Lækka ofurlaun forstjóranna?

 Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, og...

Í fréttum af björgunaraðgerðum yfirvalda Bandaríkjanna kom fram hjá Nancy Pelosi þingforseta að í sérsmíðuðu lagafrumvarpi þar að lútandi væri meðal annars gert ráð fyrir því að snarlækka laun toppa þeirra fjármálafyrirtækja sem verið væri að bjarga með almannafé.

Sukkinu er lokið, heyrði maður í undirtóninum; þið lækkið í launum og þeir sem vilja hætta fá enga væna starfslokasamninga. 

Ég bíð eftir slíkum upplýsingum frá fjölmiðlum sem þeir hafa eftir landsfeðrunum hér, sem eðli málsins samkvæmt eiga að teljast samfélagslega sanngjarnari en kollegarnir fyrir vestan.

Til skoðunar hlýtur að koma hvort ekki eigi að rifta starfslokasamningum fyrri bankastjóra sem ósanngjörnum og óréttmætum; þ.e. að þeir hafi tekið mið af árangurstengingum. Það hefur vissulega gengið bærilega hjá bönkunum undanfarin ár, með útrás erlendis og okri innanlands. En stoðirnar voru þá ekki styrkari en þetta. Við fyrsta andstreymi hrundi spilaborgin. Og þá var orgað eftir skjóli hjá Hinu Opinbera. Skattgreiðendum. 

 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inqo

Nú er að sjá hvort Lalli Rafsuða fari á atvinnuleysisbætur. En svona þegar Glitnir er orðinn ríkisvæddur þá dettur manni í hug "Baugur" stór fyrrverandi eigandi í Glitni.

Svo vil ég fá lógó og nafn Útvegsbankans aftur. Að ógleymdum Trölla og Trýnu.

Er kapitalisminn að deyja?

inqo, 29.9.2008 kl. 10:30

2 identicon

Voru ekki Glitnismenn byrjaðir að lækka laun og þóknanir?

Annars hefur hluti ofsagróða stjórnenda orðið til með hagstæðum kaupréttarsamningum sem eru væntanlega allir að engu orðnir við þessi tíðindi því ríkið er að færa markaðsvirði bankans lengst niður og kaupir á gengi langt fyrir neðan markaðsgengi síðustu ára.

Hluthafarnir þurfa líka að horfa á eftir bróðurparti fjárfestingar sinnar verða að nær engu.

Arnar (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Pelosi greinir frá skilyrðum vestra, að kröfu Demókrata (sjá hér): Tryggja hagsmuni skattgreiðenda. Tryggja hagsmuni heimiliseigenda. Endurskoða laun og aðrar greiðslur til forstjóranna (CEO´s), að ekki yrði allt greitt út í einu heldur sett skilyrði fyrir því að klára björgunaraðgerðina. Pelosi: Veislu háfleygra forstjóra er lokið. Og ef aðgerðin heppnast ekki þá borga hinir háfleygu!

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Auðvitað á að lækka ofurlaunin. Þau eru ekki í samræmi við árangur þessara manna.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 29.9.2008 kl. 12:17

5 identicon

Voru nýlegar "eignatilfærslur" milli Stoða (áður Flugleiðir) og Baugsfeðga tilviljun eða..... ?

Er "sagnfræðingurinn" fæddur, sem kemur til með að skrifa bókina um hvernig "Davíð" náði "bankanum" af Baugsmönnum?

Hvað segja Danir nú ... sem ekki fyrir svo löngu voru sagðir skrifa af öfund og afbrýðisemi þegar þeir kurteisislega bentu á og vöruðu við "kaupæði" sumra Íslendinga í "útrásinni" .... 

Þorgeir Þormóðsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér finnst, by the way, fréttir nokkuð skondnar sem byggja á því að segja að innistæður fólks í Glitni banka séu ekki í hættu og talað er eins og að viðskiptavinir þar vilji taka peningana sína út.

Það finnst mér út í hött! Ég er einmitt að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að taka sem mest út úr "mínum" banka og setja yfir til Glitnis, ríkisbankans. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 12:54

7 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Ég hef aldrei skilið þetta almennilega...fyrst berjast bankar og fjármálastofnanir fyrir því (með öllum tiltækum ráðum) að þetta verði allt "einka" eitthvað en svo þegar gróðinn minnkar og taka þarf ábyrgð á gerðum sínum...þá er farið á bak við pilsfald mömmu gömlu - ríkisins.

Minntist einhver á nýju fötin keisarans?

Vigdís Stefánsdóttir, 29.9.2008 kl. 14:25

8 identicon

Allt þetta ferli kallar á margar, margar spurningar. Það var vitað strax í vor að bankarnir myndu ásælast gjaldeyrisforðalánið sem til stóð að taka. Voru atburðir helgarinnar "sviðsetning"? Seðlaankastjórar á leynufurndi með forsráðherra og RUV átti "fyrir algera tilviljun" (kom fram í fréttum) leið hjá. Forsráðherra í viðtölum: "við vinnum oft um helgar",´"ég þarf að setja mig inní málin" o.s.frv. En forsráðherra er ekki góður leikari, þessvegna sperrtu allir upp augu og eyru: "Nú er einnhvað í gangi!!"  Sem sagt "þetta var eitthvað sem kom skyndilega upp"(!?)

Arnar segir að ríkið hafi fært markaðsvirði bankans niður, en DO segir í fréttum að ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerð væri markaðsvirði bankans NÚLL.   Var þá ekki seðlabankinn/ríkið að greiða 84 milljarða fyrir NÚLL??

Þarf að koma á óvart að greiðslan kemur af gjaldeyrisvaraforðaláninu, sem bankinn notar væntanlega til að fjárfesta og reka banka sína erlendis og seðlabankinn þarf því að taka annað lán til að styrkja gjaldeyrisforðann????  Athyglisverð hringrás! Eru fleiri bankar í röðinni?

Hér mætti skrifa heila ritgerð.......

sigurvin (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:03

9 identicon

Annars er ég glaður fyrir hönd Jóa frænda. Vídeóleigan hans er alveg að komast í þrot. Nú hlýtur seðlabankinn að kaupa 75% af leigunni og Jói heldur vinnunni. Hann hefur að vísu engar 20 millur á mánuði, bara tvær.

Er ekki annars eitthvað til sem heitir "jafnræðisregla"?

sigurvin (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:20

10 Smámynd: Beturvitringur

Milljónir fyrir að hefja störf. Fáránlega há laun. Fáheyrðir starfslokasamningar.  Allt þetta féll stjórnendum í skaut fyrir að ganga hægt og sígandi en örugglega að sökkva sjoppunum. Sumum tókst að tapa milljörðum og aðrir vita eiginlega ekki ennþá að þér sitja á skýjum og detta við fyrsta regn"

Beturvitringur, 30.9.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband