Það fjarar undan Sjálfstæðisflokknum

 Nú treystir aðeins einn af hverjum fimm kjósendum sér til að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Það verður að teljast meiriháttar áfall fyrir flokkinn, einkum og sér í lagi í ljósi þess að fylgi samstarfsflokksins, Samfylkingarinnar, dalar lítt sem ekkert.

Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst helming kjósenda sinna frá síðustu þingkosningum og um leið að Framsóknarlokkurinn er ekki að fá aukið fylgi þrátt fyrir stjórnarandstöðu, en Samfylkingin heldur sínu, segir marktæka sögu: Reiði og óánægja kjósenda beinist fyrst og fremst að afleiðingunum af gjörðum helmingaskiptastjórnanna sl. 17-18 ár, en síður að núverandi stjórnarsamstarfi; jafnvel þótt þessi ríkisstjórn hafi sofnað á verðinum. Rót vandans liggur hjá fyrri ríkisstjórnum - liggur í nýfrjálshyggju- og einkavinavæðingarstefnu Davíðs Oddssonar og félaga. Því er hin greinilega vinstrisveifla til komin.

 Vinstrihreyfingin-grænt framboð nýtur nú mesta fylgis meðal þjóðarinnar og mælist fylgi VG nú 32%, en fylgi Samfylkingar 31%, Sjálfstæðisflokks 21%, Framsóknarflokks 8% og Frjálslynda flokksins og Íslandshreyfingarinnar 3%. Einungis 32% aðspurðra segjast styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hlutfall þeirra sem taka ákveðna afstöðu er óvenju hátt; fólkið velkist ekki mikið í vafa.

Rökréttasta niðurstaðan í kjölfar kosninga með svona úrslitum væri ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar. Hætt er þó við því að erfitt reyndist að koma slíkri stjórn á koppinn vegna ESB málanna. Auðveldasta leiðin til að létta af þeirri byrði væri samkomulag um að skjóta því til þjóðarinnar bæði hvort fara eigi út í aðildarviðræður OG því sem út úr slíkum viðræðum myndi þá koma.

 


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Kæri Samfylkingarfélagi!

Þetta er flottur pistill og setur fjandans Íhaldið á sinn stall! Sannleikurinn er hvort sem er mislitur í besta falli og um að gera að dreifa skítnum meðan hægt er!

Flosi Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Æ, æ! Þetta sést!

Flosi Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 22:01

3 identicon

Folk er loksins farið að sja hve gifurleg spilling hefur verið her. Gjafakvotakerfi,einkavinavæðing og flokksdindlaraðninga svona mætti lengi telja. Og kukurinn er farinn fljota hratt upp.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Við þessar kringumstæður er þessi "skoðanakönnun" út í hött. Nær hefði verið að spyrja:

Ef kosið yrði í dag hvort mundir þú kjósa; a. Valtýringa, b. Heimastjórnarflokkinn, c. Fjölnirsmenn, eða bara Sturlunga. 

Það er eins og önnur framboð en hin níræði Fjórflokkur muni að eilífu bjóða fram og ekki aðrir.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki veit ég hvernig bregðast skuli við orðum Flosa. Kemst ekki niður á þetta dýpi! Hmmm.

Kristján; Sturlunga. En þú?

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Heidi Strand

Nú fer það ekki framhjá neinum fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur..

Heidi Strand, 2.12.2008 kl. 00:29

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér skilst að VG séu alveg til að að skjóta þessu til þjóðarinnar og ég er sammála afstöðu þeirra.  En þó bölmóðurinn sé slæmur þá líst mér enn verr á að  veifa töfralausnum en í ástandi sem þessu selur það og beinir athyglinni frá vandamálunum og jafnvel rót þeirra.

ESB segir sjálft að aðildarfelið taki amk 3-4 ár hugsanlega getum við stytt það niður í 2 ár ef við föllumst á að gefa fiskimiðin.  Upptaka evru tekur þó aldrei minna en 12-15 ár miðað við að við borgum reglulega af öllum skuldum og bætum engum við.  En hvernig förum við að því ef við látum frá okkur mjólkurkúnna?

Við getum alveg tekið upp nýjan gjaldmiðil strax einhliða t.d. dollar eða evru en við eigum ekki fyrir því vegna þess að fyrst verðum við að borga jölklabréfin, það eru rúmir 500 milljarðar lausir núna og 300 til  viðbótar innan tíðar. Ef við fellum gengið er ódýrara að borga og það er það einna sem við getum gert.

Svona aumleg hefur efnahagsstjórnin verið.

Sigurður Þórðarson, 2.12.2008 kl. 08:56

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bezta leiðin, Friðrik minn, væri að skófla út Samfylkingunni og mynda nýja, þjóðholla stjórn Vinstri grænna, Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks. Ef Jón Magnússon vill ekki vera með, getur hann gengið í Samfylkinguna, verði honum að góðu.

20. nóv. birti Morgunblaðið ýtarlega skoðanakönnun, sem Capacent Gallup gerði um EBé-aðild fyrir Samtök iðnaðarins (sjá þessa grein mína). Þar kom fram, að einungis "24% sjálfstæðismanna eru hlynnt aðild, en 54% andvíg"! Andstæðingar aðildar eru þannig 2,25 sinnum fleiri en fylgjendur hennar í Sjálfstæðisflokknum.

Flokkur, sem kysi að líta ekki til slíkrar staðreyndar um bakland sitt og stuðningsfólk, yrði naumast sagður kunna fótum sínum forráð. Að láta þá þjóð ganga í Ebé, sem langminnst yrði þar allra þjóða og réði minnstu (engu faktískt), en hefur einhverjar mestu auðlindir (fiskistofna og sennilega olíu og gas, á Drekasvæðinu) af því tagi, sem bandalagið bráðvantar og myndi slá eigna sinni á í reynd, það væri langtum verri afleikur heldur en nokkurn tímann Icesave- og Kaupthing-Edge-málin voru samanlögð.

Jón Valur Jensson, 2.12.2008 kl. 10:16

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Set hingað inn svar til flokksbróður míns en hann ku vera þess fýsandi að fara að dæmum Samfylkingar og gerast lítt þjóðhollur

Guðbjörn minn.

Þú þarft ekkert að stofna annann flokk.

Farðu bara til hinna sem eru sama sinnis og SAMFYLKIÐ GEGN ÍSLANDI með aðildarbullinu í ykkur.

Það liggur fyrir, að við fáum EKKI undanþágur frá fiskveiðsistefnu ESB.

 Það liggur fyrir, að við fáum EKKI undanþágur frá tilskipun um orkusölufyrirtæki og námur.

Þatta hefur aðeins í för með sér, að við verðum útjaðar með engin áhrif (hugsanlega 4 atkvæði af fl hundruð)

Einnig að þegar útlendingar haf afengið að versla á MARKAÐI með Kvótann og orkufyrirtækin, verður það þannig, að skipuin koma EKKI að landi hér, nema þa´stundum þegar þarf að gera smotterí við  þau.

Orkufyrirtækin verða búsett erlendis go greiða sína skatta þar, því samkvæmt LÖGUM ESB má ekki leggja á gjöld vegna námuvinnslu eða borana, vikrjan fallvatna eða annars orku öflunaraðgerðum (sett inn vegna Breta og Norðusjávar olíuborana)

Hvaða TEKJUR verða þa´til að greiða reikninginn vegna hjúkrunar okkar og skólagöngu barna okkar?

Nei minn kæri vinur, Samfylktu bara gegn afkomendum mínum hér á landi og ég mun snúast gegn þér af grimmd.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 10:43

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 11:14

10 Smámynd: nicejerk

Hvað er fólk að enn halda í flokkstýruna og flokka sjálft sig eftir einhverjum sérstökum hagsmunahópum. Hrunið kemur okkur öllum við, óháð pólitík og hjarðeðli.

Að eyða púðri, akkúrat það sem flokkspólitísk öfl þrífast á, þá hægist batinn með hverri mínútunni. 

Þetta er ekkert nema tvöfeldni sem er stunduð, eiginhagsmunapólitík í nafni einhvars "flokks".

Nokkrir eiga ær og kýr, aðrir eru jarmandi kýr, enn aðrir áhald íhaldsins, baulandi næturgagn framsóknar, vinstri gegn, allt samhlýðandi hjörð Ósjálfsstæðs Fólks Halldórs Kiljan.

Ef Steingrímur Njálgsson stofnaði flokk, fyndist væntanlega flestum að hans "pólitísku sjónarmið" væri ekki alveg við hæfi. En það sama á við um efnahagsstefnu ríkisstjórna síðastliðinna ára, þar sem nauðgun hefur átt sér stað á Íslenskum almenning, grunni íslenskrar þjóðarframðleiðslu. Og þar á ekkert að gefa eftir á misnotkuninni, heldur halda ótrautt áfram.

Að menn skuli bara sitja fastir og röfla um pólitík í stað þess að grípa í árarnar og taka á hlutunum, þá er bara að tuða eins og venjulega sem einhver afdala flokkstólitísk lufsa.

Ég get ekki með nokkru móti séð að nokkur Íslendingur með snefil að sjálfsvirðingu, geti haldið sjálfsvirðinu sinni nema að haldið sé til kosninga. 

nicejerk, 2.12.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband