda út til setu í fyrirtækinu?  Eða er þeim ekki treyst?

Auðun Gíslason, 13.2.2009 kl. 21:06

53 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar; fór það virkilega framhjá þér að það er búið að boða til kosninga löngu áður en kjörtímabilinu lýkur? Veistu ekki hvað það þýðir? Það þýðir að kjósendum hefur verið fært í hendur eina vopnið sem þeir hafa; að geta EINMITT refsað 63-menningunum á þann eina hátt sem þeim er opinn! Fór þetta framhjá þér?

Eða hvernig á öðruvísi að refsa þessum 63-menningum? Að þeir segi af sér? En þá þarf EINMITT að boða til kosninga! Heldur þú að það sé betra að hafa þinglausa þjóð en leyfa minnihlutastjórninni að valsa um óáreittri? 

Aftur: Þjóðinni gefst kostur á að refsa 63-menningunum, fyrst í prófkjörum og síðan í kosningum. Önnur leið er ekki til. Hafi kjósendur þörf á að refsa þessum mönnum þá er þetta leiðin. Hafna þessum mönnum, velja aðra í prófkjörum, kjósa aðra í kosningum. Hefur þú aðra leið fljótvirkari og lýðræðislegri? Lát heyra.

Um hvað Birni Bjarnasyni minnir hirði ég ekki að pæla í. Ef einhver ein manneskja hefur verið duglegust við að veita bankakerfinu aðhald þá er það Jóhanna Sigurðardóttir. Þetta veit þjóðin. Enda var hún SÁ EINI af ráðherrum ríkisstjórnarinnar föllnu sem fólkið treysti áfram.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 21:31

54 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er alveg ljóst að Friðrik Þór hefur engu gleymt frá FUJ árunum um hvernig á að vekja upp líflegar umræður. Fróðleg og athyglisverð innlegg.

Jón Baldur Lorange, 13.2.2009 kl. 21:40

55 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já Jón, það var fjör í FUJ hér í den, þegar við vorum ungir strákar og ætluðum okkur vegferð innan Alþýðuflokksins. Nú er ég hins vegar óflokksbundinn, svo það sé á hreinu. En ég heyrði vel í feginleik gömlu krata-genanna þegar ríkisstjórnin féll um daginn...

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 21:51

56 identicon

Ég er ekki sammála þér Friðrik Þór.

"Um hvað Birni Bjarnasyni minnir hirði ég ekki að pæla í" það er ekkert svar.

Hvað varðar að einfaldlega eigi að boða til kosninga og hrista upp í hrúgunni aftur þá er ég ekki sáttur við það. Ég tel að allir þeir sem setið hafa á þingi undanfarin ár eigi að víkja af sviði stjórnmála.

63 þingmenn sáu ekki hætturnar fyrir þó hefði sem dæmi fall FL Group getað verið þeik öllum ljóst strax á 3. ársfjórðungi 2007. Eimskip fór ekki niður í október 2008, fjallað var um bankana í Breska þinginu í júlí 2008.

Erlendir lánshæfismatsaðilar létu í ljós áhyggjur en samt sá enginn ástæðu til þess að gera neitt í málinu.

Nei, allt þetta fólk á að hverfa af sviði stjórnmálanna, allir 63. 

Ég sé aftur á móti að þér finnst fjölmiðlar vera hafnir yfir gagnrýni og að vinnubrögð þeirra séu alltaf og ætíð óaðfinnanleg.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:19

57 Smámynd: Hlédís

þetta er næstum því eins og "öllum að kenna - og því engum að kenna - flatskjáa  og eyðslusemi" -þulan!  Hrunið var ekki öllum 63 Alþingisþingmönnum Íslands að kenna - það veit Gunnar W!    Slíkur málflutningur kallast "að drepa máli á dreif" og er þekktur varnarleikur!

Hlédís, 13.2.2009 kl. 22:42

58 identicon

Hlédís,

Fyrst leggur þú mér orð í munn og nú túlkar þú orð mín eftir behag. Ég legg til að þú takir orð mín í beinni þýðingu.

Ég sagði að 63 þingmenn þyrftu að víkja, hvað er það sem er ekki nógu skýrt í orðum mínum?

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:50

59 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar: "Hvað varðar að einfaldlega eigi að boða til kosninga og hrista upp í hrúgunni aftur þá er ég ekki sáttur við það. Ég tel að allir þeir sem setið hafa á þingi undanfarin ár eigi að víkja af sviði stjórnmála... Nei, allt þetta fólk á að hverfa af sviði stjórnmálanna, allir 63".

Er eitthvað að fara framhjá mér? Hvernig á að gera þig sáttan? Er ekki eina leiðin til að losna við 63-menningana prófkjör og kosningar? Ertu að meina að það hafi átt að henda þeim út úr þinghúsinu og hafa landið þingmannalaust? Segðu mér frá leiðinni sem þú sérð en ég ekki.

Um Björn svaraði ég víst. Ég sagði: "Ef einhver ein manneskja hefur verið duglegust við að veita bankakerfinu aðhald þá er það Jóhanna Sigurðardóttir. Þetta veit þjóðin. Enda var hún SÁ EINI af ráðherrum ríkisstjórnarinnar föllnu sem fólkið treysti áfram."

Loks beinlínis lýgur þú blákalt upp á mig hvað fjölmiðla varðar. Lestu neðangreindar færslur mínar og segðu mér hvort þú standir við fullyrðinguna: "Ég sé aftur á móti að þér finnst fjölmiðlar vera hafnir yfir gagnrýni og að vinnubrögð þeirra séu alltaf og ætíð óaðfinnanleg"

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/705870

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/728620

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/701479

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/698871

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/696459

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/695343

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/668676

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 22:51

60 identicon

þú ert aftur á móti að segja það sama og Lillo, að sé nóg að kenna Davíð um, hitt væri of mikið mál og of flókið ekki satt?

sssssssss

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:52

61 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"að segja það sama og Lillo, að sé nóg að kenna Davíð um".

Sérðu ekki eða skilur þú ekki það sem ég hef sagt um ríkisstjórnina, FME, auðjöfrana og ýmsa aðra sem ég hef gagnrýnt, auk Seðlabankans? Þarf ég að benda þér á það?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 22:55

62 identicon

Ég er ekkert að ljúga upp á þig Lillo hvaða dramtík er þetta?

Hvað varðar fullyrðingu Björns B. þá myndi ég sætta mig við dæmi um að Jóhanna beitti sér í málum er varða Seðlabankann á þeim árum sem hún hefur verið á þingi.

Ég þarf ekki annað en að benda á pistilinn sem ég er að kommenta á, hann talar sínu máli.

Síðan hvenær stjórnar Time sjálfstæðri hugsun og mati á staðreyndum hér á Íslandi?

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:57

63 identicon

"Eða hvernig á öðruvísi að refsa þessum 63-menningum? Að þeir segi af sér? En þá þarf EINMITT að boða til kosninga! Heldur þú að það sé betra að hafa þinglausa þjóð en leyfa minnihlutastjórninni að valsa um óáreittri?"

já það held ég. 

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:59

64 identicon

Varðandi þennann lista "yfir 25 einstaklinga sem eiga sök á fjármálakreppunni" þá eru nú ýmsir aðilar dregnir til ábyrgðar, þar á meðal "Bandarískur almenningur". Það hljómar ekki mjög sannfærandi.´

Við getum alveg skilið ósammála Lillo um þetta atriði það er allt í lagi. En ég get ekki annað en kennt öllu stjórnkerfinu um. Mér er ómögulegt að taka einn mann og draga hann til ábyrgðar.

Sú stjórn sem nú ríkir er ekki kjörin en er um leið að fara offari með vinnslu í málum sem eru ekki í samræmi við þennan stutta tilskipunartíma og umrætt hlutverk þessarar stjórnar.

Í stjórninni eru 2 atvinnumenn og hefur annar þeirra nú þegar gefið út yfirlýsingar varðandi Evrópusambandið og gjaldmiðilsmálin á erlendum vettvangi. Hvert er umboðið?

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:22

65 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er svo aldeilis hlessa. Gunnar Waage vill afnema löggjafarvaldið og hafa bara framkvæmdavaldið. Sem vitaskuld er stórkostlegt brot á stjórnarskrá Íslands. Er þá nokkur þörf að hafa 10 manns í framkvæmdavaldinu - er þá ekki nóg að hafa EINN allsráðandi yfirstjórnanda; einræðisherra?

Ég er alveg bit!

Dramatík? Ég vísaði þér á nokkrar af þeim mörgu færslum sem ég hef skrifað þar sem ég gagnrýni fjölmiðla. Er svona erfitt að viðurkenna að fullyrðingin þín sé röng - lygi?

Og svo aftur að Birni og Jóhönnu; Tími Jóhönnu er kominn. Tími Björns er liðinn. Hér eru nokkur dæmi af því sem þú biður um (þú sem nennir ekki að lesa færslurnar sem ég vísaði til), ræður Jóhönnu um Seðlabankann, aðra banka og önnur mál þar sem Seðlabankinn kemur við sögu (langt í frá tæmandi, spurning um leitarorð):

  1. Ræða 1982-11-22 00:16:01 105. lþ. 5. mál: Útvegsbanki Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir (flutningsræða)
  2. í dálk B-5066 JS, flutningsræða
  3. í dálk B-5128 JS, ræða
  4. í dálk B-6353 JS, flutningsræða
  5. í dálk B-607 JS, ræða
  6. í dálk B-1240 JS, útvarpsræða
  7. í dálk B-1935 JS, ræða
  8. í dálk B-2587 JS, flutningsræða
  9. í dálk B-3033 JS, flutningsræða
  10. í dálk B-4435 JS, ræða
  11. í dálk B-1142 JS, ræða
  12. í dálk B-2129 JS, ræða
  13. í dálk B-5209 félmrh., ræða
  14. í dálk B-5524 félmrh., ræða
  15. í dálk B-7394 félmrh., ræða
  16. 1991-05-22 114. lþ. 5. fundur stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana, félmrh.
  17. Ræða 1991-12-07 00:00:00 115. lþ. 44.13 fundur 167. mál:ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992 (breyting ýmissa laga) frv. 1/1992, félmrh.
  18. Ræða 1991-12-09 21:50:00 115. lþ. 46.7 fundur 163. mál:Seðlabanki Íslands (hámark vaxta) frv., félmrh.
  19. Ræða 1994-10-12 15:42:05 118. lþ. 7.1 fundur 1. mál:fjárlög 1995 frv. 158/1994, JóhS
  20. Ræða 1996-05-08 15:55:24 120. lþ. 133.12 fundur 473. mál: dráttarvextir fsp. (til munnl.) frá viðskrh., Fyrirspyrjandi JóhS (flutningsræða)
  21. Ræða 1996-10-08 22:03:45 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: fjárlög 1997 frv., JóhS
  22. Ræða 1997-03-13 11:51:07 121. lþ. 90.2 fundur 409. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands frv., JóhS
  23. Ræða 1997-05-14 16:17:57 121. lþ. 125.7 fundur 595. mál: reglur Seðlabankans um verðtryggingu fsp. (til munnl.) frá viðskrh., Fyrirspyrjandi JóhS (flutningsræða)
  24. Ræða 1998-02-18 14:02:20 122. lþ. 70.3 fundur 350. mál: nýjar starfsreglur viðskiptabankanna fsp. (til munnl.) frá viðskrh., Fyrirspyrjandi JóhS
  25. Ræða 1998-03-10 16:03:45 122. lþ. 83.1 fundur 507. mál: húsnæðismál frv., JóhS (andsvar)
  26. Ræða 1998-04-29 10:31:13 122. lþ. 114.92 fundur svör við fyrirspurn um kaup Landsbankans á veiðileyfum í Hrútafjarðará (aths. um störf þingsins), JóhS 
  27. Ræða 1999-12-02 13:31:25 125. lþ. 34.2 fundur 214. mál: Seðlabanki Íslands (breyting ýmissa laga, yfirstjórn) frv. 103/1999, JóhS
  28. Ræða 1999-12-02 13:49:44 125. lþ. 34.2 fundur 214. mál: Seðlabanki Íslands (breyting ýmissa laga, yfirstjórn) frv. 103/1999, JóhS (andsvar)
  29. Ræða 1999-12-03 13:01:53 125. lþ. 35.12 fundur 235. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, JóhS (andsvar)
  30. Ræða 1999-12-03 14:07:23 125. lþ. 35.1 fundur 214. mál: Seðlabanki Íslands (breyting ýmissa laga, yfirstjórn) frv. 103/1999, JóhS (um atkvæðagreiðslu)
  31. Ræða 1999-12-03 15:42:34 125. lþ. 35.12 fundur 235. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, JóhS
  32. Ræða 1999-12-09 10:48:43 125. lþ. 41.1 fundur 235. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, Frsm. 1. minni hluta JóhS
  33. Ræða 2000-02-14 15:10:57 125. lþ. 62.11 fundur 243. mál: fjárreiður ríkisins (laun, risna o.fl.) frv., Flm. JóhS (flutningsræða) 
  34. Ræða 2000-12-16 11:38:36 126. lþ. 51.11 fundur 233. mál: verðbréfaviðskipti (útboð og innherjaviðskipti) frv. 163/2000, Frsm. minni hluta JóhS
  35. Ræða 2001-03-13 16:03:44 126. lþ. 87.5 fundur 521. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv., JóhS
  36. Ræða 2001-05-02 18:28:20 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf. frv., 708. mál: fjarskipti (skilyrði rekstrarleyfis) frv., JóhS (andsvar)
  37. Ræða 2001-05-10 15:42:09 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS
  38. Ræða 2001-05-10 16:29:14 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS (andsvar)
  39. Ræða 2001-05-10 21:41:07 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS (andsvar)
  40. Ræða 2001-05-16 11:02:01 126. lþ. 124.13 fundur 675. mál: Seðlabanki Íslands (heildarlög) frv. 36/2001, JóhS
  41. Ræða 2001-05-18 10:20:48 126. lþ. 128.3 fundur 521. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS
  42. Ræða 2001-05-18 11:14:33 126. lþ. 128.3 fundur 521. mál: stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS (andsvar)
  43. Ræða 2001-05-18 16:44:42 126. lþ. 128.11 fundur 523. mál: viðskiptabankar og sparisjóðir (verðtryggðar eignir og skuldir) frv. 82/2001, Frsm. minni hluta JóhS
  44. Ræða 2001-05-18 16:53:53 126. lþ. 128.12 fundur 566. mál: vextir og verðtrygging (heildarlög) frv. 38/2001, JóhS
  45. Ræða 2002-04-10 11:40:15 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: Þjóðhagsstofnun o.fl. frv. 51/2002, JóhS
  46. Ræða 2002-04-18 14:30:49 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: Þjóðhagsstofnun o.fl. frv. 51/2002, Frsm. minni hluta JóhS (andsvar)
  47. Ræða 2002-04-18 14:35:24 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: Þjóðhagsstofnun o.fl. frv. 51/2002, Frsm. minni hluta JóhS (andsvar)
  48. Ræða 2002-04-18 14:44:03 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: Þjóðhagsstofnun o.fl. frv. 51/2002, Frsm. minni hluta JóhS (flutningsræða)
  49. Ræða 2002-04-27 13:41:45 127. lþ. 131.3 fundur 709. mál: Þjóðhagsstofnun o.fl. frv. 51/2002, Frsm. minni hluta JóhS (flutningsræða)
  50. Ræða 2003-10-16 16:47:54 130. lþ. 13.6 fundur 153. mál: Seðlabanki Íslands (bankastjórar) frv., JóhS
  51. Ræða 2003-10-28 18:32:17 130. lþ. 15.22 fundur 99. mál: afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum þál., Flm. JóhS (flutningsræða)
  52. Ræða 2004-03-10 15:58:42 130. lþ. 81.94 fundur skuldastaða þjóðarbúsins (umræður utan dagskrár), JóhS

 Vonandi kemur þetta þér að gagni, Gunnar. Hvað setninguna varðar "Sú stjórn sem nú ríkir er ekki kjörin" vil ég benda þér á að ríkisstjórnir eru EKKI kjörnar á Íslandi. Við kjósum ekki framkvæmdavaldið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 23:37

66 identicon

Að síðustu Lillo,

Ég tel nú orðalag þitt vera óviðeigandi að ásaka mig um að ljúga upp á þig.

"Loks beinlínis lýgur þú blákalt upp á mig hvað fjölmiðla varðar. Lestu neðangreindar færslur mínar og segðu mér hvort þú standir við fullyrðinguna: "Ég sé aftur á móti að þér finnst fjölmiðlar vera hafnir yfir gagnrýni og að vinnubrögð þeirra séu alltaf og ætíð óaðfinnanleg""

Hér er fjallað um þennan pistil og fæ ég ekki betur séð en að þú sért að gera grín að mögulegri varnar-gagnrýni hægri manna fyrir hönd Davíðs með því að stimpla "Time" sem "Kommúnista-málgagn og Baugsmiðil".

Mitt svar sem hugnast þér aftur á móti ekki er að "Time" sé að kynna þá umræðu sem fer fram hér á landi og fyrst og fremst þá umræðu sem farið hefur fram í Íslenskum fjölmiðlum.

Umfjöllun hér á landi er gagnrýnisverð í mörgu og er engin ástæða til þess að taka ekki grein í Time með fyrirvara.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:45

67 identicon

Takk fyrir listann Lillo, ég skoða hann.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:46

68 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú væntanlega skoðar ekki bara listann, Gunnar, þú lest væntanlega allar ræðurnar!

Gaman að spjalla Gunnar minn. Ekki fer á milli mála að ég virði 100% þinn rétt til að vera á öðru máli en ég. Og við erum báðir vanhæfir til þess að dæma um hvor hafi réttar fyrir sér!

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 23:51

69 identicon

jú ég les allavega eitthvað af þeim, það vill svo til að ég tek meira mark á þér en BB.

Já já þetta var hressandi,,,

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:54

70 identicon

Við náðum allavega þræðinum upp í 2 - 3 sæti sýnist mér-:).

sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:09

71 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það verður að segja að gagnaöflun þín Friðrik Þór í þessum þræði er yfirgripsmikil og vönduð. Takk fyrir þetta. Það væri óskandi að við ættum fleiri blaðamenn í fjölmiðlastétt af þessu kaliber. 

Jón Baldur Lorange, 14.2.2009 kl. 13:34

72 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Friðrik þú ferð farm á að fólk komi fram undir fullu nafni með athugasemdir sína hér sem er bar gott mál.

En verður þú þá ekki að gera þá lámarks kröfu til sjálfs þíns að villa ekki á þér heimildir.

Guðmundur Jónsson, 15.2.2009 kl. 11:22

73 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hmmm. Hvað áttu við Guðmundur?

Ég óska vissulega eftir því að fólk komi fram undir fullu nafni, en það er ekki ófrávíkjanlegt skilyrði. Ég umber háttvísa nafnleysingja (þótt ég frábiðji mér tilskrif nafnleysingja sem skjóta úr launsátri á þann hátt að tjáningarfrelsið er svívirt).

Kem ég ekki hér fram undir fullu nafni?

Þú ert kannski að meina að ég sé í þessari færslu að tala í öfugmælum, að ég sé ekki að segja minn rétta hug, heldur fara með háð og spé; tala mér þvert um geð. Viltu meina að ég sé þar með að villa á mér heimildir? En það er í rauninni ekki rétt. Það er algerlega í mínum anda að vera með aulafyndni, útúrsnúninga, rugla og hræra!

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.2.2009 kl. 11:48

74 Smámynd: Guðmundur Jónsson

já já!!  aulafyndni og útúrsnúningar, og svo stendur líka þarna efst að þetta blog sé þitt persónulega málgagn sem virðist þá koma nokkuð vel heima.

Guðmundur Jónsson, 15.2.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband