Viðskiptanefnd bíði ekki í viku - vegna óeirðahættunnar

 

Það er vitaskuld mjög slæmt að Davíð Oddsson skuli hafa forfallast og ekki komist á fund viðskiptanefndar Alþingis til að svara þar spurningum um vitneskju sína - vitneskjuna sem hann fullyrti að hann hafi um af hverju Bresk stjórnvöld settu hryðjuverkalögin á Landsbankann, Íslenska ríkið og bresk-íslenska bankann Singer and Friedlander (Kaupthing). Afar slæmt vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er, þar sem sérhver hroki, sérhvert styggðaryrði og sérhver skortur á upplýsingagjöf er olía á þann eld sem nú geisar í samfélaginu.

Þetta eru afar slæm forföll núna þegar óánægja og reiði fara stigvaxandi út í stjórnvöld, ekki síst leiðtoga ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarmenn FME og Seðlabankans. Af öllum þessum beinist hvað mesta reiðin, með réttu eða röngu, að Davíð Oddssyni og litlar líkur á því að "venjulegar" afsakanir fyrir forföllunum dugi, heldur verður því sjálfkrafa trúað, að gefnu tilefni, að hann sé þarna að sýna Alþingi yfirgang og hroka. Hafi hann ekki "vottorð" um óyggjandi og skiljanleg forföll þá verður þetta túlkað sem ögrun og mun æra hina óstöðugu sem tilbúnir eru til að ganga lengra en góðu hófi gegnir í mótmælaaðgerðum.

Sannast sagna ætti viðskiptanefnd ekki að bíða í viku heldur blása til fundar hið allra fyrsta eða um leið og Davíð losnar úr forföllunum. Til að valda ekki óþarfa óróleika. Gefa út slíka yfirlýsingu ekki seinna en strax!

Það er nefnilega raunveruleg hætta á því að mestu "aktífistarnir" hér á landi muni ganga lengra og lengra og nota einmitt svonalagað til að æsa upp lýðinn!


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er augljóst að formaður stjórnar Bleðlabankans, Ceaucescu Oddsson er að gefa skít í nefndina og alþingi og öll lögleg stjórnvöld með því að þykjast ekki geta mætt fyrir nefndina. Hann er að sýna hroka og gera þjóðinni ljóst að það er hann sem ræður, ekki nefndin, þjóðin eða einhverjir aðrir. Nei, Ceaucescu Oddsson er einræðisherra, alveg eins og nafni hans í Rúmeníu forðum. Valdasjúkur einræðisherra sem enginn skipar fyrir verkum. Ekki láta hann komast upp með þennan hroka, sækið hann með lögregluvaldi! Það mundi vera gert við mig og þig og ykkur hin. Við erum nefnilega bara vesæll almenningur sem engan rétt virðist hafa í þessu landi, bara skyldur ...skattaskyldur!

corvus corax, 27.11.2008 kl. 15:23

2 identicon

Hryðjuverkalögum var ekki beint gegn dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander.  Þar var á ferðinni hreinn drullusokksháttur Darling-Brown kappanna.

En þarf ekki að hafa hemil á skemmdavörgum dagsins í dag - þessum ofannefndum „aktífistum“ - svo erlend utanríkisráðuneyti fari nú ekki líka að vara við ferðalögum til Íslands vegna róstra - líkt og íslenska utanríkisráðuneytið hefur gert vegna ferðalaga til Taílands !

En vilja þessi - hvað þeir nú heita - glundroða, svona eins og svokallaðar fótboltabullur vilja slagsmál?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hvernig skyldu þessar umræðu líta út eftir eitt ár? Fimm ár? Tíu ár? Davíð Oddsson var voða, voða vondur maður!

Flosi Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Menn eru orðnir svo vanir valdsmannslegu fasi DO að fyrirsögn sjálfrar fréttarinnar, sem viðtengd er, "Davíð frestar komu sinni" vekur ekki upp sérstaka umræðu og upphrópun. Pæliði í þessu! HANN frestar komu SINNI til háttvirtrar nefndar löggjafarsamkundu Íslands, Alþingis. Embættismannablókin. Ekki veit ég hvort þetta sé viljandi sett upp svona hjá Mogganum, embættismanninum til annað hvort virðingar eða háðungar?

Er ekki nokkuð ljóst að háttvirt Alþingi (nefnd) BOÐAÐI EMBÆTTISMANN á sinn fund. Ekki boðaði HANN komu SÍNA eða hvað? Hefði réttmætari fyrirsögn ekki verið "Fundur viðskiptanefndar með seðlabankastjóra frestast" eða bara "Seðlabankastjóri forfallaðist"?  Hin útvalda fyrirsögn býður af sér þau skilaboð að Davíð ráði algerlega för og að Alþingi sé svona aukreitis. Maður sér fyrir sér þingmennina í nefndinni segja "æ, æ" og rúlla saman rauða dreglinum

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 17:02

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mogginn hefur greint frá neðangreindri ályktun Heimdallar. Ástæða er til að vekjam athygli á því að Heimdallur vísar til stjórnar seðlabankans en ekki bankastjórnar. Með öðrum orðum nær ályktunin EKKI til Davíðs Oddssonar:

"Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, krefst þess að stjórn Seðlabanka Íslands og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins segi af sér tafarlaust og axli þannig þá ábyrgð sem þeim ber. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin hefur samþykkt.

Í ályktuninni segir ennfremur:

„Stjórn Seðlabankans þarf að njóta trausts þjóðarinnar og alþjóðasamfélagsins en ljóst er að þetta traust er ekki til staðar . Ef íslenskt hagkerfi á að ná sér aftur á strik er nauðsynlegt að bankinn endurheimti fyrra traust. Mikilvægt skref í þá átt er að mannabreytingar eigi sér stað innan stjórnarinnar.

Yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins hefur  brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart bankakerfinu. Fjármálaeftirlitið var í lykilstöðu til þess að koma í veg fyrir þá atburðarás sem leiddi af sér hrun bankakerfisins, með því að nýta sér þær heimildir sem fyrir hendi voru.

Stjórn Heimdallar beinir því einnig til stjórnvalda að mannabreytingar innan ríkisstjórnarinnar hjá báðum stjórnarflokkum eru nauðsynlegar og til þess fallnar að endurverkja trúverðugleika og traust til hennar sem glatast hefur. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde verður að endurheimta traust sitt
.“

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 18:53

6 Smámynd: Dóra

knús frá Esbjerg Dóra

Dóra, 28.11.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband